Þjóðviljinn - 30.11.1962, Qupperneq 10
10 SIÐA
ÞJÓÐVILJINN
CHARLOTTE
ARMSTRONG:
GEGGJUN
Stjórnmálaályktunin
líka orðið fyrir vonbrigðum?
Hnipruðu þau sig saman innan-
við brynjuna eins og menn í
virki? Hann sá þau ekki o.ft nú
orðið. Það var fjölskylduhefð að
skiptast nær eingöngu á góðum
fréttum. Skyldu þau vera ham-
ingjusöm í hjarta sínu?
Það vildi hann helzt halda.
Hann gerði ráð fyrir að barátt-
an vlð tilveruna tæki einhvern
tíma enda og þá væri hægt að
setjast í helgan stein á einhvern
hátt, setja upp augnblökur og
gægjast aldrei út fyrir þær.
En sá sem er ungur og berst
fyrir tilveru sinni og framtíð,
verður að vera vakandi. Verður
að vera var um sig. Hann vill
efcki láta troða á sér.
Já, hann Jed Towers, sem
sat á baðkerinu bakvið hurðina,
hann var enginn heimskingi.
Hann vissi hvemig átti að brjót-
ast áfram i heiminum. Kjálka-
vöðvar hans spenntust. Nú hafði
hann sannarlega komizt inn á
hliðarspor. Þú verður að koma
þér héðan burt, Jed Towers!
Þessi Eddie talaði án afláts.
Hann talaði og talaði.
— Og svo hugsaði ég með mér,
sagði Eddie, — að það væri bezt
að þú færir þér hægt fyrst í
stað. Að þú létir þér nægja að
taka að þér svona smástarf
einstöku sinnum. Því er nefni-
lega þannig farið, Nell, prédik-
aði hann, — að þegar maður
gerir eitthvað fyrir aðra, þá
vinnur maður gott verk. Og þá
borgar fólk með glöðu geði. Og
þá vinnur þú þér inn aura. Þú
gerir gagn. Það verðurðu að
reyna að skilja. Smám saman
verðurðu nógu frísk til að taka
að þér erfiðari verkefni eða betri
vinnu. Þú færð meiri áhuga. Qg
þá hættirðu líka að vera svona
eirðarlaus.
— Þú ert búinn að segja þetta
allt áður, sagði hún. Hún sveifl-
aði öðrum fætinum.
Eddie sá það og þagnaði.
— Ertu þá að fara? tautaði
hún. Hún hailaði höfðinu upp
.að stólbakinu. Hún sneri vang-
anum að honum. Hún lokaði
augunum.
— Nú tek ég kókakólaflösk-
urnar. Nú líður áreiðanlega ekki
á löngu áður en Joneshjónin
koma heim. Kannski eftir tvo
tíma. Ertu þreytt?
| Hún svaraði ekki. Eddie reis
á fætur og flöskurnar glömruðu
hvor við aðra þegar hann tók
þær upp. Hún andaði að sér
djúpt og hægt. — Ég verð hérna
í gistihúsinu, tautaði hann. Hann
xenndi augunum um herbergið.
Nú var orðið snyrtilegt inni.
Allt leit út eins og það átti að
gera. Hann tók glasið sem Nell
hafði drukkið úr.
Niðursokkinn í eigin hugsan-
ir, áhyggjur og erfiðleika gekk
Eddie í áttina að baðherberginu
til að skola glasið.
10. KAFLI
Aður en Jed mætti í spegl-
ínum undrunar- og skelfingar-
augnaráði litla mannsins, var
hann búinn að átta sig á öllum
aðstæðum. Hann viðurkenndi að
hann hafði tapað leiknum í
fyrstu lo.tu. Hann reis liðlega á
fætur. Skelkuð augun fylgdust
með hreyfingum hans í speglin-
um. En Jed brosti.
Það væri hægt að kippa þessu
í lag.
Mannshugurinn er svo vel úr
garði gerður að hann drekkur
i sig eins og segulband ýmis-
legt sem hann heyrir, án þess
það hafði haft nein sérstök áhrif.
Jed skildi undir eins, að hann
gæti ráðið við Eddie. og það
væri líka honum til góðs.
Af því sem hann hafði heyrt,
skildist honum. að Eddie var
engan veginn öruggur um Nell
litlu, frænku sína. Eddie vissi
að henni var ekki að treysta,
svo að vægilega sé til orða tek-
ið, þótt hann berðist við að trúa
því að þetta bjargaðist allt.
Allt þetta þvaður um traust hans
og skilning ..... það var ekki
annað en von, bæn. engin sann-
færing. Já, Eddie átti mikið á
hættu og Eddie bar mikla á-
byrgð.
Jed þurfti ekki annað en not-
færa sér sjálfsbjargarhvöt Eddi-
es. Þetta var ofur einfalt. Jed
ætlaði að biðjast afsökunar. f
rauninni hafði ekkert komið fyr-
ir. Þau höfðu drukkið fáeina
drykki ..... og honum þótti það
leitt, en nú færi hann. Það var
enginn skaði skeður og ástæðu-
laust að fjölyrðá um það.
Jed ætlaði að gera litla mann-
inum þetta eins auðvelt og hann
gat. Hann ætlaði að biðja hann
að gera sér þann greiða að þegja
um þetta. Vegna göíuglyndis
Jeds, kæmist Eddie undan af-
leiðingum af eigin glópsku. Eddie
yrði því sárfeginn’ að ekki yrði
minnzt á þetta framar.
Síðan ætlaði Jed að kveðja
Nell. Og svo ætlaði hann að
fara.
Þess vegna reis Jed brosandi á
fætur, vitandi það að hann gat
gripið til alúðar og þokka þeg-
ar á þurfti að halda. Meðan
hann var að standa upp og opna
munninn, tók litli maðurinn við-
bragð; hann gaf frá sér hljóð
eins og mús og fór að hörfa
aftur á bak til dyranna og
sneri skelkuðu andlitinu að há-
vöxnum líkama Jeds í dimmu,
flisalögðu herberginu. Jed vildi
ekki gera hann hræddari og stóð
kyrr.
En Nell þaut eins og köttur
gegnum herbergi númer 807.
Hún hélt á þunga stand-ösku-
bakkanum í hendinni. Hún
sveiflaði honum. Jed fleygði sér
í átt til hennar með handlegg-
inn á lofti en hann varð of
seinn. Öskubakkinn skall á höf-
uðkúpu Eddies. Lausi glerbakk-
inn féll glamrandi niður á
flísagólfið. Jed gaf frá sér hást
reiðiöskur og þreif gripinn af
henni og Nell hrópaði skerandi
ei n satkvæ ðisorð.
Hávaðinn var óskaplegur.
Eddie var hinn eini sem ekk-
ert hljóð gaf frá sér. Hann hneig
niður og lá grafkyrr.
Andartak var dauðaþögn. Svo
fór síminn að hringja í herbergi
807 og um leið rak Bunný upp
skelfingaróp í herbergi 809. Og
glerskálin af öskubakkanum
sem hafði staðið upp á rönd and-
artak, valt áfram og lagðist loks
útaf án þess að brotna.
— Jæja ...... sgði Jed hásum
rómi. — Þú ert .... Hann
settist á hækjur hjá litla mann-
inum sem lá þarna í hnipri.
Nell sneri sér við og gekk að
símanum. sem þegar var búinn
að hringja fjórum sinnum.
— Halló? Rödd hennar var
óskýr og þokuleg.
Jed snart gagnauga Eddies og
breifaði á hálsi hans.
— Já. frú Jones, sagði Nell.
— Ég held ég hafi aðeins blund-
að.
Jed fann slagæð hreyfast und-
ir fingrum sér. og loks þorði
hann að draga andann á ný.
— Hún er sofandi, sagði Nell
blíðlega. (Og þá byrjaði Bunný
að gráta). — Nei. það. hefur
ekkert verið að. Þetta gengur
allt prýðilega.
Jed gat ekki að sér gert að
hlusta eftir þessari rödd. Hún
var kuldaleg ..... kannski með
dálitlum undirtón, sem taka
mátti fyrir hrifningu. Hann fann
hvernig grátur bamsins nisti
hann og það fór um hann hroll-
ur. Hann leit niður á Eddie í
örvæntingu.
— Já, hún gerði það. Hún
sofnaði strax eftir sögulesturinn,
frú Jones. Ég vona að þér
skemmtið yður vel.
Með símann við eyrað sneri
Nell sér við til að aðgæta hvað
Jed hefðist að, og þau horfðu
hvort á annað svipbrigðalaus.
Hún lagði höndina yfir tólið.
Barnið öskraði eins og villi-
dýr í næsta herbergi! Eihs og
villidýr!
— Nei, þér þurfið ekkert að
flýta yður, frú Jones, sagði Nell
ástúðlega. — Mér er alveg sama
.... hvað þá?
Hún glennti upp augun og
rödd hennar varð full undrunar.
— Hávaði? Já — já, það eru
víst brunabílar niðri á götunni
sem þér heyrið í. — Hún lagði
höndina yfir tólið og sagði milli
fingranna; — Brunabílamir eru
að aka framhjá, það er enginn
Framhald af 7. síðu.
meðal bænda. f því leikur hins
vegar enginn vafi, hvað núver-
andi valdhafar ætlast fyrir í
þessum efnum. Þeir hafa þegar
lýst fullu fylgi við inngöngu
í E.B.E., enda þótt þeir taki nú
að draga í land og slá var-
nagla, er þeir finna andúð al-
mennings og kosningar nálgast.
Það hlýtur því að verða
langmikilvægasta verkefni
flokks vors um sinn að
koma í veg fyrir inngöngu
íslands í E.B.E., hvort held-
ur sem um fulla aðild eða
aukaaðild væri að ræða.
Undir úrslitum þeirrar
baráttu eru komin örlög
þjóðarinnar og sjálfstæð til-
vist.
Alþingiskosningamar 1963
geta skorið úr um það, hvort
Island verður innlimað í
E.B.E. eða ekki.
Yfirvofandi hætta á inngöngu
Islands í Efnahagsbandalag Ev-
rópu gerir það margfalt brýnna
að hnekkja sem fyrst yfirráð-
um núverandi valdhafa og
sundra því liði, sem að þeim
stendur. Þessi hætta kallar á
framsækna stjórn, sem styðst
við vinnandi stéttir og allt
frjálshuga fólk í landinu. Það
yrði hlutverk þeirrar stjórnar
að bægja frá þeim voða, er
þjóðinni stafar af E.B.E., að
tryggja hlutleysi og sjálfstæði
landsins, losa það úr tengslum
við Atlanzhafsbandalagið og
vísa bandariska hernum úr
lhndi. Hún þarf að binda endi
á alræði auðstéttarinnar á
efnahagssviðinu og rétta til
fulls hlut almennings í kjara-
málum, tryggja meðal annars
8 stunda vinnudag, þar —m
því verður við komið og með
mánnsæmandi kaupi. Þá verður
hún að beita sér fyrir stórstíg-
um framförum í atvinnumálu; ,i
bæði í samvinnu við fjölda-
samtök alþýðunnar og alla at-
vinnurekendur, sem vinna vilja
að framförum og eflingu þjóð-
arhags.
Víðtækari samfylking
en nokkru sinni fyrr
Flokksþinginu er ljóst, að til
þessa alls þarf stóríellt átak
og mikinn sigur lýðræðisafl-
anna í landinu. Hér verður að
koma til víðtækari samfylking
og meira samstarf en nokkru
sinni fyrr.
Aldrei hefur rlðið jafnmikið
•i því cg nú, að vcrkalýðsstétt-
in skilji til fulls forystu-
hlutverk sitt með þjóðinni og
að henni takist að skapa það
bandalag við aðrar stéttir, er
endast megí þjóðinni til bjarg-
ar.
Verkalýðsstéttin verður að
tengjast traustari böndum við
aðrar launastéttir. Samstarf
allra launþega, jafnt í A.S.Í.
sem B.S.R.B., er brýn nauðsyn.
Launþegastéttimar eru um 70%
landsmanna, og þær þurfa ekki
að una kúgun fámennrar auð-
klíku, ef þær þekkja hlutverk
sitt og standa saman um hags-
muni sína og rétt.
Samstarf verkalýðs og bænda
um verðlagsmál hófst fyrir 19
árum og stendur enn, enda þótt
veigamikilli forsendu þess, vísi-
tölutryggingu launþega, hafi
verið kippt burt. Þetta sam-
starf þarf að festa og auka
stórlega.
Þingið telur að alþýðan verði
að láta málefni samvinnusam-
takanna meir til sín taka og
ger.a sér ljóst hve mikilvæg
þau geta orðið í hagsmunabar-
áttunni.
Samvinna verkalýðs og
bænda er nú brýnni en nokkru
sinni fyrr, sökum þeirrar
hættu, er steðjar að sjálfstæði
landsins og framtíð íslenzks
þjóðernis. • En bændastéttinni
ætti að mega treysta flestum
fremur til varðstöðu um .'s-
lenzkt þjóðemi.
Þá er og rík nauðsyn á að
efla og bæta samstarf verka-
lýðs og menntamanna. Auð-
stéttin íslenzka hefur hafið
sókn í ómenningarátt, sem
reynzt getur hættulegt þjóðar-
erfð vorri og þjóðmenningu.
Hér verða þjóðhollir mennta-
menn að spyrna við fótum í
samvinnu við alþýðu landsins.
Islenzkir menntamenn, skáld og
rithöfundar hafa löngum stað-
ið í fylkingarbrjósti í frelsis-
baráttu þjóðarinnar á liðnum
árum. Nú er þjóðerni voru og
framtíð stefnt í bráðari hættu
en fyrc, og veltur því á miklu,
að þeir skipi sér til vamar við
hlið verkamannsins og bóndans.
Á þeim hvílir nú mikil ábyrgð.
Mikilvægt er, að smáatvinnu-
rekendur í útvegi, iðnaði og^
verzlun geri sér ljóst, að hagur
þeirra og verkafólks fer sam-
an. Það þarf að sýna þessum
aðilum fram á* .«aA • ,þeir-: æ*gi
enga samleið með auðklíkum
Reykjavíkurvaldsins og leiða
þeim fyrir sjónir þá hættu, er
steðja myndi að sjálfstæðum
atvinnurekstri þeirra og af-
komu, ef ísland gengi í E.B.E.
og erlent hringavald tæki að
ryðja sér til rúms í íslenzku at-
vinnulífi.
I bandalagi þeirra stétta er
berjast vilja fyrir íslenzku
sjálfstæði og gegn innlimun
landsins í erlent auðhringa-
veldi, eiga einnig heima allir
Föstudagur 30. nóvember 1962
þeir atvinnurekendur islenzkir,
sem efla vilja íslenzkt atvinnu-
þf og vinna að framförum
þjóðarinnar á grundvelli efna-
hagslegs ogstjómarfarslegsfull-
veldis.
Skilyrði fyrir
árangursríkri sókn
Flokksþingið gerir sér þess
fulla grein að sú víðtæka sam-
fylkingarbarátta, sem nú er
nauðsynleg, krefst mikils starfs,
lagni og víðsýni, og að átökin
framundan eru bæði erfið og
örlagarík. Lýðræðisöflin, flokk-
ar og bandalög vinnustéttanna,
þurfa að vinna mikinn sigur i
næstu kosningum og mynda
framsækna lýðræðisstjóm. Því
aðeins verður hægt að knýja
fram verulegar kjarabætur al-
þýðu til handa og hnekkja því
gjörræði, er vofir yfir lýðræð-
islegum samtökum fólksins.
Slíkur kosningasigur og ný
framsækin ríkisstjóm, er jafn-
framt helzta leiðin til að bægia
frá aðsteðjandi hættu á inn-
göngu Islands í E.B.E.
Og til þess að slik ríkisstjóm
getli orðið verkefni sínu vaxin
og framkvæmt stefnuskrá sína
án undansláttar, er nauðsynlegtj
að að baki henni sé mjög sterk,
einhuga og einbeitt samfylking
alþýðunnar og traustur, öflugur
og samstilltur verkalýðsflokk-
ur, svo að tryggt sé, að aftur-
haldinu takist ekki að gera að
engu þann árangur, sem næst,
og að unnt verði að halda
sókninni áfram óslitið. Skil-
yrðin fyrir árangri eru því
mikil efling Sósíalistaflokks-
ins og þeirrar víðtæku sam-
fylkingar, sem hann keppir að.
Það er hlutverk Sósíalista-
flokksins að vinna nú hiklaust
að framkvæmd þessara brýnu
og mikilvægu verkefna og
treystir þingið þvi, að flokks-
stjórnin beiti öllum þeim þrótti,
víðsýni og dirfsku, er flokkur
vor býr yfir, því nú er þess
meiri þörf en nokkru sinni
íyrr.
gillllii
7;ihM:í
7 ’ .’ ■ ‘ < •, ,
giflt
Þjóðleikhásstjóri
Framhald af 9. síðu.
en það er svo annað mál, að
ekki virðist öllum vaxa að-
göngumiðaverðið í augum.
Mættj í því sambandi benda
á tvennt: 1) Dýrustu sætin í
leikhúsinu ganga alltaf út fyrst
(og gildir það jafnt Um al-
mennar sýningar og barnasýn-
ingar) og ódýrustu miðarnir
seljast aldrei fyrr en allt annað
er ófáanlegt. Þg er almanna-
mál, að ódýrustu sætin á efstu
svölum leikhússins gefi öðrum
lítt eftir. f annan stað er sæl-
gætissalan í leikhúsinu aldrei
meiri en þegar bamalejkritin
eru sýnd og sölustúlkurnar
hafa eagt mér að dæmi væru
þess að barn hafi keypt gottirí
fyrir allt að 30 krónur í einu.
Ég get ekki séð nnað en á
þessum lið gætu foreldrar
sparað drjúgan skilding.
— Loks, sagði þjóðleikhús-
stjóri, er þess að geta að við
höfum ekki tekið strangt á því
þótt foreldrar sætu undir
börnum sínum á leiksýningun-
um. Miðað hefur verið við 6
til 7 ára aldur.