Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.01.1963, Blaðsíða 12
Reynt að semja í sjómannadeilu OSLÓ 8/1 — Samningaviðræður milli fulltrúa þeirra 40 þúsund norsku fiskimanna sem hófu verkfall um áramótin og rík- isstjórnarinnar stóðu yfir langt fram á kvöld, en þær hófust á mánudagsmorgun. Fiskimenn krefjast mjög mikillar hækkun- ar á styrknum sem þeir hafa fengið úr ríkissjóði. Ekki var vitað hvort nokkuð hefði miðað í samkomulagsátt í viðræðunum í gær og í dag. ÉM Fallegur nýárssiður' 1 . .. Meðfylgjandl mynd birtist í Aalborg Amtstidende 2. janúar sl. ásamí svohljóðandi myndartexta undir fyrirsögninni „Fallcgur nýárssiður”: Um áramótin kom farþegaskipið Esja frá Ueykjavík til Nörresundby Havn — skipið á að fara í slipp 5 Aalborg Værft. Þar sem Esja skyldi halda upp á áramótin hér var skipið lýst stafnanna á milli að íslenzkum sið með ljósum í íslenzku fána- litunum, rauðu, bláu og hvítu. Ahöfnin hélt áramótagleði um borð með skipstjórann, Tryggva Blöndal, í broddi fylkingar. í dag fer skipið í slipp. Ástæðan er sú, að skipið strandaði við Norð- urísland í byrjun desember. Gert var við skemmdirnar til bráðabirgða í Reykjavík en nú á að ljúka því til fulls hjá Aalborg Værft, þar sem skipið var smíðað árið 1939. Ágreiningur kommúnistaflokkanna i og Ytri Mongólíu MOSKVU og HELSINKI 8/1 — Kommúnistaflokkar Finn- lands og Ytri-Mongólíu hafa lýst yfir samþykki við sjón- armið sovézka kommúnistaflokksins í deilunum innan hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar og við stefnu Sov- étríkjanna í utanríkismálum. Sovézk radar- 'Hugun á Merkúr MOSKVU 8/1 — Sovézkir vís- indamenn h afa gert athuganir á plánetunni Merkúr með sérstök- um radarútbúnaði í því_ skyni að afla frekari vitneskju um uppbyggingu sólikerfisins. Einn helzti geimvísindamaður Sovétríkjanna, Blagonravoff, sagði í síðustu viku að þessi athugun á Merkúr hefði verið gerð í fyrrasumar þegar niánet- an var 84 milljónir kílómetra frá jörðu Notuð voru ný o.g afar næm radartæki sem byggja á ai- veg nýjum meginreglum. sagði Biagonravoff. Slíkar athuganir voru gerðar á Venus þegar i hitteðfyrra til að komast að snúningshraða hennar og eðli yfirborðs hennar. Stríðsglæpamoni! látnir lausir? BONN 8/1 — Talsmaður vestur- þýzka rauðakrossins skýrði frá því í dag að unnið væri að því að' þeim þremur stríðsglæpa- mönnum nazista sem enn sitja í Spandau-fangelsi í Berlín, Rudsolf Hess, Albert Speer og Baldur von Schirach yrði sleppt úr fangelsi og hefði rauðikross- inn snúið sér til hinna fyrrver- andi hemámsvelda með ósk um það. Hess var dæmdur í ævilangt fangelsi, en hinir tveir í tuttugu ára. SfíÁrinííir|rr«iP»n3 í liisturríki VÍN 8/1 — Stóru flokkarnir í AuSturríki, íhaldsmenn og sósíal- demókratar. sem staðið hafa að stjórn landsins mörg undanfar- in ár hófu aítur viðræður í dag um myndun nýrrar stjómar en upp úr stjómarsamstarfinu slitn- aði eftir kosningamar í nóvem- ber, þegar íhaldsmenn unnu tvö þingsæti af sósíaldemókrötum. Ekkert miðaði áleiðis í viðræð- unum í dag, og þykja sem stendur ekki miklar likur á því að samkomulag takist milli flokk- anna. I yfirlýsingu sem miðstjórn Kommúnistaflokks Finnlands gaf út í gær er fjallað um landa- mæradeilu Indlands og Kína og segir að báðir aðilar hefðu frá upphafi átt að reyna allt til þess að ná samningum um frið- samlega lausn. Enda þótt Ind- verjar og Kínverjar búi við ó- lík hagkerfi, ætti það ekki að verða til þess að rjúfa forna vin- áttu þessara þjóða, segir í yfir- lýsingunni. Fagnað er þeirri á- kvörðun Kínverja að láta landa- mæraheri sína hörfa og látin í Ijós von um að þeir muni hvergi víkja af samningaleiðinni. Það er harmað að indverska stjómin skuli hafa brotið lög á indversk- um kommúnistum og látið hand- taka þá fyrir það eitt að þeir hafi viljað friðsamlega lausn deilunnar. Styðja sovézka flokkiinn Finnski kommúnistaflokkurinn lýsir einnig yfir eindregnum stuðningi við friðarstefnu Sovét- ríkjanna, eins og hún kom t. d. í ljós í Kúbumálinu, en leiðtogar albanska flokksins eru gagnrýnd- ir fyrir órökstuddar og ómak- legar árásir á Sovétríkin og sov- ézka kommúnistaflokkinn. Ráðstefna í Ulan Bator Tsedenbal, forsætisráðherra Ytri-Mongólíu og formaður kommúnistaflokks landsins, for- dæmdi í dag á ráðstefnu sem stendur yfir í Ulan Bator leið- toga albanska flokksins og lýsti eindregnum stuðningi við þann sovézka og stefnu Sovétríkjanna. Hann lauk sérstöku lofsorði á aðgerðir Krústjoffs forsætisráð- herra í Kúbumálinu og sagði að hann og aðrir sovézkir leiðtogar ríghéldu ekki í úreltar kennisetn- ingar og innantóm slagorð, held- ur ynnu að lausn alþjóðlegra vandamála af lagni og stjórn- vizku. Sjémenn é nuknskré Inndlið á kjörskré Sjómaður skýrði Þjóðviljanmn s\o frá í r-Er að nú nýlega hefði látið ír höfn í Reykjavík tegari, sem ekki hafði nema tvo eða þrjá fullgilda félagsmenn Sjómannafélags Reykjavíkttr inn- anborðs. Alfir hinir, utn eða yfir 20 m--tS, hafi ýmist verið í öðrum sí rfélögum eða engum. Sjómenn telja að mikil brögð séu að því að mönnum á fiski- flotanum sé haldið óeðlilega á aukaskrá hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, og muni vera um 400 starfandi sjómenn á auka- skrá félags'ins sem stendur, á sama tíma og haldið er land- liðsmönnum svo hundruðum skiptir I fullum réttindum. I fyrradag höfðu 777 kosið í stjómarkosningunum í Sjómanna- félaginu. Enginn starfandi sjó- maður ætti að sitja hjá við þessar kosningar. Kosið er hvem virkan dag klukkan 3—6 á skrif- stofu félagsins, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Listi starfandi sjó- manna er B-listi. Verkamannaflokkurinn og EBE Varar rii verzlun með kjarnavopn MANCHESTER 8/1 — Harold Wilson, helzti talsmaður brezka Verkamannaflokksins í alþjóða- mátum, sagði í kvöld á fundi í Manchcster, að gefið hefði ver- ið í skyn að gerður yrði samn- ingur um kjarnavopn milli Bret- lands og Vestur-Þýzkalands í því skyni að auðvelda brezka aðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Hann sagði að um helgina hefðu birzt uggvænlegar fréttir um að brezka stjórnin hefði rætt við vesturþýzka utanríkisráð- herrann, Gerhard schröder. til- lögu um að Vestur-Þjóðverjum yrði leyft að vera með í ráðum um beitingu kjamavopna gegn bví að þeir beittu sér af alefli fyrir bví að slakað yrði á þeim skilyrðum sem sett verða fyrir brezkri aðild að EBE. Við höfum mjög eindregið lagzt gegn þvi að ríki Vestur- Evrópu fengju sameiginleg kjamavopn, sagði Wilson. bæði vegna þess að siikt myndi veikja enn samstarfið innan Atlanz- hafsbandalagsins og eins hins að með þvi að láta Vestur-Þvzka- 1and verða með í ráðum um kjarnavopn myndi Sovétrikjun- Um ögrað og þannig stórum dregið úr möguleikum á bættri sambúð vesturs og austurs. Við hvikum ekki frá því, sagði WiXson ennfremur, að viðræð- umar við Efnahagsbandalagið verða að snúast einvörðungu um efnahagsmál. Bandarískir kennarastyrkir Menntastofnun Bandaríkjanna á Islandi, Fullbright-stofnunin, hefur auglýst eftir umsóknum um kennarastyrki. Ætlast er til að kennaramir komi til Banda- ríkjanna til sex mánaða dvalar á námsárinu 1963—’64. Styrkimir verða veittir kennurum til náms í a.m.k. níu greinum. Styrkimir nægja fyrir ferða- kostnaði út og heim aftur, ferð- um innan Bandaríkjanna og kennslugjöldum ásamt dagpen- ingum. Umsóknarfrestur um styrkina rennur út 30. janúar og eru um- sóknareyðublöð afhent á skrif- stofu Fullbrightstofnunarinnar að Kirkjutorgi 6, 3. hæð frá klukk- an 1 til 6. Nú eru sí&ustu forvöð að kaupa og endurnýja miða. Dregið kl. 13.30 á morgun i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.