Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 1
1 Laugardagur 12. janúar 1963 — 28. árgangur — 9. tölublað. ! Atök f ramundan milli Kennedy og de MTÖ ritar Erlend tíðindi á 7. síðu blaðsins í dag. f tÆ3Ta jAVARP Ég bakka öllum i í| þeim hinum mörgu, < • sem gerðu mikið á- l, tak í fiársöfnun síð- I H asta ár og crerðu mér (j :l þann heiður að I | tengja það sextugs- \" fc afmæli mínu. öllu | | því mikla fé sem þá | ; safnaðist og sýnir !j hvílíkum fórnar- • ckrafti okkar hreyf- s * ing bvr yfh hefur | 1 nú samkvæmt minni | ákvörðun verið var- | ið til þess að byggja f upD prentsmiðjukost - flokksins og hreyf- ingarinnar. Rvík 11. jan. 1963 Ehtas Olgeirsson. !l rJir~rA I I ! ! Stjórn Taflfélags Reykja- víkur hefur snúið sér til sovézka sendiráösins með beiðni um að það hafi milligöngu um sð hingað & komi til keppni við íslenzka I skákmenn síðar i vetur 2 k sovézkir skákmeistarar. ^j stórmeistari og alþjóðlegur þ meistari. Sendiráðið tók þessari umleitan vel. en allt er enn óvíst um fyrirkomu- lag mótsins eða hvenær það verður haldið, þó sennilega í marz. Þá er heldur ekki vitað enn hverjir hinir sov- ézku skákkapoar verða. Stjórn Taflfélagsins skýrði fréttamönnum frá bessu í gær uim leið og hún ræddi við þá um Reykja- víkurmótið, sem hefst Snorrasal kl. 2 á sunna- daginn eins og frá hefur verið sagt hér í hlaðinu. Verður nánar sagt frá mót- inu hér í blaðinu á morg- un. X I AHffSrgft l«ns í Lögbirtingablaðinu 5. þ.m. er auglýst laust til umsóknar kennaraembætti við Menntaskól- ann að Laugarvatni. kennslu- grein latína og franska íá er í sama blaði auglýst laus til um- sóknar staða hjúkrunarkennara við Hjúkrunarskóla íslands og ennfremur staða dómarafulltrúa við bæiarfógetaembættið á Ak- ureyri Loks er i Lögbirtinga- blaðinu 9 þ.m. auglýst laust til umsóknar starf fo.rstöðumanns yggingaeftirlits ríkisins við emb- ætti húsameistara ríkisins Um- sóknarfrestur um fyrsttöldu j störfin þr.iú er til 1. feþrúar en um hið síðasta til 28. þjn. Þessi mynd var tekin niðri á Ægisgarði í gær, þar sem verið var að vínna við Hallveigu Fróða- dottur. Verið var að taka niður rennuna sem kraffblökkin hékk í. (Ljósm. Þjóðv. G.O.) Framkvœmckistjóri BOR: gætí faríð Agæt síidveiði, en 20 tíma sigl- ing af miðunum Sú ákvörðun Útgerðarráðs BÚR, að láta Hall- veigu Fróðadóttur hætta síldveiðunum, hefur vak- ið allmikið umtal og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Þær raddir hafa heyrzt, sem telja það allundarlega ráðstöfun eftir allan þann kostnað, sem búið er að leggja í tilraunina. Ákvörðunin hafi verið tekin í undarlega mikilli skyndingu, þegar trúlega vantaði ekki nema herzlumuninn, til að fá úr því skorið hvort skipið væri hæft til síldveiða eða ekki. Það hafi semsé ekki verið fullreynt. 1 gær var verið að vinna við að taka niður kraftblökkina og renmina fyrir hana, einnig verð- ur nótastæðan á keisnum tekin niður, til að hægt sé að koma afturgálganum fyrir. Þá verður dekkspilið tekið og eftir hálfan mánuð eða svo fer skipið svo til togveiða. > Blaðið átti tal við Þorstein Arnalds hjá BÚR og sagðist hann telja að þetta hefði verið þrautreynt. Skipstjórinn gafst al- gerlega upp og mjög litlar líkar til að hægt hefði verið að íá annan mann í hans stað til að taka við skipinu. Þorsteinn tók það sérstaklega fram, að mannskapurinn hefði sýnt sérstaka alúð og þolinmæði þó þeir bæru ekki bað úr býtum, sem vonir stóðu til og yrðu að vinna miklu meira en áhafnir annarra síldveiðiskipa. Þorsteinn kvað það rangt, sem heyrzt hefur, að öll síldarleitar tæki verði tekin úr skipinu. Þau verða þar áfram, svo sá mögu leiki er alltaf fyrir hendi að senda það til leitar eða rann sókna. Maður nokkur kom hinsvegar að máli við blaðið í gær og að hans áliti var það misráðið að hætta við svo búið. Ef þessi tilraun hefði heppnast, ein,s og hann taldi allar líkur til, hefði ekkert skip staðizt Hallveigu snúning, hvað það snerti að koma með mikið af góðri síld i einu til hafnar. Skipið sé bæði burðar- og gangmikið. Ekki vilcu hann telja nótartjónið nægilega ástæðu. Fjarðaklettur, sem keyrði inn í nótina og eyðilagði hana, hefði verið í fullum órétti og Yar kveikt í herckál- anum? - Sjá 12. sföu bæri því að bæta það tjón. Við leggjum ekki dóm á þetta mál. Á það má benda, að engin fjárveiting kom frá því opin- bera til þessarar tilraunar og varð BtJR að bera af henni allaíi kostnað. Tilraunin var fyllilega þess verð að ríkið hefði gefið henni gaum og styrkt hana til þrautar, en það er víst að berja höfðinu við stein að ympra i. því að ríkið sýni nú undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar nokkum sóma. — G. O. Ágæt síldveiði var í fyrrinótt austur af Vest- mannaeyjum. Þar fengu 42 bátar 40.400 tunnur af sæmilega stórri síld. Veiðisvæðið náði allt austur í Reynisdýpi, sem ^r út af Vík í Mýrdal, en ^íldin er trúlega enn á ysturleið. Kunnugir hafa tjáð blaðinu, að í febrúar sé Meðallandsbugt- in fullt af síld og ekki ósennilegt að hún haldi sig þar í nokkurn tíma. Þá fer að verða álitamál hvort heppilegra sé fyrir bát- ana að fara með aflann til Faxaflóahafna eða til Aust- fjarðahafna Mikil áta er nú komin í síld- ina og þolir hún því minni geymslu, ef á að verka hana. Er Þetta sérstaklega slæmt með tilliti til hinnar miklu vegalengd- ar af miðunum til hafna. en bátar munu nú eiga uppundir 20 tíma siglingu til Reykjavíkur. Einnig gefur að skilja að ekki má vera vont í sjó á svooa langri leið þegar bátarnir eru með fullfermi, eða t>ví sem næst. Til Keykjavikur komu í gær 19 bátar með 19.850 tunnur. Hæstur þeirra var Sólrún með 2500, Sæþór og Hafrún með 1500 hvort, Björn Jónsson og Sígurð- ur AK voru með 1300. Sæúlfur 1200, Runóifur og Jón Jónsson með 1100 hvor, Guðmundur Þórðarson og Steinunn 1000, Stapafell og Hannes lóðs 950, Svanur 800. Þráinn. Sigurfari og Halldór Jónsson með 700 hver, Víðir SU 600, Sæfari 500 og Reynir AK 450. Fram - FH 23:20 Vík. - M 20:17 I gærkvöld fórú fram tveir kappleikir í fyrri umferð Islands- móts 1. deildar karlaflokks í handknattleik. Meistararnir frá síðasta ári, Fram, unnu FH með 23 mórkum gegn 20 í æsispenn- andi leik. Þá vann Víkingur KR með 20 mörkum gegn 17 og var sá leikur líka mjög jafn og spenn- andi. urgestirnir" eftir Cian-Carlo Menotti. Sigurður R. Júnssnnx sem Amahl og Svala Nielsen sem móðirin. Óperan hefur verið sýnd á vegum Musica Nova í Tjarn- arbæ að undanförnu við frá- bærar undirtektir. Nú er síð- asta tækifæri til að sjá þessa ágætu óperu annað kvöld (sunnudagskvöld) kl. 9. töðugt ný garnaveiki- tilfelli í Borgarfirði f lok nóvember kom í ljós garnaveiki í nokkrum kindum á Skálpastöðum í Lundareykjadal í Borgarfirði, eins og sagt hef- ur verið frá í fréttum. Seinna. í desember, komu fram fleiri tilfelli, og nú á næstunni verða teknar 20 kindur af sama bæ til rannsóknar. Guðmundur Gíslson. læknir á Keldum. gaf Þjóðviljanum þess- ar upplýsingar ' g®1". en hann hefur með að gera rannsókn á veikinni Guðmundur sgði, að Ijóst væri af þeirri rannsókn, sem fram hefði farið, að veikin væri á háu stigi. og það gæti varla verið minna en 3—í ár minnst, síðan féð hefði smitast. Skálpa- staðir eru í syðra Borgarfiarð- arhólfi, sem takmarkast af Hvitá annars vegafr, en hins vegar línu om AndaKíl og Skorxadadsvatn og þvert um Lundareykjadal. Hefur ekki orðið vart garnaveiki i þessu hólfi fyrr, og er ekk- ert um það vitað, hvemig féð á Skálpastöðum hefur smitast. Kamisókn á byrjunarstigi Nú verður farið að rannsaka fé í nágrenni Skálpastaða. Verða teknar blóðprufur úr fé á bæj- un». Þar sem einhverjar líkur gætu bent til að veikin leyndist, og einnig úr kúm; smit gefur borizt frá sauðfé í nautgripi og öfugt, og veikin er hættulegri í nautgripum að þvi leyti að hún er langvinnari í þeim en í sauðfé Eftir mánaðamót febrúar —marz fer fram fjárskoðun á þessu svæðj vegna leitar að þurramæði og verður þá hert á rannsókninni. Enn hafa ekki komið fram grunsamlegar skepnur f öðrum bæjum. Ekki bólusett enn Ekki hefur enn verið bólusett gegn veikinni á þessu svæði. Henni er þó yfirleitt beitt gega veikinni, en það er sá galli á henni, að veikin dylst frekar, eftir að hún hefur farið fram. Þess vegna er óheppilegt að bóiusetja, meðan rannsókn stendur yfir. Sjómtnn! Sjómenn! Kosningu er að Ijúka í Sjómannafélairi Keykjavíkur. 1 dag er kos- iö kl. 10—12 f. h. og kl. 2 — 9 e. h. A morgun, sunnudag, er kosið kl. 2—9 e. h. Munið að listi starf- andi sjómanna er B-Iisti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.