Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN — Herra Jonas og frú, sagði drengurinn sléttmáll. — Jú, þau éru farin fyrir löngu. — Hvenær koma þau aftur? spurði Jed stúlkuna. Hún yppti öxlum: — Þau ætl- Oðu í veizlu — Nú ... jæja... Jed horfði á sendilinn. Augu hans höfðu í fyrstu tekið skýringu hans gilda en svo dróst hula yfir þau. Hann tók við drykkjupeningun- um og fór. Sendillinn, sem hét Jimmy Reeser, rölti fram ganginn með stút á munninum eins og hann væri að blístra niióðlausan lag- stúf. Hann fór r.iður i lyftu Eddies. Þeir virtu hvor annan fyrir sér með eins konar at- vinnufyrirlitningu. Jimmi hélt afram að blístra hljóðlaust. Maðurinn sem var í herbergi nr. 807, átti heima á númer 821. Það vissi Jimmi. Hann fc~£ði ekki hugmynd um hver stu/kan var. Hún var sem sé systiff Jon- es... já, já. Hann vissl ekki að hún væri neitt tengd Eddie. Hann horfði upp í smíðajáms- grindumar og hélt áfram að blístra í hljóði. En hann trúði þvi ekki að 821 hefði farið þangað inn til að leita að herra Jones. Jimmi vissi sitt af hverju þótt hann hefði ekki hátt um það. Eddie vissi ekki, að Jimmi kom beint úr herbergi 807. Hann hafði lagt eyrun við, þegar beð- ið var um 8. hæð. Hann hafði einblint á sendilinn. Allt virtist rólegt. Þeir sigu niður á við, fálátir hvor við aiman eins og atvinnu þeirra sæmdi án þess að skiptast á athugasemdum eða slúðri eða upplýsingum. Jed íhugaði málið meðan hann blandaði drykkina handa þeim. Hann hafði ekki verið að reyna að leika óvæntan gest sem hitt- ir engan heima. Enda datt hon- um ekki í hug að sendillinn hefði gleypt við því. En á hinn bóginn hafði hann fengið nokkr- ar upplýsingar. Herra Jones og frú voru í raun og veru að heiman. Hvaða stúlka var þetta þá. — Heitirðu nokkuð? spurði hann blíðlega. — Nell. Hún sagði það svo viðutan, að hann gerði ráð fyr- ir að það væri satt. Engu að siður Jaug hann og sagði: — Ég heiti John.“ Hann rétti henni glas. Hún drakk drjúgan teyg, leit upp og hló til hans. „Þér vitið alls ekki hvað þér eigið að halda um mig, Þér eruð tauga- óstyrkur. Og hlægilegur. Hann svaraði ekki athuga- 'semdinni. Hann gekk að glugg- anum og lagfærðj rimlatjöldin. Svo settist hann á rúmið við hliðina á henni. — Hvaðan kemurðu, Nell? — Kalifomíu. —Hvaða hluta? — Allri Kaliforníu. — Það er ekki hægt. Kali- fornia er of stór til þess. — Hún er ekki svo stór. — Frá San Francisco? — Stundum. — Frá Tulsa? — Líka þaðan, sagði hún ró- lega. íiún þuldí þetta eins' ’ög einhverja innihaldslausa romsu. — Hvar er Tulsa? spurði hann gripinn skyndilegri tortryggni. — í Kalifomíu. Hún ieit undrandi á hann. — Nell, sagði hann vingjam- lega. — Þú ert að ljúga. — Jæja.... já.... hvað um það? sagði hún allt i einu glettin eins og lítill kettlingur og hall- aði sér upp að handlegg hans. — Þú ert líka að ljúga að mér. — Ég hef ekki sagt neitt. — Þú lýgur nú samt. Hann tók um höku hennar með vinstri hendi sneri andliti hennar til og virti það rann- sakandi fyrir sér og hann undr- aðist hve furðulega ærlegur svipur hennar var. Þú lýgur. Ég lýg. — Já ójá.... Nei, þetta var ekki tilbúið. — þetta var eitt- hvað undarlega frumstætt. Hann kannaðist alls ekki við þessa útgáfu af stúlku. Varir hennar vom mjög nærri vörum hans. þegar allt í einu fór hrollur um hann. Hann sneri eftirvæntingarfuliu andiitinu á Neli til með hendinni og þrýsti j'Vi upp að öxi sér. Vöðvarnir á hálsi hans hnykluðust. Hann leit um öxl Þarna stóð lítii stúlka með dökkar fléttur.... berfætt.... í bleikum náttfötum Hún horfði þögul á þau. Villidýr hefði ekki getað gert hánn skelfdari 7. KAFLI Honum varð svo hverft við. að honum fannst næstum sem hann svifi í lausu lofti. Hann réð bet- ur við rödd sína en önnur við- bi'Ögð og honum tókst að stapia: — Við höfurn áhorfendur. Hann hafði ýtt við Nell svo að hún settist upp. Hann hafði snúið sér við án þess að rétta úr hnjánum og sat nú allt í einu á hinu rúminu — andspænis barninu — og teygði höndina eftir glasinu sínu.... Jed hafði o,ft séð böm og heyrt. þótt hann hefði aldrei kynnzt þeim náið. Hann hafði ekki á- huga á þeim. Þau voru utan- við hans svið, á sama hátt og frímerkjasafnarar og múnkar og súrrealistískir málarar. Þeir at- burðÍT sem höfðu að vissu leyti gert hann eldri en ár hans. höfðu einnig stuggað við sam- benginu í minningum hans. Bemska hans sjálfs var ofur fjariæg — næstum i annaTri til- veru. Og hann umgekkst að- eins fá ung hjón. svo að hann þekkti engin böm.... átti þau ekki að vinum Hann hefði tal- að um ..krakkahóp" með svip- uðum raddhreim og ..hænsna- hóp‘‘ eða „mauraþúfu" Honum fannst bau öll sömul pins og hann skipti sér ekki af þeim. Litla stúlkan með dökku aug- un í breiða andlitinu var ektó beinlínis fríð stúlka Hún var nf mögur Of alvarleg Nell sat í hnipri, studdist fram á hanleggina. — Snáfaðu þama inn aftur. sagði hún illi- lega — Mig langar.... Nell skreiddist þvert yfir rúmið á hnjánum. — Inn með þig. Snáfaðu inn aftur og sofn- aðu. Hún læsti fingrunum í magrar axlimar Svona talaði enginn við Bunný O Jones Hún var ekki vön því að fólk kæmi skríðandi í átt til hennar eins og krabbi. Hún var ekki vön svona hörku. Bunný varð hrædd Hún fór að gráta — Og haltu kjafti. sagði Nell. — Átt þú hana? sagði Jed kuldalega — Ég á hana ekki. sagði Nell reiðilega. — Þetta er krói Jones- hjónanna. — Nújá.... frænka þin. Nell hló. — Þú ert í fötunum hennar SKALDVERK GUNNARS GUNNARSSONAR ALMENNA BÖKAFELAGIÐ NÝ HEILDAROTGÁFA í 8 bindum samtals um 5000 blaðsíður. Fram til áramóta seljum við heildarútgáfuna með afborg- unarskilmálum fyrir aðeins kr. 2.240,00. — 10% afsláttur gegn staðgreiðslu. Eftir áramót verður óhjá- kvæmilegt að hækka verðið verulega. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast skáldverk eins mesta rithöfundar íslands fyrr og síðar. Ég nndirritaður hef áhuga á að kaupa skáldverk Gunnars Gunnarssonar og óska eftir nánari upplýsingum. Nafn: ------------------------------------...................... ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ Heimili: T'" TJARNARGÖTU 16 Simi: REYKJAVÍK Setningarræðan Framhald af 7. síðu. var að færa allt í kaf, og kaup- máttur launanna var orðinn ó- þolandi lítill. Með tilliti til þessa eru sívax- andi ríkisafskipti enn síður verjandi en ella hefði verið. Stöndum á réttinum En lang alvarlegast af öllu, sem gerzt hefur í samskiptum verkalýðssámtakanna og ríkis- valdsins á seinni ámm, er þó árásir þess á innri réttindi — grundvallarréttindi — frjálsra verkalýðssamtaka eins og rétt- indi til að ráða því, hverjir séu meðlimir samtakanna á hverj- um tíma í því máli er spurn- ingin um inngöngurétt einna samtaka smámál. — Þann rétt, að ákveða hverjir séu í samtökin teknir tel ég að meðlimir verkalýðssamtak- anna megi aldrei láta úr hendi sér. Og ég túlka .hiklaust þá skoðun mta, að þegar dóm- stóll, sem til þess er settur að dæma um ágreiningsatriði milli launþega og atvinnurekenda og samtaka þeirra — fer að 'skipta sér af skipulagsmálum annarra þessara samtaka — segja fyrir um innri mál sam- takanna. þá er hann kominn út fyrir sitt hlutverk, og hlýt- ur fyrr eða síðar að rekast á ákvæði og anda sjálfrar stjórn- arskrárinnar og lagaákvæða ýmissa samtaka, sem byggt hafa grundvöh siiín á félaga- frelsinu. Hér á alþýðusam- þandsþingi er oss vissulega skylt að starfa á grundvelli al- þýðusambandslaga sem alfrjáls- ir kjörnir fulitrúar, jafn frjáls- ir að því að taka afstöðu til mála með neitandi afstöðu sem játandi. Við skulum í hvívetna reyna að hafa í huga í þessu máli sem öðrum: Gjör rétt. Þol eigi órétt. Ög þeim, sem sérlega vandlegá vilja gæta þess að virða lög og rétt, vil ég segja þetta: íslenzkur höfð- ‘ ingi stómframmi fyrir eríénd- um konungi og átti erfitt mál að sækja. Er hann heilsaði kóngi, féll hann á annað hnéð, en steig fram hinum fæti. og mælti: Yðar hátign: „Ég lýt hátign- inni, en stend á réttinum”. Minnumst þess, góðir félagar, að falla ekki á bæði kné — leggjast ekki flatir gagnvart virðulegum Félagsdómi, heldur stöndum af fulln djörfung og þrótti á réttinum. Verndum um- fram allt rétt verkalýðssamtak- anna til að ákveða, hverjir ger- ist liðsmenn samtaka vorra. — Læt ég svo útrætt um það mál að sinni. Listasafn ASÍ Á þessu kjörtímabili mið- stjómar hefur Alþýðusambandi Islands verið fært að gjöf mik- ið og dýrmæ'h málverkasafn. Ég veit, að þið gleðjizt öll yfir þeim glæsta höfðingsskap, sem birtist i þessari gjöf. Ég veit líka að þið fagnið einnig yfir því trausti sem samtökum vor- um er sýnt með því að fela þeim varðveizlu þessara miklu listafjársjóða. Ég þykist vita, að þingið muni tjá gefandanum hug sinn í einhverri mynd. En ég vona, að bvað sem líður skoðanamun okkar um pólitfsk mál, eigum við þó einn vilja og eina sál, þegar að því kem- ur að vinna að stórbrotnu menningarmáli eins og því að koma upp veglegum listasafns- byggingum vfir Listasafn Al- þýðusambands Islands. Víst eru ekki margir auðmenn i alþýðu- samtökunum, en með samein- uðu afli er 30.000 manna sam- tökum létt verk að lyfta slíku taki. án þess að nokkur verði fátækari eftir. Undir eigin þaki Það er líka ánægjulegt að geta tilkynnt bingheimi það, að á þessu tímabili hefur Alþýðu- sambandið komizt undir eigið þak. Miðstjómin hefur með samþykki fullskipaðrar sam- bandsstjómar, keypt efstu hæð í húseigninni Laugavegur 18 og búið sambandinu þar hin á- kjósanlegustu ytri starfsskil- yrði. Bygging orlofsheimilis hefst í vor Þá hefur á tímabilinu verið unnið kappsamlega að undir- búnmgi orlofsheimilismálsins. Verður gerð nákvæm grein fyr- ir þvi máli í skýrslunni og væntanlegu nefti Vinnunnar. Hér skal aðeins frá þvi skýrt, að loksins hinn 19 október sl. fékkst undirritaður samningur við landbúnaðarráðherra um 12 hektara leiguland undir orlofs- heimili verkalýðssamtakanna. Sumarbústaðir hafa verið teikn- aðir. Allmörg stéttarfélög hafa þegar gerzt kaupendur sumar* bústaða, svo að víst er að 18— 20 slíkir sumarbústaðir verða reistir í landinu. Unnið er nú að uppdráttum aðalbyggingar og skipulagningu mannvirkja á landinu. Landið hefur verið hæðarmælt og kortlagt ná- kvæmlega, og vonir standa til að líkan af skipulagi landsins geti verið til sýnis þingfull- trúum hér í þingsalnum, áður * en þingi lýkur. Byggingafram- kvæmdir orlofsheimilisins geta því hafizt á vori komanda. t Sl.191 félagsmaður Megin verkefni þessa þings eru auðvitað sem jafnan að marka stefnu samtakanna í höf- uðmálum næstu tvö árin. Verða þegar í þingbyrjun lögð fram drög að ályktun í verkalýðs- málum, efnahagsmálum og at- vinnumálum. ætti slíkt að geta flýtt fyrir afgreiðslu þessara aðaimála í nefndum. Frumvarp til lagabreytinga hefur miðstjómin einnig lagt fram í þingbyrjun, svo og drög að fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár (1963 og ’64) og væntir að fái félagslega og skynsam- lega afgreiðslu. Samkvæmt skrá yfir félög innan Alþýðusambands Islands, sem tekin var saman í október sl. samkvæmt seinustu árs- skýrslum sambandsfélaganna, þ. e. miðað við 1. janúar 1962, eru í sambandinu fullgildir með- limir 22159 karlar og 8211 konur og auk þess 821 aukafélagi, eða samtals 31190 félagar í 152 stéttarfélögum. Góðir félagar, heiðruðu gestir. Að þessum orðum sögðum, ber ég fram bær óskir, að heil- brigður félagsandi og réttlát af- greiðsla mála í sararæmi við Iög og þingsköp Alþýðusam- bands Islands, megi ráða ríkj- im á þessu þingti voru, og að oss takist að ráða farsællega og viturlcga fram úr þýðingarmlkl- um vandamálum, sem þingsins bíða. — Ég lýsi því yfir, að 28. þing A. S. I. er sett. KARLMANNAFATAEFNI Nýkomin frá Englandi. — Gott úrval. Þ0RGILS Þ0RGILSS0N Lækjargötu 6A. — Simi 19276.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.