Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ¦----------------------------------------------------------- Fjölgunarvandamálið í Indlandi Þjóe^r' Föstudagur 11. janúar 1963 Yfirvöldin skora á fólk að eignast færri börn Indland nær yfir 2,4 prósent af þurrlendi jarð- ar. Indverjar eru 15 prósent af íbúum heirnsins og ekkert virðist benda til þess að veröldina muni skorta Indverja á næstu áratugum. Þeir sem gera áætlanir um framtíð Indlands telja heppilegra að Indverjar verði færri en fái hinsvegar meira að borða, njóti betri heilsu og þar með starfs- hæfileika. an mæ.last yfirvöldin til þess að karlmenn og konur láti gera sig ófrjó þegar barnahóp- urinn er orðinn hæfilega stór. 104.000 ófrjó Samkvæmt upplýsingum frá indverska heilbrigðismálaráðu- neytinu eru að minnsta kosti 50 milljónir af hinum 440 millj- ónum Indverja vannærðar eða misnærðar. Talið er að 20 milljónir þjáist af berklum. Sérfræðingar verða þó að við- urkenna að viðleitnin til að bæta heilbrigðisástand og lífs- kjör verði til þess að Indverj- arnir eignast enn fleiri börn og fleiri þessara barna ná fullorð- insaldri en áður tíðkaðist og koma fram á vinnumarkaðinn. Indversk börn sem fæddust ár- ið 1931 áttu að meðaltali ekki í vændum nema 23 ára ævi. Árið 1961 var þessi meðalævi hinsvegar komin upp í 43 ár. Orsakir þessarar þróunar eru meðal annars notkun skordýra- eiturs sem t.d. hefur því sem næst útrýmt malaríu, umfangs- miklar ónæmisaðgerðir gegn ýmsum sjúkdómum, auk þess að í landinu eru fleiri og dug- legri ljósmæður en nokkru sinni fyrr. 12 milljónir atvinnulausra En 70 prósent af Indverjum eru enn ólæsir og meðalárslaun eru — þrátt fyrir framfarir — um það bil þrjú þúsund krónur. Samkvæmt opinberum hag- skýrslum jukust þjóðartekjur Indverja um 42 prósent á tíma- bilinu 1951—1961 en megnið af þeirri aukningu hvarf í nýja múnna. Árangurinn varð sá að tekjur Indverja jukust aðeins um 20 prósent. Samkvæmt fimmáraáætluninni fyrir 1961 heppnaðist að veita átta milli- ónum fleiri atvinnu. Við lok á- ætlunartímabilsins vor»j níj milljónir atvinnulausar Sam- kvæmt þei'ri fimmáraáætiun sera nú er f framjtv smd á að veita f jórtán milljónum atvinnu til viðbótar. En typv árið 1966 munu sautján milljónir hafa bætzt við á vinnumarkaðinn, þannig að búizt er við að tála atvinnulausra verði þá um 12 milljónir. Einnig er það íhugunarvert að hinar opinberu skýrslur um atvinnuleysi eru furðu bjart- sýnar og taka meðal annars ekkert tillit til þess gífurlega fjölda sem alls ekki hefur næga atvinnu enda þótt eitt- hvað sé að gera. Til að stöðva þessa þróun hefur ríkisstjómin hafið um- fangsmikinn áróður fyrir tak- mörkun barneigna. Þykir henni mikið í mun ef unnt væri að fá fólk til að láta sér nægja fjögur eða fimm börn í stað sj5 eða átta. Ekki virðist áráður þessi hrífa sérlega mikið. Getnaðar- varnir stangast að vísu ekki á við algengustu trúarskoðanir en hinsvegar virðist fáfræðin næstum ósigrandi. Rannsókn var nýlega látin fara fram meðal bændafólks í Mysore og reyndust 15 pTósent af karimöninum og 11 prósent af koinum hafa einhvern tíma heyrt um tafcmarkamir barn- eigna. » Rannsófcn í Bombay meðal fcvenna sem þungaðar höfðu orðið tveim árum áður leiddi í í ljós, að 50 prósent þeirra hftfðu heyrt getið um getnaðar- varnir en aðeins 20 prósent reynt einhverja aðferð. Indverjum er þjóðfélagsleg nauðsyn að eignast börn — og einkum og sér í lagi syni — ekki aðeins til að halda við ætt- inni, heldur einnig til að tryggja sér lífsviðurværi í ellinni. Barnleysi hefur oft 1 för með sér eymdarlíf þegar aldurinn færist yfir. Því fleiri sem synirnir eru þv£ meiri eru líkurnar til þess að einhverjir þeirra nái full- orðinsaldri og að einhver þeirra verði bjargálna. Hinsvegar barmar fólk sér undir þeirri fjárhagslegu byrði sem stór barnahópur leggur því á herðar. Það getur skilið að skynsamlegt væri að láta sér færri nægja. Samt sem áður er margt sem torveldar að nokkrum veruleg- um árangri verði náð. Fáfræði, uppburðarleysi og ill húsakynni hindra notkun getnaðarvarna. Yfirvöldin gera sér engar tal- vonir um skyndilegan sigur. Vísindamenn gera tilraunir til að framleiðafullkomnar töflur til að hindra getnað og á með- Um það bil 140.000 hafa látið gera sig ófrjó og hefur það orð- ið til þess að lækka fæðingar- töluna: 1951—56 var hún 41.7 prómille á ári, 1956—61 40.7 og 1961 39.6 prómille, en dánartal- an lækkar enn hraðar 25.9 prómille 21.6—18.2. Indverjar sjá fram á öra fólksfjölgun. Áætlaðar tölur eru sem hér segir: 480 milljónir árið 1966, 5.30 milljónir 1971 og 625 milljónir 1976. Indverskir sérfræðingar hafa auðvitað fylgzt af áhuga með viðleitni Japana til að skera niður fólksfjölgunina. Sam- kvæmt japönskum lögum hefur sérhver kona rétt til fóstureyð- ingar (jafnvel þótt maki hennar sé slíku mótfallinn). Árið 1959 voru framkvæmdar 1.1 milljón fóstureyðinga í Jap- an og 40.000 karlar og konur létu gera sig ófrjó. Heilsufarslegar afleiðingar endurtekinna fóstureyðinga hafa valdið japönskum læknum nokkrum áhyggjum og því hafa indversk yfirvöld verið mótfall- in slíkum aðgerðum. Þess vegna bíður heilbrigðis- málaráðuneytið í Nýju Delhi eftir því að vísindin finni upp algjörlega örugga og óskaðlega lausn á fólksfjölgunarvandamál- inu sem.æ,verður erfiðara við- fangs. «»• Brann ofan af 2000 manns Rétt eftir áramótin kom upp eldur í geysistóru vöruhúsi í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum og hlauzt af mesti bruni sem nokkurn tíma hefur orðið þar í borg. Vöruhúsið brann til kaldra kola, sömuleiðis þrjár aðrar byggingar, allar margra hæða, og ger- eyðilögðust tugir íbúða. 2.000 manns mísstu húsnæði siít af völd- um brunan*. ÓLÆSI ÚTRYMT* Á Kúbu er nú barizt við að útrýma síðustu leii'- «m ólæsisíns, sem landlægt hefur verið í Róm- önsku-Ameríku. Á myndinni sjást tveír kúbansk ir hermenn sem nota hvíldartímann til að lesa Iexíu dagsins. 10 ára gamall skóladrengur aðstoð ar þá við námið. Áróðursrit kaþólskra fasisfa vekur athygli Gyðingahatrið er helzta deilumál kaþólskra manna Ritlingur, sem skrifaður er af mögnuðu hatri á gyðingum, hefur valdið töluverðum áhyggjum meðal kaþólskra ráðamanna á ítalíu. Stuttu eft- ir að kirkjuþinginu í Róm lauk fengu allir þing- fulltrúar í pósti 600 blaðsíðna bók með nafninu „Samsærið gegn kirkjunni" ásamt bréfi, þar sem skorað var á fulltrúana að kynna sér vandlega efni bókarinnar, áður en þingfundir hefjast á nýjan leik næsta haust. Fyrir utan hinn venjulega andsemitiska áróður er bókin. óvenjuleg árás á ýmsar hátt- settar persónur í klerkaveldi kaþólskra, og af þeim sökum hefur hún vakið meiri athygli á ítalíu en venja er með þess háttar rit. Samsærið gegn kirkjunni er að áliti bókarhöf- undar runnið undan rifjum gyðinga, kommúnista og frí- múrara. Tilgangurinn er sá að gera páfann að einum mesta trúvillingi sögunnar og setja hann á bekk með Luther, Cal- vin og Zwingli. Samsærið hefur grafið um sig innan kirkjunnar, þar sem er^- nú starfandi „fimmta herdeild gyðinga innan prestastéttarinn- | ar" og standa að henni þeir kardinálar og biskupar, sem „mynda eins konar framsækna fylkingu á kirkjuþinginu og reyna þar að knýja í gegn spilltar siðabætur". Aðalmarkmið þessarar fimmtu herdeildar er að fá þingið til að fordæma andsem- itismann, segir bókarhöfundur og bætir við: „Ætlunin er að láta kirkjuna lýsa því yfir, að Gyðíngar, sem í 19 aldir hafa verið álitnir fordæmdir og glat- aðir, séu Guðs góðu og kæru Afstaðan til gyðingatrúarinn- ar verður einmitt flóknasta efnið og það sem mesta eftir- væntingu vekur, er kirkjuþing- ið kemur saman á nýjan leik í september 1963. Þessi árás hlýtur einnig að hæfa Jóhannes páfa, sem átti frumkvæðið að því, að nefnd þessi var skipuð, og hefur þeg- ar unnið fyrsta siðabótarverkið með því að f.iarlæg.ia orðtakið „spilltir gyðingar" úr tungu- taki páfadóms. Yfirvöldin í Róm hafa látið fara fram á rannsókn á því, hver standi að baki þessari út- gáfu, en opinber árangur henn- ar veitir ekki meiri upplýsing- ar, en hver sem er hefði getað sagt sér sjálfur. Á kápu bókarinnar er höf- undur nefndur dulnefni, en tekið er fram, að „hópur nýfas- ista" standi að henni. Blöð á Italíu hafa verið varkár í þessu máli og sjaldan fullyrt beint, að andstæðingar umbótanna hafi staðið fyrir útgáfunni. Hitt er vitað, að andstæðurnar eru miklar á kirkjuþinginu, og um- bótaandstæðingar hafa þegar beitt mjög ruddalegum baráttu- aðferðum til verndar gömlum kenningum. Auk þess eru aft- urhaldsseggirnir f klerkaveld- inu í nánum tengslum við ný- fasista á Italíu. Fasistarnir eiga mjög áhrifa- ríkan fulltrúa á kirkjuþinginu, þar sem er Ottaviani kardináli, sem við seinustu kosningar skoraði opinberlega á kaþólska kjósendur að styðja fasista- flokkinn. Ottaviani er lfka helzti andstæðingur B6as kardi- nála og keppinautur hans um tignustu stöðu páfagarðs, þ.e. það embætti, er gengur næst sjálfum páfanum. Orsök hjá mann- inum í40barnlaus- um hjónab. af 100 börn, þrátt fyrir einróma sam- þykktir kirkjufeðranna um hið gagnstæða, sem studdar hafa verið með páfabréfum og lögum kirkjuþinga". Árás á Jóhannes páfa o Bea kardinála 1 Róm er fyrst og fremst iit- ið á bókina sem árás á Bea, kardinála, um leið og ráðizt er að umbótafylkingunni á kirk.iu- þinginu. Bea kardináli er hinn áhugasami forseti þeirrar sér- stöku nefndar á binginu. sem vinnur að því að bæta sam- búðina við aðrar kristile'4ar kirkju.hrcyri.ngfi- - htná frá- skildu bí*æður" ¦ >g yfirleitt önnur trúarbröS1 Læknavísindin hafa með nýjum lyfjum og aðferðum gefið mill.iónum barnlausra h.ióna von um að geta eignazt barn. — Fyrir þrjátíu árum gátum við aðeins hjálpað einu af hverjum tíu hjónum, en nú getum við h.iálpað f.iórum tii fimm af hverjum tíu, segir hinn kunni kvens.iúkdómafræð- ingum í New York. dr. Sophia J. Kleegman. Niðurstöður rann- sókna, sem farið hafa fram á mörgum helztu sjúkrahúsum í USA sýna. að um helmingur barnlausra hjóna, sem fær meðhöndlu.n lækna, getur eign- ají; eigin böl.£L Rúmlega þrjár milljónir þandarískra hjóna eru harnlaus- ar gegh vilja sínum. Um 10 tii 15% allra þungana i Banda- ríkjunum lýkur með andvana fæðingum. 1 40 barnlausum hjónaböndum af 100 má rekja ástæðurnar til eiginmannsins. Meðai orsaka, sem' til greina koma, eru lélegt sæði ýmist að magni eða gæðum, slæmt mat- aræði, þreyta, taugaveiklun, ¦ of mikil áfengisneyzla og sjúk- dómar eins og kusma. — Ekki hafa orðið jafn mikl- ar framfarir í læknavísindum til lausnar á vandamálum karl- manna sem kvenná á þessu sviði, segir kvensjúkdómalækn- irinn að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.