Þjóðviljinn - 14.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA
ÞJOÐVILJINN
Miðvikudagur 14. nóvember 1962
CHARLOTTE
ARMSTRONG:
hvarf fyrir horn með fimm senta
peninginn sinn til taks.
„María . .“
„Já. Eddie “ svaraði róleg
rödd konunnar hans
,JEr hún farin af stað?“
„Já. já.“
„Hvað er iangt síðan?“
„Hún fór af stað í tæka tíð.“
sagði konan hans. Allt sem hún
sagði var róandi eins og hún
vildi segja: „Hafðu ekki svona
miklar áhyggjur. Eddie.“
„Fór hún með neðanjarðar-
brautinni?“
„Auðvitað."
„Heyrðu, María, mér finnst eig-
inlega að ég ætti að vera hér
eftir, þegar ég er búinn að vinna.
Kað getur verið að hjónin komi
seint heim. Maðurinn sagði að
þau væru að fara í veizlu. Hef-
lirðu nokkuð á móti því?“
lrAUs ekki“
„Mér finnst rétt ég bíði og
verði henni samferða heim. finnst
þér það ekki?“
„Jú, það er ágæt hugmynd.
Eddie.“
„En fannst þér þetta annars
ekki góð hugmynd. María? Að
hún fengi tækifæri til að vinna
sér svolítið inn sjálf skilurðu
. i. að byrja á einhverju?"
„Jú. það var ágætt. Eddie.“
„Og henni leizt líka vel á það,
var það ekki?“
„Jú ljómandi vel."
„Jæja.... já....“ Hann vildi helzt
ekki rjúfa sambandið við Maríu
og rödd hennar. sem gerði hann
svo rólegan.
„Heyrðu Eddie....“
,Já....“
„Það getur vel verið að ég
fari i bíó Frú Martin sagði að
við gætum kannski farið sam-
an.“ Eddie ók sér og deplaði
augunum. Rödd konu hans hélt
áfram: „Þú veizt. það er myndin
sem okkur fannst heppilegast að
hún fengi ekki að sjá....‘“
„Já“.
„Og mér datt í hug að nota
taekifærið “
„Já Já. Það er prýðilegt"
„Vertu nú ekki svona áhyggju-
fullur, Eddie,“ sagði Maria ró-
andi. ,‘,Ég verð áreiðanlega kom-
in heim löngu á undan þér og
Nell.“
„Já já,“ sagði hann, Hann
heyrði dálítið andvarp úr hinum
enda simans ,Þú skalt endilega
gera þetta,“ sagði hann með á-
kefð „Góða skemmtun.“
„Þetta verður allt í lagi.“ sagði
hún. (Vertu ekki svona áhyggju-
fullur. Eddie).
Hann gekk fyrir hornið og að
lyftunni sinni Hann skimaði
fram anddyrið og að útidyrun-
um Hann rétti úr sér og þandi
brjóstkassann — reyndi að líta
út eins og hann væri alveg ör-
uggur
f herbergi númer 807 tók Rut
rósrauða híalínið niður af herða-
trénu og renndi því fimlega
yfir skínandi hárið. Pétur renndi
rennilásnum upp að aftan með
GEGGJUN
sterkum fingrum. Svo hneigði
hún sig fyrir áhorfendum sinum.
„Svona næstum því eins og
prinsessa“ sagði Pétur i viður-
kenningarróm .Finnst bér það
ekki?“
„Jú. það finnst mér“ sagði
áhorfandinn hátíðlega.
Rut kyssti í hnakkagrófina á
áhorfandanum. „Og nú kemur
það allra skemmtilegasta" sagði
hún Mikið gátu þau sprellað
fyrir áhorfandann sinn og þau
skemmtu sér ekki síður en hún.
„Ha ha!“ Pétur sveiflaði út
höndunum eins og hann vildi
rýma til í kringum sig. Hann tók
upp hlægilegu flíkina sína og
Rut trítlaði til hans og strauk
sér um brjóstið
„Þú sagðir að hann væri með
skott“, sagði áhorfandinn með
fyrirlitningu í háu. björtu rödd-
inni.
„Hvað viltu kalla þetta
hérna?“ sagði Pétur. Hann stakk
höndunum undir jakkalöfin og
allt í einu fór hann að stika fram
og aftur um gólfið með kreppt
hné eins og Groucho Ma-x. svo
að iakkalöfin flögruðu kringum
hann
Áhorfandinn var alveg að
springa af hlátri o,g veltist um
eins o.g lítill fissandi hnykill.
Bunný var ekki beinlínis fritt
barn hugsaði Rut. en mikið var
hún heillandi þegar hún hló.
Það var hún alveg ómótstæði-
leg
Og sjálf tók hún andköf og
stundi: „Æ, Pétur. hættu nú ....
ó. hættu!“
„Nei Pétur ..... ó. hættu. —
Pétur O. Jones!“
„Æ ekki meira Almáttugur.
Augnaliturinn rennur út .....“
Hin hátíðlega búningsathöfn
endaði í trylltri kæti
Þá var barið varlega að dvr-
um
Aftur var eins og hönd gripi
um hjartað á Rut og sleppti tak-
inu svo fljótt að Það átti erfit.t
með að byrja hinn reglulega
slátt aftur
2 K A F L I
„Jæja. þá erum við komin.
herra Jones“ f dyrunum stóð
Eddie og minnti á mús með
^eDlandi augun og teygðan háls-
inn
.Já Eddie Alveg stundvis
Gott kvöld Komið inn fyrir“
„Þetta er Nell Mundro. bróð-
urdóttir mín Nell ..... “ Eddie
kom með innfyrir
„Gott kvöld Nell“ Nú voru
kjóllöfin á Pétri ekki lengur
hægileg. nú lögðu þau aðeins
áherzlu á virðuleik hans sem
„ræðumanns kvöldsins" Rut
gekk til móts við þau og var
nú ung og glæsileg írú Fjörið
og gáskinn var gersamlega horf-
ið.
„Gott kvöld. Nell,“ sagði hún.
„Það var fallega gert af yður að
koma alla leið hingað svona fyr-
irvaralítið Voruð þér lengi á
leiðinni?“
„Það tekur ekki iangan tíma
með neðanjarðarbrautinni“ sagði
Eddie Barkakýlið á honum gekk
upp og niður. „Það er alls ekk-
ert seinlegt. Hún fór beina leið
hingað" Það var eins og hann
væri hreykinn af bví að hún
skyldi gera það.
Stúlkan Nell sagði ekki neitt.
Hún sýndist vera nítján eða
tuttugu ára. Hún stóð dálítið
feimnislega — með fæturna fast
saman. Hún var i slitnum. svört-
um skóm með offiserahælum —
Hún stóð álút og horfði niður.
Hárið á henni var gulbrúnt eins
og Ijónsmakki. mjög stuttklippt
og ekki sérlega liðað
Hún var með engan hatt en
hún var í dökkblárri kápu, dá-
lítið úreltri i sniðinu og of stórri
á hana Hún hélt höndunum ut-
anum svarta tösku og Rut var
því fegin að hún notaði ekki
naglalakk. Svo hæddist hún að
sjálfri sér i huganum fyrir að
setja skapgerð og naglalakk i
samband hvort við annað; henn-
ar eigin neglur voru gljáandi rós.
rauðar í sama lit og kjóllinn
hennar En samt sem áður.
„Viljið þér ekki fara úr káp-
unni. Nell?“
Eddie sagði: „Farðu úr káp-
unni, Nell. Farðu úr“ Stúlkan
var í þokkalegum dökkum silki-
kjól Hún stóð kyrr með káp-
una á handleggnum eins og hún
vissi ekki hvað hún ætti að gera
við hana
„Þér getið lagt hana þarna“,
sagði Rut vingjarnlega. „Og
töskuna vðar líka ..... Þér haf-
ið auðvitað setið hjá börnum
áður?“
,.Já heima i Indiana“ sagði
Eddie „Þá gerði hún bað oft.
En ekki eins oft héma. Hún kom
hingað fyrir hálfu ári“
„Jæja .....“
„Nú á hún heima hjá mér og
konunni minni Hún er bróður-
dóttir mín .....“
..Finnst vður eaman ,að vera
hérna Nell?"
„Já. hennj finnst það mjög
gaman“ sagði Eddie „Við höf-
um svo rúmgóða íbúð — nóg
pláss handa henni • Konunni
minni þykir líka gaman að hafa
hana“
Er stúlkan mállaus? hugsaði
Rut Eddie var fljótmæltur og
talaði eins og hann vildi breiða
yfir eitthvað hjá stúlkunni sem
gerði ekkert til að hjálpa honum.
Eddie sasði- .Hvað ég vildi
sagt hafa .... ég verð kyrr hér
á hótelinu Ég á við það að ég
verð hérna lika. Og ef þið skyld-
uð koma seint heim. þá þurfið
þið ekki að hafa neinar áhvggj-
ur“
„Við komum áreiðanlega ekki
mjög seint“ sagði Pétur rólega
Það var eins og hann hefði sagt:
„Við hvað eigið þér?“ Hann
hélt á handklæði ’ hendinni og
danglaði þvi kæruleysislega i
gljáfægða skóna sína.
„Ég á við það“ sagði Eddie
og deplaði augunum „að ég verð
Nell samferða heim“
Pétur leit upp og sagði með
hægð: „Það er vingjamlegt af
yður'* Rut heyrði að hann varð
bæði glaður og undrandi Ein
af hvimleiðustu skyldum eigin-
mannsins er að fylgja barnfóstr-
unni heim „En auðvitað hefði
ég fylgt henni heim annars“.
sagði Pétur
Um leið og Rut sneri sér við
var eins og hún yrði vör við
örlítið lif undir hálfluktum
augnalokunum. enda þótt stúlk-
an stæði enn álút Þetta gekk allt
svo seint. að hún sagði i skyndi
til að binda endi á þetta:
„Bunný Þetta er Nell Nell. þetta
er Bunný"
,Sæl“ sagði stúlkan Rödd
hennar var lág og hljómlaus. en
það var þó hægt að nota hana.
Hún gat talað
„Konuna mina“ sagði Eddie.
„langaði að skreppa í bíó og
ég get alveg eins beðið héma“
Hann kyngdi og hreyfingin
setti allan magra hálsinn á hreyf-
ingu. „Okkur fannst þetta ágæt
hugmynd fyrir Nell. Það eru
mörg hjón, sem koma hingað á
gistihúsið með böm með sér.
Og fyrst ég er hérna lika ætti
þetta að vera tilvalið"
Hann gerði sig líklegan til
að hverfa til lyftunnar aftur.
Hann var taugaóstyrkur einn af
þeim sem kemur með eilífar
útskýringar. þótt enginn hafi á-
huga á þeim. Og hann var dauð-
hræddur um að gera eitthvað
óviðeigandi Samvizkusamur.
lítill náungi.
„Eigum við ekki að sýna Nell
herbergið þitt. Bunný?“ Rut
gekk á undan „Þér getið lát-
ið hurðina falla að stöfum milli
herbergjanna, því að Bunný
finnst ágætt að sofna í myrkri.
Ég hafði hugsað mér að þér
sætuð i herberginu okkar Nell.
það er notalegra fyrir yður“
Bunný hafði farið á undan
inn í herbergi nr. 809. Hún sett-
ist mannalega á annað rúmið.
sem skinnhundurinn hennar áð
heiman var þegar kominn upp í.
„Það er bezt hún fari i rúm-
ið fljótlega" sagði Rut blíðlegá.
„Þetta hefur verið erfiður dag-
ur hjá henni og við þurfum að
gera margt á morgun Þér vild-
uð kannski lesa fyrir hana sögu?
Ef þér hafið ekkert á móti þvi“
„Já. já“. sagði Nell sljólega. í
„Það er indælt er það ekki
Bunný ......“ Þetta var næst-
um eins og hún þyrfti að ýta við
einhverju níðþungu Rut sagði
brosandi: „Heldurðu ekki að
Nell langi í súkkulaðimola?"
Bunný sótti kassann og rétti
hann fram með glæsilegri hné-
beygju, sem Rut hafði kennt
henni Nell sagði: „Þakka þér
kærlega fyrir'* og greip mola. j
Rut létti töluvert Þetta var I
fallega gert af henni Þá hlaut
hún að hafa svolítinn skilning
á börnum Fullorðin stúlka gat
ómögulega verið svona sólgin í
sælgæti. Það hlaut að hafa ver-
ið barnsins vegna sem hún hafði
verið svona snögg og græðgisleg.
„Gerðu svo vel!“ Bunný fékk
sér lika mola henni tll samlæt-
is.
Nú leið Rut betur. „Bunný er
orðin svo stór“ hélt hún áfram.
Ný sending
Enskar ©g hollenzkar
vetrarkápur
MARKAÐURINN
Laugavegi 89.
Prentarar
Vilium ráða nú begar tvo prentara.
Mikil eítirvinna getur komið til greina.
Kassagerð Reykjavikur
Verkasnean
Viljum ráða verkamenn . t'asta vinnu.
Ko! og Salt
VDNDUÐ
F
is u H
Sigurþórjónsson &co
Jlafmvstrceti 4-
Sendisveinar
Ahöfnin r. Brunfisch eyndi að bjarga þyrlunni en þær heilu og höldr.u ••.»
tilraunir báru engan árangur. Eddy fór í vélbát og ský lagðist yfn -yn.
lagði upp að klettinum þar sem flóttafólkið var að við sprengingar.
klifra niður og innau ttundar voru þau öll komin
skipið. Þykkt reykjar-
.g alltaí öðru hvoru kváðu
óskast strax. — Vinnutimi tyrir hádcgL
Þurfa að hafa hjól.
Þjóðviljinn
é