Þjóðviljinn - 05.01.1963, Page 5
Laugardagur 5, janúar 1963
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA g
ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS
Skipulagning fyrir alþýðu
eða auðmannastéttina
Eitt það scm Alþýðuflokkur-
inn telur einkum núverandi
ríkiéstjórn til gildis er það að
hún hafi ákveðið að fram-
kvæma það stefnumál Alþýðu-
flokksins að taka upp áaetlun-
arbúskap á Isiandi!
Það vantar ekki að ráðherrar
og stjórnarblöðin hafi þvælt
heil ósköp um þessa væntan-
legu áætlun og skipulagningu
á þjóðarbúskapnum. En jafn-
framt hefur áætlunargerðin
veríð dregin svo á langinn, að
nú eru ekki eftir nema nokkr-
ar vikur af síðasta þingi bess
kjörtímabils, sem afturhalds-
stjórn Ólafs Thórs fer með völd.
Það ér því augljóst að af hin-
um margrómaða áætlunarbú-
skap núverandi ríkisstjórnar
verður nákvæmlega ekkert,
nema ef ráðherrarnir og sér-
fræðingar þeirra innlendir og
útlendir rcyna að sulla saman
einhverju kosningaáróðurs-
plaggi. einhvers konar drögum
að áættun, sem ekki gæti komið
að neinu leyti til framkvæmda
á bessu kjörtímabili.
Og skyldi Sjálfstæðisflokkur-
inn hugsa sér að framkvæma
hinar gömlu hugmyndir AI-
þýðuflokksins um áæflunarbú-
skap með þeirri skipulagningu
sem fyrirhuguð er?
I umræðunum á Alþingi um
frumvarp Einars Olgeirssonar
um áætlunarráð ríkisins nú
rétt fyrir þinghléið tók Einar
þá hlið málsins til meðferðar
í svarræðu sinni til Gylfa Þ.
Gíslasonar, og Iagði þunga á-
herzlu á að skipulagningin ein
þyrfti ekki að þýða sigur fyr-
ir alþýðu landsins, heldur gæti
skipulagning orðið til þess að
herða tök auðvalds'ins á þjóð-
arbúskapnum.
Ræðu Einars var enn ekki
iokið síðast þegar málið var á
dagskrá, rétt fyrir jólin, en hér
fer á eftir endursögn á einum
kafla hennar.
Einar hæddist að þeirri hug-
mynd Gylfa að núverandi rik-
isstjóm væri sem óðast að fram-
kvæma hugsjónir Alþýðuflokks-
ins. Spurði hann hvort það væri
samkvæmt beim hugsjónum að
núverandi ríkisstjórn hefði svipt
alþýðu réttinum að fá greidda
visitöluuppbót á kaup, eða hvort
það væri framkvæmd á hug-
sjónum Alþýðuflokksins að
stela ávinningnum af alþýðu
með gengislækkun ef tekizt
hefði að hækka kaup í verk-
fallsbaráttu, og lauma inn með
stiómarskrárbroti ákvæði um
að gengisskráningarvald;ð
skyldl tekið af Alþingi.
★
Um áætlunarbúskapinn sagði
Einar m.a.:
Það er hægt áð gera tvennt
með því að koma á sterkum
tökum ríkisins og skipulagningu
á þjóðarbúskapnum. Annars
vegar er hægt að nota slíkt
kerfi til að styrkja tök einok-
unarauðvaldsins á þjóðarbú-
skapnum. Skipulagningin sjálf
er atrlði. sem einkennir allt
atvinnulíf á tuttugustu öldinni.
og það meir en á nokkurri lið-
inni öld. Qkkar öld er öld sós-
íalismans annars vegar og hins
vegar öld einokunarauðvaldsins,
öld hinna gífurlegu einokunar-
hringa, sem nú ráða lögum og
lofum í löndum eins og Banda-
ríkjunum, Bretlandi, V-Þýzka-
landi og öðrum auðvalds-
löndum. Aðaleinkenni slíkra
hringa er hin gífurlega skipu-
lagning sem þessir hringar hafa.
skipulagning til þess að þeir
geti gleypt smáu fyrirtækin eða
troðið þau undir fótum, og
einnig til þess að geta barizt
gegn öðrum stórhringum.
Eigi að koma á sterkari tök-
um einokunarauðvalds á ríkis-
búskap, er það að sjálfsögðu
hægt með ýmsu móti. Það er
t.d. hægt með því að einokun-
arauðvald, sem hefur líka póli-
tísk völd, ráði einnig ríkis-
reknu atvinnufyrirtækjunum.
Þetta hefur komið greinilega
fram hér á landi undanfarið.
Þegar verkamenn hafa átt í
verkföllum, lætur það auðvald
sem ræður ríkisstjóminni ríkis-
reknu fyrirtækin standa með
einkaatvinnurekendum í verk-
föllum. Það urðu þannig hörð
átök 1961 við Síldarverksmiðj-
ur ríkisins, og ekki annað
sýnna en að ríkisstjómin ætl-
aði að stöðva ríkisverksmiðj-
urnar og hindra að þær gengju
að samningum, sem meira að
segja margir atvinnurekendur
höfðu gengið að. Með öðrum
orðum: Verið var að hagnýta
valdið yfir þessum ríkisreknu
fyrirtækjum fyrir einokunar-
auðvaldið í landinu.
Það var ekki verið að berj-
ast fyrir slíku þegar- Alþýðu-
flokkurinn og öll verkalýðs-
hreyfingin var upphaflega að
berjast fyrir ríkisrekstri. Það
var verið að berjast fyrir því
að koma upp fyrirtækjum, sem
sýndu verkamönnum sanngirni,
hjálpuðu þeim til að hækka
kaupið.
★
Einnig á annan hátt er hægt
að nota tök einokunarauðvalds-
ins á ríkisvaldinu gegn alþýðu,
t.d. með beitingu bankavalds-
ins.. Það hefur hvað eítir. ann-
að verið gert í vinnudeilum
hérlendis, að bgnkarnir hafa
beinlínis verið notaðir í bágu
auðvaldsins. Bankarnir hafa
verið látnir birgja auðmennina
að fé meðan þeir stóðu í verk-
falli, eða hlífast við að ganga
að atvinnurekendum. Þess eru
jafnvel dæmi að ríkisbankarnir
hafa verið látnir ýta undir at-
vinnurekendur að vera harð-
vítugri í kaupdeilum.
Var það slíkt sem verkalýðs-
hreyfingin barðist fyrir þegar
hún vildí að bankarnir yrðv
eign ríkisins? Nei. það var ger<
í þeirri von. að ríkið ætti jafn-
vel að vera vörður réttinda al-
þýðunnar.
★
En hvað gerir svo Alþýðu-
flokkurinn? Nú vantar hann
ekki vald, hefur meira að segja
bankamálaráðherrann. En Al-
býðuflokkurinn lætur sér það
ekki einungis vel líka að ríkis-
reknum fyrirtækjum og ríkis-
bönkunum sé beitt gegn verka-
mönnum í verkfallsbaráttu. Svo
’ að segja daginn eftir að verka-
menn hafa sigrað í verkfalls-
baráttu lætur Alþýðuflokkurinn
bankavaldið Iækka gcngið til að
ræna vinningnum af verka-
mönnum, og hafði þó óður orð-
ið að fremja stjórnarskrárbrot
til að afhenda gengisskráning-
arvaldið úr hendi Alþingis.
' Það eru ekki svona tök á
ríkisvaldinu sem alþýðan hefur
verið að berjast fyrir. Um
skipulagningu þjóðarbúskaparins
hlýtur alþýðan að spyrja fyrst
af öllu: Fyrir hvcrn er skipu-
lagt? Ef það á að vera þáttur
í skipulagningu Alþýðuflokks-
ins að láta lækka gengið um
13%, koma á þeim vinnuþræl-
dómi sem nú þjakar íslenzka
alþýðu, lækka kaupgetu tíma-
kaupsins úr 100 í 83, þá er
það skipulagning sem einungri
er til góðs fyrir auðvaldið f
landinu.
Hins vegar er sá áætluna*-
búskapur sem við ber.iumst fy-
ir. sem verkalýðshreyfingin
íslandi hefur barizt fyrir o'-
sem Alþýðuflokkurinn barðist
fyrir meðan hann var og hét,
áætlunarbúskapur til að styrkja
tök verkalýðsins og annarra
vinnandi stétta á þjóðarbú-
skapnum, til þess að hægt væri
með því móti að bæta lífskjör
fólksins, m. a. með því að efla
iðnaðinn miklu hraðar en auð-
valdið hefði getað gert, og yfir-
leitt til þess að hraða öllum
þeim ráðstöfunum í atvinnulíf-
Eru þeir Emil, Gylfi og Guð-
mundur 1. að fratnkvæma hug-
sjónir Alþýðuflokksins þegar
þeir í samvinnu við svartasta
íhaldið setja gerðardómslög
gegn sjómönnum, afnema vísi-
tölugreiðslur á kaup, og mis-
beita ríkisvaldinu til að stela
ávinningi verkamanna af harðri
verkfallsbaráttu með gengis-
lækkun?
inu sem þarf að gera til þess
hægt sé að bæta kjör alþýðu.
fyrirtæki yrðu þar í meirihluta.
Og hvað sagði Alþýðublaðið
þegar þetta gerðist? Það sagði
að þarna hefði þessi forystu-
maður Sjálfstæðisflokksins
neyðzt til þess að gera sósíal-
istíska ráðstöfun með því að
láta ríkið taka einokun á salt-
fiskútflutningnum, og fagnaði
þessu mjög. Ég er samt hrædd-
ur um að Alþýðuflokkurinn
hafi átt eftir að reka sig á það
á næstu árum og flestir for-
ingjar hans skilið að það er
ekki sama til hvers ríkisrekst-
ur er tekinn upp. Það er hægt
að taka hann upp til þess að
bjarga gjaldþrota auðvaldsfyr-
irtækjum en líka hægt að taka
hann upp til þess að bæta kjör
verkalýðsins. En Gylfi Þ. Gísla-
son hefur sýnilega ekkert lært
af reynslunni undanfarna ára-
tugi, ekkert lært af þeim vit-
leysum sem Alþýðuflokkurinn
hefur gert. Og þá er ekki von
að vel fari.
I dag heldur Gylfi því fram
að fyrst ríkisstjómin er með
einhverja áætlun fyrirhugaða,
hljóti það að vera í anda þeirr-
ar hugsjónar sem Alþýðuflokk-
urinn barðist fyrir áður fyrr!
Mér sýnist það þveröfugt. AUt
sem þessi ríkisstjórn hefur
framkvæmt til þessa virðist
miða að því að skerða lífskjör
alþýðunnar og efla tök ein-
okunarauðvaldsins á þjóðarbú-
skapnum. Hitt er annað mál og
mál sem við getum orðið sam-
mála um að skipulagning þjóð-
arbúskaparins, planökonomi, sé
sjálfsagður hlutur á vorum.tím-
um. En má ég. þá um leið
minna ráðherrann á hvað það
er sem samstarfsflokkur hans
er að boða. Það sem Morgun-
blaðið er að prédika í sífellu
er að algjört verzlunarfrelsi sé
það eina nauðsynlega, stjórn-
leysið í verzluninni og atvinnu-
lífinu sé það ákjósanlegasta.
Það hefur verið boðskapur
Sjálfstæðisflokksins öll þessi ár
að nú eigi að fara að ganga
sporin til baka, til Manchester-
fyrirkomulagsins, til hinnar al-
frjálsu verzlunar! Þetta var
boðað sem fagnaðarboðskapur
Sjálfstæðisflokksins í kosning-
unum 1959. Það eru að vísu
einungis villtir draumar brask-
ara, og skiljanlegt að verzlun-
arauðvaldið á íslandi láti sig
dreyma eitthvað slíkt. En bað
á enga stoð í veruleikanum.
★
★
En þessi hugsanaruglingur er
ekki nýr í kollum Alþýðuflokks-
manna. Ég minnist þess að seint
á árinu 1932 var Ölafur Thórs
um skeið dómsmálaráðherra og
atvinnumálaráðherra, í forföll-
um Magnúsar Guðmundssonar.
Hvað gerðist þá? Það var
kreppa. Þá voru útvegsmenn að
fara á hausinn, líka þeir
stærstu, Kveldúlfur og Alliance,^
og ef þeir hefðu farið á haus-
inn hefði Landsbankinn Hka
farið á hausinn, það var allt að
fara á hausinn.
En hvað gerðist þá? Ólafur
Thórs notaði ráðherravald sitt
til þess að setja á einokun á
saltfiskútflutningnum, og það
var frá hans sjónarmiði skyn-
samleg ráðstöfun, þvi sú ráð-
stöfun gaf Kveldúlfi og Alli-
ance ráðin yfir öllum saltfisk-
útflutningi frá Iandinu. Þannig
var með öðrum orðum tekinn
upp eins konar ríkisútflutning-
ur á saltfiski og þessi ríkisút-
flutningur falinn í hendur til-
teknu fyrirtæki sem stofnað
var og nefnt Sölusamband í-s-
‘-'nzkra fiskframleiðenda. I því
Vrirtæki var atkvæðisrétturinn
niðaður við þorsktonn svo
öruggt væri að þessi tvö stóru
Þróað iðnaðarauðvald í hvaða
landi sem er heimtar meiri
skipulagningu. Það er þess eðli
og á því byggjast framfarimar.
Undan því verður að láta, eigi
ekki þjóðfélaginu að fara aftur.
En það sem máli skiptir er
þetta: Fyrir hvern á skipu-
lagningin að verða? Fyrir auð-
mannastéttina eða fyrir alþýð-
una?
Fálkiim
á næsta
blaðsölu
staö
HOSGÖGN
Fjöibreytt úrval.
Póstsendum,
Axel Eyjólísson
Skipholti 7. Sími 1011?.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
HVERT STEFNIR
FRAMSÓKN?
j fyrsta tölublaði Tímans í ár birti ritstjórinn,
Þórarinn Þórarinsson, grein um hinn óhóflega
vinnutíma á íslandi. Viðurkenndi ritstjórinn þar
það sem Þjóðviljinn hefur löngum bent á einn
blaða, að vinnuþrælkunin er stórfellt félags-
legt' vandamál og brýnasta viðfangsefni alþýðu-
samtakanna. Þórarinn kvaðst meira að segja
vera orðinn óþolinmóður og spurði af þjósti:
,,En ætla íslenzk verklýðshreyfing og íslenzkir
launþegar að una því möglunarlaust nú, þegar
tæknin og vélarnar hafa komið til sögunnar og
vinnutíminn styttist hvarvetna annarsstaðar?
Á verklýðshreyfingin ekki lengur neinn Héðin
Valdimarsson og Jón Baldvinsson? Á hún bara
Emil og Gylfa, sem hjálpa Ólafi Thors við að
koma á aftur ástandi hinna „gömlu góðu daga“?“
Jjað er einkennilega að orði komizt að tala um
að verklýðshreyfingin „eigi“ Emil og Gylfa
sem hafa komið fram sem andstæðingar henn-
ar um langt skeið. Þetta er þeim mun kynlegra
sem nýlega er lokið þingi Alþýðusambands ís-
lands þar sem hörð átök urðu og vinstrimenn
fóru með sigur af hólmi. Sá meirihluti sem þar
tók að sér forustu verklýðssamtakanna nýtur
stuðnings AÍþýðubandalagsins og Framsóknar-
flokksins. Ritstjóri Tímans er því enginn áhorf-
andi að baráttu verklýðshreyfingarinnar, hann
hefur tekið á sig ábyrgð. Áður en hann ber upp
spurningar við andstæðinga alþýðusamtakanna
um forustu þeirra, ætti hann að spyrja sjálfan
sig og sinn flokk, hvers megi af þeim vænta í
baráttunni fyrir sómasamlegu kaupi og hófleg-
um vinnutíma.
jþessar spurningar eru þeim mun nærtækari
sem augljóst er að til þess að árangur náisf
þurfa fagleg barátta og stjórnmálabarátta að
íylgjast að. Þegar verklýðshreyfingin heyr ein-
vörðungu faglega barátíu en andstæðingar henn-
ar sitja í stjórnarstólum eru verklýðsfélögin fyrr
eða síðar rænd hverjum sigri sem þau vinna.
Eigi að verða veruleg umskipti í kjaramálum
verkafólks þarf mjög víðtækar stjórnmálaráð-
stafanir. Er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn
til þvílíkra ráðsfafana? Er Framsóknarflokkur-
inn reiðubúinn til samvinnu' við Alþýðubanda-
lagið í því skyni að ná meirihluta í næstu kosn-
ingum og framkvæma síðan þær þjóðfélags-
breytingar sem tryggja hóflegan vinnutíma og
viðunandi kjör verkafólks?
'J'íminn svarar þessum spurningum daglega
neitandi; hann lýsir æ ofan í æ y'fir því að
samvinna við Alþýðubandalagið komi ekki til
greina. Eigi að faka þau svör gild er umhyggja
sú sem Þórarinn Þórarinsson þykist gagntekinn
af einber hræsni. Hann er þá aðeins að reyna
að afla flokki sínum fylgis á röngum forsend-
um — í því skyni að tryggja sér síðan sess við
hlið Emils og Gylfa og „hjálpa Ólafi Thors við
að koma á ástandi hinna gömlu góðu daga“.
— m.