Þjóðviljinn - 28.11.1962, Page 10
10 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 28, nóvember 1962
CHARLOTTE
ARMSTRONG:
GEG6JUN
inn að segja það sem hann ætl-
aði að segja, — já, en seinna,
því að næst kom röðin að Pétri.
t>að væri ágætt að hringja
seinna, þegar öll þessi spenna
væri um garð gengin. Já. Það
væri miklu betra.
Það var að minnsta kosti eng-
ipn vafi á því að Bunný var
sofnuð núna. Nú var Rut til-
neydd að líta upp, snúa til höfð-
inu og hlusta kurteislega á ræðu-
mann kvöldsins (Ó, hamingjan
góða, hvað skyldi Pétur segja!)
Bunný var níu ára og hún
var áreiðanlega sofnuð.
Veizlustjórinn reis á fætur eins
og örlagavaldur. Rut setti frá
sér glasið oS kjappaði með köld-
um höndunum í takt við hina.
— Mér er það mikil ánægja,
sagði maðurinn, — að vera
staddur héma . . . Hver hafði
svo sem áhuga á því hve ánægð-
ir þeir voru! Þeir voru alltaf
svo ánægðir! Hún heyrði að
veizlustjórinn dró andann dálítið
þungt Pétur var búinn að snúa
sér ögn til í stólnum, rétt eins
og verið væri að segja eitthvað
mjög athyglisvert, en auðvitað
kom honum þetta ekkert við . .
— Og mér er sérstök ánægja,
sagði maðurinn, — að fá tæki-
færi til . . . Þeir voru alltaf
svo ánægðir!
Rut brosti tómlega og fitlaði
við vatnsglasið sitt, Hún varð að
sýna að hún bæri traust til hans
— þetta traust sem bjó undir
hjartanu sem barðist svo ákaft.
Jed ýtti henni frá sér og hon-
um var það sönn ánægja. Það
var hefnd gegn öllu kvenkyninu,
sem hafði eyðilagt fyrir honum
kvöldið. Hann bló að henni.
Hann tók um olnbogann á henni
og hélt henni frá sér. — Svona
gengur þetta ekki fyrir sig,
sagði hann. — Jú, reyndar veit
ég að sumir ha]da því fram. En
skrifaðu það bak við eyrað ....
að það eru líka til menn sem
eru vandlátir.
Hann hló að reiði hennar og
ballaði sér aftur upp að höfða-
gaflinum. — Staðurinn, stundin
og stúlkan. sagði hann háðslega.
— Og ég vil velja þetta allt
saman sjálfur, og þetta er hvorki
eitt né neitt.
Hún leit úf eins og hún ætl-
aði að gefa frá sér öskur. Svo
varð andlit hennar sljóiegt og
hún varð aftur syfjuleg. Það
var eins og hún væri máttlaus.
— Þá ætla ég að kveðja Nell,
sagði hann stuttur i spuna og
horfði tortryggnislega á hana.
— Hefurðu gert Þér það ljóst?
Nú var vilji hennar að láta
til sín taka ásamt hinu villi-
mannslega eðli hennar, sem i upp-
hafi — það skildi hann nú —
hafði hrifið hann — og síðan
gert hann órólegan. Hún var
ekki syfjuð nei, langtífrá! Nú
vissi hann að þessi dreymandi
svipur var hættumerki. Ef til
vill táknaði hann, að hluti af
henni sofnaði í raun og veru,
og það var ef til vill einmitt sá
hluti sem hugsaði um framtíð-
ina.
Hann settist uPP og ýtti henni
frá sér með beinum handleggj-
um. Hann sá dálítið eftir því að
hafa hlegið að henni. Hann velti
fyrir sér hvernig hann ætti eig-
inlega að sleppa burt árekstra-
laust, án allt of mikilla vand-
ræða. Hann sagði rólega: — Já,
þú verður að fyrirgefa, en ég
verð að fara núna. Við sjáumst
kannski seinna, Nell.
Það var eins og hún heyrði
ekki hvað hann sagði. Svo var
eins og hún heyrði ekki rödd
hans — heldur eitthvað sem ekki
var eins nærri og ekkj eins há-
vært. Hún gaut augunum til
dyra.
Hann heyrði það líka. Það var
barið lágt að dyrum á herbergi
nr. 8Ó7.
Nújá. Út til hægri, Jed Tow-
ers! Jed umlaði lágt: — Ég fer
út hina leiðina — gegnum her-
bergi telpunnar.
— Nei. Hún talaði ekki hærra
en hann, hún hvislaði naumast,
heldur hreyfði aðeins varim-
ar. — Þú gerir það ekki. — Hún
var einbeitt og þrjózkuleg.
— Ef einhver finnur mig hér,
sagði hann hljóðlaust, — þá
missirðu vinnuna.
Aftur var barið að dyrum,
mjög varlega. Það var þolinmóð
mannvera sem barði og myndi
halda áfram að berja.
Andlitið á Nell ljómaði af ill-
girnislegri ánægju. Nei, nei.
Ég segi bara .......að þú hafir
ruðzt hingað inn. Ég segi að þú
.... þú hafir ætlað að taka mig
með vaidi
Jed varð flóttalegur. Hann ef-
aðist ekkert um að hún myndi
gera Það. Já, hún myndi áreið-
anlega gera það. Það var hann
sannfræður um. Æ, fari það grá-
bölvað ..... þetta var það and-
styggilegasta! og æðisgengnasta!
Og ef hún gerði það, — já, und-
ir slíkum kringumstæðum var
kvenmanninum alltaf trúað.
— Bíddu hérna, sagði hún.
— Ég veit hver það er.
Þetta hljóðlausa samtal átti
sér stað í næstum óhugnanlegri
þögn. Kyrrðin lá eins og farg
yfir herberginu. Fyrir neðan
bygginguna var borgin hávær,
en hátt uppi töluðu þau radd-
laust í dauðakyrru herbergi,
meðan einhver stóð fyrir utan
og barði að dyrum, varlega og
með eftirvæntingu.
— Hver er þetta? — Jed var
stirður af skelfingu. Hvemig
átti hann að losna úr þessu ......
hvað átti hann að gera?
— Það er Eddie frændi. Ég
skal losna við hann.
— Ég get sloppið út. Jed band-
aði með hendinni Augu hans
voru dökk.
— Nei. Hún vissi að vilji
hennar fjötraði hann.
— Hvað þá? Hann nisti tönn-
um.
— Farðu þama inn. Hafðu
Bil'inn sem Skyndihappdrættið kynnir ykkur í dag heitir
VOLVO FAVOBIT og er mörgum kunnugur hér á landi.
Hiinn er einn af þeim mörgu bílum sem sá heppni getur
valið um eftir 23. desember, þ. e. eftir að dregið hefur
verið í happdrættinu.
Umboðsmaður Volvo, Gunnar Ásgeirsson, lét okkur góðfús-
lega í té eftirfarandi upplýsingar um bílinn:
VOLVO FAVOBIT er rúmgóð 5 manna bifreið, með 75
ha vél og 3ja hraða synchroniseruðum gírkassa. — VOLVO
FAVOBIT er sérlega sterkbyggð og vönduð bifreið, enda
hefur hún verið framleidd án verulegra grundvallarbreyb
inga frá upphafi, og er nú árangur 18 ára stöðugrar þróun-
ar og endurbóta. — VOLVO FAVOEIT er spameytin bif-
reið, eyðir hérlendis aðeins 8 — S^líter pr 100 km. —
VOLVO FAVOBIT er byggð fyrir kalda veðráttu og lélega
vegi, enda er stórt miðstöðvarkerfi standard, vélin örugg
í gagn í hvaða veðri sem er, og bifreiðin hefur stór 15”
hjól, sem m.a. gera hana duglegri í snjó og annarri ófærð.
— Yfirbyggingin er ryðvarin. — VOLVO FAVOBIT er
með rúðusprautu, öryggisbeltum, aurhlífum og fleim.
Þetta voru upplýsingar umboðsmannsins, og verður ekki af
henni annað séð en að bifreiðin sé hin heppilegasta fyrir
íslenzkar aðstæður En sem sagt þetta er einn af þeim bíl-
um sem hinn hppni getur valið um.
Skyndihappdrætti
Þjóðviljans
hljótt Hún vildi að hann ieynd-
ist í herberginu.
Hann reis hægt á fætur og
sleppti henni. Hann gæti ýtt
henni burt. Hann gæti flýtt sér
inn í herbergi barnsins.
Og hún gæti hrópað.
Hún var byrjuð að opna munn.
inn.
Jed lét sem ekkert væri. tók
flöskuna og stakk henni í vas-
ann. Hún rétti honum glasið
hans i skyndi. Og svo greip hún
um olnbogann á ho.num. Hún
ýtti honum áfram. Hún vísaði
veginn.
Nú var ekki lengur barið eins
samfellt.
— Nell? sagði rödd hljóðlega
en dálítið kvíðin. — Nell?
Neli sagði: — Hver er það?
Rödd hennar var eins og hún
væri að teygja sig og geispa.
En allan tímann fylgdi hún Jed
með augunum og vöðvarnir í
andlitinu titruðu. Hana langaði
jafnmikið til að gera uppistand
— og að láta það ógert.
— Það er Ed frændi. Er allt i
lagi?
Nell lyfti brúnum og leit á
Jed. Hæddi hann. Það var eins
og hún segði við hann: — Já.
finnst þér það ekki?
Hann umlaði: — Jæja, ég geri
það þá. En flýttu þér. Hann fór
inn í baðherbergið og lokaði á
eftir sér, en ekki alveg.
— Þú verður að afsaka. Eddie
frændi, ég held ég hafi sofnað,
heyrði hann hana segja ........
heyrði hana geispa.
Jed Towers stóð frammi í bað-
herberginu og formælti sjálfum
sér. Hafði hún beitt hann göldr-
um, eða hvað? Þetta voru öld-
ungis fráleitar aðstæður. Hann
leit á úrið sitt. Hann sagði við
sjálfan sig, að þegar Eddie
frændi hefði sig á bro.tt, þá
skyldi hann sjálfur fylgja á eft-
ir — tafarlaust. Og án orða.
Án einnar einustu óþarfa hreyf-
ingar.
Já maður komst stundum i
kynni við ókunnugt kvenfó'k
af tilviljun. Stundum i járn-
brautarlest eða í bar. Stundum
gekk það ágætlega. Og ef hann
hafði ekki ánægju af kunnings-
skapnum, þá hvarf hann —
snöggt og án iðrunar.
Hvernig í ósköpunum hafði
það atvikazt, að Jed Towers
stóð þama og faldi sig bakvið
hurð.
Hann settist á baðkersbrúnina
til að bíða Hann bölvaði og
hugsaði um hvemig hann ætti a
slepp burtu.
Lyn sneri aftur frá símanum.
Það svaraði enginn. Ég reyki
eina sígarettu í viðbót — bara
eina. Ég bíð þangað til tíu
manns koma inn af götunni, tíu
í viðbót. Ég get skrifað betra
bréf. Það veit ég. Ég get að
minnsta kosti reynt.
9. KAFLI
Eddie sá, að frænka hans var
ennþá í innisloppnum og það
kom vonbrigðaglampi í augu
hans. Hann sagði: — Ég kom
með kókakóla. Vonbrigðin, gerðu
rödd hans dapurlega Hann hélt
á flöskunum í hendinni og hann
gekk að skrifborðinu o.g stóð
þar og horfð á bakkann, á
skálina naeð bráðnandi ís og
glasið sem Nell hafði drukkið
úr. — Hvað er þetta? Það var
ennþá ögn af whiskýi og engi-
feröli í glasinu.
Nell sagði; — Þetta tók svo
iangan tíma. Eddie frændi. Ég
varð þyrst. Ég skal skola glas-
ið. Hún tók glasið úr auðsveipri
hendi hans — Ég pantaði engi-
feröl. sagði hún þrjózkulega,
þegar hún sá órólegt augnaráð
hans. — Frú Jones sagði að ég
mætti það.
— Það var vinsamlegt af
henni, sagði Eddie.
— Viltu ekki konfektmola?
sagði Nell glaðlega. — Hún
sagði að ég skyldi borða eins
og ég vildi,
— Ég held mig langi ekki í
neitt, sagði Eddie. — Þakka
AfSéttara tagi
þér fyrir. Hann renndi dapur-
legu augnaráði um allt herberg-
ið.
Nel] opnaði dymar inn í bað-
herbergið. Hún gekk að vask-
inum og skolaði glasið.
Ekki einu sinni í speglinum
horfðist hún í augu vð Jed.
Ekki með hreyfingu, augnatilliti
eða merki gaf hún til kynna, að
hún vissi af honum þarna. Reið-
in sauð í Jed. Hún misnotaði tök-
in sem hún hafði á honum. Að-
eins dálítið bros, augnaráð sem
táknaði að þetta væri samsæri
til að blekkja Eddie, hefði gert
þetta léttbærara. En nei ........
hún hafði neytt hann til að lítii-
lækka sig og nú naut hún þess
að sjá hann auðmjúkan.
> Hann hefði getað lamið hana.
Hann nísti tönnum. Fyrr mátti
nú vera barnfóstran!
Eddie sagði: — Sefur litla
stúlkan? Ég sé þú ert búin að
loka dyrunum.
Neli fór út úr baðherberginu
og togaði í hurðina. Hún hefði
lokað alveg, ef Jed hefði ekki
haldið af öllu afli í hurðarhún-
inn að innan. Þau toguðust á,
þegjandi og með leynd, en hann
sigraði að lokum.
— Heyrirðu til hennar ef hún
segir eitthvað? sagði Eddie á-
hyggjufullur.
— Ljósið var henni til óþæg-
inda, laug Nell hin rólegasta.
— Jæja, ef hún er sofnuð. þá
er það henni ekki lengur til ó-
þæginda, Eddie tók varlega í
húninn og opnaði dyrnar. —
Ég býst við að frú Jones vilji
heldur að hurðin standi í hálfa
gátt, Neil.
— Jæja, þá, sagði hún kæru-
leysislega. Hún beið eftir því að
fá kókakólað.
— Klukkan er orðin margt.
Ég held það væri réttara, NeU,
að þú færir úr fötunum hennar
frú Jones. Það finnst mér satt
að segja ..... Barkakýli Eddies
kom upp um vandlætingu hans,
þótt hann gætti tungu sinnar
vandlega.
— Ég ætlaði líka að gera það.
Nell beit á vörina með falleg-
um tönnunum. — En mér leið
svo vel í þessu ..... óg það lá
ekki svo lífið á ....“
Það hýmaði strax yfir Eddie.
*— Já, auðvitað ætlaðirðu að
gera það. Það veit ég vel. En
.... Hann fitlaði við flöskulyk-
il. — Heldurðu að þú ættir
ekki að gera það núna?
— Jú, Eddie frændi. Hún sett-
ist auðsveip á litla bekkinn og
fór úr inniskónum. Eddie fann
svörtu skóna hennar og hún fór
i þá. Svo tók hún úr sér eyma-
lokkana með hægð. Hún 9etti
þá í skartgripaskrinið. Hún fór
að tína allt hitt saman líka,
setj.a það á sinn stað.
Eddie létti mjög mikið og hann
varð rólegri. — Þetta er prýði-
legt. Þú ert góð stúlka.
Hún sneri til höfðinu og brosti
til hans Hún reis á fætur og
fór að losa um beltið á innislo.pp
Rutar. Eddie sat niðurlútur.
NeU sagði hógvær og dálítið
Höfum til sölu
Eftirtaldar hjólbarðastærðir undir ýmsar vinnu-
vélar og stórar vörubifreiðir:
1400x20 20 strigalaga.
1600x24 24 strigalaga.
1600x25 24 strigalaga.
1800x24 20 strigalaga.
2100x25 44 strigalaga.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA.
Höfum til sölu
nokkrar Reo Studebaker vörubifreiðir 5 tonpa. —
Hentugar til vetrarflutninga. — Bifreiðir þessarj hafa
reynzt mjög vel í snjóþyngstu héruðum landsins. —
Ennfremur höfum við Mack Intemational vörubifreiðir
10 tonna.
SÖLUNEFND VABNARLIÐSEIGNA.
i