Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 4
MJðvrkudagur 12. desember 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 9 Reykjavíkurmótið í handknattleik Valur sigursæll í yngri flokkum Úrslitaleikir yngri flokkanna fóru fram á iaugardagskvöldið, og var það athyglisverðast að Víkingur átti lið í úrslitum í öllum flokkum. Ekki tókst þeim þó að sigra í neinum þeirra, en þrátt fyrir það er frammistaða Víkings mjög góð í mótinu. Valur sigraði í 2. fl. karla Það var virkilega gaman að úrslita-leiknum á milli Vals og Víkings enda var hann mjög jaln. Valsmenn settu fyrsta markið og var þar að verki Sigurður Dagsson. Jón Ágústs- son bætti öðru við stuttu síðar en Eyjólfur Karlsson minnkaði bilið. Sigurður Dagsson setti síðan þriðja mark Vals og var staðan þannig í leikhléinu. En Víkingar mættu haröir og á- kveðnir til leiks í síðari hálf- leik og að lítilli stundu liðinni Armemingar skíBafólk! Dvalizt verður í Jósefsdal milli jóla og nýárs. Ráðskona verður með mötuneyti. Allir beztu skíðamenn félagsins munu annast almenna skíða- kennslu jafnt fyrir unga sem gamla. Skíðakeppni verður haldin í lok námskeiðsins. Skíðabrekk- an verður upplýst og dráttar- braut í gangi. Dráttarvél á snjóbeltum mun flytja fólk og farangur í öllum auglýstum ferðum. Kvöldvökur öll kvöld. Ef veður leyfir verður gaml- árskvöldsbrenna á toppi Vífil- fells. Ferðir frá B.S.R. 2. jóla- dag kl. 2, og 3. í jólum kl. 10. Laugardaginn 29. desember kl. 2, og 6. Sunnudag 30. des kl. 10, og gamlársdag kl. 2. Upp- lýsingar á skrifstofu félagsins, Lindargötu 7, (íþróttahús Jóns Þorsteinssonar), mánudag 17. þriðjudag 18 og miðvikudag 19. Sími 13356, kl. 8—10 e.h. Enn- fremur hjá Þorsteini Bjama- simi síma 12765, eftir kl. 8 á kvöldin. Stjórnin. er Sigurður Hauksson búinn að setja tvö stórgóð mörk og jafna leikinn. Sigurður Dagsson skor- aði síðan sigurmark Vals þrátt fyrir að Víkingamir reyndu allt er þeir gátu til að halda honum niðri. Valur sigraði einnig I 3. fl k. Valsmenn höfðu algjöra yfir- burði yfir Víking í 3. fl. k. og unnu stórt 10:3. Víkingar sýndu þó oft á tíðum ágætan leik en Finnbogi markv. Vals varði oft undra vel og þess á milli var hann sérlega heppinn. Fyrr í mótinu hafði Fram tryggt sér sigurinn í 3. fl. k. B. 3 Iið jöfn í 2. fl. karla B. B-liðin í 2. fl. k. verða að leika upp aftur þvi að með sigri Fram yfir Víking (11:9) urðu öll liðin jöfn að stigum. Markatala fær aðeins ráðið ef um riðlaskiptingu er að ræða, en aðeins þrjú lið taka þátt í 2. fl. k. b. Fram, Valur og Vík- ingur og fær því markatalan engu ráðið. Ármann sigraði í 2. fl. kv. Ármannsstúlkumar mættu Víking í 2. fl. kv. og sigruðu með talsverðum yfirburðum eða 6:3. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og í leikhléinu var staðan 3:2 fyrir Ármann. 1 síðari hálf- leik settu Ármannsstúlkumar þrjú mörk í röð gegn einu marki Víkings, rétt fyrir leiks- lok. Framstúlkumar sigruðu Vík- ing í 2. fl. kv. b. með 3 mörk- um gegn engu. Einn leikur átti að fara fram hjá 1. fl. k. KR- IR en ÍR-ingar mættu ekki til leiks og urðu að gefa leikinn. Leikurinn hafði enga úrslita- þýðingu því Ármann var orð- inn sigurvegari. Víkingar ógnuðu sigurgöngu Framara, en þeir síðarnefndu sigr- uðu eins og svo oft áður. Á myndinni sést er Björn (Víkingur) hefur sloppið framhjá Hilmari (Fram) (Ljósm. Bj. Bj.). Sovétsveitin á 0L Frá því hefur verið skýrt áður hér á síðunni að sovézka olympíuliðið fyrir næstu olymp- íuleika hefur þegar verið valið. Liðið hóf samæfingar seint í sumar. Það hefur þegar leikið nokkra stórleiki, m. a. við nú- verandi landslið Sovétríkjanna, sem keþpti á HM í Chile í sum- ar, og við landslið nokkurra annarra landa. Olympíuliðið er þannig skipað; markmenn: V. Lisitsyn (Karjat, Alma Ata), S. Bannikov (Dynamo, Kiev) og S. Kotrikadze (Dynamo, Tibl- isi). Bakverðir og miðfrv.: V. Sjtjegolkov og V. Turjantjik (Dynamo, Kiev), A. Krutikov (Spartak, Moskvu), V. Danilov (Zenit, Leningrad) og G. Rjab- ov (Dynamo, Moskvu). Fram- verðir: I. Sabo (Dynamo, Kiev) og V. Kacharov (Pachtakor, Tasjkent). Framherjar: J. Sev- idov (Spartak, Moskvu), V. Lob- /NNHBIMTA LÖOFRÆ.t>/3TÖnr anovski, V. Serebrjanikov og O. Basilevitsj (Dynamo, Kiev). Verið getur að gerðar verði smávægilegar breytingar á lið- inu. Körfuknattleikiir Sigrar IR í kvöid Síðasti leikur Reykjavíkur- mótsins í körfuknattleik verður í kvöld, miðvikudag, kl. 8,30 að Hálogalandi. Þá mætast IR og Ármann í meistaraflokki. Þessi leikur getur orð- ið allskemmtilegur, þar eð í síðustu mótum hafa iR-ingar átt einna erfiðast með að sigra Ármenninga. Ef Ármenningum tekst að sigra ÍR, verða þessi tvö félög og K.F.R. að leika saman á ný, en telja verður líkumar fyrir bví hverfandi. Á undan þessum leik fer fram einn leikur í TV. fl. milli K.R. og l.R. a-liða. FRÓÐI JOLABOK BAPKANNA Sögurnar af Magga Ii;ia og æfiniyrum hans, njóta afar mikillar hylli með bömum og unglingum víða út um lönd. Það er margt sem ber við hjá bömum stórborganna, en söguhetjan okkar, hann Maggi á heima í Gautaborg. Sagan af honum er því mjög við- burðarík og skemmtileg, ekki síst vinátta hans við hryssuna Marí. En hry-ssan sú er ótrúlega stór og sterk enda dregur hún vöru- vagna allan daginn í stórborginni Bifreiðaeflirlit ríkisins lorgartiíns 7 1 verður lokað í dag (miðvikudag) 12. des. frá kl. 12 á hádegi, vegna jarðarfarar Jóns S. Ólafssonar fvrrverandi forstöðumanns. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS. GEFJUN - IÐUNN Kirkjustraeti KARLMANNAFÖT KARLMANNAFRAKKAR KARLMANNASKYRTUR KARLMANNASKÖR Athugið okkar hagstæða vöruverð. Framtíðarstarf Starfsmaður óskast sem fyrst á skrifstofu vora í London. Aldur 20—30 ár. Enskukunnátta og bókhaldsþekking nauð- synleg. Nokkur æfing í sjálfstæðri bréfritun æskileg. Um- sóknir sendist á skrifstofur vorar í Bændahöllinni fyrir 20 desember. 1 jpE_------- iCJELAJVJOAIFt i L I V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.