Þjóðviljinn - 28.11.1962, Qupperneq 5
Miðvikudagur 28. nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 5
► Menningarleg áhrif kvik-
mynda nái um landið allt
Flutningsmaður sagði. að hér
væri raunverulega um að ræða
þjóðnýtingu kvikmyndahús-
anna stig af stigi, og jafnframt
tæki ríkið í sínar hendur inn-
flutning kvikmynda og mætti
með því móti tryggja mtenn-
ingarlegt gildi þeirra kvik-
mynda, sem_ til landsins væru
fluttar. — í höndum einstak-
linga eru kvikmyndahúsin yfir-
leitt fyrst og fremst rekin með
gróðasjónarmiðið eitt fjrrir
augum og minna hugsað um
menningargildi kvikmyndanna.
Og að sjálfsögðu fer starfsemin
fram í þéttbýlinu þar sem
gróðavonin er mest, þótt gildi
kvikmyndanna sé vitanlega
sizt minna í dreifbýlinu. Áhrif
kvikmyndanna eiga að ná
þangað eínnig, en tryggja ber,
að það séu menningar- en ekki
ómenningaráhrif. — En ýmsum
Hannibal Valdimarsson fylgdi úr hlaði frum-
varpi sínu um Kvikmyndastofnun ríkisins. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að ríkið taki í sínar hend-
ur rekstur kvikmyndahúsanna og annist einnig
innflutning allra kvikmynda til landsins.
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILjANS
fyndist rekstur kvikmyndahús-
anna betur kominn í höndum
opinberra aðila, t. d. bæjarfé-
laga, sem gætu þá ráðstafað
gróðanum til ýmissa gagnlegra
framkvæmda á sínum vegum.
Loks væru þeir er teldu eð'li-
legast, að þessi starfsemi væri
að mestu eða öllu leyti í hönd-
um sérstakrar stofnunar á veg-
um ríkisins og teldi hann þá
leið heppilegasta.
Þá vék flutningsmaður að
viðhorfum manna til kvik-
myndanna. Ýmsir virtust_ líta
á þær sem afsiðunartæki, og
bæri að skattleggja kvik-
myndarekstur sem mest til
þess að draga úr aðsókn að
kvikmyndum. En þetta væri
mjög rangt mat. Kvikmyndin
væri ekki minna menningar-
tæki en bókin, og uppfinningu
hennar mætti jafna á við upp-
finningu prentldstarinnar. En
hinu væri ekki að leyna, að
hægt væri að no.ta kvikmyndir
til bess að draga fólk niður í
svaðið, og oft yrði sú raunin
þegar gróðasjónamiðin einu
væru látin ráða i stað menn-
ingarlegra sjónarmiða.
Hér á landi væru risin upp
allmörg kvikmyndahús og yrði
að sjálfsögðu að taka þau eign-
arnámi, ef frumvarpið yrði að
lögum. Eðlilegast væri að gera
bað smám saman, og byrja á
þeim gróðavænlegustu. Hins
vegar væri ekkert því til fyrir-
Jarðhitaleit á
fossi og í nágrenni
stöðu, að stofnun, sem annaðist
innflutning kvikmynda tæki
þegar til starfa. — Þær megin-
breytingar sem í frumvarpinu
felast, kvað Hannibal vera
þessar:
1. Yfirstjórn menntamála hafi
innflutning kvikmynda með
höndum.
2. Ágóðanum af rekstri kvik-
myndahúsa verði varið til
mienningarstarfs.
3. Kvikmyndirnar verði færðar
nær hinum almenna sýning-
argesti, — gerðar þjóðlegri
með íslenzkum textum og
tali, ef unnt er.
4. Samstarf milli skólahaldsins
í landinu og kvikmynda-
stofnunarinnar.
5. Byggt verði upp kvikmynda-
húsakerfi um allt land.
6. Kvikmyndahúsareksturinn
styrki sérstaklega listgrein-
ar eins og leiklist og hljóm-
list.
í lok ræðu sinnar ítrekaði
Hannibal enn þá skoðun sína,
að opinber rekstur kvikmynda-
húsanna væri til bóta og lík-
legasta leiðin til þess að
tryggja menningarlegt hlut-
verk kvikmyndanna. Teldi
hann því sjálfsagt af Alþingi
að samþykkja þetta frumvarp
jafnvel þótt skiptar væru skoð-
anir um heppilegast reksturs-
form almennt.
Þingfundir
Ágúst Þorvaldsson flytur ásamt Karli Guðjónssyni eft-
irfatrandi þingsályktunartillögu ’um leit að heitu vatni á
Selfossi og að Laugardælum:
„Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni að hlutast til
um, að á vegum jarðhitasjóðs verði gerð leit að heitu
vatni í Selfosshreppi og að Laugardælum, og verði sú leit
við það miðuð, að möguleikar finnist til að auka hit.a-
veitu til hitunar íbúðarhúsa og iðnaðarframkvœmda á
Selfossi.“
í greinargerð. sem tillögunni
fylgir, segja flutningsmenn:
„Á Selfossi hefur um alllangt
skeið verið hitaveita, sem
Kaupfélag Árnesinga lét
byggja. í nágrenni Selfoss er
hin mikla jörð Laugardælir
mieð hjáleigum, og er Laugar-
dælatorfan öll eign kaupfélags-
ins. Heit laug er í landi hjá-
léigunnar Þorleifskots. Var þar
borað eftir heitu vatni, og var
það leitt til Selfoss og i íbúð-
arhúsin austan Ölfusár. Mjólk-
urbú Flóamanna hefur einnig
haft not af hitaveitu þessari
við mjólkyri'ðnpðinn.
Vestan Ölfusár er hluti Sel-
fosshrepps, og þar er allmiki!
Ekki þarf að lýsa því, hversu
dýrmætt það er að finna heitt
vatn eða gufu í jörð og virkja
sliká ork'ú.' Á Sélfoksi er mikil
og almennur áhugi á því, að
takast megi að finnar þar hita
í jörðu og á þann hátt skapist
skilyrði til aukinnar og fjöl-
breyttari atvinnu. Ef meira
heitt vatn næst þar úr jörðu,
má telja slíkt undirstöðu þess,
að þorpið getri vaxið og blómg-
azt og íbúum fjölgað á kom-
andi tímum. Mætti slík þróun
einnig verða hinum frjósömu
nágrannasveitum Selfoss til
stuðnings á mörgum sviðum.“
i gær
Fundir voru í gær í báðum
deildum Alþringis. í efri deild
var til fyrstu umræðu breyt-
ingar á lögum um dýralækna
og fylgdi Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra frumvarp-
inu úr hlaði, en síðan var því
vísað til annarrar umræðu og
nefndar.
1 neðri deild voru þrjú mál á
dagsjt.rá: Innflutningur a hval-
veiðiskipi, 2. umræða. ‘feirgir
Finnsson mælti með samþykkt
frumvarpsins fyrir hönd sjáv-
arútvegsmefndar. Fleiri tóku
ekki tíl máls. — Hannibal
Valdimarsson fylgdi úr hlaði
frumvarpi sínu um Kvik-
myndastofnun ríkisins og Guð-
laugur Gíslason fyligdi úr hlaði
frumvarpi um heimild til
handa ríkisstjórninni að taka
lán til vatnsveituframkvæmda
í Vestmannaeyjum. Nánar er
skýrt frá þeim málum hér á
síðunni.
SameinaS þing
í dag
í dag er fundur í sameinuðu
Alþingi og hefst klukkan 1.30.
Á dagskránni eru fjölmargar
fyrirspumir og þingsályktunar-
tillögur. — Dagskráin er birt í
heild á 8. síðu.
byggð. í þeim hluta hreppsrins
er engin hitaveita, en hins veg-
ar verður þar vart nokkurs
hita við yfirborð jarðar. Yíir-
borðsmælingar hafa nú farið
fram og borun til reynslu á ein-
um stað. Er hola sú, sem boruð
hefur verið. orðin 90 metra
djúp, og hitinn hefur mælzt
58° C í botninum. Vatn hefur
hins vegar ekki komið fram í
holu þessari enn þá. Gera má
ráð fyrir. að á fleiri stöðum
þurfi að bora. Æskilegast væri.
að svo öflug lind fyndist vest-
an árinnar, að hún nægði
byggðinni, sem þar er, og væri
auk þess aflögufær til annarra
nota.
Samhliða jarðhitaleit vestan
Ölfusár á Selfossi er einnig
mik'il nauðsyn, að kannað
verði. hvort unnt muni að auka
magn heita vatnsins austan ár-
innar. t d. frá Þorleifskoti. Er
með t’llögu þessgri gert ráð
fyrir slíkri rannsókn þar.
Rannsóknir af því. tagi, sem
hér um ræðir, og síðan hita-
veituframkvæmdir eru mjög
fjárfrekar. Á Selfossi búa inn-
an við 2000 manns, og er hætt
við, að ekki fjölmennara sveit-
arfélagi geti orðrið ofviða svo
fjárfrekar framkvæmdir sem
hér er um að ræða.
Ekki á hreinu
með kostnaðinn
Guðlaugur Gíslason fylgdi í
gær úr hlað'i í neðri deild
frumvarpi, sem hann flytur um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að' taka allt að 12 milljón
króna lán til vatnsveitufram-
kvæmda í Vestmannaeyjum.
Rakti frummælandi í stórum
dráttum. að ýmsum vandkvæð-
um væri bund-
ið að koma
upp vatnsveitu
fyrir Vestm.-
eyjar. Helzt
kæmu þó til
greina þrjár
leiðir. 1. Jarð-
borun, — 2.
Vinnsla vatns úr sjó, 3. Vatns-
leiðsla frá meginlandinu.
Ræðumaður sagði, að borað
hefði verið eftir vatni (grunn-
vatni) í Vestmannaeyjum 1955,
en sú tilraun hefði ekki borið
árangur. Hugsanlegt væri þó
að reyna djúpboranir þ. e. nið-
ur í allt að 1000 metra. Um
vinnslu vatns úr sjó væri
nokkur óvissa. Samkvæmt til-
raunum í Bandaríkjunum hefði
þar reynzt unnt að framleic
vatn fyrir 10—12 kr. tonni
en líkur bentu til að það yr
allmiklu dýrara hér. Loks væ
þriðja leiðin og hefði hún ve
ið rannsökuð all nákvæmlej
og gerð kostnaðaráætlu
Leiðsla frá landri myndi ver<
um 20 km á lengd og lausl'
áætlun, sem gerð hefði ver
um kostnað við slíkar frar
kvæmdir gerði ráð fyrir, ;
leiðslan kostaði 12—14 mill
ónir króna.
Að lokum sagði ræðumaðr
að Vestmannaeyingar æt
merixa á hættu en aðrir ;
neyziuvatn þeirri spilltist t.
af geislavirkum efnum. Va
því eðlilegt að þeir færu fra
á aðstoð hins opinbera til þe
að koma upp hjá sér örugí
vatnsveitu, en gera mætti r,
fyrir að hún kostaði 20—
milljónir króna. — Samkvæi
því virðist áætlunin, sem þin
maðurinn hafði nýlokið við
skýra frá hafa verið held
„lausl<eg“, eða kannski er f s
ara tilfellinu tekið tillit
„eðlilegrar" viðreisnarþróun
Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ÖlafssotU
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjarnason.
Ritstjóm afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17-500 tB linuri Askriftarvpr^ kr 55 00 (t mánuði
Ó, þú lýðræBi
j^jorgum dúnkum af prentsvertu er eytt til þess
á ári hverju að lýsa lýðræðisflokkunum á
íslandi. Mikið af því eru sjálfslýsingar, þeir
flokkar sem velja sér þessa einkunn, verja dálk
eftir dálk í blöðum til að sannfæra blaðalesend-
ur um lýðræðisást flokksins, um virðingu hans
fyrir lögum og rétti og „leikreglum lýðræðisins“.
Þegar sæmilega viðrar hjá afturhaldinu eru ein-
ir þrír lýðræðisflokkar í landinu, og útlending-
ur eða marzbúi sem vildi fræðast um slíkt, gæti
komizt að þeirri niðurstöðu, að á íslandi séu allir
menn í lýðræðisflokkum, nema vondir kommar.
£Jn góðviðri helzt ekki alltaf í herbúðum lýðræð-
isins, fremur en í íslenzku skammdegi. Og
þá er hætt við að útlendingurinn eða marzbúinn
kynni að ruglast í því hvar lýðræðisflokka sé að
leita á íslandi. Hann gæti t.d. fundið ískyggileg
ummæli í Morgunblaðinu um þann hættulega
flokk, Framsóknarflokkinn. Morgunblaðið í gær
kveinkar sér undan því í leiðara, að Tíminn virð-
ist ekki sjá skýran mun á hvítþvegnum lýðræð-
isflokkum eins og Sjálfstæðisflokknum og Al-
þýðuflokknum og hins vegar stjórnmálasamtök-
‘úm’éi'ns og'“AlþyðúHáhdálaginu, og telji hvorug
skæðin góð. Og tæpast hafa þær raunir Morgun-
! "bÍáðSihs'míinnkað við forsíðu Tímans í gær, þar
sem hrokkið er upp með andfælum við þær upp-
lýsingar úr herkerlingarjátningum Áka Jakobs-
sonar, að Sósíalistaflokknum hafi staðið til boða
embætti dómsmálaráðherra í nýsköpunarstjórn-
inni. Virðist blaði lýðræðisflokksins, sem hafði
Hriflu-Jónas fyrir dómsmálaráðherra forðum,
þetta hroðaleg frammistaða hjá lýðræðisflokki
Ólafs Thórs, að ætla að trúa vondum kommún-
istum fyrir öðrum eins völdum.
jþað er rétt, að Sósíalistaflokkurinn átti kosí á
að tilnefna dómsmálaráðherra í nýsköpunar-
stjórnina, embættið lá á borðinu í Hlaðbúð í
nokkra daga, og var afþakkað. Hitt er misminni
í herkerlingarskriftum Áka, að hann hafi ekki
viljað verða dómsmálaráðherra vegna þess að
embættið kynni að freista hans til að beita of-
beldi. Hitt er mála sannast, að Áki neitaði því
að verða dómsmálaráðherra 1944 nema hann
mæ'tti hefja feril sinn á því ofbeldisverki að reka
fyrirvaralaust og tilefnislaust úr embætti hátt-
settan embættismann. Enginn annar þingmaður
Sósíalistaflokksins vildi ljá máls á slíku, og dóms-
málaráðherraembættið var borið niður í flokks-
herbergi Alþýðuflokksins, sem aldrei hefur hafn-
að embætti, svo vitað sé.
gn hvernig var það annars með „lýðræðisflokk-
ana“ 1941? Þeir skyldu þó aldrei hafa lagt
stjórnarskrá Íslands til hliðar um stund og þing-
menn þeirra framlengt kjörtímabil sitt í trássi
við lög og rétt? Þeir skyldu þó ekki hafa gert sér
leik að því að fremja stjórnarskrárbrot vorið
1951 og kalla erlendan her inn í landið, án þess
að Alþingi væri kallað saman? Og það skyldi þó
ekki hafa verið Sósíalistaflokkurinn sem í bæði
skiptin krafðist bess að stjórnarskrá landsins
væri í heiðri höfð? — s.