Þjóðviljinn - 28.11.1962, Side 2

Þjóðviljinn - 28.11.1962, Side 2
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28, nóvember 1962 SlÐA 2 Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík: V •H'V Reykjavíkurborg hafi for- göngu um íbúiabyggingar Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík áj dögunum var samþykkt ályktun, þar sem bent er á nauðsyn þess að bæjaryfirvöldin hafi forgöngu um byggingar hagkvæmra íbúða, sem ýmist verði leigðar með hóflegum kjörum eða seldar með hagkvæmum afborgunarskilmálum. Ályktun sú sem aðalfundur- inn samþykkti í þessu efni fer i heild hér á eftir: Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, sem áunnizt Eaksvlpur mannsins Út er komin ný bók eftir Guð- mund L. Friðfinnsson á Egilsá, skáldsagan „Baksvipir manns- ins“. Bókin er 168 blaðsíður. út- gefandi Isafold. hefur með byggingu íbúðar- húsnæðis á vegum borgarinn- ar, en álítur þó nauðsynlegt, að Reykjavíkurbær hafi for- göngu um áframhaldandi byggingar hagkvæmra íbúða sem ýmist verði ieigðar með hóflegum leigukjörum, eða seldar með hagkvæmum af- borgunarskilmálum. Sú tak- mðrkun fylgi þó eignarrétti, að flytji eigandi úr íbúðinni, sé hann skyldur til þess að afhenda hana aftur gegn end- urgreiðslu samkvæmt mati. Bendir fundurinn á i þessu sambandi, að byggingarkostn- Byrja æfingar á Guðmundur L. Friðfinnsson hefur á undanförnum árum ver- ið mikilvirkur rithöfundur. .'vær síðustu baekur hans, skáldsagan „Hinum megin við heiminn" sem út kom í hitteðfyrr. og „Saga bóndans í Hrauni“ sem út kom í fyrra vöktu athygli og hlutu góða dóma. „Spanskflugunni” Ölafsvík — Leikfélag Ólafsvík- ur er nú byrjað að æfa leikrit- ið „Spanskfluguna". Leikstjóri er Bjami Steingrímsson úr Reykjavík . aður er svo gífurlegur, að efnalitlu fólki er ókleift að byggja eða standa undir venjulegum leigukjörum í nýju húsnæði. Kynnir sér starf islenzku kirkj- unnar Um þessar mundir er staddur hér á landi sænskur prestur, Harald Nyström að nafni, en hann er starfsmaður sænsku kirkjunnar og annast mál er varða samband hennar við Lútherska heimssambandið. Fréttamenn hittu Nyström að máli nýl. og skýrði hann þeim í stórum dráttum frá starfsemi Lútherska heimssambandsins, en það var stofnað í Lundi 1947. Sambandið starfar á ýmsum svið- um svo sem á vettvangi guð- fræðilegra vísinda, félagsmála og líknarmála og skiptist starf- semi þess í deildir í samræmi við það. í sambandinu eru nú 62 kirkjudeildir með um 55 milljónum manna. Nyström mun dveljast hér á landi viku tíma til þess að kynna sér starfsemi íslenzku kirkjunn- ar. Bað hann blöðin að færa ís- lenzku þjóðinni og íslenzku kirkjunni kveðjur frá Lútherska heimssambandinu. ígrún Jónsdóttir áttræð Árið 1882 er eitthvert mesta harðindaár, sem um getur á íslandi öldina sem leið. ís lá fyrir mestöllu Norðurlandi iangt fram á vor og um sum- arið gekk ákaflega skæður mislingafaraldur. Sumir misstu trúna á að hér væri byggilegt og fluttu til Vesturheims, en hinir voru fleiri sem buðu ör- lögunum byrginn, gengu á hólm við erfiðleikana og voru staðráðnir í því að duga eða drepast. Það átti eftir að rofa til, og þetta fólk fékk ríkulega goldna bjartsýni sína að lok- um. Meðal þeirra voru hjónin Þuríður Sigurðardóttir og Jón Friðfinnsson, sem þá bjuggu á Stóra-Eyrarlandi við Akureyri. Hinn 28. nóv. þetta ár fæddist þeim dóttir, sem nefnd var Sigrún. Örlagadísirnar hafa strax staðið við vöggu hennar og ætlað henni „líf og litu góða“, því að hún fyllir átt- unda tuginn nú í dag. Þau hjónin fóru ekki var- hluta af ungbarnadauða, frem- ur en svo margir á þeim árum; þau misstu þrjú börn í bemsku en á legg komust fimm. Af þeim eru nú látin Rósa verka- kona og Finnur alþingism. og ráðherra, en eftirlifandi auk Sigrúnar Jóhann skósmiður á Akureyri og Ingólfur hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík. Sigrún ólst upp með foreldr- um sínum; þegar hún var um 10 ára gömul fluttu þau aust- ur á Harðbak á Melrakka- sléttu og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu þaðan til Akur- eyrar og þar hefur Sigrún að mestu dvalið síðan. Auk barna- skólanáms naut Sigrún mennt- unar í Hússtjórnarskóla merk- iskonunnar Jóninnu Sigurðar- dóttur og hafði sá skóli á að skipa ýmsum afbragðskennur- um. Sigrún vann að ýmsum störfum fram eftir árum og var foreldrum sínum hin bezta stoð og stytta, þegar aldur færðist yfir þau. Bjuggu þau lengst af í Hafnarstræti 99, þar sem nú stendur stórhýsið Amaro. Hinn 15. sept. 1928 giftist Sigrún Karli Guðmundssyni verkamanni og litlu síðar byggði Jón faðir hennar húsið Þingvallastræti 12 og fluttu þá gömlu hjónin þangað og bjuggu með Sigrúnu og Karli. Önduðust þau í hárri elli, og var Þuríður blind síðustu árin. Hafa kunnugir sagt, að til þess hafi verið tekið, hve Sigrún hafi sýnt þéim mikla ástúð, nærgætni og umhyggjusemi. Sigrún starfaði mikið að fé- lagsmálum, var lengi virkur félagi í Goodtemplarareglunni og alla tíð mikil bindindiskona. Árið 1916 gekk hún í Verka- kvennáfélagið Einingu og sat þar lengi í stjóm sem gjald- keri. Maður hennar hefur á- vallt verið í hópi þeirra fram- sæknustu í verkalýðshreyfing- unni, enda þau hjón ákaflega samhent og ávallt staðið hvort við annars hlið í blíðu og stríðu. Hefur hjónaband þeirra verið með sérstökum ágætum. Sigrún tók á sínum tíma af- stöðu með hinum róttækari hluta verkalýðshreyfingarinnar og hefur alltaf skipað sér þeim megin síðan. í afmælisgrein sem Áskell Snorrason tónskáld reit um Sigrúnu fyrir nokkr- um árum er þetta haft eftir henni: „Fjörutíu ára starf mitt í verkalýðshreyfingunni hefur fært mér mikla ánægju. Þar lærði ég að skilja, að verka- fólkið þarf að standa saman í baráttunni." Sigrún • fylgist mjög vel með stjómmálunum, er rökvís og heldur með still- ingu á sínum málstað og grein- ir auðveidlega kjarnann frá hisminu. Mun ekki ofmælt, að þau hjón hafi um langt árabil verið í fremstu röð þeirra traustustu og stéttvisustu í verkalýðshreyfingunni á Akur- eyri. Sigrún var lengi útsöki- maður Þjóðviljans á Akureyri. Sigrúnu og Karli hefur ekki orðið barna auðið, en ólu upp að mestu bróðurson Sigrúnar, Þór Ingólfsson, húsgagnasmið í Reykjavík. Sigrún er mikil gáfukona, sem hún á kyn til, bókhneigð og mjög ljóðelsk. Er mjög gaman að heyra Sigrúnu segja frá liðnum tíma, því að hún er rninnug og íróð og hefur til að bera skemmtilega frásagnar- gáfu. Sigrún er ákaflega raun- góð og má ekkert aumt sjá, án þess að reyna eitthvað að bæta úr. Ævi Sigrúnar hefur aldrei verið hávaðasöm, og hún hef- ur aldrei barið neinar bumbur til að vekja athygli á sér. Hún hefur helgað sig heimili sínu, það hefur verið henni hið heil- aga vé. Orð Englendinga: „Heimilið er vígi mitt“ má með miklum sanni tileinka henni. Frændi hennar Gunnar S. Hof- dal sendi henni ljóðabréf á sjötugsafmæli hennar. Eg tek undir með honum, þegar hann segir: I björtum hugarheimi er hlýtt og alitaf vor. Og lífinu gefur gildi til góðs að stóga spor og líkna þeim sem líða og lítið eiga þor. Heimilið er þér heimur, hjarta þínu kær. í inni ástar og friðar unaðsrósin grær. Þín hugsól til ’ins hinzta á heimilið geislum slær. Sigrún er með afbrigðum gestrisin og ættrækin, það er alltaf tekið á móti öllum með þessari traustu, hógværu hlýju og vinsemd. Eg kynntist ekki Sigrúnu fyrr en ég dvaldi á Akureyri fyrir nokkrum árum. Bjó ég þá í húsi þeirra hjóna og kynntist mannkostum þeirra og höfðingslund. Ef ég ætti að semja yfirskrift fyrir þessari fátæklegu afmælisgrein væri það: Drengur góður. Eg man, að mér fannst ákaflega skrítið Vertíðarsaga eftir Stefán f réttamann Ægisútgáfan hefur gefið út nýja bók eftir Stefán Jónsson fréttamann. Bókin ber heátið MlNIR MENN, vertíðarsaga. Stcfán Jónsson. Bók Stefáns er ekki, eins og ; margur kann að halda, samtals- þættir, sem' hann er kunnastur fyrir, heldur samfelld vertíðar- saga úr útgerðarplássi einu. Lýst þegar ég strákur heyrði þessi orð höfð um konur. En þegar ég fór að læra málfræði og komst að því, að orðið var leitt af drangur, skildi ég merking- una: Drangurinn, kletturinn, sem stendur fastur og óbifan- legur hvað sem á dynur. Ein- mitt þannig hefur Sigrún ver- ið. Aldrei hvikað frá þeim málstað, sem hún vissi sann- astan, aldrei níðst á neinu, sem henni var fyrir trúað. Ellin hefur markað sínar rúnir, en Sigrún hefur varð- veitt glóð æskunnar í brjósti sér. og þess vegna á ég bágt með að sætta mig við það að hún sé orðin gömul. Sigrún hefur verið mikil gæfukona og dísirnar sem stóðu hjá vögg- unni í gömlu baðstofunni á Eyrarlandi hafa aldrei misst sjónar af henni. Eg þykist vita, að hún horfi til baka með miklu þakklæti og líti fram á við til allra ókomnu áranna með gleði og eftirvæntingu og skynji að „dagarnir hafa enn síin dularfullu bros“. Þeir eru víst margir, sem hugsa í dag til húsfreyjunnar í Þingvallastræti 12 með virð- ingu og þakklæti. Enga ósk á ég henni betri en að hún njóti góðrar heilsu á komandi dög- um. Að lokum óska ég bónda hennar til hamdngju með konu sína og afmælisbaminu sjálfu sendi ég hjartanlegustu ámað- aróskir. ' >. Jón Gunnlaugsson. er lífi sjómanna við störf og strit, skemmtanir og tómstunda- iðju. Víða er komið við: Afla- tregða og landlegur hrjá mann- skapinn, mokafla bregður fyrir, bakkus er dýrkaður og kvenfólk kemur nokkuð við sögu. Nöfn- um er víðast breytt, segir á kápusíðu bókarinnar, en öll er frásögnin byggð á staðreyndum. Nokkur kaflaheiti bókarinnar: Tvær krónur sjötíu og fimm. Pétur tólfti og tóbakkus kon- ungur. Mannvit í knéröri. Om- aðu mér nú eina stund. Heims um ból á páskum. „Mínir menn“ er önnur bók- in, sem út kemur eftir Stefán Jónsson fréttamann. Hin fyrri, „Krossfiskar og hrúðurkarlar", kom út í fyrra fyrir jólin og seldist þá gersamlega upp. Krist- inn Jóhannsson hefur gert nokkr- ar teikningar í hina nýju bók Stefáns, sem er 227 bls. að lengd. Flugeldagerð á Akranesi Akranes 22/11. — Nýlega tók til starfa á Akranesi nýtt iðn- fyrirtæki, sem framleiðir flug- elda og skrautblys margskonar. Fyrirtækið ber heitið Flugeldar s.f. og er til húsa á Ægisbraut 27. Fyrirtæki þetta var áður í Kópa- vogi, en núverandi eigendur þess, þeir Bjöm H. Bjömsson Stekkj- arholti 3 og Krislmundur Árna- son, Brekkubraut 23, keyptu það í ágústmánuði síðastliðnum. Við fyrirtækið starfa að jafn-, aði 3—4 mánns, en það tók til starfa 1. október Vinnan fer fram i þrem húsum en þetta er létt handavinna. Fyrirtæk- iö er rekið að danskri fyrirmynd og eftir dönskum reglum. frájfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar . . á, KIPAUTGCRÐ RIKISINN M.s. Hekla fer vestur um land í hringferð 1. des. Vörumóttaka í dag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Herðubreið fer austur um land í hringferð 3. des. Vörumóttaka á fimmtu- dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsviikur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjaðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. Far seðlar seldir á mánudag. M.s. Baldur fer til Gilsfjarðar og Hvamms- fjarðar hafna á fimmtudag. Vörumóttaka í dag til Skarð- stöðvar, Króksfjarðarness, Hjallaness, Búðardals og Rifs- hafnar. Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Borg föstudaginn- 30. nóvem- ber n.k. og hefst kl. 19 með borðhaldi. Ræða: Birgir Kjaran, alþingismaður. Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. Gamanvísur eftir Guðmund Sigurðsson, Ævar Kvaran leikari, syngur. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel Borg (suðurdyr) í dag, miðvikudag, kl. 17—19 og framvegis á skrifstofu Hótel Borgar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.