Þjóðviljinn - 01.12.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 01.12.1962, Side 12
I Eslands— erum við sjálfir „Sjálfstæði Islands 1962” er nafn á bæklingi, sem út kemur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Höfundur er Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. Samtök hemámsandstæð- inga gefa bæklinginn út sem einskonar fylgirit Dagfara, tímarits sajntakanna, og verð- ur hann seldur í bókaverzlun- um frá og með deginum í dag og kostar 25 krónur. Bæklingurinn er 26 blað- síður og efni hans skipt í þrjá meginkafla. Hinn fyrsti fjallar um árin sem liðin eru frá stofnun lýðveldis á ís- landi 1944, hemámið og áhrif þess. í öðrum kafla er rætt um Efnahagsbandalag Evrópu og þær hættur sem steðja að íslenzkri þjóð vegna ákvörð- unar núverandi stjórnarvalda um að Island gerist aðili að bandalaginu hafi þau vald til þess eftir næstu kosningar. I þriðja kaflanum er vikið að stöðu smáþióða í heiminum og í lokin er drepið á þá niður- lægingu sem leidd hefur ver- ið yfir 1. desember hin síð- ustu ár. Lokamálsgreinin er svona: „Samtök hernámsandstæð- inga gefa þennan bækling út í tilefni 1. desembers. Hann er gefinn út til þess að túlk- endur þcirra skoðana á ís- lenzkum örlagamálum, sem vér teljum í senn háskalcgar og ábyrgðarlausar, taki ekki einir til máls á þessum degi. Og hann er gefinn út til þess, að umræður um fullveldi vort snúist ekki upp í hróp ein og strákskap — til þess, að rök þess týnist ekki í flækjum og vífilengjum. Sjálfstæði fslands er sannarlega ekki efni í bit- bcin eða þrætucpli í pólitísk- um átökum; fullveldi vort getur að réttu lagi eklti verið ágreiningsmál. Sjálfstæði fs- lands — það erum vér sjálfir. Að baki því hugtaki stendur veruleiki vor sem þjóðar; það er draumur íslendinga í for. tíðinni, það er von þeirra um framtímann. Vér viljum halda þann draum í heiðri og bera þá von á höndum”. Bjarni Benediktsson. Samtök hernáms- andstæðinga gefa út bæklinginn „Sjálf- stæði íslands 1962“ í tilefni 1. des. / ís og myrkri, bók Nansens á íslenzku Ein af kunnustu bókum heim- skautafarans Friðþjófs Nansens er nú komin út á íslenzku og ber heitið „í ís og myrkri”. Hersteinn Pálsson ritstjóri þýddi bókina, sem á frummál- inu nefnist „Fram over Polhav- et”. I henni segir frá frækileg- asta þætti Fram-leiðangursins norska á árunum 1893—96, þ. e. þegar Friðþjófur Nansen fór við annan mann frá leiðangursskip- inu og gerði tilraun til að kom- ast á norðurheimskautið, en sneri síðan suður á bóginn og komst til Franz Jósefs-lands eft- ir miklar mannraunir. Förunaut- var Fredrik Hjalmar Johansen liðsforingi. Þeir félagar lögðu upp í þessa svaðilför, þegar skip þeirra, Fram, hafði setið fast í ísnum fyrir Síberíuströndum á annáð ár. Ætluðu þeir að gera tilraun til að komast á norðurheims- skautið. Þeir höfðu allan búnað sinn á þrem sleðum, sem hund- um var beitt fyrir í fyrstu, en þeir félagar urðu síðan að draga sjálfir, er hundarnir höfðu allir verið drepnir. I 15 mánuði börð- ust þeir við ís og myrkur, kulda og klæðleysi. Bókin „I ís og myrkri” er rúm- ar 300 blaðsíður; myndir fjöl- margar, bæði ljósmyndir og Nansens í þessari svaðilför teikningar. Útgefandi er ísafold. Landsbankaútíbú opnað í Háskólabíéi 1 dag opnar Landabanki Is- lands nýtt útibú í húsi Háskóla- bíós við Hagatorg og nefnist það Vesturbæjarútibú. Verða þar fyrst og fremst rekin almenn sparisjóðs- og hlaupareiknings- viðskipti en jafnframt verður veitt þar önnur bankaþjónusta eftir því sem kostur verður á, svo scm kaup og sala erlends gjaldeyris, afgreiðsla á innlend- um og erlendum innheimtum og venjuleg fyrirgreiðsla tékkávís- ana. Útibúið er í homi anddyris bíósins gegnt miðasölunni. Gólf- flötur þess er um 50 fermetrar að flatarmáli. Húsgögn teiknuðu arkitektamir Gunnlaugur Hall- dórsson og Guðmundur Kr. Krist- insson en Jónas Sólmundsson húsgagnasmíðameistari smíðaði þau. Starfsmenn útibúsins verða þrír. Forstöðumaður verður Hannes Þorsteinsson, sem verið Myndin er tekin þegar þeir Fid- ^_ el Castro og Anastas Mikojan kvöddust á flugvellinum í Hav- ana þegar Mikojan hélt heim- leiðis eftir nær fjögurra viikna dvöl á Kúbu. Ikranes! Akraaes! Vönduð vinna vekur athygli Litmyndir sf., fyrirtæki í Hafn- arfirði, er þekkt orðið fyrir að skila frá sér góðri prentvinnu þegar um vandaðri verk er að ræða, litprentun o. s. frv. Nú hefur Þjóðviljanum verið sent sýnishorn af forgylltu jólakorti, sem prentað er í Hafnarfirði, og ber fagmönnum saman um að vinna á því sé hin vandaðasta. Það er ísl.-erlenda verzlunarfé- lagið hf. sem sér um dreifingu á j^essari gerð jólakorta. Laugardagur 1- desember 1962 — 27. árgangur — 264. tölublac* Þorvaléur í Sögu kosinn formaður Verzlunarráðs hefur fulltrúi í sparisjóðsdeild, og gjaldkeri Sigurður Eiríksson. Útibúið verður opið til afgreiðslu kl. 10—15 og kl. 17—18.30 nema laugardaga kl. 10—12.30. Þetta er fjórða útibú Lands- bankans í Reykjavík Hin eru Austurbæjarútibú að Laugavegi 77, Vegamótaútibú að Laugavegi 15 og Langholtsútibú að Lang- holtsvegi 43. Er útibúið að Lauga- vegi 77 hið eina þeirra sem veit- ir alla venjulega bankaþjónustu. Hefur starfsemi útibúanna aukizt mjög að undanförnu, enda veitir bankinn nú ýmsa þjónustu sem ekki var áður. T. d. má benda á að í aðalbankanum og í Austur- bæjarútibúi eru sérstakar deildir sem taka að sér varðveizlu og innheimtu alls konar verðbréfa, útdrátt skuldabréfa og aðstoð við að búa út ýmsar tegundir þeirra. Þá er nú hægt að greiða rafmagnsreikninga í aðalbank- anum og öllum útibúunum. Á fundi stjórnar Verzlunar- ráðs Islands í fyrradag, fimmtu- daginn 29. nóvember, fór fram kosning formanns og varafor- manna og skipun framkvæmda- stjórnar. Formaður var kosinn Þorvald- ur Guðmundsson, forstjóri, og varaformaður Egill Guttormsson, stórkaupmaður. Annar varafor- maður var kosinn Sveinn B. Val- fells, forstjóri. Framkvæmdastjórnina skipa auk formannanna þeir Kristján G. Gíslason, stórkaupmaður. Sig- urður Magnússon, kaupmaður, Othar Ellingsen, forstjóri, Magn- ús J. Brynjólfsson. kaupmaður, Haraldur Sveinsson, forstjóri, og Sigurður Ó. Ólafsson, kaupmað- ur. Stjóm Verzlunarráðsins var í haust kosin samkvæmt nýjum lögum og er hún þannig skipuð: Tilnefndir fulltrúar: Félag ísl. iðnrekenda: Sveinn B. Valfells og Magnús Víglundsson. Varamenn: Gunnar J. Friðriks- son og Sveinn S. Einarsson. Félag ísl. stórkaupmanna: Kristj- án G. Gíslason og Hilmar Feng- er. Varamenn: Páll Þorgeirsson og Sigfús Bjarnason. Kaupmannasamtök Islands: Sig- urður Magnússon og Isleifur Jónsson. Varamenn: Jón Mathie- sen og Bjöm Guðmundsson. Sérgreinafélög: Gunnar Ásgeirs- son og Haraldur Sveinsson. Vara- menn: Hans Þórðarson og Birgir Einarsson. Kosnir fulltrúar í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðalmenn: Gunnar Guðjónsson, Magnús J. Brynjólfsson, Birgir Kjaráh, Egill Guftormsson, Óth- ar Ellingsen. Árni Ámason, Þor- valdur Guðmundsson og Stefán G. Björnsson. Varamenn: Ólafur O. Johnson, Sveinn Helgason, Kristján Jóh. Kristjánsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Tómas Pétursson, Bergur G. Gíslason, Haukur Eggertsson og Bjöm Hallgríms- son. Kosnir fulltrúar utan Reykja- víkur og Hafnarfjarðar: Sigurður Ó. Ólafsson og Jónatan Einarsson. Varamaður: Sigurður Helgason. 2 konur meiðast í umferðarslysum Á áttunda tímanum í gærkvöld urðu tvö umferðaslys hér í Reykjavík. Um klukkan 19.00 varð Magdalena Sigurgeirsdóttir, Vallargötu 27, Keflavík fyrir bif- reið á mótum Nóatúns og Mið- túns og meiddist hún á höfði og mjöðm og var flutt í sjúkrahús. Klukkan 19.50 varð önnur kona, Guðmunda Guðmundsdóttir, Ljós vallagötu 20, fyrir bifreið á mót- um Hringbrautar og Laufásvegar og meiddist hún á höfði og var einnig flutt í sjúkrahús. t| Loksins: ! Suleika opnar útibú á og i Goethe Ákveðið hefur verið, að Lands- bankinn opni útibú á Húsavík um áramótin. Mun bankinn yfir- taka allan rekstur Sparisjóðs Húsavíkur og verður starfsemi hans lögð niður frá sama tíma. Verður útibúið fyrst um sinn til húsa í húsakynnum Sparisjóðs- ins. Þetta er 5 útibú Landsbanka íslands utan Reykjavíkur en bankinn hefur um áratugi rekið eitt útibú í hverjum landsfjórð- ungi, á Isafirði, Akureyri, Eski- firði og Selfossi. FullveEdisfagnaður Æsku- lýðsfylkingarinnar í kvöld Bazar Hringsins á sunnudaginn » Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir til full- Féiagsvist og kvicanyndasíning Feldisf agnaðar f Hábæ í kvöld, laugardaginn 1. verður í féiagsheimiiinu rein desember, kl. 9. Aðgöngumiðar verða afhen'tir í 1 "KS.S5 skrifstofu ÆFB í dag frá kl. 3 til 6. - ÆFR. Margir fallegir munir, einkar hentugir til jólagjafa verða seld- ir á bazar Hringsins, sem hald- inn verður í afgreiðslusal Al- mennra trygginga í Pósthús- stræti á morgun. Razarinn er haldinn til ágóða fyrir Barna- spítalasjóð og hafa félagskonur sjálfar unnið þá muni sem seldir verða. Auk bazarsins standa Hringskonur fyrir kaffi- sölu á Hótel Borg. Bazarinn verður opnaður kl. 2 og opinn frameftir kvöldi. Á fundi sem Hringskonur áttu með blaðamönnum sögðu þær að þetta væri langstærsti baz- arinn sem þær hafa nokkru sinni haldið. Þær hafa unnið að undirbúningi hans þrjú kvöld í viku allt árið nema yfir sum- armánuðina. Félagskonur Hringnum eru nú um 200 oj hafa þær safnað í Barnaspítala sjóð í 18 ár og eiga nú loks von á að álma sú sem honum er æt]uð við Landsspítalann verði fullbúin og tekin í notkun á 60 ára afmæli félagsins í janúar 1964. Núverandi formað- ur félagsins er frú Sigfríður Guðjónsdóttir og formaður fjár- öflunamefndar frú Helga Björns- dóttir. Innbrotsþjjófar staðnir ú verki I fyrrinótt um kl. 1.30 var lög- reglunni tilkynnt um að grun- samlegir menn væru á ferli fyrir utan Indriðabúð í Þingholts- stræti 17. Lögreglan fór þegar á staðinn og náði öðmm mann- inum þar, en hini komst und- an í bili á flótta, en var hand- tekinn skömmu síðar. Piltar þess- ir voru báðir innan við tvítugt. Hafði annar þeirra farið inn í verzlunina og fundust á honum 5 pakkalengjur af sígarettum. ! I Jón Helgason flytur | fyrirlestur í Iðnó | kl. 3 á morgun. Jón Helgason prófessor ^ dvelst hér á landi um þess- ar mundir á vegum Máls og menningar. Koma tvær k bækur frá hendi Jóns í af- Jll mælisbókaflokki félagsins, ■ „Tvær kviður fornar“ og J . Tuttugu erlend ljóð og ■ einu betur”. í ljóðaþýðing- ? unum eru m.a. tvö kvæði ra eftir þýzka konu, sem k Goetlie nefndi Suleiku, en tq samband hennar og Goet- k hes er eitt hinna kynlegu ^ ævintýra heimsbókmennt- k anna. Mun Jón rekja þá ™ sögu i fyrirlestri sem hann heldur í Iðnó kl. 4 á morg un. I Ý k

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.