Þjóðviljinn - 05.01.1963, Page 8

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Page 8
g SÍÐA Þ.TOÐVILJINN Laugardagur 5. janúar 1953 ★ í dag er laugardagur 5. janúar. Símon munkur. Tungl í hásuðri klukkan 20.55. Ár- degisháflæði kiukkan 1.03. Síðdegisháflæði kl. 13.38. tií minnis ★ Næturvarala vikuna 30. des til 5. jan. er i Vestur- bæjarapóteki, sími 2-22-90. ★ Neyðarlæknir vakt alla daga nema laugardaga kl. 13 — 17. Sími 11510. ★ Slysavarðstofan í heilsa- vemdarstöðinni er opin allan sólarhringinn. næturlæknir á sama stað kL 18—8. sími 15030. ★ Slökkviliðið og sjúkrabif- reiðin sími 11100. ★ Lögreglan sími 11166. •fr Holtsapótek og Garðsapó- tek eru opin alla virka daga kl. 9—19. laugardaga kl. 9— 16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnar- firði sími 51336. ★ Kópavogsapótek er > ið alla virica daga kl. 9.15—20 laugardaga kl. 9.15—16. sunnudaga kl. 13—16, ★ Keílavíkurapótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ títivist barna. Böm yngri en 12 ára mega vera úti til kl. 20.00. böm 12—14 ára til kl. 22.00. Bömum og ungling- um innan 16 ára er óheimill aðgangur að veitinga- dan> og sölustöðum eftir kl. 20.00. söfnin ★ Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. laugardaga kl. 4—7 e.h. og sunnudaga kl. 4—7 e.h. ★ Þjóðminjasafnið og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga. briðjudaga. fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 — 16. ★ Bæjarbókasafnið Þing- holtsstræti 29 A. simi 12308 Útlánsdeild. Opið kl. 14—22 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 14—19. sunnu- daga kl. 17—19. Lesstofa Opin kl. 10—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10 —19. sunnudaga kl. 14—19 Otibúið Hólmgarði 34. Onið kl. 17—19 alla virk^ J"',a nema laugardaga Hofsvallagötu 16 ' 17.30—19.30 alla v; nema laugardaga. ★ Tæknibókasafn IMt-í opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19 -ir Listasafn Einars Jónsson- ar er lokað um óákveðinn tíma. Krossgáta Þjóðvilians ★ Nr. 65. — Lárétt: 1 orr- usta, 6 mynt (Biblíuorð), 8 gerði voð, 9 forsetning, 10 kvenmannsnafn, 11 bindindis- samtök, 13 tónn, 14 les hægt, 17. læsingar. Lóðrétt: 1 efni, 2 líkamshluti, 3 lærður, 4 samstæðir, 5 óhreinka, 6 karl- mannsnafn, 7 ekki þessar, 12 skítverks, 13 skip, 15 keyr, 16 á fæti. ★ Minjasafn Reykjaví'u'r Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. ★ Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 og 14—19. ★ Ásgrímssafn Bergstaða- stræti 74 er opið briðjudaga fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. ★ Bókasafn Kópavogs. Útlán þriðjudaga og fimmtudaga 1 báðum skólunum. ★ Landsbókasafnið. Lestrar- salur opinn alla virka daga klukkan 10-12, 13-19 og 20-22. nema laugardaga klukkan 10- 12 og 13-19. Útlán alla virka daga klukkan 13-15. skipin ★ Hafskip. Laxá fór frá R- vík 2. þ. m. til Cuxhafen. Rangá fór frá Eskifirði 4. þ. m. til Rússlands. ★ Skipadcild SlS. Hvassaíell fór í gær frá Stettin áleiðis til Reykjavíkur. Arnarfell fór 3. þ.m. frá Siglufirði áleiðis til Finnlands. Jökulfell fer 5. þ.m. frá Aarhus áleiðis til R- víkur. Dísarfell losar á Breiðafirði. Litlafell fer í dag frá Hafnarfirði til Siglufjarð- ar. Helgafell er á Sauðárkróki. Hamrafell er væntanlegt til Batumi 11. þ.m. Stapafell fór 3. þ.m. frá Akranesi til Norð- fjarðar og Rotterdam. ★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. fer frá Vestmannaeyjum kl. Esja er í Álaborg. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Þyrill er væntanlegur til Vestmannaeyja í kvöld frá Rotterdam. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Breiðafjarðarhöfnum. Herðubreið er á Austfjörðum. ★ Jöklar. Drangajökull fór í gær frá Keflav. fór til Brem- erhafen, Cuxhafen, Hamborg- ar og London. Langjökull fór 3. þ.m. frá Akranesi til Wism- ar og Gdynia. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum í gær til Grimsby og Rotterdam. flugið ★ Millilandaflug Loftleiða. Leifur Eiríksson er væntan- legur frá N.Y. kl. 6.00. Fer til Lúxemborgar kl. 7.30; kemur til baka frá Lúxem- borg klukkan 24.00 og fer til N.Y. klukkan 01.30. Þorfinn- ur karlsefni er væntanlegur frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Osló kl. 23.00; fer til N.Y. klukkan 00.30. ★ Millilandaflug Flugfélags íslands. Hrímfaxi fer til Berg- en, Osló, Kaupmannahafnar kl. 10.00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 16.30 á morgun. Innanlandsflug. 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsavík- ur Egilsstaða, Vestmannaeyja og ísafjarðar. Á morgun er á- æltað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. í dönskum eyrum ★ Morgunblaðið skýrir frá því, að Pedersen í Danmörku telji kvæðabók Hannesar Pét- urssonar bók ársins á íslandi: Hafa kvæði hans á ný hlotið fólksins dóma, tveimur dönskum eyrum í allra bezt þau hljóma. P. Pedersen Three Horses. félagslíf ★ Ármenningar! Skiðafólk! Farið verður í Jósefsdal n.k. laugardag 5. þ.m. klukkan 2 og 6 e.h. og sunnudag 6. þ.m. klukkan 10 og 1. Dráttarvélin Jósef dregur fólk og farangur upp í Dal. Upplýst brekka og skíða- kennsla fyrir alla. — Ódýrt fæði á staðnum. — Stjórnin. ★ Kvcnfclag Laugarnessóknar heldur nýársfund mánudaginn 7. janúar klukkan 8.30 í fundarsal félagsins, Spilað verður bingó. Mætið stund- víslega. Syngur í Gamla bíói á morgun Á morgun klukkan þrjú heldur Gestur Guðmundsson tenórsöngvari söngskemmtun í Gamla Bíó Hann hefur ver- ið við nám í Þýzkalandi síð- astliðin þrjú ár. Hér sézt hann ásamt undirleikaranum, Guð- rúnu Kristinsdóttur. ANGMAGSSAUKí utvarpid 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 Vikan framundan. 16.30 Danskennsla. 17.00 Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Todda í Blágarði“. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 20.00 Leikrit: „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. flutt af Leikfélagi Reykjavíkur og hljóðritað í marz 1350. Músík eftir Pál Isólfsson leikin af útvarpshljóm- siæitinni. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Höfund- urinn les prologus. 22.25 Danslög. — 24.00 Dag- skrárlok. happdrætti ★ Bíll á 5248. Dregið hefur verið hjá borgarfógeta í bíla- happdrætti Karlakórs Reykja- víkur. Vinningurinn, Opel- record fólksbifreið, kom á miða nr. 5248. Styrkir til háskólanáms og rannsókna erlendis ★ Klukkan ellcfu árdegis í gær var austan eða norð- austan gola um allt land, sums staðar snjómugga, en annars staðar heiðrikt. messur ★ Langholtsprestakall. Barna- guðsþjónusta klukkan 10.30. Messa klukkan 2. Séra Árelíus Níelsson. ★ Kópavogskirkja, Messa kl. 2. Séra Gunnar Árnason. ★ Hallgrímskirkja. Baraa- guðsþjónusta kl. 10. Messa kl. I. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 5. Séra Jakob Jóns- son. ★ Laugameskirkja. Bama- samkoma kl. 10.15 f.h. Engin síðdegismessa. Séra Garðar Svavarsson. ★ Fríkirkjan i Hafnarfirði. Fermingarbörn í vor og 1964 eru beðin að koma til viðtals í kirkjunni kl. 11 á sunnudag (6. jan.) Séra Kristinn Stef- ánsson. ★ Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Engin sið- degismessa. Barnasamkoma í Tjarnarbæ kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. ★ Háteigssókn. Bamasam- koma í Sjómannaskólanum ki. 10.30 árdegis. Séra Jón Þor- varðsson. árnaðaróskir ★ Meðal fjölda ámaðaróska, sem forseta íslands bárust á nýársdag, voru kveðjisr frá þessum þjóðhöfðingjum: Urho Kekkonen, forseta Finnlands, Ólafi V Noregs- konungi, Friðrik IX Dana- konungi, Gústaf VI Adolf Svíakonungi, Breshnew for- seta Sovétríkjanna og Krúst- joff forsætisráðherra, Dr. Heinrich Liibke, forseta Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, Eamon De Valern, forseta Ir- lands, Charles de Gaulle, for- seta Frakklands, Francisco Franco, ríkisleiðtoga Spánar, Antonio Segni, forseta ítalíu, Dr. Osvaldo Dortices Torr- ado, forseta Kúbu, Dr. Adolf Schárf, forseta Austurrikis, Josip Broz Tito, forseta Júgó- slavíu, Mohommad Reza Pahl- avi, keisara Iran. Þá bárust heillaóskir frá erlendum sendiherrum, sendi- herrum Islands og ræðis- mönnum og ýmsum öðrum. Forseti íslands hafði venju samkvæmt móttöku í Alþing- ishúsinu á nýársdag. Meðal gesta voru ríkis- stjómin, fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir embættismenn og fleiri. (Frá skrifstofu forseta Isl.). Eins og að undanfömu hlutu á þessu ári allmargir íslendingar erlenda styrki til háskólanáms og rannsókna- starfa utanlands. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrk- veitingar, sem menntamála- ráðuneytið hefur haft ein- hvers konar milligöngu um, m.a. í sambandi við auglýsinu styrkjanna og tillögum um val styrkþega. Styrkimir hafa verið boðnir fram af stjórn- arvöldum viðkomandi landa, nema annars sé getið. Finnland: Sigurði Thoroddsen, stúdent, var veittur styrkur til að halda áfram námi i húsagerð- arlist við Tækniháskólann í Helsinki. Italía: Hreinn Líndal söngvari, hlaut styrk til áframhaldandi söngnáms við Conservatorio di Musica Santa Cecilia í Róm. Eftirtalin hlutu 1—2 mán- aða styrki til að sækja ítölsku-námskeið við Societá Nazionale Dante Alighieri í Róm: Hreinn Lindal, Ingi- björg Þorbergs og Thor Vil- hjálmsson. Noregur: Vésteini Ólasyni, stud. mag. var veittur styrkur til að leggja stund á sögu norskra bókmennta. Ráðst jórnarríkin: Á undanfömum árum hefur nokkrum íslenzkum náms- mönnum verið veitt skólavist í rússneskum háskólum. Þar- lendir námsstyrkir hafa tíð- um fylgt skólavistinni. Síðast- liðið haust hlaut Eyvindur Eriendsson þar skólavist og styrk til leiklistamáms. Pólland: Jón Gunnarsson, stúdent, hlaut styrk til að leggja stund á indó-evrépska samanJaur-ðar- málfræði við háskólann í Kraków. Svíþjóð: Auður Björg Ingvarsdóttir, stúdent, hlaut styrk til að halda áfram námi í læknis- fræði við Gautaborgarháskóla. Haukur Haraldsson hlaut ferðastyrk, sem dr. Bo Aker- rén, héraðslæknir í Visby á Gotlandi, bauð fram og ís- lenzka menntamálaráðuneytið ráðstafaði. Sviss: Baldur Elíasson .stúdent, hlaut styrk til náms í raf- magnsverkfræði við tæknihá- skólann í Zúrich og Ketill Ingólfsson styrk til að nema eðlisfræði við háskólann í Zúrich. Sam bandslýðveldið Þýzkaland: Davíð Atli Asbergsson, stúdent, og Jónas Bjamason, stúdent, hlutu styrk til náms í efnafræði við Tækniháskól- ann í Múnchen, Guðmundur Ölafsson, stúdent, til náms 1 rafmagnsverkfrgsði við Tækniháskólann í Karlsruhe Pétur Stefánsson, stúdent, til náms i byggingarverkfræði við Tækniháskólann í Múnc- hen og Sigurlaug Sæmunds- dóttir, stúdent, til náms í húsagerðarlist við Tæknihá- skólann í Karlsruhe. Jafnframt hlutu Sigrún Jónsdóttir, stúdent, og Sig- rún Valdimarsdóttir. stúdent, styrki til að sækja 3—4 vikna sumarnámskeið við háskóla í Þýzkalandi. Styrki frá Alexander von Humbolt stofnuninni fyrir háskóluárið 1962/63 hlaut Jéns Pálsson, mannfræðingur, til rannsókna í mannfræði. Jafn- framt var styrkur sá, er stofn- unin veitti Sigurði H. Líndal, lögfræðingi, til náms og rann- sókna í germanskri réttarsögu fyrir háskólaárið 1961/62, framlengdur um tvo mánuði. Menntmálaráðuneytið. 14. desember 1962. BTH.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.