Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍ&A Mé©VILJTNN MrðvBnjdagur 12. desemfber 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: — í>ó það nú væri! Hann heyrði Ro.chelle hringja. Hann stóð með símann við eyrað og starði á klukkuna eins og hann gæti með viljakrafti einum stöðvað hreyfingu vísanna og á meðan gekk Rut O. Jones fram- hjá borðinu bakvið hann í brak- an'di silki. Það er ástæðuiaust að stanza og fá lykilinn hjá verðinum, því að auðvitað er Nell uppi og hleypir mér inn. Enda tekur það sinn tíma. Hún hafði eitt- hvert hugboð um að hún væri að sóa tímanum, en það var sjálf- sagt vegna þess að hana hafði svo lengi langað til að komast heim. Það hlaut að vera þess vegna. Allt i anddyrinu var eins og endranær — allt með eðlileg um hætti. Skelfing gat hún verlð ó- hemjuleg. Mikið myndi Bettý hlæja að henni. Bettý, sem átti heima í New York. Bettý, tæfan sú arna sem hafði svikið hana. Og hvers vegna held ég endi- lega að hún sé svo áreiðanleg ... Betty með bjargfastar skoðanir sínar á verðmætum . . Bettý sem veit ekki ennþá hvað það er að vera kvenmaður . . en það var sennilega vegna þess, að systir Péturs var ekki ókunnug mann- eskja. Nú fór Rut að velta fyrir sér. hvað hún ætti að nota sem afsökun, því að auðvitað var allt, i stakasta lagi þarna uppi. Hún gat ekki sagt að hún hefði kom- ið heim vegna þess að hún treysti ekki stúlkunni. Nei. en hún gat sagt að hún væri að sækja sér hreinan vasaklút, þótt það væri ósköp máttlaus afsök- un. Hún var ekki með neina hlíra sem gátu slitnað. Jú. hún gæti sagt að hún þyrfti að sækia . töEu. einhverja sérstaka töflu sem hún hefði haft með að heim- an. Töflu við höfuðverk til dæmis Já. það gæti hún sagt. Maður í brúnum fötum var að tala mynduvlega við lyftuþ.ión- inn. Hann hélt áfram að tala — Afskið. sagði Rut. — Fer lyftan upp núna? — Eftir andartak — Þökk fyrir. Hún gekk fram- hjá þeim o.g inn í lyftuna. Þeir héldu áfram að hvrslast á. Lyftu- þjónninn sagði: — Ég hef ekki ekið honum niður. Fætur Rutar iðuðu í gull- skónum. Æ vertu ekki svona mikill kjáni! Ein mínúta til eða frá getur ekki skipt neinu máli! 17. KAFLI. Nell lét vatnið renna niður í vaskinn. Svo fyllti hún glasíð. Hún stóð með glasið í hendinni og skrúfaði frá og fyrir kran- ann nokkrum sinnum. Andlitið á henni var ólundarlegt, næstum eins og henni leiddist og hún væri þreytt, þegar hún leit nið- ur á litla manninn sem lá á bað- góifinu. Hann lá eins og hann svæfi eðlilegum svefni. Hann hafði snúið sér eilítið meira á aðra hliðina til þess að betur færi um hann. Hörundið umhverfis augun titraði lítið eitt. eins og hann fyndi fyrir sterku ijósinu. Hún hnyklaði brýnnar. svo yppti hún öxlum iítið eitt. varoaði vanda- málinu frá sér. Tfl fjandans með það. Hún slökkti ljósið. opnaði dymar sem hún hafði lokað í skyndi og flýtti sér aftur að loka þegar hún gekk aftur inn í herbergi nr. 807. — Ungfrú Ballew. Hún var dæmalaust liðleg og greiðvikin. Kennslukonan sat með lokuð augu og fór með Ijóð fyrir sjálfa sig. Það var hennar aðferð til að hafa áhrif á öil hin skelfiiegu efni sem kviknað höfðu í blóði hennar og komið ruglingi á aila líkamsvessa. Þegar meðvitundin var þvinguð inn á aðrar braut- ir - var stundum hægt að slaka á og fá stjóm á hinum ofslega hjartslætti. — Æ góða mín, þökk fyrir. Skelfíngar aumingi get ég verið. Tennumar glömruðu í munni hennar. — En ég lifi mjög kvrr- látu lífi Ég fer. sjaldan . . . Sím- inn hringdi Nell stóð enn með glasið í hendinni — Nú skal ég svara. sagði ungfrú Ballew skjálfrödduð og sneri sér við. Nell settist hin rólegasta. Síð- an hreyfði hún tæmar örlítiö inn og síðan aftur út. Fingurgómar hennar dönsuðu upp og niður eftir köldu, röku glasinu. — Já . . . sagði kennslukonan titrandi röddu. — Það er vörðurinn. Ég var að frétta, að eitthvað væri að þama uppi hjá ykkur. Þér getið kannski gefið mér nánari upp- lýsingar? — Eitthvað að.. . ungfrú Ballew tók andköf. — Já, ég heid það sé nú eitthvað að. Það er orðið langt síðan að ég sneri mér til einhverrar persónu. Hver var það nú aftur? En nú ættuð þið að vera búnir að gera eitt- hvað? Eða ætlið þér kannski að segja mér. að þið hafið ekki náð í hann? — Hvað þá? — Náðuð þér manninum eða ekki? Ég sagði frá öllu saman — og ég lýsti manninum. — Við hvem tala ég? — Þér talið við ungfrú Evu BaTlew. Ég bý í herbergi núm- er 823. en þessa stundina er ég stödd á herbergi númer 807. sem bér ættuð að vita. þar sem bér talið við mig hérna. Ég skýrði frá öilum þessum ósköpum fyrir mörgum mínútum . .. — Já . . það var og. greip hann fram i. ■— Þá hlýtur leynilögreglumaður hótelsins að hafa tekið málið að sér.. — Hlýtur að hafa! Þetta er bara ágizkun . . við hvern tala ég eiginlega? — Vörðinn í afgreiðslunni. — Ætlið þér að segja mér, að bér vitið ekkert um betta? Heyr- ið mig nú Er yfirleitt verið að gera nokkum skapaðan hlut? — I,eynilögreglumaðurinn hef- ur sjálfsagt . . . — Sjálfsagt! Eru það menn eða mýs sem sinna bagsmunum hótelsins? Hvar er hann? — Hann er sjálfs . hann er að leita . . Já. ég skil það núna. — Þið emð alltof seinlátir og silalegir, sagði hún — Þetta bef- ur tekið a’ltof langan tíma Þið hafið verið svo kærulausir að þessi þorpari hefur sloppið und- an. Það fór hrolluy um Milner. — En það er sem sagt ekkert að barninu? spurði hann. — Barninu . . Nei. nei. það held ég ekki . . Nú fannst Milner hann vera maður en ekki mús os hann naut þess að segja með óþægi- legri röddu- — Ætllð þér að segia mér að þér vitið það ekki? og bætti við hörkulega: — Við sendum tafarlaust ein- hvern með viti þarna upp. Síðan skellti hann tólinu á Samt sem áður leið honum betur. Pat Perrin vissi sem sé um þetta Ungfrú Ballew lagði tólið á og nú verkjaði hana i augun. Veikleiki hennar hafði svo oft gert henni lífið brogað Hún vissi vel hvað henni bar að gera. en hugleysið hékk um há!° henni eins og kvarnarsteinn — Hvað var betta? sagði Nell. — Þei þeir senda einhvern hingað upp Þeir eru alveg ringl- aðir Og ég hugsaði ungfrú Ballew. er huglaus. fyrirlitlegur aumingi Hún reyndi að brölta á fætur — Er hann sloppinn? — Trúlega. Það var tilgangs- laust, fætumir kiknuðu enn Höfum fengið mikið úrval af JAPÖNSKUM LEIKFÖNGUM Verzlið þar sem úrvalið er mest. Athugið verðið hjá okkur áður en þér kaupið annars staðar. A U S T U R S T R Æ T I undir henni. — Bamið gott, sagði hún raunamædd, — ættuð þér ekki að fara inn og líta eftir barninu? — Jú, sagði Nell i snatri. En hún stóð upp án þess að flýta sér, miklu fremur hægt og hik- andi. — Viljið þér ekki fá vatn- ið? Hún virtist ekki vita hvað hún átti að ger,a vð glasið. Ungfrú Ballew tók við glasinu. Hún var allt annað en heim.sk. Nú, þegar hún gerði sér ljósa sekt sína og skildi að einhver hefði fyrir löngu átt að vera búinn að fara inn til veslings telpunnar, dauðhrædds barnsins, fór hún að velta fyrir sér, hvers vegna Neil hafði ekki gert það. Nell sem bar ábyrgðina á bam- inu, hafði í staðinn sótt glas af vatni handa ókunnugri mann- eskju. Þetta var eitthvað skrýt- ið. Það var eitthvað athugavert við þetta allt saman. Hún rifi- aði upp fyrsta fund þeirra. Ó- svífni Nells og undarlega fram- komu. Hún gat ekki lengur rétt- lætt það. Og þegar hún hugsaði málið nánar, varð hún sannfærð um að maðurinn í ganginum hafði alls ekki verið freknóttur á vanganum og hann hafði ekki heldur verið klæddur í neitt blátt. Hún leit á Nell. Hún umlaði: — Þetta er ótrúlegt. Stúlkan virtist bíða kurteislega eftir að hún héldi áfram, eða kannski skildi hún ekkert af því sem hún sagði. — Það er erfitt að trúa þessu, sagði ungfrú Balléw — Ég hef aldrei heyrt aðra eins furðusögu. Að því er virðist hefur þessi maður ekki haft snefil af heilbrigðri skynsemi . . . hanp hefur meira að segj.a skort rökvísi geðveikinnar sem kemur fram hjá brjáluðu fólki. Eruð þér nú alveg viss? — Ha? — Eruð þér nú vissar um að þér hafið ekki gefið honum neitt tilefni? — Ég hef ekki gert neitt, sagði Nell og var undrandi á svip- inn. — Ég skii ekki hvað þér eruð að fara. Þessi athugasemd var líka bergmál af einhverju sem áður hafði verið sagt. og það var eitthvað bogið við hana — Nei. heyrið mig nú. auðvitað’ skiljið þér hvað ég á við. Ungfrú Ball- ew varð gremjuleg en hún tók sig á. ■— Það skiptir ekki máli heldur Þetta er hvorki stund né staður fyrir umræður um það. Lítið nú inn til bamsins og kom- ið naeð hana hingað inn. Vesa- lings, vesalings telpan. Þegar leynilögreglumaðurinn kemur. það dró ögn úr prédikunartónin- um í rödd hennar. — já, þá gerir hann sjálfsagt. . . — Hvað gerir hann? Nell hnyklaði brýnnar lítið eitt — Ég á við það. sagði ungfrú Ballew þurrlega, — að hann er kunnugri svona málum . . . kannski er þetta algengara en mann hefur órað fyrir . . Og svo er það auðvitað bamið .. Hvað er hún gömul? — Gömul . .. — Já. hún er ekkert ungbarn, eða hvað er hún ekki farin að tala? — Jú auðvitað, sagði Nell undrandi — Ég held hún sé Nunið iéScs- Qgefos|éS stóru barnanna Tekið verður á móti gjöfum í sjóðinn eins og undanfar- in ár í skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu- stíg 18, sími 15941. Styrktailélag vangefinna. HúsmœBur LLT í jóiabaksturinn SENDUM UM ALLAN BÆ Gjörið svo vel og komið með pöntun eða hringið. Verzlunin INGÖLFUR Grettisgötu 86. — Sími 13247. Eftir reynsiu hér á landi og erlendis hefur verið bœtt inn mörgum nýjum atriðum sem stefna að því að gera trygginguna að fulikominni HEIMILIS- TRYGGINGU. Leitið nánari upplýsinga hjá aðalskrif- stofunni eða umboðs- mönnum. DBTiTiena SAMVINNUTRYGGINGAR Uncíinga eða roskib fóik vantar til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi: í Reykjavík Skjólin um Hafnarfjörð í Kópavogi Kársnes I og um Keflavík HAFNARFJÖRÐUR — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 12, KEFLAVÍK — útsölumaður: Baldur Si gurbergsson, Lyngholti 14, símj 2314. Verzlunin Laugaveg 45,B - sími 24636 Skipholti 21 - sími 24676

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.