Þjóðviljinn - 28.11.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 28.11.1962, Page 6
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1962 6 SÍÐA 1 I I i Um seinustu helgi var einn mesti vísindamaður heimsins, Niels Bohr, jarðsettur í Kaup- mannahöín. Þessi heimsfrægi Dani var einn þeirra fáu manna, er ruddu atómöldinni braut. Hér er ekki ætlunin að rekja ævisögu hins látna vísindamanns, heldur aðeins að rifja upp tvö örlagarík atvik úr ævi hans. Hið fyrra gerðist í þann mund, er vísindamenn heimsins brutust úr fordyri atómaldarinnar inn í sjálft musterið, kjarna frumeindarinnar; hið síðara, er Niels Bohr flúði undan nazistum til Bandaríkjanna á stríðsárunum. i ! Nftt enskt stafróf íanda Shawsgamla Þegar tókst að kljúfa kjarna atómsins Er Niels Bohr var gerður að heiðursdoktor við háskólann f Lundi árið 1951 og Erlander, forsætisráðherra Svía, kom til að skáia við hann og taka í hendina á honum, dró Bohr upp iitia skopparakringlu úr pússi sínu og sýndi Erlander, hvernig hún skoppar. Myndin er tckin við þetta tækifæri. — Skopparakringlan, sem nú er jafnvel seld í verzlunum á íslandi, var vísindamönnum mikil ráðgáta áður fyrr, því að bún hefur þann eiginleika að skoppa nokkra stund, en snúa sér síðan við og velta upp á skaftið. Þetta furðulega háttalag gátu vísindamenn ekki útskýrt lengi vel, þar til loks að sænskur prófessor komst að leyndarmálinu. Skopp- arakringlan mun eiga sér ýmsar hliðstæður nú orðið i ný- tfzku áttavitum og ýmsum hernaðarvélum, og sagt er, að jörðin sjálf hreyfist eftir sama lögmáli, enda þótt hún velti sér ekki í himingeimnum eins og „tippe topp-kringlan". Niels Bohr varð snemma heimsfrægur fyrir braut- ryðjandastarf sitt i atómrann- sóknum og almennt viður- kenndur af vísindamönnum sem einn helzti fræðimaður á sínu sviði. Afleiðingin varð sú, að fjölmargir eðlisfræð- ingar komu í heimsókn til hans og dvöldust við rann- sóknir hjá honum í teoret- isku stofnuninni í Kaup- mannahöfn (m.a. sovézki eðl- isfræðingurinn Landau, er hlaut nóbelsverðlaunin fyrir tveimur vikum). Árið 1938 komu til hans nokkrir gyðingar er flúið höfðu frá Þýzkalandi. Þeir höfðu starfað með vísinda- manninum Otto Hahn við til- raunir til að skýra fyrirbrigði, sem ítalinn Fermi hafði fyrstur reynt og var í því fólgið að skjóta nevtrónum á þunga atómkjarna, en þá gerðust alltaf hinir furðuleg- ustu hlutir á eðlisfræðilega vísu. Skömmu fyrir jól komust vísindamennirnir undir for- ystu Bohr að hinum stór- merku niðurstöðum. Það sem gerzt hafði var, að nevtrón- urnar höfðu klofið kjarna úraníumatómsins í tvennt og við það hafði myndazt gíf- urleg orka. Daginn, sem upp- götvunin var gerð þurfti Bohr að búa sig undir ferð til Bandaríkjanna, og á leiðinni fékk Jjann stöðugt nýjar og nýjar upplýsingar hjá sam- verkamönnum sínum, sem staðfestu að raunverulega væri um að ræða sprengingu atómsins. Þegar hann kom til Banda- ríkjanna, náði hann strax sambandi við Fermi, sem nokkrum dögum áður hafði tekið á móti nóbelsverðlaun- unum í Stokkhólmi, en var nú setztur að Bandaríkjun- um. Flóttamaður frá ítalíu fasismans Fermi og Bohr settust við útreikinga og komust sameiginlega að beirri niðupstöðu, að spreng- ing eins kjama leiddi af sér neutrónu-skothríð, sem vald- ið gæti nýrri sprengingu kjamans og þannig skap- aðist keðjuverkun. Nú voru helztu vísinda- menn í þessari grein kallaðir saman á ráðstefnu. Þetta stefnumót vísindamannanna varð heldur en ekki drama- tískt, er hver eðlisfræðing- urinn af öðrum hljóp af stað út úr fundarsalnum í símann til þess að fyrirskipa rannsóknarhópnum sínum að gera tilraunina. Og hvað kom í ijós? Aðeins ein vika leið og fréttir tóku að ber- ast um árangurinn. Hér var raunverulega um keðjuverkun að ræða, og með þeirri upp- götvun var grunnur lagður að því starfi er leiddi til smíði kjarnorkusprengjunnar og beizlunar atómorkunnar ti friðsamlegra nota. ! Þegar Bohr flúði me5 bjórinn í staðinn fyrir þunga vatnið Niels Bohr geymdi í bjór- flösku það litla sem til var í Danmörku af þungu vatni, er hann undirbjó flótta sinn frá nazistum nótt eina í októ- ber 1943. Þegar Bohr flúði, tók hann ekki með réttu flöskuna, heldur venjulega bjórflösku. V esturveldunum tókst þó að komast yfir flösk- una á seinustu stundu með einkar snjöllu og velheppnuðu bragði. Daninn Niels Bohr var gyðingur langt fram í ættir, en senniiega hefur fæstum löndum hans verið það ljóst, fyrr en gyðingaofsóknir naz- istanna hófust £ Danmörku. Þá var strax ljóst, að Bohr var í mikilli hættu. auk þess sem kunnátta hans og hæfi- leikar voru Vesturveldunum mjög dýrmætir. Flótti hans var undirbúinn, og hann átti að taka með sér þungavatns- flöskuna, sem var gífurlega verðmæt á þeim tímum. Tiltekið kvöld kom banda- rískur erindreki í heimsókn til hans, klæddur eins og danskur garðyrkjumaður. Bohr fór í ísskápinn og náði þar í ölflösku, sem átti að innihalda hið dýrmæta þunga vatn. Síðan yfirgáfu þeir hús- ið, og Bohr var laumað yfir Eyrarsund til Svíþjóðar, þar sem hann steig upp í tveggja hreyfla flugvél og var flutt- ur til Skotlands. Allan tím- ann hélt Bohr, að hann væri með réttu flöskuna. En í Skotlandi komu mistökin í ijós. Prófessorinn hafði ver- ið svolitið utan við sig, eins og mönnum í hans stétt er einkar lagið, og ílaskan, sem hann hafði varðveitt eins og sjáaldur auga síns, innihélt bara venjulegan Carlsberg- bjór. Við þessi mistök bættist það, að í flugvélinni á leið til Skotlands biluðu súrefnis- tæki prófessorsins, svo að Bohr var nær dauða en lífi, þegar flugvélin lenti, og munaði sáralitlu að hann kafnaði. Þegar hér var komið sögu, höfðu nazistamir frétt af flótta Niels Bohr. Lögreglan sló hring um húsið og sér- stakur liðsforingi var sendur af stað frá Berlín til að rann- saka húsið. Kapphlaupið um ölflöskuna dýrmætu var haf- ið. Bandaríski erindrekinn varð á undan og kom að húsinu, klæddur í einkennis- búning nazista og sagðist vera þýzki liðsforinginn frá Berlín. Iiann fyrirskipaði þýzku vaktmönnunum að hefja rann- sókn og byrjaði sjálfur á eldhúsinu. 1 ísskápnum voru mjög margar bjórflöskur. Bandaríkjamaðurinn útbýtti ölinu meðal varðmannanna og I ! i ! Það er engin til- viljun, að prófessor Higgins í leikritinu Pygmalion og óper- ettunni My fair lady skuli hafa svo mik- inn áhuga á mál- fræði. Bernard gamli Shaw, höfundur leik- ritsins, var scm sagt mikill áhugamaður um máifræði og staf- setningu og boðberi byltingarkenndra hugmynda i þcim efnum eins og ýms- um öðrum. Er erfðaskrá hans var opnuð, að hon- um látnum, kom í ljós, að hann vildi láta eyða nokkrum hluta eigna sinna til að láta sérfræðinga semja nýtt stafróf fyrir enska tungu. Nú hefur þetta ver- ið gert, og árangur- inn mun koma í ljós á morgun, fimmtu- dag. Þá kemur út í ódýrri útgáfu hið fræga leikrit Shaws Andrókles og ljónið, prentað með hinni riýju stafsetningu, sem er bund- in við 48 bókstafi í staðinn fyrir 26 stafi enskunnar. Stafsetningin er fyrst og fremst byggð á framburði eða eins kon- ar hljóðritun, og líta orðin út eins og þau séu hraðrituð. Til hjálpar lesendum, sem auðvitað botna hvorki upp né niður í þessum ósköpum, er efni leik- ritsins prentað með venjulegri stafsetningu við hlið þeirrar nýju. Ekki er með öllu rétt að láta þessa stafsetningu heita í höfuð- ið á Shaw gamla. Maður nokkur í Worcester að nafni Kingsley Read, sem nú er 71 árs gamall, byrjaði á verkinu árið 1941 og þetta er raunverulega fullkomn- un á hans verki. Sagt er, að þegar þýzku sprengjuflugvélam- ar komu fljúgandi inn yfir Eng- land, þá hafi hann verið vanur að skríða undir eldhúsborðið sitt og dunda við nýja stafrófið til að reyna að gleyma sprengjunum, sem sprungu allt í kringum hann. HAFIÐ ÞÉR BRAGÐAÐ FLÓÐHESTAKJÖT? Undanfarin 5000 ár hefur kjötið, sem við höfum borðað, aðallega verið af nautum, svín- um og kindum. Markvisst eldi nú i seinni tið hefur sennilega gert kjötið bæði meirara og feitara, en bragðið hefur varla breytzt ýkjamikið. Steikið lamb í helu lagi yfir glóðareldi, kryddið það ekki og snæðið það svo með fingrun- um: bragðið mun reynast ná- kvæmlega það sama og var í munni forfeðra okkar, er þeir héldu veizlur í þröngum hell- um sinum. 5000 ár án þess að breyta j mataræðinu svo nokkru nemur, ; — það er alltof langur tími. Eða j svo. finnst afrísku bændunum að minnsta kosti, því að þeir munu nú hafa ákveðið að hefja stórkostlegan útflutning á flóö- hestakjöti, samkvæmt upplýs- ingum brezkra blaða. Nú er verið að ala upp 15.000 flóðhesta í Uganda og er reikn- að með að flytja út milljón kiló af sliku kjöti árlega. Kjöt- ið verður ódýrt, og á senni- lega eftir að fara víða. En spurningin er: Hvemig er flóðhestakjöt á bragðið, eða getur nokkur svarað því hér á landi? Atómsprengja olli sjóndepru Það gerðist er Bandaríkja- menn sprengdu seinast kjarn- orkusprengju í háloftunum yf- ir Johnstoneyju á Kyrrahafi, að tveir hermenn er staddir voru í mikilli fjarlægð sködd- uðust á augum. Hermennirnir munu hafa horft á brennandi eldkúluna, sem myndaðist, en hiti hennar et jafn mikill og í iðrum sólarinnar. Þeir voru fluttir á sjúkrahús nokkrum dögum seinna. Fleiri Svíar safna klám> myndum en frímerkjum þunga vatninu. Aðeins örfá- k um mínútum eftir að hann ® hafði yfirgeíið staðinn kom A liðsforinginn frá Berlin. Þá var þunga vatnið komið á ör- uggan stað. ! Þriðji hver Svíi geymir klám- myndir í skrifborðsskúffunni sinni. Þessi fullyrðing var sett fram við réttarhöld í Stokk- hólmi fyrir nokkrum dögum. Það voru hinir ákærðu sem slógu þessu fram, þrír verk- fræðingar á aldrinum 26 til 65 ára og 38 ára gamall ríkis- starfsmaður. Lögreglan hafði fundið hjá þeim 5978 myndir með um 3000 til 4000 ólíkum upþstillingum. Hinir ákærðu bættu því við, að klámmynda- safnarar væru miklu fleiri í Svíþjóð en frímerkjasafnarar. Fjórmenningarnir héldu þvi fram, að þeir stunduðu rann- sóknir á þessu sviði og stæðu í sambandi við vísindamenn við Stokkhólmsháskóla. Einnig fullyrtu þeir sér til málsbóta, að myndirnar væru ekkert lakari en veggmálverkin í Pompei. Vísindamaðurinn verður að hafa lifandi áhuga fyrir því sem hann er að rannsaka, hann má ekki vera alveg kaldur fyr- ir rannsóknarefninu, sagði einn hinna ákærðu fyrir rétt- inum. Lögreglan þykist sannfærð um, að „klámvísindamennimir" hafi ætlað að selja myndirnar, sem er stranglega bannað 1 Svíþjóð. Dómur verður felldur nú uffl mánaðamótin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.