Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 6
T 6 SIÐA SÍGILDAR BÆKUR TIL GJAFA FRÁ MÁLI OG MENNINGU OG HEIMSKRINGLU Jóhann Jónsson KVÆÐI OG RITGERÐIR Með form. eftir HALLDÓR LAXNESS. Skinnb. kr. 170,00 Jóhannes úr Kötlum LJÓÐASAFN l-ll Skinnband krónur 220,00 Jónas Hallgrímsson KVÆÐI OG SÖGUR Með formála eftir HALLDÓR LAXNESS. Alskinn krónur 300,00. Magnús Asgeirsson LJÓÐ FRÁ ÝMS- LÖNDUM Með inngangi eftir SNORRA HJARTARSON. Skb. kr. 170,00. Snorri Hjartarson KVÆÐI 1940-1952 Skinnband krónur 235,00. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. desember 1962 Þórbergur Þórðarson RITGERÐIR l-ll Með inngangi eftir SVERRI KRISTJÁNSSON Skinnband krónur 520,00. Jón Helgason HANDRITA- SPJALL Pergamentsband kr. 220,00. Kristinn E. Andrésson: ÍSLENZKAR NÚTÍMABÓK- MENNTIR Skinnband kr. kr. 250,00. MÁL OG So vézkur læknir býr sig —undir uB gefu þriggju áru stúlku nýtt hjurtu Það hefur vakið mikla athygli víða um heim, að sovézkum skurðlækni hefur tekizt að græða nýtt hjarta í lifandi hunda og apa. Er dönsku blöðin sögðu frá þessu, gáfu sig fram ung hjón sem eiga þriggja ára gamla dóttur, er þjáist af ólæknandi hjartveiki og er dæmd til dauða af þeim sökum, nema læknirinn gefi henni nýtt hjarta. Hinn kunni, sovézki skurð- læknir, Vladimir Demikov, hef- ur fengizt við tilraunir til að græða hjarta í lifandi dýr nokkur undanfarin ár. Hefur honum hvað eftir annað tekizt að græða hjörtu í hunda og apa, en tilraun með manns- hjarta hefur ekki verið gerð. 1 Fredericia á Jótlandi búa ung hjón með þriggja ára dótt- ur sinni, Anitu Hegelund Jen- sen. Anita er fædd með hjarta- sjúkdóm, er nefnist fibrolestos- is indccardil, og lýsir sér í því, að veggir hjartahólfanna þykkna stöðugt, þar til hjartað hættir að slá. Foreldrar stúlk- unnar hafa leitað til færustu hjartasérfræðinga á Vestur- löndum, en öllum hefur borið saman um, að sjúkdómurinn sé ólæknandi og ekkert sé unnt að gera nema skipta um hjarta, en það hefur aldrei verið reynt áður. Er fréttir bárust um tilraun- ir prófessor Deifiikovs, sneru þau hjónin sér til sovézka sendiráðsins í Kaupmannahöfn og báðu þau fyrír skilaþoð til skurðiæknisins að þau vildu láta hann reyna þessa skurð- aðgerð á Anitu litlu. Nú hafa fréttir borizt af viðbrögðum læknisins og segist hann vera reiðubúinn að gefa stúlkunni nýtt hjarta — en ekki alveg strax. Prófessorinn sagði við frétta- menn norsku og frönsku frétta- stofanna í Moskvu, að fyrst væri nauðsynlegt að rannsaka hjarta stúlkunnar mjög ná- kvæmlega, því að ekki sé ó- hugsandi, aö sovézkir vísinda- menn ráði yfir öðrum aðferð- um til að lækna sjúkdóminn. Demikov sagði einnig, að tryggt yröi aö vera að aðgerö- in heppnaðist, áður en fyrsta tilraunin með mannshjarta væri gerð, því að mistök gætu haft mjög slæmar afleiðingar fyrir þróun læknavísinda á þessu sviði. Hann sagðist meira segja tæpast vilja gera fyrstu tilraunina á dönsku stúlkunni, __ fyrst yrði helzt að fram- kvæma hjartaaðgerðina á öðr- um. Við reiknum með, sagði próf- essorinn, að gera fyrstu tilraun- irnar á mönnum í ársbyrjun 1963. En fyrst þurfum við að gera allmargar tilraunir með hunda og sérstaklega apa. Báð- ar seinustu tilraunirnar mis- tókust, hundurinn og apinn dóu. I hvorugt skiptið var skurðaðgerðinni sjálfri um að kenna, heldur meðhöndluninni eftir á, en ég var þá ekki við- staddur. Það versta er, hvað lítið er um apa í Moskvu, — tilraunimar hafa eiginlega strandað á því vandamáli. En nú er ég að vona, að ég komist til Indlands innan skamms, og þar er víst alveg nóg af öpum! Er foreldrarnir fréttu um ummæli sovézka skurðlæknis- ins, lýstu þau sig reiðubúin að fljúga þegar í stað til Moskvu með stúlkuna til rannsóknar. En prófessorinn hefur beðið þau að bíða, — fyrst þurfi hann að æfa sig á 10 apahjört- um að minnsta kosti. Ferðalag til Moskvu myndi aðeins þreyta litlu stúlkuna, sagði prófessor- inn, og í þetta sinn lofaði hann -«> Erfinqjar Chessmans Nýlega var skipt dánarbúi Caryl Chessman meðal erfingj- anna. Einkalögreglumaður og þrír lögfræðingar, sem barizt höfðu án árangurs við að bjarga honum frá gasklefanum. deildu með sér arfinum. 7500 dollur- nm, Chessman var tekinn af iffi 2. maí 1960. næstum 13 ár- ■’.m eftir að hann var dæmdur ■il dauða. Hann skrifaði mara- nr metsölubæknr um mál sitt oa tnfaði ntrtrot sem bfinr var dæmdur fyrir. Prófessor Demikov, sem nefndur hefur verið kraftaverkaskurð- Iæknir, stendur hér við skurðborðið á heimsþingi skurðlækna í Miinchen 1959 og sýnir nýjustu hjartaaðgerðir í hundi. Að- gerðin var kvikmynduð, eins og sjá má á myndinni. foreldrunum, að hún fengi for- ita verði fyrsta manneskjan i gangsrétt til aðgérðárinnáf: tví heiminum, sem fær grætt í sig bendir nú flest til þess, að An- nýtt hjarta. JÓLAGJÖF HEIMILISINS BRUNATR YCCING INNANSTOKKSMUNA ABYRGDARTRYGCINC SL V S ATR YGCIN C HUSMODUR HEIMILISTRYGGINGAR BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 105 SllVII 24425 Tryggingin miðar við að verðmæti innbúsins sé 100.000 kr.: Í steinhúsi ............................. kr. 300,00 í timburhúsi ............................ kr. 500,00 ARÐUR ÁRSINS VIÐ ENDURNÝJUN Óska hér með að kaupa heimilistryggingu. Verðmæti innbús tel ég ver* krónur ................. Nafn Sími » T * »1 *. > Urífvf npo-tq umboðsmanns. * * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.