Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 4
4 StOA ÞJÓÐVILHNN Fösfeudöigu r 4. janúar 1963 Sérfræðingar í frjálsum íþróttum hafa verið að velta því fyrir sér hvort hinn vinsæii og snjalli há- stökkvari Valeri Brumel Ieggi fyrir sig tugþraut þeg- ar þar aö kemur. Hann tók um daginn þált í innanhússmóti í frjálsum íþróttum. I*að virðist allt benda til þcss að hann hafi mikinn viðbragðsflýti, því 30 m hljóp hann á 3,8 sek. og i langstökki fór hann 7,47, sem bendir til að hann hafi hraða, og styrk úr há- stökkinu hefur hann í fót- unum. Hann sem sagt vann báðar þessar greinar. I kúluvarpi varð hann í öðru sæti og varpaði kúlunni 15,07 m. + Sænska skautadrottningin Ann Frei hefur æft sig vel fyrir Evrópumeistaramótið og heimsmeistaramótið í list- hlaupi á skautum. Nýlegatók hún þátt í vígslu nýrrar skautahallar í London og er myndin tekin við það tæki- færi. Ann Frei er aðeins tví- tug að aldri. Myndin er af finnska skiða- kappanum Ero Mántyranta. -jb- Heimsmeistaramót stúd- enta í handknattleik hófst í Svíþjóð á nýársdag. Norska liðið, sem nær eingöngu er skipað landsliðsmönnum, tap- aði fyrsta Ieik sínum gegn Rúmenum — 22:11. Rúmcnar höfðu mikla yfirburði, og eru þeir taldir líklegastir sigur- vegarar í mótinu. Rúmenar sigruðu einnig á siðasta heims- meistaramóti í handknattleik 1961. 'ír Danski knattspyrnumað- urinn Harald Nielsen hefur fengið tilboð um að fara til annars félags, þegar samning- ur hans við Bologna rennur út 1. Júlí í ár. Nielsen gerðist atvinnumaður í knattspyrnu eftir olympíuleikana í Róm 1960. Hann hefur skoraö flest mðrk allra á yfirstandaudi knattspyrnutímahili á ftaliu. Upphæðin sem boðin er í Nielsen er sú hæsta sem boð- in hefur verið í knattspyrnu- mann frá Norðurlöndum — 4,5 milljónir króna. Nielsen, sem er 23 ára gamall, hefur enn ekki ákveðið hvort han.i muni taka fcilbodinu. + Eero Mántyranta, finnski skíðakappinn sem sigraði í 3C km göngu i síðustu heims- meistarakeppni, er einnig í mjög góðri æfingu nú. Á ný- ársdag sigraði hann í 15 km göngu með yfirburðum og voru þó allir beztu göngumenn Finnlands í keppninni. Keppn- in fór fram í Kyyjárvi í grennd við Vasa í Vestur- Finnlandi. Vcikko Hakulinen varð nú að láta sér nægja að keppa í „old boys”-fIokki. Hann sigraði með yfirburðum á tíma sem hefði nægt honum til að ná 11. sæti i úrvals- flokknum. Ann Frei. 70 lönd munu taka bátt í knattspyrnukeppni OL Zflrich 3/1 — Samtals 70 lönd hafa tilkynnt þátttöku í knatt- spymukeppni olympiuleikanna 1964, segir í frétt frá Alþjóö i- knattspyrnusambandinu. Þar sem aðeins 16 lönd geta samkvæmt reglunum sent lið í sjálfa olympíukeppnina í Tokió. er nauðsynlegt að láta úrtöku- keppni fara fram. Olympíu- nefnd Alþjóða-knattspymusam- bandsins kemur saman til fund- ar í Kairó seint í þessum mán- uði til þess að raða niður leiki- um í undankeppnina. Þessi lönd hafa tilkynnt þátt- töku (Frestur til að skila þátl- tökutilkynningum er útruna- inn); Albanía, A- og V.-Þýzka- land, Hollenzku Vestur-Indíur. Saudi-Arabía, Argentína, Ástr- alía, Burma, Brasilía, Búlgaria Ceylon, Chile, Formósa, Koi- umbía, Norður-Kórea, Suð'ir- Kórea, Dahomey, Danmörk, Eg- yptaland, Spánn, USA, Etíóp- fa, Ekvador, Finnland, Frakk- land, Ghana, Bretland, Grikk- land, Ungverjaland, Indland, Indónesía, Iran, Island, ísraei Italía, Kenya, Líbanon, Líber- ía, Luxemburg, Malaja, Mai- okkó, Mauritius, Mexíkó, Nig- ería, Uganda, Pakistan, Pan- ama, Paraguay, Holland, Perú Filippseyjar, Pólland, Suður- Hhodesia, Rúmenía, Senegal, Singapore, Súdan, Svíþjóö, Sviss. Suriname, Tékkóslóvak- ía, Thailand, Togo, Túms Sovétríkin, Júgóslavía, Tyrk- land og Vietnam. ★ Vesturþjóðverjar og Finnar munu heyja landskeppni , frjálsum íþróttum í Bremen á næsta ári. Á næsta ári keppa Vestnrþjóðverjar einnig við Bandaríkjamanna í frjálsíþrótt- um. Karlakeppnin fer fram í Hannover 1. og 2. ágúst, en kvcnnakeppnin í Braunsehweig 31. júli. 14 hoxarar biðu bana árið 1962 14 hnefaleikarar biðu bana i keppni á síðasta ári, segir í frétt bandaríska hnefaleika- tímaritsins „The Ring”. 10 hinna föllnu voru atvinnumenn. ★ Ritstjóri tímaritsins, Nat Fleischer, útnefnir „hnefaleik- ara ársins” og þá sem næstir honum koma. Nr. 1 að áliti ritstjórans er heimsmeistarinn í millivigt, Dick Tiger. Nr. 2 er heimsmeistarinn í veltivigr, Emile Griffith. Heimsmeistar- inn í þungavigt, Sonny Liston, verður að láta sér nægja þriðja sætið, og þar ó eftir kemur Cassius Clay. Silfurverðlaun Tékka í HM í knattspyrnu Ovæntasti í viðburðurinn 1962 Hvaða íþróttaviðburð teljið þér hafa kom- ið mest á óVart á árinu 1962? Þannig hljóð- aði spurning sem lögð var fyrir þekktustu íþróttafréttaritara sósíalisku ríkjanna í lok ársins. Hér á eftir koma svörin. Hver fréttaritari telur upp þrjá ó- væntustu atburðina að eigin á- liti: Radu Calorastanu Búkarest: 1. Sigur japönsku stúlknanna í . heimsrneistarakeppninni í blaki, sem batt enda á margra ára sigurgöngu sovézku stúlkn- anna í . þessari grein. 2. Tvqfaldur sigur Frakka i 100 m hlaupi Evrópumeistara- mótsins í Belgrad. Reiknaði ekki með öðru en þýzkum eða pólskum sigri. 3. Sigur Olgu Orban-Szabos í heimsmeistarakeppni í skylm- ingum kvenna. Sigurinn var ó- væntur þar sem fjórar sovézk- ar stúlkur komust í úrslitin. loan Chirila Búkarest: 1. Silfurverðlaun Tékka i heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu. 2. Heimsmet Ter-Ovanesians í langstökki, þar sem Bahda- ríkjamenn hafa verið einráðir um áratugi. 3. Ósigur Pattersons með rot- höggi í fyrstu lotu. Pasja Michalev Moskvu: 1. Sigur Edwards Sdobnik- ovs (Sovétr.) í heimsmeistara- keppninni í nútíma fimmtar- þraut, sem fram fór í Mexíkó City. Enginn hafði reiknað með þeim úrslitum. 2. Það afrek Tékka að kom- ast í annað sæti í heimsmeist- arakeppninni i knattspymu. 3. Heimsmet áströlsku stúlk- unnar Dawn Fraser í 100 m skriðsundi — 59,9 sek. Hvern hefði dreymt um að stúlka ætti eftir að synda þessa vegalengd undir einni mínútu? I. Davidek Prag: 1. Silfurverðlaun Tékka í heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu. 2. Heimsmet Finnans Nikula I stangarstökki — 4,94 m. 3. Það að Uruguaymenn skyldu ná þriðja sæti sveita- keppni á hein.smeistaramótinu í hjólreiðum. Jan Poppan Prag: 1. Afrek Valeri Brumel í há- stökki. 2. Silfurverðlaun Tékka í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. 3. Heimsmet Sin Kin Dan i 400 m hlaupi kvenna — 51,9 sek. Isívan Becs Budapest: 1. Það að Tékkar skyldu kom- ast í úrslitaleikinn gegn Brasil- íu í HM í knattspymu. 2. Tími bandarísku stúlkunn- ar Caroline House í 1500 m skriðsundi kvenna. Þetta afrek þætti gott í fremstu röð karla. 3. Sigur japönsku stúlknanna í heimsmeistarakeppninni í blaki. Endre Tabak Budapest: 1. Silfurverðláun Tékka á HM í knattspymu. 2. Sigur Júgóslavans Ceracs í heimsmeistarakeppnintti í fim- leikum. 3. Heimsmet Dawn Frasers i 100 m skriðsundi kvenna — 59,9 sek. Vihtor Sinicyn Moskvu: 1. Afrek Valeri Brumels. 2. Silfurverðlaun Tékka á HM í knattspymu. 3. Hæfileikar Frakkans Mich- el Jazy til að halda sér í góðu keppnisformi. Alexander Jasnikov Sofia: 1. Sigur Júgóslava (1:0) yfir Ungverjum í knattspyrnukeppni í Búdapest. Það voru 30 ár liðin síðan Júgóslavar unnu knattspymusigur í Ungverja- landi. 2. Sigur Tékka (6:0) yfir Austurríkismönnum í lands- keppni í knattspymu í Vínax-- borg. 3. Tvöfaldur sigur Frakka í 100 m hlaupi á EM í Belgrad. Eszua Almalech Sofia: 1. Að Sovétmönnum skyldi ekki takast að komast í fjög- urra liða úrslitin á HM í Chile. 2. Sigur Piquemals í 100 m hlaupi á EM f Belgrad. 3. Að bandarískum lyftinga- mönnum skyldi ekki takast að vinna ein einustu gullverðlaun í heimsmeistarakeppninni í lyft- ingum í Búdapest. Hans Joachim Fibelkorn Berlín: 1. Silfurverðlaun Tékka í HM í knattspymu. 2. Bronzverðlaun Uruguay- manna á heimsmeistarakeppn- inni í hjólreiðum (100 km sveit- arkeppni). Berlín: 3. Afrek Brumels í hástökki. Klaus Ulrich Berlín: 1. Silfurverðlaun Tékka í heimsmeistarakeppninni 1 knattspymu. 2. Heimsmet Bandaríkja- mannsins Colonnys í sleggju- kasti — 70,66 m. 3. Sigur tékkneska parsin* Framhald á 10. síðu. Recknageler stöðugt fremstur Tímarit vesturþýzka skíðasambandsins „Ski” út- nefnir Austurþjóðverjann Helmut Recknagel bezta skíðastökkvara heims 1962. Telur ritið hann hafa átt þennan titil þrjú síðustu árin í röð, og er víst eng- inn á öðm máli. Tímaritið styður álit sitt mjög við skýrslu júgóslav- neska íþróttaskýrslufræð- ingsins Marko Rozman. Næstir Recknagel koma Norðmaðurinn Engan, þá Austurríkismaðurinn Egger og síðan Vesturþjóðverjam- ir Bolkart og Happle. Helmut Recknagel á afar glæsilegan keppnisferil að baki og hefur hann sýnt fá- dæma öryggi og yfirburði í skíðastökki um árabil. Hann sigraði á síðustu ol- ympíuleikum og sömuleið- is í síðustu heimsmeistara- keppni. Ármenningar — Glímnmenn! Glímuæfingar Glímufélagsins Ármanns hefjast að nýju í kvöld eftir jólahléið. Fyrsta æfingin hefst kl. 7 í kvöld f íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Eldri sem ýngri glímufélagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnix’. Glímudeild Ármanns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.