Þjóðviljinn - 22.12.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Qupperneq 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1962 Spennandi keppni í handknattleik Annað leikkvöld ís- landsmótsins 1962 var á fimmtudagskvöldið og fóru þá fram tveir leikir. Þróttur tapaði fyrir KR 30:21 Fyrri leikurinn var milli Þróttar og KR, og var allur fyrri hálfleikur jafn og tví- sýnn. KR byrjaði vel og komst upp í 6:3, en Þróttur var ekki á því að gefa sig og þegar 20 mínútur voru af leiknum höfðu Þróttarar jafnað á 7:7 og komust yfir, en KR-ingar jafna á 8:8 og aftur 10:10, en hálfleiknum lauk með 12:11 fyr- ir Þrótt. KR-ingar jafna rétt eftir leikhlé og taka forustuna, en Þróttur jafnar 13:13. Virtist nú sem Þróttur hefði aðeins búið sig undir einn hálf- leik eða 30 mínútur eihs og leikimir voru í Reykjavíkur- mótinu, því KR-ingar tóku nú leikinn algjörlega í sínar hend- ur og skoruðu 7 mörk í röð án þess að Þróttur kæmit á blað. Þegar liðnar voru um 24 mín- útur af hálfleiknum stóðu leik- ar í þeim hálfleik 15:3 fyrir KR. 1 lok leiksins minnkuðu Þróttarar svolítið bilið með sæmilegum endaspretti. Úrslitin urðu sem sagt 30:21 fyrir KR. Þróttur átti í fyrri hálfleik nokkuð góð tilþrif, en það er eins og þeir hafi ekki úthald í langa leiki, og verða þeir að ráða bót á því. Þar dugar að- eins vinna og aftur vinna, og þjálfun getur hver maður náð sem hefur vilja, þótt hann geti ekki náð því að verða góð- ur leikmaður. Guðmundur Gústafsson varði mjög vel í fyrri hálfleik, en þegar allt opnaðist, mátti hann sín ekki mikils. KR-ingar ekki fall-Iegir Það virðist sem Karl, Reynir og Guðjón í markinu séu að safna utanum sig ungum mönn- um, sem margir lofa góðu, eins og Theodór, Bjöm Einarsson og Bjöm Blöndal svo nokkrir séu nefndir. Sigurð Óskarsson má telja til hinna reyndari yngri manna, en hann átti mjög góð- an leik, sérstaklega á línu. Þær spár hafa heyrzt að ef til vffl yrði það KR sem ræki lestina í fyrstu deild 1963, en sú spá er ekki mjög sennileg, ef að líkum lætur. Dómari var Frímann Gunn- laugsson og dæmdi mjög vel, var ákveðinn og vísaði mönn- um útaf sanngjarnlega og þá auðvitað eins fyrir mótmæli •við dómum hans sem fyrir önnur brot sem gáfu tilefni til þess. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru: Reynir 10, Karl Jóhannsson 8, Pétur og Ólafur 4 hvor og Bjöm Einarsson og Theodór 2 hvor. Grétar 5 hvor, Helgi 4, Haukur Hbmir Þrótt skoruðu: Axel og Gunnar og Hannes 2 hvor og Guðmundur Axelsson eitt. Jafntefli hjá IR og Víkingi Það leit lengi vel út fyrir sem Víkingar hefðu oftekið sig við að sigra Islandsmeistarana á sunnudaginn, því að þeir náði' aldrei tökum á iR-ingum, og það var ekki fyrr en á 22. minútu að þeim tókst að jafna, en ÍR hafði haft til þess tíma forustuna, og var komið upp í 7:2 um miðjan hálfleikinn. Vík- ingum tókst þó ekki að kom- ast yfir fyrir leikhlé, en þá munaði aðeins einu marki eða 12:11. Þetta hélt áfram eftir leikhlé- ið, og höfðu iR-ingar forust- una með litlum mun þar til leikar stóðu 15:15, þá bættu Víkingar tveimur mörkum við og var þá sem þeir mundu á endasprettinum taka bæði stig- in. En ÍR-ingar eru ekki af baki dottnir og þeim tekst að jafna á 17:17. Víkingur kemst enn yfir en ÍR jafnar. örstutt er til leiks- loka og Víkingur fær vítakast, sem Bjöm skorar úr, en tæpri mínútu fyrir leikslok tekst Gunnari að jafna fyrir ÍR og endaði leikurinn, 19:19, sem verður að telja nokkuð sann- gjöm úrslit. Þó voru iR-ingar heldur nær sigrinum, þar sem þeir höfðu forustuna lengst af í leiknum og voru mun óheppn- ari með skot sín, áttu í byrjun síðari hálfleik sex stangarskot á stuttum tíma. Víkinga vantaði Jóhann Gíslason og munar liðið. tölu- vert um hann, en IR var með bezta lið sitt, sem náði á köfl- um allgóðum leik, með þá Gunnlaug og Hermann sem beztu menn og Hermann var oft verulega skemmtilegur. Matthías var einnig ágætur. Pétur var sá sem bar hita og þunga Víkingsliðsins. Rósmund- ur er einnig ágætur en var gætt vel. Þórarinn er efnileg- ur leikmaður, léttur og kvikur, og sama má segja um Sigurð .Hauksson..... Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, en í honum mikil taugaspenna í báðum lið- um, sem of oft orsakaði óná- kvæmar sendingar. Virðist sem mikið jafnræði verði í fyrstu deildinni, a.m.k hvað snertir Reykjavíkurliðin Má gera ráð fyrir að mót það sem í hönd fer verði harð- sótt og sá sem hefur bezta þjálfun og úthald komist lengst. Hin tvöfalda umferð á eftir að sýna að meira verður krar’'zt af leikmönnum en óður. Dómari i leiknum var Hann- es Sigurðsson og dæmdi yfir- leitt vel. Þó virðasl umræðu- fundir hans við leiknenn ekki eiga heima þar. neri.a þegar um ámniiinaar er að ræða. eða annað slíkt. Þs r strr skoruðj fyrir ÍR voru: Herm.ann 7, Gurniaugur 4, Gylfi }. Gtnnar Si'íurgeirsson 2 og Ólafti. Þórðir og Ma‘t hías 1 i v«. F,vr:r ■‘*íiing skoruðj Pétur 6, SiJ'mður Haukss4. Þórarinn 3, O'af -r i' i ðrikss jn og B.i srr Krisri mst. n 2 h/->r og Rós- mund ir o? 3jörn * hvor Telpurnar ógna „ömmunni" Dawn Fraser frá Ástralíu er talin bezta sundkona í heimi í dag. Samt sem áður er hún ekki viss um að hún verði keppandi fyrir hönd þjóðar sinnar á olympíu- leikunum í Tókíó 1964. Dawn álítur að tvœr 16 ára gamlar stúlkur, Robin Thorne og Lyn Bell, muni verða valdar til keppninn- ar, og þannig muni hún ekki fá tœkifœri til að krækja sér í 5. olympísku gullverðlaunin. — Robin og Lyn hafa nýlega synt 110 yarda á 63 sekúndum. Dawn segir að þær muni þoka sér í skuggann á þeim 23 mán- uðum sem eru til stefnu fram að næstu olympíuleikum. — Ég er nú orðin 25 ára, segir ungfrú Fraser við blaða- menn, og ég get ekki búizt við því að taka slíkum framförum sem þessar komungu stúlkur. Dawn Fraser er eigi að síður ákveðin í að verja olympíutit- il sinn. Hún er í ágætri æf- ingu núna, enginn stendur henni ó sporði, og eflaust á hún auðvelt með að halda sér í keppnisformi fram að olym- píuleikum. Hún er eina konan í heiminum sem synt hefur 100 m. á skemmri tíma en einni mínútu. Hún vonar að hún fái tæki- færi til að æfa með karl- mönnum í olympíuliðinu, því 1 hópi kvenna getur hún ennþá ekki fundið neinn keppinaut sem veit ir henni verulega keppni. 1 æfingakeppni fyrir skömmu synti Dawn Fraser á 59.0 sek., svo ekki fer á milli mála að „amman“ er ennþá í framför. Heimsmet sitt á vegalegndinni — 59.6 sek. — setti hún á brezku samveldisleikjunum s.l. haust. Frimann. Landsliðáhand- knattleik vaiið Landsliðsnefnd hefur valið eftirfarandi leikmenn í Frakk- lands- og Spánarferð. Leikið verður í París 16. febrúar og í Bilbao 19. febrúar. Hjalti Einarsson F.H. Karl Marx, Haukar Pétur Antonsson F.H. Einar Sigurðsson F.H. Kristján Stefánsson F.H. Birgir Björnsson F.H. öm Hallsteinsson F.H. Gunnlaugur Hjálmarsson Í.R. Matthías Ásgeirsson l.R. Karl Jóhannsson K.R. Karl Benediktsson Fram Ingólfur Óskarsson Fram Rósmundur Jónsson Víking Verzlunarbanki Islands hJ. Verzlunarbankinn hefur opnað út'bú að Laugavegi 172 Nýjung / bankaþjónustu Otíbúið annast öll venjuleg sparisjóðs- og hlaupareíkn- ingsviðskipti. Afgr '^slutími útibúsins verður virka eíaga kl. 13,30—19,00 nema laugardaga kl. 10—12,30. Sími 20120. I sambandi við útibúið verður tekin upp sú nýbreytni, að viðskiptamenn útibúsins geta sér til Kagræðis og flýtis fengið afgreiðslu um bíla- glugga útibúsins úr bílum sínum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.