Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 3
FEsUidagur M. jaaó-ar 14363 SlÐA 3 íMí •:::';'.'. Hermenn úr liði Samemuðií þjóðanna í Katanga, flir síöðu sína í Katanga vindur er úr Tsiombe ELISABETHVILLE 10/1 — Tsjombe hefur til- kynnt SÞ, að hann hafi horfið frá fyrri stefnu sinni um að sprengja öll þau mannvirki í loff upp, sem hermenn hans hafa á valdi sínu, ef SÞ held- ur sókn sinni áfram í Katanga. í morgun ók hann um í fararbroddi hers SÞ og skipaði mönnum sínum að leggja niður vopn. Svo er að sjá að Tsjombe, leppur auðfélaganna í Katanga, hafi nú algjörlega gefizt upp fyrir hersveitum SÞ og telji skynsamlegast að hefja samstarf við ríkisstjórn Kongó til að brenna ekki allar brýr að baki sér. 1 morgun bauðst hann til þess fyrir milligöngu brezka konsúlsins í Elisabethville að fara í fylkingarbroddi með her- sveitum SÞ og skora á fylgis- menn sína að skjóta ekki á her- menn SÞ, meðan þeir eru að ná öllu landinu á sitt vald. Tsjombe hafði verið settur í stofufang- æfisr af forystu LONDON 10/1 — Brezki heim- spekingurinn Bertrand Russel tilkynnti í dag að hann hefði dregið sig í hlé sem forystumað- ur hundraðmannanefndarinnar svokölluðu, en það eru þau sam- tök í Bretlandi sem mest hafa látið að sér kveða í baráttunni gegn kjarnorkuvígbúnaðinum. Russel lávarður er niræður að aldri. Hann kveðst vera önnum kafinn við störf sem séu annars eðlis en starfsemi nefndarinnar en miði þó að sama marki. elsi í gærkvöldi og hvað eftir annað stöðvaður, er hann vildi komast undan. Herforingjar SÞ tóku tilboð- inu og síðan lögðu tveir ind- verskir liðsforingjar SÞ af stað með Tsjombe á milli sín og umkringdir af kantanskri Iög- reglu, en hersveitir SÞ fylgdu smátt og smátt í' kjölfarið. Fréttamenn segja, að hermenn Tsjombe, sem þeir mættu, hafi verið furðu lostnir að sjá fior- ingja sinn í gleiðbrosandi í hópi fjandmannanna og í jeppabíl merktum SÞ, en hvergi var skot- ið á þá. Ræðismenn reknir belm Ágreiningur er nú kominn upp á milli Kongóstjórnar annars- vegar og Belga og Breta hins- vegar. I dag skírði utanrikisráðu- neytið í Leopoldville frá því að krafizt hefði verið að ríkisstjórn- ir Bretlands og Belgíu kölluðu ræðismenn sína í Elisabethville heim innan sólarhrings. 1 til- kynningu Kongóstjórnar segir að krafizt sé heimfarar ræðismanna vegna þess að stjórnmálaafskipti þeirra hafi ekki verið í samræmi við stöðu þeirra. Ræðismennirn- ir munu hafa haldið hlífiskildi yfir Tsjombe. Mokambo tekin Herlið Sameinuðu þjóðanna hefur nú tekið borgina Mokam- bo á sitt vald. Mokambo er mik- ilvæg umferðarmiðstöð um 175 km frá Elisabethville og er í nánd við landamæri N-Ródesíu. Borgin var tekin án þess að nokkru skoti væri hlexpt-af. PARÍS 10/1. — Vestur-þýzkir heimildarmenn herma að Frakk- ar hafi látið tvo striðsglæpamenn lausa 28. nóvember síðastliðinn. Er hér um að ræða nazistahers- höfðingjann Karl Oberg. sem nefndur hefur verið „slátrarinn frá París" og staðgengil hans, Helmuth Kochen að nafni. Þjóðverjar þessir voru síðustu stríðsglæpamennirnir sem af- plánuðu dóma sína í Frakklandi. Báðir hafa þeir tvfvegis verið dæmdir til dauða fyrir ódæðis- verk sín. en dómunum verið breytt í ævilangt fangelsi. í fyrra sinnið voru það Bretar sem dæmdu þá til dauða fyrir að myrða brezka fallhlífarhermenn. Dómurinn var mildaður og glæpamennirnir síðan afhentir Frökkum. SAS f ær að lækka f arg jöldin til aí klekkja á Loftleiðum Svo virðist sem skandínavíska flugfélagið SAS muni fá leyfi til að lækka fargjöld sín milli Skandínavíu og New York. Ráðstefna alþjóðlega flugfélagasambandsins IATA, sem setið hefur í París samþykkti að leggja til að tekinn verði upp sérstakur verðflokkur fyrir farþegaflutning yfir Atlanzhafið með flugvélum af gerðinni DC-7C. SAS hefur farið fram á þetta leyfi á þeirri forsendu að það hafi farið halloka í samkeppni við íslenzka flugfélagið Loftleiðir, sem ekki er í IATA og ræður sjálft fargjöldum sínum. HEISINGFORS 971 — Finnski herinn mun brátt fá til umráða sovézkar MIG-orustuþotur búnar eldflaugum og brezkar eldflaugar af gerðinni Vigilant sem beitt er gegn skriðdrekum. Finnland hef- ur ekki áður haft yfir eldflaug- um að ráða enda var lagt bann við því í friðarsamningunum. Finnar hafa síðan samið við hlutaðeigandi stórveldi og mega hafa slík vopn í varnarskyni. Þjóðviljinn átti í gærkvöld tal við Sigurð Magnússon, fulltrúa Loftleiða um mál þeirra SAS- manna. Sigurður var hvergi smeykur. Sagði hann að frá- leitt væri að SAS gæti komið Loftleiðum á kné með þessu tiltæki. — Loftleiðir eiga fjölmenn- an og tryggan hóp viðkipta- vina á Norðurlöndum. Fólk sem hefur ferðast með vélum Loftleiða veit hvar það fær góða og ódýra þjónustu og verður ekki uppnæmt þótt SAS lækki fargjöld sín. Auk þess veit almenningur að eí Loftleiða nyti ekki við myndi SAS aldrei hafa lækkað far- gjöldin. Og myndi hækka þau ef Loftleiðir væru úr sög- unni. Sigurður sagði að mjög mikið hefði verið ritað um þetta mál í Norðurlandablöðunum og næst- um undantekningarlaust með vinsemd í garð Lofleiða. Mætti þv£ fullyrða að fyrirtækið hefði hlotið mjög góða auglýsingu, en hinsvegar óvíst hve mikið sú auglýsing myndi kosta Hæpinn gróði Hann tók fram að ekki væri unnt að spá með neinni vissu um framvindu þessara mála. Hinvegar taldi hann ekki 6- sennilegt að þeir sem notfæra myndu sér hinar ódýrari ferð- ir SAS væru einmitt sama fólk- ið sem annars hefði flogið með þotum sama félags fyrir mun hærra gjald. Ef svo fer væri ver farið en heima setið fyrir þá SAS-menn. Ekki vildi Sigurður spá um það hvort önnur félög myndu feta í fótspor SAS. En ef SAS græddi á fyrirtækinu myndu hin félögin ekki láta það vera eitt um hituma. Því næst sagði Sigurður að fullyrðing SAS um að samkeppni Loftleiða væri orsðk að tapi fé- lagsins væri algjörlega úr lausu lofti gripin. A síðasta ári tap- aði SAS svo skipti hundruðum milljóna en hagnaður Lofleiða nam sjö milljónum. Getur nú hver maður hvílíka burst Loft- leiðir hefur dregið úr nefi SAS- manna. Sannleikurinn er sá að um þessar muíndir tapa 611 hin stærri flugfélög. Samkeppnin er orðin svo hörð að þau kaupa nýjar og nýjar þotur áður en unnt er að afskrifa þær gömlu. Af þessu Ieiðir gífurleg fjárfest- ing sem bíður tapinu heim. Eins og Hrafna-Flóki Sigurður sagði að fullyrð- ing SAS væri blaðalýgi, upp- diktuð til að villa um fyrir þeim sem ekkert þekkja til fhvjmála og afsaka taprckst- ur sinn. SAS-mönnum líktí Sigurður við Hrafna-flóka, sem drap allt fé sitt úr hor af tómum bjánaskap og kenndi svo landinu um hrakfarirnar- Ekki vildi Sigurður með ölln fortaka það að rekstur SAS væri eilítið áþekkur fram- taki Flóka í landbúnaði. Málið ekki útkljáð 1 fregnum frá norsku frétta- stofunni NTB segir að allar lík- ur bendi til þess að SAS muni fá framgengt kröfu sinni utm að fá að fljúga farþegaflug yf- ir Atlanzhafið með sömu far- gjöldum og Loftleiðir. Hinsveg- ar er málið enn ekki fyllilega útkljáð. I IATA eru tugir flug- félaga og ef eitthvert eitt þeirra neitar að samþykkja ákvörðan Parísar-ráðstefnunnar mun kama til algjörs fargjaldastríðs nnlH þeirra flugfélaga sem fljúga yfir Atlanzhafið. Ekki verður skýrt frá álykt- un ráðstefnunnar í smáatriöuia fyrr en hin einstöku flugfélög eru búin að samþykkja hana. I NTB-fréttinni segir að far- gjöld Loftleiða séuf um það bil 20—30 prósent Iægri en fargjöld IATA-félaganna fyrir fjögurra hreyfla þotur. Ef ályktun Paris-í ar-ráðstefnunnar verður samri þykkt mun SAS hefja ferðir yíir Atlanzhafið með skrúfu- vélunum DC-C7 og telur frétta* stofan að líkur bendi til þess að þær ferðir geti hafizt mn 1. apríl næstkomandi. Hotuðu brottför úr IATA? SAS-maðurinn Arne Wick- berg sagði í dag í viðtali við fréttamenn Reuters að samning- urinn yrði mikil búbót fyro; SAS hvað snertir samkeppnisí- möguleika félagsins. Þrættl haim fyrir að réttar væru frétfc- ir Lundúnablaðs eins sem hald-^ ið hefjir því fram að SAS hafí hótað að segja sig úr IATA ef kröfur sfnar myndu ekki ná fram að ganga. aj KuUakastíð veldur stórtjóni í Cvrópu ZÚRIOH, STOKKHÓLMI 10/1. — Flestir meiriháttar flugvellir í Evrópu hafa að undanförnu neyðst til að loka svo dögum skipti vegna ísingar sem lagzt hefur á flugbrautirnar, en mik- ið vetrarríki hefur verið í Evr- ópu síðustu vikurnar. FlugvöIIurinn í Ziirich hef- ur þó verið op'inn allan tím- ann þrátt fyrir kuldann. Þetta hefur heppnasjt vegna þess að einn starfsmannanna á flugvellinum hefur fundið upp vökvablöndu sem fjar- Iægir ísinguna á örfáum mín- útum. Ekki vill hann skýra frá því hvernig blandan er saman sett fyrr en hann héf- ur fengið einkaleyfi á upp- finningunni. Uppfinningamaðurinn er 56 ára að aldrj og heitir Heinrich Schmidt. Fyrir þrem árum var harin að sýsla við blöndunginn í bfl sínum. Af slysni velti hann um könnu með efnablöndu þess- ari og tók eftir því að ísinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þar sem vökvinn rann. Síðar var vökv- inn reyndur á rannsóknarstofu svissneska ríkisins og kom þá í Ijós að hann vann auðveldlega á ís sem setzt hafði á stein- steypu, stál og gúmmí. Forðar slysum á sjó? EkM er ólíklegt að þessi svissneska uppgötvun muni koma íslendingum og öðrum þjóðum er fiskveiðar stunda í norðurhöfum að miklu gagni. ísinn er einn mesti vágestnr fiskimanna á þessum slóðum og eru mðrg dæmi þess að hún hafi grandað skipum. APPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1. fi. Á þriðjudag verður dregið í 1. ílokki. 700 vinningar að fjárhæð 1.700,000 krónur A mánudag eru seinustu for- vöð að kaupa miða HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 á 500.000 kr. 500.000 kr. 1 - 100.000 — 100.000 — 16 - 10.000 — 160.000 — 60 - 5.000 — 300.000 — 630 - 1.000 — 620.000 — Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. 20.000 kr. 700 1.700.000 kr. Um það bil 1000 verkamena, f Svíþjóð eru orðnir atvinntilanis- ir vegna kuldakastsins þar í landi. Er hér einkum um bygg- irigaverkamenn að ræða og hef- ur byggingariðnaðurinn í suður- hluta landsins orðið harðast útí. Kuldinn í Sviþjóð hefur or5- ið nokkrum mönnum að fjör- tjórii og síðast í gær írans 71 árs gamall maður í hel nálægí heimili sínu. Nofekuð hefur borið á þvi í Svíþj'óð að gasleiðslur springa I frostinu og hafa slys Motízt af. f dag varð mögnuð gasspreng- ing í gðmlu húsi í Stokkhóbni. Leiðslur neðanjarðar sprungui vegna kuldaons, gasið streymdi upp í húsið og olli sprengmgu. Byggingin skemmdisf vernlega en manntjón varð ekki. Umhelg- ina lézt fimmtugur maðnr af gaseitrun í Stofckhólmi, og und- arifarna daga hafa margir ver- ið hætt komnir f þessom sak- um. Menn og- skepnur fríósa í hel Fregnir frá London henma að kuldakastið haldi áfram hvar- vetna á meginlandi Evrópu og að veðurstofur boði enn meiri kulda og snjó. f borginni Line í Frakklandi frusu tveir menn í hel í nótt. Úti fyrir Söby í Dan- moxku braut ís gat á fiskiskip og bjargaðist áhöfnin naumle<5a áður en báturinn sökk. í Hollandi eru verkfræðingar frá hernum reiðubúnir með sprengiefni ±il að spreri^gJa ís- bunguna sem er í þann veginri að sliga 450 metra langa brú yf- ir Haringvliet skammt fyrrr sunnan Rotterdam. Hafísinn úti fyrir Holilandsströndum hefnr hindrað samgöngur og 60 íbúar á lítilli eyju í mynni Elbu báðt2 í dag um að sér yrðu sendar vistir með kopta. f dag var varp- að úr flugvélum matvælum svelfa í hel á ísnum í Lima- handa siófuglum sem eru að firði í DanmörkU' og uti fyrir ströndum Hollands. f suðvesturhluta Bretlands er ástandið enn verra vegna storms. Hásléttunni Darmoo.r í Devons- hire var_ í dag lýst sem eimrm víðáttumiklum dýragrafreit. Meira en tvöhundruð helfrosnl ar kindur fundust í dag grafnar í fönn á -slétkmni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.