Þjóðviljinn - 01.12.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
WÓÐVILJINN
Laugardagur 1. desember 1962
I
1
Svarta pardusdýríð
er enn í tullu f/örí
Lev Jasín er vafalaust allra snjallasti markmaður
frægasti knattspyrnumaður heims. í knattspyrnuheim-
Sovétríkjanna, og hefur um inum hefur haan verið kall-
langt skeið verið talinn einn aður „Svarta pardusdýrið".
Hann er hávaxinn, fimur og
hugaður leikmaður, sem notar
heilann eins vel og líkamlega
hæfileika. Hann er orðinn 33
ára gamall, en er ennþá i
fullu fjöri og lék með sovézka
liðinu í Heimsmeistarakeppn-
inni s.I. sumar. Sjálfur segist
hann hafa verið „á tindinum"
í olympíukeppninni í Mel-
bourne 1956 þegar Sovétmenn
sigruðu.
Kannar
keppinautana
Afreksmenn í íþróttum eru
oft spurðir hvort þeir búi yfir
einhverjum leyndardómi sem
sé lykillinn að yfirburðum
þeirra. Jasín segir, að ef hann
eigi nokkurt Ieyndarmál, þá
sé galdurinn fólginn í því að
rannsaka andstæöinginn. 1
landskeppni við Frakka í
París fyrir skömmu, voru á-
horfcndur undrandi yfir því
hve Jasín varði með miklu
öryggi og rólcgheitum vintsri-
fótarskot Kostios, sem virt-:st
óverjandi. Eftir leikinn sagði
Jasín án nokkurs yfirlætis að
hann hefði gaumgæfilega
skoðað leikaðferð Kosios i
heimsmeistarakeppninni 1958.
Skot hans og tækni hafi þvi
ekki komið sér á óvart.
Hjátrú eða
ekki
Jasín er mikið gefinn fyr-
ir útilíf. Hann hefur áhuga
á dansi, hljómlist og kvik-
myndum og eftirlætislitur
hans er himinblátt, enda þótt
hin fræga svarta peysa hans
gæti bent á annan smekk.
Hann ætlar sér að verða
þjálfari þegar hann hættir
keppni.
Fyrir kappleiki hefur hann
þá venju að taka knöttinn og
handleika hann, líkt og hand-
verksmaður gælir við gott
verkfæri. Hann harðneitar því
hinsvegar að þetta sé hjátrú,
og afneitar öllum hindurvitn-
um, enda þótt svarta peysan
gefi tilefni til grunscmda um
annað. Hann hefur líka
greinilegt dálæti á húfunni,
sem er önnur sinnar tegundar
á knattspyrnuferli hans. Hann
hefur notað hana í sjö ár.
Sú fyrri entist honum í tíu
ár. Margir knattspyrnuunn-
endur myndu eflaust vilja
gefa mlkið fyrir peysuna og
húfuna sem minjagripi um
frábæran Ieik og ógleyman-
legan íþróttamann. En það
gcrist tæplega ncma í hinum
rómanska heimi að gleði-
trylltir áhorfcndur taki slíka
gripi traustataki. Það var
eSnu sinni skýrt frá því hér
á síðunni að „Pele“ hinn
!
!
Leví Jasín ver.
brasilíanski hefði misst 20
skyrtur, sem áhorfendur
höfðu heim með sér í pjötl-
um.
Þess má gcta, að Jesín er
markmaður Dynamo Moskvu,
en það lið varð í öðru sæti i
sovézku deildarkeppnim.i,
sem nú er nýlokið. Spartak
Moskvu varð sigurvegari.
!
Tvöföld umferð á hand-
knattleiksmelstaramótinu
Ákveðið hefur verið að taka upp tvöfalda um-
ferð í I. deild í karlaflokki á Handknattleiks-
móti íslands í vetur. Hér er um stórbreytingu
að ræða, sem er vel séð af leikmönnum og öðr-
um, og hefði reyndar þurft að komast á fyrir
löngu.
Fyrir nokkrum vikum skip-
uðu Handknattleiksráð Reykja-
víkur og Handknattleikssam-
band íslands þá Frímann Helga-
son, Stefán Gunnarsson og Frí-
mann Gunnlaugsson í nefnd til
að athuga tilhögun Islands-
mótsins og gera tillögur um ný-
skipan þess.
Nefndin hefur skilað mjög
ítarlegum tillögum og komizt
að raun um að tvöföld umferð
í fyrstu deild karla sé mögu-
leg með því að fækka nokkuð
ieikjum annarra flokka að Há-
logalandi og fó aðstöðu til
keppni þeirra í íþróttahúsum
Vals og IýR- 1J'afnskjójt og til-
lögur þessar bárust var hafizt
handa um að fá aðstöðu í fyrr-
nefndum íþróttahúsum, svo og
nokkra leikdaga til viðbótar aH
Hálogalandi.
Skemmtílegri
leikkvöld
I tillögum þriggja manna
nefndarinnar voru m. a. eftir-
farandi atriði:
+ Þegar l.-deildarleikir fara
fram, verði ekki keppt í öðr-
um ílokkum.
if Á Hálogalandi leiki, auk
l.-deildarliða karla, aðeins 1.-
deild kvenna, II. deild og
nokkrir leikir í II. og III. fl.
karla.
-A- Aðrir leikir fari fram i
íþróttahúsum félagsmanna (KR
og Vals), og leikir b-liða yngri
flokkanna fari fram í æfinga-
tímunum, enda er þar aðal-
lega um að ræða byrjendur sem
áhorfendur hafa sáralítinn á-
huga fyrir.
deild í des.
Þar sem máli þessu hefur
verið tekið með miklum vel-
vilja hefur verið ákveðið að
tvöföld umferð verði í I. deild
karla. Mun sú keppni hefjast
sunnudaginn 16. des. n.k. kl.
2 e. h. og fara þá eftirtaldir
leikir fram:
KR — ÍR
Þróttur — FH
Víkingur — Fram
Mótið mun síðan halda áfram
fimmtudaginn 20. des. kl. 8.15
og fara þá tveir leikir fram,
en þeir eru:
KR — Þróttur y. /
IR — Víkingur
Að öðru leyti hefur ekki ver-
ið gengið frá keppnisdögum, en
þéir munu ekki vefða fléiri
fyrir áramót. Áformað er, að
mótið haldi áfram strax í byrj-
un janúar, en keppni í öðrum
flokltum hefjist eins og venju-
lega síðari hluta janúarmán-
aðar.
Tekið skal fram, að þær regl-
ur varðandi aldursskiptingu
eftir flokkum sem samþykktar
voru á síðasta ársþingi H.S.l.
munu taka gildi strax og mót-
ið hefst.
Sjálfsögð nýbreytni
Það er ánægjulegt hvað
nefndin hefur brugðið skjótt
við með tillögur sínar, og sjálf-
sögð stefna hjá handknattleiks-
yfirvöldunum að framkvæma
þær nú þegar. Islandsmótið
hefur alltaf byrjað of seint,
þannig að íélögin utan Reykja-
víkur hafa ekki komizt í keppni
fyrr en í janúarlok. I nágranna-
löndunum byrja meistaramótin
i október eða jafnvel í sept-
ember. Þetta er líká aðalmótið
hjá okkur og skipulagshagsmun-
ir þess eiga að ráða.
Það verður líka mikill munur
að minniháttar leikir skuli ekki
verða látnir tefja leikkvöld
meistaraflokksliðanna í fram-
tíðinni.
Unglingalandslið
í handknattleik
Valið hefur verið unglingalandslið í handknattleik,
sem keppa á í Norðurlandameistaramóti unglinga. MóV
ið fer fram í Osló í febrúar eða marz.
Aldurshámark í þessari keppni
er 18 ár, og mega keppendur
ekki vera eldri þegar keppnin
fer fram. Piltamir hafa æft vel
undanfarið undir handleiðslu
Karls Benédiktssonar. Þeir hafa
sjálfir annazt alla fjársöfnun
til fararinnar
Þessir eru í j-öinu: — Auðunn
Óskarsson (FH), Björn Blöndal
(KR), Brynjar Bragason (Vík-
ing), Hinrik Einarsson (Fram),
Hermann Gunnarsson (Val),
Kristmann Óskarsscn (Val),
Sigurður Dagscon (Val), Sigurð-
-,r Hauksson (Víking), Sigurður
'arlsson (Keflavík), Stefán
andholt (Val), Tómas Tómas-
m (Fram), Theódór Guð-
undsson (KR). Viðar Símon-
rson (Haukar). — Með í ferð-
-ni verða: r'órður Stefánsson,
a’-arstjórl, Jón Kristjánsson,
form. unglingalandsliðsnefndar, |
Kari Benediktsson. þjálfari.
106 hlauparar írá Bretlandi, Tékkóslóvakíu, Danmörku, Finnlandi, Ungverjalandi, Þýzkalandi, Pól-
landi, Austurríki, Svíþjóð og Hollandi tóku nýlega þátt í maraþonhlaupi í Kosice í Tékkóslóvakíu.
Tékkinn P. Kantorek bar siigur úr býtum á 2.28,29 klst. Daninn Thygc Tögcsen varð sjötti á 2.32,02
klst. og sést hann á myndinni nálgast markið.
Körfuknattleiks-
métið um helgina
Meistaramót Reykjavíkur í körfuknattleik heldur
áfram um helgina. Má búast við ýmsum skemmtilegum
leikjum bæði í kvöld og annað kvöld.
I kvöld, laugardag, kl. 20,15
verða eftirtaldir leikir að Há-
logalandi:
í IV. fl. Ármann — I.R. b-lið
í III. fl. l.R. — K.R.
í M. fl. K.F.R. — Ármann.
Leikurinn Í.R. í III. flokki
er líklega úrslitaleikur þess
flokks, svo að menn geta búizt
við spennandi leik, þar eð bæði
félögin hafa allgóðum leik-
mönnum á að skipa.
Segja má um leik K.F.R. og
Ármenninga, að hann getur
einnig orðið mjög spennandi,
en þessi félög hafa á síðustu
mótum barizt um 2. sætið og
hefur K.F.R. oftast orðið hlut-,
skarpari í þeirri viðureign. En
nú telja kunnugir, að Ármenn-
ingar séu fullt eins líklegir til
sigurs, og verður því fróðlegt
að sjá, hvemig til tekst.
Urslitaleikur í I. fl.
Annað kvöld, sunnudag, kl.
20,15 verður aftur leikið að Há-
logalandi og verða þá þessir
leikir:
í I. fl. Í.R. — Ármann
í M. fl. K.R. — IR.
Þar eð aðeins þessi tvö lið
úr I: flökki taká þátt f mótinu,
verður þetta hreinn úrslitaleik-
ur og getur því orðið all-
skemmtilegur.-^.. n , v
Leikurinn milli K.R. og I.R.
í meistaraflokki er einnig lík-
legur til að verða skemmti-
legur. Hinir ungu og efnilegu
K.R.-ingar hafa átt góða leiki
i þessu móti, og er þess
skemmst að minnast, er þeir
sigruðu K.F.R. nú fyrir nokkr-
um dögum. Verður vissulega
fróðlegt að sjá, hve mikils þeir
mega sín gegn hinum leikvönu
görpum l.R.-liðsins, en af þeim
eru nú 7 í landsliðinu.
Nokkrir leikir yngri flokk-
anna verða háðir í fyrramál-
Skovbakken
vann með
ódrengskap
Mikillar óánægju og reiði
gætir í norskum blöðum vegna
leiks „Skovbakken" gegn
norsku meisturunum „Fredens-
borg“ í Evrópubikarkeppninni í
handknattleik. Leikurinn fór
fram s.l. þriðjudag og lauk
honum með naumum sigri
Skovbakken — 10:9. 1 fyrra
mánuði vann Skovbakken Is-
landsmeistarana Fram mjög
naumlega (28:27) í Evrópu-
keppninni.
Það sem vekur reiði Norð-
manna er leikaðferð Dananna.
Þeir eru stöðugt að tefja leik-
inn allan tíman, en slíkt er
mjög hvimleitt, enda þótt ekki
sé það beint brot á reglum.
Danir reyna að afsaka sig með
því að þetta hafi verið eina
ráðið fyrir þá til að vinna leik-
inn. Norðmenn segja að sér-
hver heiðarlegur íþróttamaður
hljóti að kjósa ósigur frekar
en slíka ósæmilega leikaðferð.
Ymsir benda á, að það sé
kominn tími til að breyta
handknattleiksreglunum í þessu
efni. I körfuknattleik er hverju
liði óheimilt að halda knettin-
um lengur en í 45 sekúndur án
þess að reyna að skora.
ið, sunnudag, í Iþróttahúsi Há-
skólans. Liðin, sem þá mæt-
ast eru:
í IV. fl. K.R. — Ármann
í IV. fl. I.R. a-lið — K.F.R.
í II. fl. I.R. — K.R. c-lið,
Orðsendíncj
til „Víkinga"
Næstkomandi sunnudag (2.
des.) heldur Knattspyrnufélag-
ið Víkingur kynningar- og
fræðslufund fyrir 1. og 2. ald-
ursflokk. Tilgangur þessa
fundar er að blása nýju lífi í
starf þessara flokka. Á fundi
þessum verður m.a. sýnd ný
kvikmynd um knattspyrnu og
sést þar m.a. til margra fræg-
ustu knattspyrnuliða heims. Þá
verður og rætt um starfsemina
á komandi ári og kynntir verða
þjálfarar. Við heitum á þig,
þegnskap þinn að mæta á
á þessum fundi, en hann verð-
ur haldinn í Skátaheimilinu
við Snorrabraut og hefst kl.
15.30.
Með Víkingskveðju.
Stjórn Knattspyrnudcildar.
sítt af hvérju
•fc Sovézki heimsmethafinn í
hástökki var „undrakarl“ Ev-
rópumeistaramótsins í haust.
Það er sagt að keppinautar
hans hafi virzt eins og „stat-
istar“ á leiksviði miðað við
hann. En Brumel vakti líka
athygli fyrir æfingar sínar og'
þann alhliða líkamsstyrk og
íþróttahæfni, sem kom fram
í þeim. Hér sést hann að æf-
ingum í Belgrad og er að fara
heljarstökk aftur á bak úr
kyrrstöðu.
★ Hin óviðjafnanlega Stani-
slava Walasiewiczowna, sem
vann gullverðlaun í 100 m
hlaupi kvenna á OL 1932 og
silfurverðlaun á OL 1936, er
ennþá í keppnisformi. Hún
hefur um árabil verið þjálfari
í Bandaríkjunum. Nýl. var hún
á ferð í heimalandi sínu, Pól-
landi, og sigraði á 11 kaop-
mótum af 12 sem hún tók
þátt í. Frúin stendun á fimm-
tugu. Hún hefur ágæta for-
múlu fyrir þessu ótrúlega út-
haldi: „Farðu aldrei úr æf-
ingu“!
<
4
f