Þjóðviljinn - 20.11.1962, Side 3

Þjóðviljinn - 20.11.1962, Side 3
Þriðjudagur 20. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Afleiðingar Spiegelmálsins: Stjórn Adenaurs fallin! Ollenhauer boðar þjóðstjórn BONN 19/11. — Fimm ráðherrar í stjórn Adenauers sögðu aí sér í dag, eftir að þingflokkur og flokkstjórn Frjálsra demókrata hafði einróma sam- þykkt að slíta stjórnarsamstarfinu, nema Strauss yrði látinn víkja úr emb- ætti varnarmálaráðherra. Óvíst er um samstarf á þingi, en líklegt þykir, að skipt verði um ráðherra, en sömu flokkar fari með völd. Slysaskot í Bonn Spiegelmálið í Vestur-Þýzka- landi hefur haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar í för með sér fyrir þá, sem hrundu því af stað. Það var þegar orðið ljóst fyrir helgina, að Spiegelmálið var raunverulega orðið Straussmál, og fiest benti þá til þess, að vamarmálaráðherrann, Franz Josep Strauss, myndi falia á sjálfs síns bragði. Strauss átti sem kunnugt er mikinn þátt í aðförinni að vikublaðinu Der Spiegel, en blaðið hafði gert sér sérstakt far um að fletta ofan af pólitískum brögðum ráðherrans. Nú er ljóst orðið, að Der Spiegel hefur þrátt fyrir allt unnið' sigur á vamarmálaráð- herranum. Blaðið hefur aldrei selzt betur, salan hefur tvöfald- ast og aðförin hefur orðið gífur- leg auglýsing fyrir blaðið, en Strauss vamarmálaráðherra er dæmdur til að falla. Adenauer í mikilli klípu Ráðherrar Frjálsra demókrata sögðu af sér í dag, eftir að þing- flokkur þeirra hafði samþykkt | Nýtt barsmorÓ \ \ í Belgíu LIEGE 19/11. — Það var > tilkynnt í kvöld, að 32 ’ ára gömul húsmóðir í ■ Liege hefði játað að hafa J myrt þriggja ára gamla B dóttur sína, er var fáviti. k Fyrir aðeins einni viku I var frú Suzanne Vande á fundi i Numberg að slíta sam- vinnunni við Adenauer, sem neltaði nú um helgina að vík a Strauss úr embætti. Frjálsir demókratar lýstu því jafnframt yfir, að þeir teldu áframhaldandi stjórnarsamvinnuvið flokk Ad- enauers æskilega, þegar gerðar hefðu verið vissar breytingar á stjórninni. Adenauer er nú kominn í mikla klípu, því að ekki er svo auðvelt fyrir hann að víkja varnarmálaráðherranum til hlið- ar. Strauss er sem sagt formaður Kristilega flokksins í Bajem, CSU, sem aðild á að ríkisstjóm- inni, og forystumenn flokksins hafa hótað að slíta allri sam- vinnu við Adenauer, ef Strauss verði látinn víkja. Forustumenn Kristilegra demó- krata vildu ekkert um málið segja í kvöld, en Adenauer i. '- ur farið þess á leit við ráðh-.ra Frjálsra demókrata, að þeir sitji áfram í stjóminni fyrst um sinn, þar eð Lubke, forseti, sé á ferða- lagi erlendis. Verður Adenauer settur af? Miklar vangaveltur hafa verið meðal þýzkra stjómmálamanna um lausn stjómarkreppunnar. Varaformaður flokks Frjálsra demókrata, Doering, sagði í gær, að. samstarf. við.. sósíálderpótaata kæmi til greina, en helzti ókost- urinn væri sá, að slík stjórn hefði aðeins átta atkvæða meiri- hluta á þingi. Hann sagðist vera sannfærður um, að Adenauer myndi bráðlega draga sig í hlé. „Við krefjumst þess ekki, að Adenauer fari strax“, sagði hann „fyrst Strauss og svo Adenauer!“ Formaður flokks sósíaldemó- krata, Erich Ollenhauer, sagði í dag, að flokkur sinn gæti alls ekki átt samstarf við Kristilega demókrata eins og á stæði. Hins vegar væri kominn tími til að íhuga, hvort ekki væri rétt að mynda þjóðstjórn þriggja flokka. Stokkholms-Tidningen de Gaulle og kommúnistar sigruðu í þingkosningunum put og fjölskylda hennar sýknuð í máli því, sem jk höfðað var gegn þeim, eftir ™ að sannaðist að þau höfðu N myrt vikugamalt, vanskap- " að barn Suzönnu. GENF 17/11 — Ráðstefna al- þjóðatoilasamningsins Gatt hef- ur látið í ljós ugg um að stefna EBE í landbúnaðarmálum muni valda miklum örðugleikum fyrir I alþjóðleg viðskipti með bús- ' afurðir. Urslit frönsku þingkosning-* 1 anna í gær urðu þessi (í sviga hlutfallstölur úr seinustu kosn- ingum): Kommúnistar 3.992.271 atkv. 21.78% (18.9), Sósíaldemókratar 2.318.743 atkv. 12.65% (15.5), Öháðir sósíalistar 485.744 atkv. 2.65%, Radikalir 1.384.998 atkv. 7.36%(8.0), Kaþólskir (MRP) 1.635.452 atkv. 8.92% (11.6), Gaulleistar 5.847.403 atkv. 31.9% (17.6), Hægfara íhaldsmenn (vin- samlegir de Gaulle) 798.092 atkv. 4.36%, íhaldsflokkurinn 1.660.896 atkv. 9.06% og flokkar Ieigst iil hægri 241.309 atkv. 1.32%. Úrslitin komu á óvart Talið er, að de Gaulle eigi vísan stuðning 62 þingmanna af hundrað sem kjömir voru á sunnudag, þar af eru 45 úr flokki hans, Lýðveldisflokknum. Kommúnistar hafa hlotið 9 þing- menp. Þingnian^aj-tölu^^^gpja fátt um styrkleíka fíokkanna, þar eð skipting þingsæta er í engu samræmi við heildarat- kvæðatölur. Landinu er skipt einmenningskjördæmi og verður kosið á sunnud. í þeim kjördæm- um, þar sem enginn flokkur náði PARÍS 19/11. —Gömlu borgaraílokkarnir írönsku 'og sósíaldemókratar urðu fyrir alvarleau áfalli í þingkosningunum í gær og stórtöpuðu fylgi, en tilskildum meirihiuta. ■, n i* .i. urslit kosninganna stuðmngsmenn de Gaulle unnu mikmn sigur. Kommúnistar juku mjög fylgi sitt og hafa að mestu leyti unnið upp tapið, sem þeir urðu fyrir, er de Gaulle komst til valda. 100 þingmenn náðu kosn- ingu, en kosið verður aftur um 385 sæti n.k. sunnu- dag. þykja þess, að stuðnings- Gaulle fái hreinan á þingi eftir kosn- sunnudag. Eru þeim benda til menn de meirihluta ingarnar á spáð 250 þingsætum af 485. Sig- ur de Gaulle kom mjög á óvart, en þvi hafði verið spáð, að flokkur hans myndi tapa fylgi og þingsætum. De Gaulle hefur aldrei hlotið jafn lítinn stuðn- ing í þjóðaratkvæðagreiðslu og nú fyrir skömmu, þegar gengið v^r til atkv^S^um tilhögun for- setakosninga, en þa hlutu tillög- ur hans ekki meirihlutastuðn- ing þeirra, sem á kjörskrá voru. Hins vegar var þátttaka í at- kvæðagreiðslunni mjög lítilj bæði þá og nú í gær, er aðeins 68.75% greiddu atkvæði. Sigur kommúnista hefur vakið mikla athygli, og virðist flokk- urinn nú hafa náð sér upp aftur eftir tapið, sem hann varð fyrir, þegar de Gaulle komst til valda. VIN 19/11 — Þingkosningax fóru fram í Austuniki í gær, og var kosningaþátttakan mikil, um 94%, enda eru kjósendur í þremur kjördæmum af niu skyldaðir til að mæta á kjör- stað. Ihaldssami þjóðarflokkur- inn undlir forystu Alfons Gor- baeh, forsætisráðherra, vann tvö þingsæti. en hinn stjónarflokk- urinn, sósíaldemókratar tapaði tveimur. Niels Bohr látinn: „Hann var mestur eðlisfræð- ingur, síðan Einstein !eið!“ Mikið hefur verið um verkföll í inna réttínda eða í sambandi við um Verkföil í Belgíy Belgíu að undanförnu, ýmist til að krefjast hærri launa og auk- átökin um tungumálin. — Myndin er tekin fyrir nokkrum dög- og sýnir verkfallsfund í Charicrol. KAUPMANNAHOFN 19/11 — Hinn heimskunni, danski kjarn- orkuvísindamaður, Nieis Bohr, lézt í gær á heimili sínu í Kaupmannahöfn 77 ára að aldri. Hann var fæddur þar í borg 1885, sonur prófessors við Kaupmannahafnarháskóla. Hann varð háskólaprófessor árið 1916 í teoretískri eðlisfræði og hlaut snemma heimsfrægð fyrir rann- sóknir sínar á kjarna frumeind- anna (atómsins). Hann átti mikinn þátt í smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Nóbels- verðlaun hlaut hann árið 1922. Vísindamenn um hieim allan hafa í dag minnzt hins látna eðlisfræðings í viðtölum við blaðamenn. í norskum fréttum benda vísindamenn á, að Niels Bohr hafi verið síðasta hetjan í náttúruvísindunum á borð við Einstein eða Newton. Nú á tím- Verðlaun fyrir bókmenntir PARlS 19/11. Pólska skáld- konan Anna Langfus hlaut í dag hin eftirsóttu Goneourtverðlaun fyrir bók sína „Bagages de Sable“. Verðlaunin eru tæpar 500 krónur íslenzkar. en höfund- urinn fær frægðina til viðbótar og aukna sölu bóka sinna, og er talið, að veiting verðlaun- anna færi höfur.dinum þannig 600—900.000 ísl. krónur. Skáldakonan Simonu Jacque- mard hlaut á sunnudag bók- menntaverðlaun þau, sem kennd eru við Renaudot. um séu afrekin unniin af hópi vísindamanna í tilraunastofum og með víðtæku samstarfi, þar sem enginn megni að skera sig úr og þannig muni verða í framtiðinni. Eðlisfræðingurinn, heámsfrægi Frakkinn Pierre Auger, sagði í dag, að Bohr hefði verið mesti eðlisfræðingur heimsins eftir lát Einsteins. Sovézkir vísindamenn nefndu Bohr „einn mesta vísindamann, sem uppi hefur verið!“ Nieis Bohr 1 I Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna á fundi MOSKVU 19/11 — Nú stendur yfiir í Moskvu fundur miðstjórnar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna og sitja hann 2000 fulltrú- ar. Fundurinn mun standa í viku og verður aðallega rætt um efnahagsmál Sov- étríkjanna. Krústjoff, forsætisráð- herra, hafði framsögu í dag og var ræða hans rúm- iega 30.000 orð. Krústjoff ræddi um að hafa þyrfti hliðsjón af tveimur höfuð- atriðum við stjóm fram- leiðslunnar: sósíalísk efna- hagsstefna þyrfti að ráða. mótuð af sameiginlegri yf- irstjórn eftir gerðri áætlun, en hins vegar yrði að auka lýðræðislega stjórn fram- leiðslutækj anna á hverjum stað. Binnig ræddi hann- lauslega um þá spurningu, hvort ýta ætti undir á- góðavonina til að örfa iðn- aðarframleiðsluna. Krústjoff hvatti til þess, að Sovétrikin kyruvtu sér það, sem vel hefði reynzt með öðrum þjóðum, og sagði, að þau gætu jafnvel lært af reynslu vestrænna bjóða.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.