Þjóðviljinn - 23.12.1962, Síða 8
8 SÍÐA
ÞJOÐVILJINN
Sunnudagur 23. desember 1962
Hin furðulega eftirliking „blaðfiðrildisins" á visnu Iaufi er svo nákvæm að á vsengjum þess
smáir blettir sem minna á sveppi á rotnandi laufblöðum.
eru
Þetta er árla morguns í sept-
ember, við strönd lítils vatns
á Norðursjálandi. Kerlingar-
vellan mjakast yfir spegilslétt-
an vatnsflötinn líkt og eimur
upp af potti rétt fyrir suðu.
Blesönd stikar varfærnislega út
í og sendir um leið viðvörunar-
merki félögum sínum, sem
leynast í reyrþykkninu. Og
þama nálgast krabbinn, grip-
armalangur, svartur og ógeðs-
legur, þar sem hann ber við
ljósan malarbotninn. Hann er
vanur að athafna sig um nætur
og ætti að hafa tekið á sig náð-
ir undir bakkasyllunni fyrir
löngu, en eitthvað óvænt hlýt-
ur að hafa dvalið hann.
Ég er kominn hingað í þeim
erindum að ræna vatnið einni
af þess mörgu geddum; en mér
liggur ekkert á að hefjast
handa. Rísandi dagur hvetur
næstum til hljóðrar íhygii, þar
sem hægt er að njóta hins ó-
skilgreinda ilms af vatni, frjóu
mýrlendi, gróskuríku grasi —
og rotnun, hinni ilmsterku sam-
setningu lífs og dauða í ríki
náttúrunnar.
Stór að sjá og ágæt — en að
vísu nokkuð árdagsföl — gæg-
ist upp sólin að baki mér og
stráir silfri á tilkomumikið
víravirki köngulóarinnar; en
uppi við engjastíginn stendur
belgvíður mjólkurbrúsi með
hattkollinn út 1 vangann. og
stimir á þunnmálmin.
Nýr dagur — hikandi, í reif-
um
Staurinn
Lágt brak rýfur'hina eðlilegu
kyrrð.
Eitthvað dýrið hefur gert
skyssu; . . ratað rangan veg . .
Væddur gúmmískóm læðist
ég hljóðlaust út að sefgróðr-
inum, þaðan sem hljóðið barst.
Flosbrún puntstráin teygja sig
mót krítarbláum grunni him-
insins eins og kræsilegir
Castro-vindlar, en sefslíðrin
hneigja odda að vatnsfletinum
og hylja að mestu gamlan og
feyskinn staur skammt undan
bakkanum. Dýrið sem fór veg-
arvillt, er hinsvegar hvergi að
sjá. Hvaðeina andar friði og
kyrrð. Ljómandi morgundögg á
grasinu dreifir huganum. Nú
er kominn tími til Veiða . . .
Á broti úr sekúndu er sem
leiftri rafgulu frá veðurbitna
staumum álengdar . . .
Furðulegt . . .
I rauninni kostar það mann
átak að gera sér þess allt í einu
grein, hvemig staurinn um-
myndast og flyzt yfir í dýra-
ríkið. En varna er hann þó
kominn, sefhegrinn, með háls
og nef standandi beint upp t
loftið. Ryðrauður og svart-
flekkóttur leynir hann tilveru
sinni innan um sefið, svo hann
er næstum ósýnilegur.
Það veldur undarlegri tilfinn-
ingu að afhjúpa þannig eitt af
meistaraverkum móður náttúru
— meistaraverk hennar í þvi
að búast dulargervi. Ég sezt á
vatnsbakkann örfáa metra írá
hinum hnakkakerta fugli.
Þolinmæði áhugaveiðimanna
er sem kunnugt er takmarka-
laus.
Liðnar eru tuttugu mínútur.
Bóndinn hefur sótt mjólkur-
brúsan sinn — og ég er búinn
að fá dofa í annan fótinn. Aft-
ur á móti haf,a maurflugumar
rauðu vaknað af dofa svefnsins.
Mig svíður . . . Komabarn getur
varla orðið rassvotara en ég er.
Og enn situr sefhegrinn
hnakkakertur. Hann gjóar á
mig gulu auga. Eg verð að
standa upp og hreyfa mig.
Fuglinn hreyfir líkamann all-
an, án þess greint verði, i sam-
ræmi við það sem ég flyt mig
til, þannig að sjónarhomið er
stöðugt hið sama. Hann verður
fyrir alla muni að vlðhalda
Ástralski tötraíiskur... .<tist í fljótu bragði lítið annað en skinin bcin. Langur gripsporður
bans greinist í ótal anga og flygsur og broddar standa út úr mjóslegnum skrokknum. Er hægt
að óska sér betri dulbúnings þegar lifað er innanum þara og þðngla?
blekkingunni um feyskinn
staur. Snilldariegt!
Enn líður stundarfjórðungur.
og mér kemur til hugar að
forða fuglinum frá því að fá
ríg í hálsinn, með því að rétta
út handlegginn. Það kveður
við þytur, og fuglinn er horf-
inn langt út yfir spegilsléttan
vatnsflötinn, í átt til sefsins
handan við.
Maður hafði efazt, — en sjón
varð sögu ríkari. Staurinn var
lífigæddur.
Mœlislifran
Er viö förum nokkrum þrep-
um neðar f metorðastiga dýra-
ríkisins, verður á vegi okkar
fiðrildi, sem nálgast sefhegrann
í tækni grímubúnaðar, jafnvel
tekur honum fram í nákvæmni
eftiriíkingar, ef á annað borð
er um þann möguleika að ræða.
Það er ekki að ástæðulausu, að
vísindamaður einn hefur gefið
ætt þess nafnið mælirinn, því
að á meðan hún er á lirfustig-
inu og hefur enn ekki þanið
út hina fögru vængi sína. er
lífsferill hennar haria hlykkj-
óttur, ef svo má að orði kom-
ast. Með smáum vörtu-fótum
skýtur hún upp kryppu og
teygir síðan úr sér, eins og allt
hennar líf sé undir því komið
að mæla þá vegalengd, sem
hún kemst.
Svo velnærð og bústin sem
hún er af nýútsprungnum
laufblöðunum á vorin, yrði hún
Ijúffengur biti í gogg margs
fuglsungans, ef móðir náttúra
hefði ekki gætt hana árangurs-
ríkri vöm. Fiðrildisætt þessi
greinist í margar kvíslir, sem
halda sig hver í sínu sér-
stæða umhverfi. Mýrar-mællr
inn fyrirfinnst t.d. á blöðku-
jurtum í júlímánuði, ef heppn-
in er með. Heimilisfang birki-
mælísins er geymt í sjálfu
nafni hans; en hinsvegar býr
tegund sú, er náttsvölustél
nefnist, j blöðum caprifolíunn-
ar. Þrátt fyrir stóran útlitsmun
hafa lirfurnar það sameiginlegt,
að lögun þeirra og litur fer
jafnan nákvæmlega eftir blöð-
um þeim og greinum, sem þær
lifa á. Þegar þær verða áskynja
um einhverja hættu á ferð,
soga þær öftustu vörtufætuma
fasta, teygja síðan stinnan
lirfubolinn og líkjast þannig
blaðstúf á jurt eða grein á tré.
svo furðu gegnir. Samsvörunin
við umhverfið er svo vel gerð,
að ekki aðeins höfuð og fætur
líkja eftir brumi á tré, heldur
fyrirfinnast oft á bol lirfunnar
vörtur og aðrir smáhnúðar,
sem gera eftirlíkinguna nánast
fullkomna.
Vissulega mjög innilokuð til-
vera, þetta. En hún eykur mjög
á sennileika frásögunnar um
vísindamanninn, sem átti að
baki 30 ára rannsóknir á skor-
dýrum, en lét blekkjast af
mælis-lirfu — og sótti trjá-
klippuna sína til að fjariægja
slikan „teinung" af rósarunna,
sem hann hélt sér hefði yfir-
sézt fyrr um vorið.
En eins og dæmi finnast um
ótrúlegustu dulargervi lirfanna.
þannig eru líka önnur dæmi
um fullþroska fiðrildi, sem
gædd eru hæfileikanum til að
Lirfur mælifiðrildanna eru dá-
samleg dæmi um dulargervi i
ríki náttúrunnar. Þegar þær
standa beint út í loftið i þeirri
varnarstöðu sem Iirfurnar tvær
á teikningunni cru í, er erfitt
>ð sjá mun á þeim og grein-
unum.
Jbs
líkja eftir umhverfi sinu á
mjög fullkominn hátt.
Undir sólheitum himni Af-
ríku, þar sem skordýralífið er
hvað mest og fjölbreytilegast,
lifa fiðrildistegundir, sem eru
búnar þannig vængjum, að
neðraborð þeirra \t;— það sem
upp snýr, þegar þau eru í
hvíldarstellingum — tekur á
sig lit og lögun þess umhverfis
þar sem þær eiga heima, hver
um sig. I vesturhéruðunum,
meðfram hinum rauðleitu
bökkum Senegal-fl.jótsins, eru
fiðrildin búin < samsvarandi
rauðri „floskápu". Fiðrildin í
v
s
■l
L
<