Þjóðviljinn - 23.12.1962, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Qupperneq 11
Sunnudagur 23. desember 1962 SlÐA 11 ÞJÓÐVILJINN Fyrrverandi nemendur Torfa í Úlafsdal, sem sóttu minningarhátíðina, við minnisvarðann um þau hjón. Frá vinstri: Guðjón Ás- geirsson bóndi, Kýrunnarstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu, Árni S igurðsson frá Geitaskarði, Ilúnavatnssýslu, Guðbrandur Benedikts- son bóndi, Broddancsi, Strandasýslu, Markús Torfason frá Ölafs dal, Matthías Hclgason, Reykjavík, Guðmundur Sigfreðsson frá Króki á Rauðasandi, Barðastrandarsýslu, Ólafur Skagfjörð, Þurra nesi, Saurbæ, Dalasýslu, Hjörtur Clausen, Reykjavík, Emil Tómas- son frá Clfsbæ í Bárðardal, Þingeyjarsýslu. Halldór Pálsson, Tungu í Fáskrúðsfirði, Suður-Múlasýslu. Ferð að Ólafsdal 1955 Afhjúpun minnismerkis um Ólafsdaishjónin Torfa Bjarna- son skólastjóra Guðlaugu Zakaríasdóttur fór fram á 117 ára afmæli Torfa 28. ágúst 1955. Þá voru liðin 75 ár síðan Torfi stofnaði búnaðarskólann í Ólafsdal — sem var hinn fyrsti búnaðarskóli landsins. Strax og ég vissi um fyrir- hugaða framkvæmd þessarar vel meintu og viðeigandi at- hafnar hugði ég að sækja hana, og greip mig nær barns- leg tilhlökkun, að fá þetta ein- stæða tækifæri til að heilsa upp á fomar slóðir. Eg var einn af 6 ungum mönnum sem settist í Ólafsdalsskóla vorið 1903 og fór þaðan nýbakaður búfræðingur í maíbyrjun 1905. Hér stóð því nákvæmlega á 50 árum og 4 mánuðum. Enginn af mínum sambekk- ingum mætti á þessari minn- ingarhátíð. í fögnuði mínum yfir þvi að eiga í vændum að heimsækja Ólafsdal hvatti ég marga til ferðar vestur, bæði gamla nemendur og starfsfólk sem þar hafði verið. Gaman væri að hittast aftur á hinum fomá og kæra stað. Vekja upp gleymda atburði, þó sérstak- lega að minnast hinna ógleym- anlegu. Undirtektir voru daufari en ég hugði, eða mjög svo hlið- stæðar dæmisögunni gömlu að einn var bundinn við þetta og annar við hitt og gátu því ekki mætt til hinnar ógætu kvöld- máltíðar! Dagana áður en átti að leggja upp í hina fyrirhuguðu ferð hafði ég símasamband við einn af leiðtogunum. Hann var við- mótsþýður en margt óákveðið og' laust í reipunum — og bað rmg því að hringja til síin á mbrgun og morgun þvi þá múndi hann betur vita um úr- lausnir á fyrirspurnum mínum. Einkum vildi ég vita um nátt- stað o. m. íl., sem að þessu ferðalagi laut og sem ég hélt að væri fyrirfram skipulagt. Hið framsækna og athafna- sama Breiðfirðingafélag hér í Rví'k sá okkur, sem gáfu sig fram við það fyrir góðum bíl og ágætum bílstjóra fram og til baka. _ Fararstjóri okkar, sem að Ólafsdal ætluðum, var Snæ- björn Jónsson — ,,ekki bók- sali“ var framtekið er við vor- •im kynntir Og hvað sem allri bóksölu leið reyndist Snæbjörn binn mætasti •ferðafélagi, sí kátur og upplífgandi. Svoleið- is menn eru nauðsynlegir í löngum ferfialögum. — Eg hygg að við Ólafsdælingar höf- um ekki verið hálfdrættingar talsins við aðra farþega í bíln- um. BHl þessi var áætlunarbíll um Dali. innfyrir Gilsfjörð og Eftir Emil Tómasson Emil Tómasson vestur Reykhólasveit. Áður en farið var frá Rvik var matur pantaður hjá Vig- fúsi á Hreðavatni og var því haldið þangað án tafar með jöfnum og drjúgum hraða. Er við komum þar í hlað kom Vigfús strax út að bílnum til, að tilkynna ferðafólkinu að í þetta sinn væri engan mat hjá sér að fá. Hann sagði að sér væri sveitabúskapurinn í blóð borinn og því hefði hann næma tilfinningu fyrir afkomu bændanna þegar illa gengi að þurrka heyið eins og verið hefði á þesu sumri og því lán- aði hann allt sitt lið í hinn indæla þurrk. Já, svona eiga menn að vera að hugsa um náungann eins og sjálfan sig. Veitingahúsið Bifröst er hér rétt hjá og var Vigfús búinn að umgangast að þar yrði tekið á móti okkur. Við komum í bakaleiðinni til Vigfúsar kl. rúmlega eitt á mánudagsnótt, beið hann oþk- ar þá með rjúkandi kaffi og brauð prýðilega veitt. Mun margur hafa orðið slíku feg- inn eftir Ólafsdalshrollinn. Að máltíð lokinni á Bifröst var þaldið til Dala. Aðeins komið við í Búðardal og Ás- garði. Þingmaðurinn, Ásgeir Bjarnason var sagður í Ólafs- dal, enda formaður undirbún- ingsnefndarinnar. Og í bílnum með okkur var gamall Breið- firðingur, sem einnig var i undirbúningsnefndinni — það var búnaðarfrömuðurinn Krist-... inn bóndi Guðmundsson á Mosfelli. Frá Ásgarði var svo keyrt til Svínadals og um Saurbæjarsveit til Ólafsdals. Svo stór bill gat ekki komizt að Ólafsdal því hvergi var unnt að snúa honum við. Hér niður á Eyrunum varð því að. leysa 'upp farangur þeirra er hingað fóru. Þegar komið var hér heim á Eyramar var kl. orðin 10 og mjög farið að húma. En af þvi bjart var í lofti yfir dalnum só sæmilega heim til gamla skólahússins sem bar hátt að vanda. Breiðfirðingar hafa átt mörg ágæt skáld og tel ég þar með Jón frá Ljárskógum. Hér gat vel átt við að syngja hið angurbliða lag eftir Forster og ljóð Jóns: Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys. — Kom draumanótt með fangið fullt af friði og ró. Af því óljóst var hvernig yrði með náttstað þegar heim- an var farið, greip ég með mér syefnpokann minn. svæfilinn, sápu og handklæði, sem kom sér vel. Þegar bilstjórinn rétti mér pokann niður af bílnum lagði ég hann á öxl mér og hélt svo heim til gamla heim- ilisins. Hér vorum við adeins fjórir nemendur skólans sam- ankomnir, stfm bezt sýnir hve nemendur skólans hafa verið gersamlcga áhugalausir að sækja þessa minningarhátíð og verður þeim það aldrei reiknað til lofs og dýrðar. Við héldum eins og leið ligg- ur upp eyrarnar og upp heim- reiðartröðina, það var ótrúlega lítil umbreyting að sjá nema hvað mér fannst tröðin mikið brattari en hún var áður. Eg mæddist að ganga þennan launbratta, sem aldrei kom fyrir meðan ég var hér. Senni- legá er hallinn á tröðinni ná- : kvæmlega sá sami sem áður var, en eitthvað í mér sjálfum hafi nú verið deigara en var fyrir 50 árum. Rögnvald bónda Guðmunds- son í Ölafsdal, rak í rogastanz, þegar svo margir herjuðu heimili hans og báðu gistingar. Hafði þó verið eitt sinn til hans hringt þess efnis að taka móti gestum til gistingar. en var þá vanbúinn að svara slíkri málaleita.n. Var þá silegið föstu að simtala síðar við Rögnvald. En þar sem aldrei var leitað rneir eftir þessu máli, taldi bóndi sig lausan slíkra mála. Samt fór nú svo að úr þessu vanda.máli rættist og leiddi bóndi okkur til stofu. Vitanlega er maðurinn eintóm- ur vani. Og þeim sem vanir eru hlýjum og notalegum húsa- kynnum og þægindum bæjar- lífsins finnst ekki beinl'inis notalegt að setjast inn i óupp- hitað hús, jafnvel þó veður sé sæmilegt. Sennilega er ennþá sú regla ríkjandi víða í sveit- um landsins að hita ekki upp húsin yfir sumarmánuðina, þó flesta daga rigni og stinnings kaldi fylgi með til áherzlu. enda má það kannski teljast til kveifarskapar að láta sér finnast til um gegnumsúg oc hráslaga innan húss á meðan ekki er komið frost og kaldur vetur? Við erum hér á ferð á óheppi- legum tima árs. Það er erfitt að taka á móti mörgum gestum og hlutaðeigendur alveg óvið- búnir, þar sem ekki er raflýst, nóttin orðin dimm en ljósfæri vanbúin. Þó vissi ég ekki bet- ur en hér færi vel um alla gestina og allir væru glaðir og ánægðir. Og vil ég hér með nota tækifærið og þakka þeim Ólafsdalshjónum fyrir gestrisni sína og góðan beina. — Við höfðum ekki lengi í stofu setið er húsmóðirin, Sigríður Guðjónsdóttir, leit inn og heils- aði okkur og bauð okkur til kaffidrykkju 'frammi í gömlu borðstofunni okkar skólapilta. í fyrstu vissi ég engin deili á frú þessari og mun henni hafa fundizt ég vera orðinn eitthvað kalkaður. Hún hélt því fram að við hefðum verið saman áður fyrr hér i Ólafsdal og því til sönnunar varð hún að nefna staði og stundir hvar við hefð- um saman unnið. Fór ég þá að smá rakna úr rotinu og varð nú að viðurkenna að hér var þá komin Sigga litla Guðjóns eins og hún var þá kölluð til aðgreiningar frá Siggu Brands og Siggu Baldvins og má vera fieirum. Já, Sigga var þá ekki nema 15—16 ára gömul, skörp og harðsnúin telpa. Og þá hef- ir engum til hugar komið, ekki einu sinni henni sjálfri, að fyr- ir henni lægi að verða eftir- komandi húsmóður, frú Guð- laugar, hér á gam'.a skólasetr- inu. — Það eru aðeins 18 ár síðan Guðlaug Zakaríasdóttir féil frá 92 ,ára gömul. Og um sama leyti keypti ríkið Ólafs- dalinn, jörðina og al'lar bygg- ingar fyrir 20 þús. kr. í þvi augnamiði að halda verkum Torfa áfram. Því ber ekki að neita að gaman var að koma inn í gömlu borðstofuna okkar skóla- pilta eftir 50 ára fjarveru. Loksins vorum við komnir heim, heim á gamlar slóðir. Okkur til undrunar stóð gamla matbqrðið og setubekkirnir sömu, nákvæmilega í sömu skorðum og löngu áður fyrr. Þetta vakti fögnuð okkar, að hitta hér aftur þessa fornu gripi, og létum við, göm'lu nemendurnir, engar kurteisis viðhafnarreglur um sætaskipun komast hér að, heldur tókum strax okkar gömlu sæti við borðið. Þétta vakti glaðværð og margt var rifjað upp sem hleypti af stað fjöri og keeti yfir kaffiborðinu. •—• Hér drukku með okkur menn sem unnu að undirbúningi hátíðar- innar; voru að setja niður stórt matartjald og bekki þar sem gert var ráð fyrir að borðuðu um 150 manns, eÚMdg kaffi tjald, sem aldrei kom að gagni neinu og verður nánar að því vikið síðar. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var hér til húsa og menn með honum sem unnu að niðursetningu—og frágangi minnisvarðans. Ég drep - aðeins á þetta í sambandi við það að hér var margt aðkomumanna fyrir, sem þurfti að hýsa, áður en við komum þetta umrædda kveld. — Rögnvaldur bóndi fylgdi okk- ur í háttinn upp í gamla svefn- loftið okkar. Rúmstæðin gömlu voru öll horfin. Þó gátu hús- réðendur komið því svo fyrir að við sváfum ekki á beru gólfinu, sem lítið var við að athuga fyrir þá sem höfðu með sér góða svefnpoka. — Flestir munu hafa sofnað með þá ósk á vörum að morgundagurinn yrði hlýr og bjartur sem liðinn dagur, og rigningin ‘ léti ekki sjá sig um sinn. Samt vaknaði maður við það þegar birta tók að komin var rigning og dimmt var í lofti, logn í fyrstu. síðan andvari, sem jókst þar til um kl. 10 var kominn suðvestan stinningskaldi, sem hélzt allan daginn, og gerði sitt til að gera þennan hátíðisdag að mörgu leyti leiðinlegan. Þegar skólahúsið í Ólafsdal var byggt fyrir 59 árum bar það óefað af öllum húsum í sveit á íslandi bæði að stærð og öllum glæsileik. Það er 60 feta langt og 24 feta breitt, aljárnvarið, steinlímdur kjall- ari undir, úr tilhöggnu grjóti. Þegar ég var í Ólafsdal fyrir meir en 50 árum heyrði ég það á orði haft hve mjög var vand- að til viða og smíðar á þessu húsi, enda virtist það þá sem flunkunýtt; allur þrifnaður og umgengni var l'íka á þann veg að lengra varð ekki komizt. Steingrímur ráðherra Stein- þórsson hafði nú látið sérfræð- ing athuga viði hússins og taldi hann þá að mestu ófúna enn. Einmitt vegna þess að viðir hússins eru óskemdir, vekur það énn meiri undrun að fyrir þessa einstæðu hátíð skyldi húsið ekki vera tekið til um- bóta innan, nema kjallarinn, þ. e. mála stofur og ganga og dúkleggja gólfin. Síðan Torfi dó eru 40 ár, og sennilega hef- ir lítið verið gert fyrir húsið til umbóta síðan. Öll málning er orðin mjög forn og öll þil skjöldótt, dúkar á gólfum óvið- undandi — þessvegna verður það að teljast mjög miður farið að núverandi eigendur gamla skólahússins skyldu vera það vanbúnir efnalega að geta ekki komið í framkvæmd nauðsyn- legustu lagfæringum á húsinu, sem verið hefði svo vel við eigandi og skemmtilegt fyrir þessa vel meintu minningarhá- tíð, sem fram er látin fara hinum látnu fyrirmyndarhjón- um til heiðurs, lofs og dýrðar. Mörgum mun nú segja svo hugur fyrir, að úr því lagfær- ingin fyrirfórst á húsinu ein- mitt nú fyrir þetta merkilega afmæli skólans, þá verði það tæplega gert í náinni framtí©, heldur verði þessi stórglæsilegi minnisvarði þeirra horfnu hjóna látinn niðurdragna löngu fyrr en þurfti. — Hinn mæti maður, Páll heit- inn Stefánsson frá Þverá í Þingyjarsýslu, var mikill vinur Torfa í Ólafsdal. Hann lagði um skeið mikla stund á sauð- fjárrækt og þótti þar víðsýnn og snjall. Um aldamótin réðist hann til Torfa sem fjárræktar- fræðingur og hirti sauðfé hans í tvo vetur eftir þingeyskri Framhald á bls. 13. Torfi Bjarnason GuOlaug Zakariasdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.