Þjóðviljinn - 28.11.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1962, Blaðsíða 7
1 Miðvikudagur 28. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN síi • a i Stefánsson listmálari 22. febrúar 1881 — 1° nóv 1962 Sjálfsmynd Jóns Stefánssonar í Listasafni Aiþý Ousambandsins. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Þau dæmi gerast í list- um, að þar ber lífið sigurorð af dauðanum. Þegar mér barst andlátsfregn Jóns Stefánssonar, kom mér ekki sorg í hug. Listamaður slíkyr sem hann var, á svo víð- feðmt líf í verkum sínum, svo ófallvalt, að það nær út fyrir alla jarðneska tilvist manns- ins sjálfs. Elli og hrörnun holdsins, jafnvel líkamsdauð- inn, hefur að fullu aðgreinzt lífi listamannsins: það stendur í ungum blóma sínum, og ef til vill stæltast þann dag sem gröf mannsins er löngu vaxin háu grasi. Því fór fjarri, að listgyðjan snerti sprota sínum við vöggu Jóns Stefánssonar, þar sem hún stóð í kaupmannshúsinu á Sauðárkróki á útmánuðum 1881. Hugur drengsins hneigðist að því sem var stærðfræðilega ná- kvæmt, rökrétt, og sú hugmynd heillaði hann, að geta eitt sinn sjálfur byggt brýr sem spennt- ust bcgfagrar yfir óreið straumvötn eða mótað bryggjur og trausta garða þar sem voru hafnlausar strendur. Og ekki sízt vélar, þetta undur hins nýja tíma. Að loknu stúdents- prófi frá Lærða skólanum i Reykjavík aldamótaárið, sigldi hann enda beint á vit þessarar ætlunar sinnar cg tók að nema mannvirkjafræði við Hafnarhá- skóla, en svo var verkfræðin þá nefnd hér á landi. Sjálfstásðisvakning íslendinga um þetta leyti hafði á sér mjög rómantískan blæ, sem var raunar sögulega eðlilegt. And- leg vakning þjóðarinnar hlaut að verða undanfari verklegra átaka; engin þjóð byggir brýr eða hafnir nema hún hafi fyrst öðlazt trú á land sitt og sam- takastyrk. Meðal ungra menntamanna kom þetta fram í þörf á persónulegu frelsi, sjálfstjáningu, sem leitaði sér oftast útrásar í skáldskap eða öðrum listum. Jón Stefánsson virðist hafa verið mjög óhrif- næmur miðað við kynslóð sína. en þegar saman fór, árið 1903. að hann flosnaði æ meir frá náminu og gerðist herbergis- félagi frænda síns og æsku- vinar, Jóhanns Sigurjónssonar, — .s?m. hafði sjáífur hætt við dýralæknisnám og var farinn aö skrifa leikrit —, -þá var i rauninni ekki nema í eina á ið stefna. Haustið 1903 tók Jón að gang; á Teknisk skole til þess að iæra almenna teikningu, en þar höfðu þeir áður verið, Einar frá Galtafelli og Ásgrímur Jónssop. En nám hans bar varð glopp- ótt og stirðlegt. Hann hafði enga þá meðfæddu færni sem lagaði sig mjúklega eftir kennslunni, skap hans var strítt og allur agi honum andstæður. Þegar hann hafði loðað við þennan skóla í hálfan annan vetur, sótti hann inn í „út- lagaskóla" Christians Zahrt- manns, hið svonefnda „Hule- akademi", sem stofnað hafði verið til uppreisnar gegn Kon- unglega akademíinu upp úr 1880 og var lengst af til húsa uppi á háaloftinu á Hotel F..ön- ix við Breiðgötu. Hér ríkti al- nýr andi og meira að skapi Jóns. Zahrtmann lét sér ekki koma ýkjamikið við hvernig nemendur hans máluðu, heldur hitt, að þeir styttu sér ekki leið á kostnað persónulegra á- taka við verkefni sín. Hann setti móralska vitund, siðgæði listamannsins gagnvart köllum sinni, ofar allri kunnáttu, sann- leika verksins ofar ytri gildum. 1 minningum sínum leiðir mál- arinn Harald Giersing hugann að námsárunum þar og segir: „Við snérum við léreftum okk- ar og máluðum aftan á þau; við máluðum hvað eftir annað yfir gamlar myndir; við reynd- um allt hvað við gátum. mil- raunin, leitin, var inntak náms- ins. Sá sem náði einhverjum árangri hlaut skýlausa aðdáur hinna“. Við skólalok vorið 1908 hélt Jón ásamt nokkrum félögum sínum til Lillehammer í Nor- egi, þar sem þeir bjuggu saman og máluðu um sumarið. Þar bættist í hópinn nýr félagi, kominn beint frá París, og meira en það: beint úr nýjum llstaskóla sem íoi-sprakki „villi- dýranna" (Les fauves), Henri Mattisse, hafði stofnað þar haustið áður. Hann sýndi þeim ijósmyndir af verkum Matisse, $1 -b(KV iT!íM ' " sagði þeim frá kennslunni. ' sem áherzlan væri lögð á iwilutbundna myndskipun, hreina, lýsandi liti, á hið sj. viljaða í túlkuninni, þar sem >11 tilviljun fyrirmyr.dar væri urrkuð út. Liðlangt sumari* ar rökrætt, útskýrt, gagnrýnt og um hauslið lagði allur hóp- urinn af stað til Parísar, með skóla Matisse í gömlu nunnu- klaustri við Boulevard des In- valides að stefnumarki. Og hér var það sem Jón Stefáns- son tengdist hinum rísanci expressionisma í evrópskri list. Málverkið skyldi ekki lengur vera sýnismynd ytri hluta. heldur um leið eða jafnvel fyrst og fremst flytjandi hug- lægrar tjáningar listamannsins sjálfs. 1 þessum anda brýndi Matisse fyrir nemendum sínum að líta á sig sem bygginga- meistara ákveðinna hugverka. en ekki sem penslara laglegra tilviljana. Þeir urðu að end- urskoða gildi litanna frá grunni, og hinn forni tjáningar- máttur sjálfrar myndskipuuar- 'nnar var hér hafinn til nýs vegs. Það er oft svo um listamenn. og ef til vill oftast, að þeir gera sér ekki skilvitlega grein fyrir stefnunni sem þeir velja. Hún er ákveðin af innn hneigðum, af áhrifum uppeld- is og margvíslegum tepgslum við þjóðfélag þeirra, Sú kenn- ing Matisse, að listin ætti að vera lífsmunaður, -i- „líkt og góöur hægindastóll, þar sem menn geta látið líða úr sér andlega og líkamlega þreytu" —, gat með engu móti fundið hljómgrunn hjá manni sem tilheyrði uneri uppgan^s- þjóð, þar sem listir og bók- menntir voru eitt meginafl bjóðfrelsisbaráttunnai'. Skap- íerli Jóns stóð og allt til hins alvarlega og stranga, og því var það engin furða að hann hneigðist mest að þeim mann- inum sem kallaður hefur verið strangastur meistari myndlist- ar síðari tíma, manninum sem leysli fremur en nokkur annar 'jötra dauðrar náttúrustæling- ar af listinni og veitti henni nýtt inntak, Paul Cézanne. Það kom í ókka'r hlúVV's'ógir corski málarinn Axel Revold > ndurminningagrein, „að vera lilheyrendur þegar Jón lagði út af Cézanne. Slíkur var þessi ungi íslendingur, að hann var bess umkominn, löngu á undan okkur hinum, að skilgreina hina leyndardómsfullu kynngi í verkum þessa hefðdýrkanda og nýskapandi meistara. Og hann var furðulega feltarpur og ■narkvís í ályktunum sínum“. Mynda Jóns frá þroskaskc .: nans, fram til 1916, sér nú hvergi stað lengur. Honum fannst hann kominn í þvílíka kreppu, að hann yrði að eyði- leggja allt sem hann hafði áður gert og ganga í fang við verk- efni sín eins og nýbyrjandi og allslaus. Málverk hans fn næstu þrem árum, sem lega eru samstillingar og mannamyndir, lýsa miklum á- tökum við verkefnin. En .svc sem oft er í myndum Jóns, ei þessi erfiða glíma hans einmitt hluti af þeim áhrifum sem frá verkunum stafar. Sumarið 1919 málaði Jón í fyrsta skipti þeima, en síðan kom hann ueirn a hverju sumri, unz hann luttist hingað þúferlum árið 1924. Það var mikill vandi sem við Jóni blasti, þegar hann stóð loks andspænis íslenzku landslagi og hugðist aga túlk- un sína á því við hina nýju skynjun. Hér var á engu að byggja, jafnvel engin hliðstæða til í evrópskri list. E. hann tók á verkefnum sínum með ó sveigjanlegum kjarki og djú - um listrænum skilningi, sem var annarsvegar ákvarðaður af lærdómum expressionismans en hinsvegar persónulegum túlk- unarvilja, þar sem hið ein- manalega, nakta og form- sterka í íslenzkri náttúru er allsráöandi. Að þessu leyti er Jón norrænn listamaður í merg og blóð; hugur hans dregst mest að því sem til hefur orð- ið af stórbrotnum álökum, — kyrrðin í myndum hans er ávallt lausn slíkrar spennu. Þog«.r, þanp mrálar á IíúsafeUi sumurin 1920 og 1921, lítur hann skóginn varla augum, en horfir yfir eyðifláka Skúla- skeiðs, þangað sem hvítur hjálmur Eiríksjokuls hvelfist yfir auðnina, en þétt ský, cins og skálar í laginu, hvílast á kolli hans. Hann hreinsar burtu öll smáatriði, svo frumformin standa ein eftir; allt beinist að því að draga fram hina mögn- uðu kynngi landslagsins, hina köldu og einmanalegu tign. Jafnvel begar Jón málar i miðri iðu mannlífsins, hrens- ar hann sviðið af hverri til- ' viljun, svo hið stóra og algilda megi standa þar einrátt. Þann- ig er til dæmis málverkið frá Reykjavíkurhöfn i Listasafni Islands, eitthvert mesta snilld- arverk myndskipunar sem t.il er í íslenzkri list. Það er ekki að undra, þót: Jón Stefánsson yrði brátt talinn einn meðal sterkustu málart. norðurlanda og nyti margvís- legrar viðurkenningar: Árið 1930 var hann kjörin heiðursmeðlim- ur danska Akademísins, ásamt Edvard Munch, og hér heima voru verk hans áratugi síðar valin á háðungarsýningu þá sem Jónas frá Hriflu. þáver- andi formaður Menntamála- ráðs, hélt á „klessumálverk- um“, bæði í sölum Alþingis og sýningarglugga Gefjunar við Aðalstræti. Þegar Jón var kominn nær sjöiugu, varð mikil og all ó- vænt breyting í list hans. Hann leysti af henní hin ströngu bönd formsins og sté fram sem skáld bjartra lita, ungrar lífsgleði. Heitir sólstafir falla á landið, hestár leika á fjalli, jöklar og Víðemi tindra við förula en innfjálga birtu. öðru hverju sækir þó enn á hann hið kynngimagnaða í ís- lenzku landslagi. Þá hnýtist hvort tveggja saman í eitt voldugt afl, hinn gamli mynd- skipunarstyrkur og hið nýja- litfrelsi: Hornbjarg rís dular-'* magnað upp í sóldreglaða aft- ureldinguna, og tveir emir svífa hátt yfir í konunglégri og- einmana tign. Jón Stefánsson átti alla ævi erfitt um að mála; eða betur sagt, að vandlæti hans á eig- in smíð var svo mikið, að hann treysti aldrei því sem ekki var ærnu erfiði keypt. 1 huga hans var myndlistin ekki sjónmiðill líðandi stundar, né tilgangur hennar að spegla gárumar á yfirborði mannlífsins. Hvert verk varð að eiga sér rök djúpt í huga hans sjálfs og agast síð- an að fullu eigin lögmálum sín- um. Því varð ævistarf hans hinni djarfsæknu list okkar svo sterkur og óbilugur bakhjarl, og þótt tímar líði fram, mun það jafnan verða lifandi á- minning um það siðgæði sem öllu er strangara, skilyrðislausa trúmennsku listamanns við köllun sína. Af sömu sökum mun list Jóns Stefánssonar og eiga langt líf fyrir sér meðal íslendinga; það er ef til vill rétt að hefjast þann dag sem hann er lagður í gröf. Bjöm Th. Björnsson. Málaralistin var honum allt Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóni Stefánssyni á nglingsárum mínurn, Hann var þá þekktur málari bæði i.ér og í Danmörku. Mér er ógleymanlegt um- burðarlyndi þessa mikla lista- manns við byrjandann sem ekkert kunni. UppörvandL um- sögn hans og stundum hörð, en ævinlega sanngjörn, gagnrýni stefndi að því að kenna mér að sjá aðalatriðin, koma mynd- inni þannig saman að hún yrði ekki eingöngu frásögn um fyr- irmyndina, heldur föst hefld sjálfri sér. — Síðar komst ég undir handleiðslu annarra meistara, en vafaiaust var það leiðbeining Jóns Stefánssonar sem mótaði mest viðhorf mín til málaralistarinnar, og sama má segja um marga jafnaldra mína íslenzka. — Það sem hér er sagt um það, hvað Jón lagði mesta áherzlu á er hann leið- beindi ungum listamönnum, er sennilega hið varanlega inn- tak hans eigin miklu listar, rauði þráðurinn í öllu sem hann skapaði; hinn magnaði heildarsvipur hvers einstaks verks. Til þess að ná hinu hnit- miðaða samræmi sem einkenn- ir myndir hans varð oft að fórna ýmsum smáatriðum sem heilla óþjálfuð augu, og því eru verk hans stundum sein- teknari en margra annarra á- gætra listamanna okkar, en sá sem lærir að njóta þeirra er andlega þroskaðri á eftir. Því að í verkum Jóns Stefánsson- ar skynjum við djúpa alvöru myndlistarinnar og varanleik. Jón Stefánsson var óvenju- lega töfrandi maður, hann tók öllum með ljúfmennsku sem leituðu ráða hjá honum, og það voru ófáir málarar af mörgum aldursflokkum sem komu með „verk sín í því skyni að læra af þekkingu haistf og reynslu, sem hann var óspar á. Málaralist- in var honum allt, hann gaf sig henni skilyrðislaust, og það var honum mikið lán að eiga konu sem skildi verðleika manns síns til fullnustu, og verða mér ógleymanlegar margar stundir á heimili þeirra hjóna þar sem allt andaði list og hámenningu. A þessum degi kveðjum við eitt hinna sönnu stórmenna þjóðarinnar, en verk Jóns Stefánssonar sjá fyrir því að ókomnar kynslóðir muna hann ekki síður en við. Þorvaldur Skúlason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.