Þjóðviljinn - 01.12.1962, Page 7
SIÐA
ÞJOÐVILJINN
Afmæliskveðjur til
Halldórs Stefánssonar
Halldór Stefánsson er orðinn
sjötugur. Þannig líður tíminn
og hver merkisteinninn af öðr-
um flýgur á móti okkur á vegi
allrar veraldar Fyrir þrem ár-
um varð Þórbergur sjötugur og
Jóhannes sextugur, í fyrra varð
Kristinn sextugur, og í ár ber
okkur framhjá afmælisvörðum
Halldóranna beggja: Kiljan sex-
tugur. Halldór Stefánsson sjö-
tugur. Það fer ekki hjá því að
við hrökkvum svolítið við í
sjötugs
hvert sinn er tíminn veitir okk-
ur áminningu Því sérhver tíma-
skil eru tímaskil okkar sjálfra:
hingað hefur þig borið í hinni
miklu fylgd kynslóðanna — og
virðuleg afmæli þeirra rithöf-
unda, er stofnuðu Rauða penna.
GamEar pngvísur
í tímaritinu Glettur, febrú-
ar 1959 rakst ég á visu, sem
kom mér kunnuglega fyrir
sjónir, og er höfundur þar tal-
inn vera Bjami Gíslason.
Eg kannast ekki við þann
mann, og þætti mér fróðlegt
að fá að vita meira um hann.
Andrés Björnsson hét mað-
ur, sem andaðist árið 1916 eða
17, en það eru þó enn margir.
sem muna hann. og þar á með-
al ég sem bessar línur skrifa,
og enn þá fleiri kannast við
hann, sem höfund þessarar
vísu.
Ferskeytlan er frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum
hans,
hvöss sem byssustingur.
Á síðustu árum ævi sinnar
var hann ásamt öðrum störf-
um, þingskrifari hjá Alþingi,
og kom þar einnig við sögu
sem hagyrðingur.
Eitt sinni, er umræður fóru
fram um eyrnamörk á sauðfé,
birtist bessi vísa eftir Andrés.
Eyrnamörg eru óþörf hér í
salnum,
þekkist allur þingsins fans
á þessum parti likamans.
Og um sama leyti lærði ég
vísuna, sem ég sá nú í Glett-
um. Hún var þá eignuð And-
rési Björnssyni.
Og kemur nú vísan, eins og
ég lærði hana.
Illt er að þekkja eðlisrætur,,
allt er nagað vanans tönnum,
Framhald á 8. síðu
tákna, að þú sért sjálfur orð-
inn miðaldra
Miðaldra höfundi, er heyrir
til kynslóð sem hefur orðið
undarlega lítið úr verki, en fet-
ar hinsvegar í slóð þeirra af-
reksmanna er ég áðan nefndi.
hlýtur að vera tvennt í hug
á slíkum tímamótum: annars-
vegar kviði vegna flughraða
tímans sem hverfir öllum gull-
aldarskeiðum án miskunnar, og
hinsvegar gleði yfir því hversu
lengi afmælisbarnanna hefur
notið við, og að þau skuli enn
Vera í fullu fjöri Til marks
| um það, að enn þurfi engu að
kvíða. er afmælisbókaflokkur
I Máls og menningar sem út kem-
ur einhvern næstu daga: þar
| fara gullaldarhöfundarnir enn
fyrir öðrum með spánýjar bæk-
ur — Þórbergur með bók um
Unuhús, Jóhannes með ljóða-
bók, Kiljan með leikrit og
Halldór Stefánsson með nýtt
safn smásagna — bó að hitt
sé kvíðvænlegt að enginn höf-
undur af minni kynslóð eða
yngri hefur þar neitt til mála
að leggja
Þakklæti er mér þó efst 1
hug þegar ég tek penna í
hönd til að hylla Halldór Stef-
ánsson sjötugan Þakklæti fyrir
þann skerf sem hann hefur
lagt til íslenzkrar smásagna-
gerðar, fyrir alúð hans við þetta
fíngerða listform sem fyrir vik-
ið hefur orðið stórum hlutgeng-
ara meðal íslenzkra bókmennta-
greina en áður var Þakklæti
fyrir þann anda sem hann inn-
blæs verk sín — þann anda
mannúðar og skarplegs skiln-
ings á þeim lögmálum sem ráða
sköpum hér í þjóðfélagi mang-
Halldór Stefánsson,
aranna Og ég er forsjóninni
þakklátur að hann er enn hinn
sami óg fyrr — heill og ó-
skiptur
Það verða sjálfsagt margir sem
senda honum afmæliskveðju á
þessum merkisdegi Ég vildi að-
eins vera í þeirra hópi — ekki
ganga á rúm þeirra í blaðinu
með ofmælgi Þessvegna set ég
púnktinn hér — með ósk um
að við megum enn njóta fylgd-
ar hans um langan aldur
Hanncs Sigfússon
Um áratugi hefur Halldór Stef-
ánsson verið einn af fáum
meisturum íslenzkrar smásagnar-
ritunar. Varla yrði tekið svo sam-
an úrval slíkra þátta íslenzkra,
að ekki yrði þar ein eða fleiri
af beztu sögum hans, Svo
miklu valdi hefur hann náð
á þessu formi og svo snilldar-
leg er persónusköpun hans, lífs-
túlkun og efnismeðferð öll
Halldór hefur nú um langt
skeið .notið- verðskuldaðrar viö-
urkenningar og virðingar þeirra
Söngurinn — draumurinn — minningin
Að loknu þingi Sósíalista-
flokksins hélt Sósíalistafélag
Reykjavíkur hóf fyrir fulltrú-
ana utan af landi. Samsætið
var að Hótel Borg. og er það
mál manna. að það háfi í alla
staði verið mjög ánægjulegt.
Skemmtiatriði voru bau, að
Alþýðukórinn söng allmörg lög
undir stjóm dr. Hallgríms
Helgasonar, Drífa Viðar las
nokkur kvæði, og tveir ungir
hljómlistarmenn. Jakob Hali-
' grímsson og Jónas Ingimundar-
son, léku saman á fiðlu og
píanó. Auk ræðuhalda við
kaffiborðið skemmtu menn sér
við að kveðast á. Var bar
fremstur í flokki Rósberg G.
Snædal, sem gerði hverja stök-
una eftir aðra við mikinn fögn-
uð og lófatak. en Rögnvaldur
Rögnvaldsson. Ágúst Sæmunds-
son, Guðjón Benediktsson, Drífa
Viðar. Jóhann Kúld og Gunn-
ur Guttormsson auk formanns
félagsins og annarra lögðu
einnig til kveðskaparins.
Að lokum flutti Páll Berg-
bórsson form. Sósíalistaflokks
Reykjavíkur ávarp það. sem
fer hér á eftir.
Söngur Alþýðukórsins hefur
hljómað í eyrum okkar eins
og bergmál af þeirri hljóm-
kviðu, sem 1100 ára saga okk-
ar í þessu landi hefur samið
Sú hljómkviða á mörg blæ-
brigði. Við heyrum í henni ást-
úðlegan vöggusöng á langri
vökustund, viðurvist barnsins
hefur opnað öll hlið á leiðinni
til hjartans. hliðið. sem visr
ast er að hafa vandlega lokuð
í miskunnaHausu mannfélag'
og í barát.tu við óblíð náttúru-
öfl. Þá i.t ekki kveðið vöggu-
lag, heldur hleginn kuldahlát-
ur að háskanum — mér er
sama nú hvort næ nokkru landi
eða öngu. Ömstríðir tónar eru
Þrír fulltrúar að störfum á flokksþinginu. Frá vinstri: Guðmundur Magnússon, Finnur T.
leifsson, Ölafur Þórarinsson, allir úr Reykjavík. (Ljósm. Þjóð. A. K.).
Hjör-
líka til, skerandi hljóð þreng-
inganna.
I þeim brjóstupi. sem sár-
astan sviðann finna. eru líka
beir draumar. sem fegurstir
eru. Til þess að þessi kynslóð
og þær sem á eftir fara. kunni
að meta fegurð í söng og lit-
um og ljóði og umfram allt
i mannlífinu sjálfu, þurfa þær
líka að geyma í brjóstinu sár-
indin eftir áverkana, sem þjóð-
in hefur hlotið í vist sinni á
þessu landi.
Alþýðukórinn hefur tekizt á
hendur að flytja okkur einmitl
þá tegund listar, sem gerir
hvort tveggja, færir okkur blik
frá stjörnuskipi hins liðna
þjóðlífs og birtir okkur um leið
þann leik, sem göfgari er flest-
um öðrum, leik hljómanna. Við
þökkum þessum kór og hinum
ágæta stjórnanda fyrir það
hlutskipti, sem hann hefur val-
ið sér, fyrir viðleitnina að gera
lífið ennþá verðara þess að
því sé lifað en ella mundi vera.
Og um leið sendum við hlýja
kveðju til félaga okkar. Sig-
ursveins D. Kristinssonar, stofn-
anda kórsins og óþreytandi bar-
áttumanns.
Hvers vegna nota ég nú
tímann í þessu ávarpi mínu
til íslenzkra sósíalista til þess
að fjölyrða um samspil söngs-
ins, minninganna og draum-
anna.
Einmitt þetta þrennt, söng-
urinn, draumurinn og minning-
in gæti verið tákn þessa flokks.
Stefna okkar helgast af mann-
úð, ást á lífinu og lífsham-
ingjunni. Söngurinn, sem er í
sjálfum sér ein hin æðsta ham-
ingja, er verðugt tákn þess-
arar lífsskoðunar. Minningin er
tákn þess, að i starfi okkar
reynum við að læra af sög-
unni. Og draumurinn táknar
það þjóðskipuiag sósíalisma,
réttlætis og bræðralags, sem við
sjáum hilla undir í móðu fram-
tíðarinnar.
Þegar flokkurinn okkar var
stofnaður fyrir nærri aldar-
fjórðungi, höfðu gengið á und-
an mörg erfið ár, íslenzkur al-
múgi hafði verið þrúgaður und-
ir fargi heimskreppunnar.
Jafnframt því sem rosknu fólki
var í barnsminni hungur.
hörmungar og kú^un aldarinn-
ar sem leið. Minningin lifði.
fólkið var reynslunni ríkari en
það er í dag. Ég veit ekki,
hvort verulegur munur er á
hjartalagi fólksins þá og nú.
Það kann að vera, að nú þyki
mannúð og réttlæti sjálfsagð-
ara en þá. En þegar menn
verða vitni að ranglæti. mundi
þá ekki 6lá hraðara hjarta
þess manns, sem sjálfur hefur
af því sára reynslu? Réttlætis-
kenndin, söngurinn í brjóstinu,
var þess vegna ekki síður til
þá en nú. Þess vegna hlaut
líka draumurinn að skína fyrir
hugsjónum fólksins. Og af sömu
ástæðu hlaut Sósíalistaflokkur-
inn að eflast. Það gerði hann
og hann hefur þegar ráðíð ó-
trúlega miklu um það. hvaða
spor íslendingar hafa stigið
síðan á vegi tímans.
Á síðustu árum hefur ýmis-
legt breytzt. Hungrið, þjáning-
ip og kúgunin er fjarlægara
en fyrr á árum, og víst er það
gott. En það er ekki jafn gott,
að lærdómurinn af því týnist.
Minningin hefur með öðrum
orðum fölnað. Um leið sljógv-
ast réttlætiskenndin, söngurinn
hefur orðið lágværari, Af þessu
bliknar draumurinn í hugum
okkar .
Hvað þarf flokkurinn okkar
að gera, þegar svona stendur
á?
Hann þarf að fræða okkur um
liðna tímann og nútímann.
Hann þarf að kynn;. okkur sög-
una með öllum ráðum. Hann
þarf að varpa skæru Ijósi á
minninguna.
Hann þarf að breiða út betri
og fegurri afstöðu til alls sem
lifir og hrærist. Hann þarf að
efla háttvísi. mannúð og rétt-
tætiskennd. Hann þarf að láta
sönginn hljóma.
Hann þarf að kynna fólkinu
sósfalismann. Hann þarf að
gefa fólkinu drauminn.
Laugardagur 1. desember 1962
sem á annað borð verja ein-
hverja af tíma sínum til að
lesa íslenzkar bókmenntir. Til
þess hóps má og telja þá les-
endur erlendra, sem kynnzt
hafa sögum hans í þýðingum' á
aðrar tungur
Oss er sagt, að um þessar
mundir eigi hann sjö áratugi
að baki. Menn þurfa ekki að
komast á þann aldur til að
finnast þeir hafa lokið lífstarf-
inu. En því er ekki þann
veg farið með Halldór Stefáns-
son. Á því skeiði þegar höf-
undar, margir hverjir, draga
saman segl — ef ekki af and-
legri og líkamlegri þreytu, þá
af værukærri sjálfsánægju —
vindur Halldór upp voð og sigl-
ir hraðbyri glæsilega. Það er
óþarfi að skrifa um slíkan
mann I eftirmæladúr.
En skylt er að minnast hans
á þessum tímamótum, þakka
honum og áma honum allra
heilla — um leið og tækifæri
gefst til að óska honum til
lukku með nýja bók.
Elías Mar.
Hafa ber fyrir satt, að Hall-
dór Stefánsson sé sjötugur á
þessum degi. Það er svo sem
enginn aldur nú á tímum, allra-
sízt ef menn halda áfram að
vera ungir andlega. Og það
gerir Halldór vissulega. Á hon-
um skal enginn sjá merki þess,
að honum sé farið að förlast
eða bergðast bogalistin í sinni
íþrótt. Sögumar, sem hann seg-
ir. hafa aldrei verið snjallari
og íslenzka hans aldrei vand-
aðri en nú. Halldór er og hefur
lengi verið í hópi hinna allra
fremstu meðal róttækra rithöf-
unda á íslandi og mun væntan-
lega halda áfram að vera það
enn um langa hriða. Á þeim
vettvangi er hann alþjóð kunn-
ur og nýtur verðskuldaðra vin-
sælda. En persónulega er hann
auk þess manna vinsælastur og
mikils metinn meðal vina sinna
fyrir margra hluta sakir. Hann
er drengur góður og skemmti-
einatt furðulega hvöss og mark-
legur viðkynningar. réttsýnn,
raunsýnn, hógvær og hégóma-
laus, sjálfstæður í skoð.unum
og frumlegur í afstöðu sinni
til hlutanna. Glöggskyggn er
hann á menn og málefni, gagn-
rýninn á það. er honum þykir
miður fara, og gagnrýni hans
einatt furðulega hvöss og mark-
vís. En undirgrunnur þeirra af-
stöðu er ævinlega sú jákvæða
lífsskoðun og mannúð, sem
hann hefur koslð sér að leiðar-
ljósi. Halldór er sem sé verk-
lýðssinni og sósíalisti, og þeirri
hugsjón sinni hefur hann alla
tíð fylgt af staðfestu og trún-
aði.
Þegar ég lít með ánægju yf-
ir löng kynni af Halldóri Stef-
ánssyni, óska ég mér þess að
mega eiga þeirra kost sem flest
árin enn. Jafnframt óska ég
honum og hans góðu konu
Gunnþórunni til hamingju á
bessum degi og þakka þeim
marga ánægjustund á heimili
þeirra.
Björn Franzson.
-<í>
Halldór Stefánsson er fæddur
1. desember 1892 í Kóreksstaða-
gerði í Hjaltastaðaþingá, sonur
Stefáns Stefánssonar og Mar-
grétar Halldórsdóttur. Uppvaxt-
arárin dvaldi hann lengst á
Eskifirði. lærði prentiðn og
vann við hana bæði í Reykjavík
og á Austfjörðum. Árið 1919
réðst hann til starfa hjá Lands-
banka Islands og vann hjá
bankanum fram til eftirlauna-
aldurs.
Á þriðja tug aldarinnar
dvaldi Halldór langdvölum í
Þýzkalandi og þar kom fyrsta
bók hans út 1930, smásagna-
safnið í fáum dráttum. Síðan
komu út smásagnasöfnin Dauð-
inn á þriðju hæð (1935). Einn er
geymdur (1942) og Sögur og
smáleikrit (1950). Fyrsta lengri
skáldsaga hans var Innan sviga
(1945) en síðan hafa komið út
Fjögra manna póker (1959) og
Sagan af manninum sem steig
ofan á höndina á sér (1960).
nokkur útvarpsleikrit eftir hann
hafa verið flutt í Ríkisútvarp-
inu.
Halldór Stefánsson er einn af
stofnendum Máls og menning-
ar og hann gegndi árum sam-
an formennsku í Rithöfunda-
félagi Islands. Kvæntur er hann
Gunnþórunni Karlsdóttur.
i