Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. janúar 19d3 - ÞJÓÐVILJINN SlÐA 9 Svarti liturinn ætlar að vérða lífseigur 1 tízkunni. Hann er enn vinsælasti lit- urinn á kvöldkjólunum, en nú er það ekki lengur bara „sá litli svarti“, heldur eru ungu dömurnar úti í heimi farnar að ganga í svörtu frá morgni til kvölds, frá því þær fara í vinnuna á morgnana þangað til þær koma heim v,affinu eft- ir bíó á k- - Til að kóróna allt Cl ’ °ru not- aðir við svörtu kiólana á daginn svartir sokkar og mjóir, svartir skór — og svo auðvitað svartir hring- ir í kringum augun. Hálfömurleet, finnst ykk- ur kannski. En því betur taka þær sig út við hátíð- legri tækifæri. Að vísu í svörtu bá líka, en þá er allt svllt og glitrandi sem við kjólana er borið. Það eru gullskór, gullveski, há- ir hanzkar úr eullskinni, skraut.lpcrar Viálsfocfpr. qrm- bönd os aðrir skartgrip- ir. Os ’ ‘ -^kraut er mikið í tízku — líka gyllt og glitr- andi í stíl við hitt skartið. Gulllitir eru mismunandi — það er oft erfitt að fá t.d. skó og veski í sama gulllit. Gyllti liturinn sem nú er vinsælastur et frem- ur Ijós. Háu hanzkamir eru ákaf- lega mikið 1 tízku um þess- ar mundir. En það verður kannski fullmikið af því góða að hafa þá gyllta líka ef skór, veski og fleira er í þeim lit, og betra er að hafa þá svarta eða samlita kjólnum ef hann er í öðr- um.lit. Og sjálfsagt er bezt að sleppa háu hönzkunum alveg ef maður er ekki hundrað prósent öruggur í að taka þá af sér og láta þá á sig aftur. Það krefst nefnilega mikillar æfingar ef vel á að vera. Áberandi við svörtu kjól- ana núna er hve mikið er gert af því að sauma kjóla úr tveim mismunandi efn- um, blússuna t.d. úr svörtu silki og pilsið úr svörtu flaueli eða blússuna úr jersey og pilsið úr satíni og maT-ffnr floírí nnrnsetn- ingar. Þetta gefur kjólunum oft sérkennilegan og falleg- an svip. ★ Semsagt: það er öruggt að velja svart við öll mögu- leg tækifæri. „Sá litli svarti11, eins og þær frönsku kalla hann, stendur fyrir sínu. I honum er maður allt- af vel klæddur og alltaf rétt klæddur. Hér á síðunni eru nokkrar myndir af slíV- um kjólum. Heimilisinnrétting: eins og nimála mynd Svart — og aftur svart svart gerðar áætlanir. Á þessa leið fórust helzta innanhússarkitekt Breta, Michael Inchbald, orð nýlega, er rædd var innrétt- ing heimillsins. „Að innrétta heimili er eins og að mála mynd,” segir Inch- bald. „Fyrst er stóru flötunum komið fyrir, þ. e. í þessu sam- bandi sófum, rúmum og skáp- um og síðan er haldið áfram með kommóður, stóla og smá- borð, svo koma lampar og Ijósa- krónur, og smáhlutum eins og skrautgripum ýmsum og púðum er komið fyrir síðast af öllu. Stærstu húsgögnin eiga að standa beint, ekki á ská, og vera á stöðum þar sem þau raska ekki jafnvægi herbergis- ins. Þvínæst eru minni hús- gögnin sett í það rúm sem þá verður eftir. Sama er að segja um myndir ó veggina: það verð- ur að hengja þær stærstu upp fyrst, þar sem það eru líka til- tölulega færri staðir sem þær geta hangið ó, og síðan má hengja upp litlu myndirnar á margvíslegan hátt án þess að eyðileggja jafnvægið.” Byggingar úr frauðplasfi Ný og fljótleg aðferð við að byggja hús er að sprauta það úr frauðplasti á ramma úr þunnum bitum, plönkum og striga, segir þýzka blaðið Eis- enwaren-Zeitung. Þetta er nýj- asta uppfinningin í húsbygg- ingamálun. Enn sem komið er hefur þessi aðferð aðeins verið reynd við byggingu útihúsa, en hún hefur borið svo góðan árangur, að nú er fyrirhugað að gera tilraunir með lítil einbýlishús úr frauð- plasti. Þessi nýja byggingaraðferð hefur ekki einungis þann kost að hún er fljótleg, heldur er hún líka ódýr og afar hreinleg — það myndast engir haugar af sandi, plönkum og alls kyns rusli kringum hús sem byggð eru með þessari aðferð, eins og annars er venja kringum ný- byggingar. Kækir Heimili getur verið listrænt, skrautlegt, þægilegt og hreint — allt án þess að eyða þurfi í það stórum fjárfúlgum. En lykillinn að öllu þessu er vel Þennan fáránlega höfuðbúnað hefur tízkuteiknari nokkur bú- ið til handa frúm veiðimanna — til að gleðja þá! Það er lieill fugl eða eftirlíking af fugli, sem borinh er á höfðinu. í bakið. 7. Prinsessusnið með einum hlíra. Blússan úr satíni eða atlassilki, klukkusniðið pilsið, sem saumað er við blússuna nokkuð fyrir ofan mitti, úr flaueli. 8. Bakið á þessum flauelskjól er tvíflegið með slaufu í mittið. Pilsið út- sniðið. Að framan er kjóllinn aðskorinn, hálsmálið hringskor- ið líkt og á sundbol. 9. Síð satínblússa utanyfir klukku- sniðið flaueispils. Hálsmálið er ekki flegið, en handleggir og axlir berar. Flauelsband bund- ið dálítið fyrir ofan mittið. Bindi um aiia há/sa Tízkan í hálsbindum karl- mannanna kemur _ að mestu leyti frá Mílanó á Ítalíu. ítalir sjálfir kaupa mest bindi með lítið áberandi mynztrum og dempuðum litasamsetningum, en reyna að selja þau bindi sem eru meira áberandi til út- landa. „Með djörfu mynztri“ segja þeir þá og þótt ótrúlegt sé eru það hinir afturhalds- sömu Englendingar sem mót- tækilegastir eru fyrir villtustu freistingunum á þessu sviði. (Einhversstaðar verður þetta náttúrlega að brjótast út!>. Rautt mynztur á dekkri grunni er mjög vinsælt, næst því eru dökkblár og dökk- grænn litur. Dýrustu bindin úr alsilki eru með óáberandi mynztri, sem byrjar undir hnútnum, en bindi til hvers- dagsnota eru nú mikið þver- röndótt. Dýru, fínu hálsbindin eru venjulega fóðruð með silki. Á ítalíu eru árlega framleidd tíu milljón hálsbindi og sam- anlagt söluverðmæti þeirra er reiknað vera 5 milljarðar líra. Um það bil þriðjungurinn er fluttur út. Sum hörn þjást af einkenni- Iegum „sjúkdómi“ sem kemur fram í alls konar ósjálfráðum rykkjum og kippum í andliti og með handleggjum og fótlcggj- um. Þetta verður sérstaklega áberandi, ef þau eru ergileg eða æst, og þau eru fljót að kom- ast í sloemt skap, ef eitthvað gengur þeim ekki í viL Hvað er hægt að gera til að hjálpa svona bömum? Það er ekki til neitt lyf við þessu þar sem hér er ekki um að ræða sjúkdóm í eiginlegri merkingu, heldur truflanir á sálarlífinu. Kækimir eru ytri einkenni á innri óróa. Eigin- lega eru kækir tákn þess að maðurinn kunni ekki sem bezt við sig í eigin líkama. Þess- vegna koma rykkimir. Böm sem svona er ástatt fyrir eru einfaldlega — þótt það sé reyndar sannarlega ekki svo einfalt — óánægð með sjálf sig. Þau gera alltof mikl- ar kröfur til sjálfra sín, oftast vegna þess að foreldramir krefjast — oft óafvitandi — of mikils af þeim. Þessvegna komast þau fljótt í vont skap og eiga erfitt með ’að koma eðlilega fram við aðra. Hvemig verður þessi innri órói til? Oftast í bemsku, þegar maðurinn mótast fyrir lifið. Þegar barn vill bæði gera for- eldrum sínum til geðs, en ger- ir þó uppreisn um leið, togast á il því tvö ólík öfl og þá verð- ur óhjákvæmilega árekstur sem vel getur komið fram £ kækjum. Eftirfarandi er vert að muna: 'k Reynið að taka ekki eftir kækjunum í börnunum og gagnrýnið þau aldrei þeirra vegna. ★ Látið þau sjálf um heima- lesturinn og skiptið ykkur ekki af honum, nema þau biðji sjálf um aðstoð. ★ Veitið þeim eins mikið ör- yggi og þið getið. Látið böm- in finna. að þið elskið þau eins og þau eru en ekki fyrir það sem þau gera. Ástúð og um- hyggja, tillitssemi og skilning- ur, en ekki gagnrýni og siða- prédikanir, er það sem helzt getur hjálpað börnunum til að verða eðlileg og komast yfir kækina. Þau eru svo óörugg og gagnrýnin á sjálf sig að þau taka ákaflega nærri sér gagn- rýni frá öðrum. 1. Blússan á kjólnum nær niður fyrir mitti og er úr svörtu jersey, útsaumuð með perlum og pallíettum, en pilsið áfast úr svörtu flaueli, hneppt niður að framan. Veski úr sama efni og blússan. 2. Tví- skiptur kjóll úr krcpi. blússan hangir laus niður á mjaðmirn- ar, pilsið aðeins útsniðið. Blúss- an er opin langt niður á bak, cn þó tekin saman á tveim stöðum með satínslaufum. 3. Tvískiptur flauelskjóll, erma- laus með böndum í kross að framan. Pilsið útsniðið, í fjór- um stykkjum. Við kjólinn er borin stór perlunál. 4. Ullar- krepkjóll með síðri, húsandi blússu, pilsið með klukkusniði, og satínbelti með slaufu. 5. Blússan úr jersey, há í hálsinn, aðskorin og ermalaus. Pilsið úr atlassilki og belti með fastri slaufu úr sama efni. Flauels- band kringum hárhettuna. 6. Silkikrcpkjóll, sléttur og hár upp í háls að framan, en með stórri slaufu og mikið fleginn „Sá litli svarti" stendur alltaf fyrir sínu 77/ allra verka á sjó og landi Rauðir — Brúnir — Svartir ÐflAXS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.