Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1963 Landbúnaðarfrámleiislan 856 millj. kr. árið 1960 Samkvæmt búnaðarskýrslum fyrir árin 1958 til Þúsundi og verðmæti ur 1960, sem nýlega eru komnar út, nam heildarverð- x95o. mæti landbúnaðarframleiðslunnar árið 1960 856 milljónum 666 þúsundum en árið 1950 var sam- svarandi tala 299 milljónir 630 þúsund. Samkvæmt skýrslunum var verðmæti helztu landbúnaðarvar- anna árið 1960 sem hér segir talið í þúsundum króna: Afurðir af nautgr. 406,595 afurðir að sauðfé 295, 369, afurðir af alifuglum 21,271, afurðir af svínum 6.919 og afurðir af hross- um 6.512, garðávextir 37.561, gróðurhúsaafurðir 15.418, hlunn- indi 14.247 og fóðurtaka 8.408. Heimilisiðnaður nam aðeins 91 Vaxandi mjólkur- og kjötframleiðsla í búnaðarskýrslum eru birfar ýmsar töflur um búsafurðir á ár- unum 1958 til 1960 og gerður samanburður við fyrri ár. Verð- ur drepið hér á nokkur atriði. Mjólkurframleiðsla 1960 var mjólkurframleiðslan talin samtals 97 millj. 672 þús. kg,. þar af til heimanotkunar 18 millj. 951 þús. kg. en til sölu 78 millj. 721 þús. kg. Árið 1946 nam mjólkurframleiðslan hins vegar samt. 00 millj. 608 þús. títrum (1 lítri = 1.03 kg.) og fór 29 millj. 939 1. þá til heimilis- notkunar en 30 millj. 669 þús. L til sölu. Af sölumjólkinni 1960 fór nær Ult magnið til mjólkurbúanna Ekknasjóði berst höfðinrlee gjöf Nýlega hefur Ekknasjóði Is- tands borizt mikil gjöf frá Vest- ar-lslendingi. Nemur hún 1000 — eitt þúsund — kanad. döl- um og er gefin til minningar um látna eiginkonu gefandans, en sigi óskar hann að láta nafus rins getið. Ég þakka f.h. sjóðsins þessa 'höfðinglegu gjöf. (Frá biskupi Islands). eða tæp 76 millj. kg. Mjólkur- búin seldu aftur 35.4 millj. kg. af nýmjólk, 972 þús. kg. af rjóma, og framleiddu 1.1 millj. kg. af smjöri, nær 1.8 millj. kg. af skyri, 508 þús. kg. af mjólk- urosti og 555 þús. kg. af undan- rennudufti auk smærri fram- leiðslu af ostum og mjólkurdufti. Kjötframleiðsla Samkvæmt búnaðarskýrslum var fargað 634.322 lömbum og 67.131 fullorðinni kínd árið 1960 en samkvæmt skýrslum slátur- húsa er slátrunin nokkru meirí en fram kemur í búnaðar- skýrslum. Heimaslátrun 1960 var samkvæmt búnaðarskýrsl- um 19.714 lömb og 25.448. Heimaslátrun mun þó hafa ver- ið meiri en kemur fram í skýrslunum því að gærur sem bárust til verzlana umfram það sem slátrað var í slátur- húsunum töldust 56.865 og varla mun vera hægt að fá meira en eina gæru af hverri kind! Af nautgripum var slátrað samkvæmt búnaðarskýrslum árið 1960 29.789, mest ung- kálfum og alikálfum en tala framkominna húða reyndist hins vegar 36.088 svo að hér er sömu sögu að Segia og um gær- umar. í>etta á einnig við um hrossin Samkvæmt búnaðar- skýrslum var fargað 6.047 hrossum árið 1960 en samkv. verzlunarskýrslum sáfu þessi hross af sér 8352 húðir? hefur 300 minnkað að þús. kr. árið Tilkosinaðui Alls er tilkostnaður við fram- leiðslu landbúnaðarafurða 1960 talinn hafa numið 444.5 milljón- um króna en var árið 1954 217.5 milljónir. Helztu kostnaðarlið- imir eru þessir: Kaupgreiðslur eru taldar í skýrslunum nema samtals 79 millj. 831 þúsundi króna, þar af til nánustu vandamanna bænd- anna (bama og foreldra) 38. millj. 784 þús. kr. en rösklega 41 millj. króna til allra annarra þar með talin systkini og fjarskyld- ari ættingjar auk vandalausra. Aðkeyptar fóðurvörur eru taldar hafa numið 101,8 milljón- um króna, verðmæti tilbúins á- burðar er reiknað um 84 millj- jónir, fyming landbúnaðarvéla 21.5 millj., reksturskostnaður landbúnaðarvéla 45.9 millj., reksturskostnaður bifreiða 5.7 millj. flutningskostnaður á mjólk 22.7 millj. og annar flutnings- kostnaður 10.7 millj. Ýmis rekst urskostnaður 47.5 milljónir. Ungmennaskipti við Bandaríkin 1 fréttatilkynningu sem blað- inu hefur borizt frá biskups- skrifstofunni segir, að árið 1961 hafi íslenzka kirkjan hafið þátt- töku í starfi sem miðar að aukn- um samskiptum og skilningi milli þjóða með því að gefa ungling- um tækifæri til ársdvalar í fram- andi landi. Dvöldu 9 ísl. ungling- ar það sumar vestan hafs og 15 í fyrra en hingað hafa komið í staðinn alls 7 bandarískir ung- lingar. Starfsemi þessari verður hald- ið áfram í sumar og getur ungt fólk á aldrinum 16—18 ára sem hefur áhuga á þessu snúið sér til æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunn- ar, sr. Ólafs Skúlasonar, á bisk- upsskrifstofuna Klappastíg 27, sími 12236 og fengið upplýsingar og umsóknareyðublöð. Ungling- amir munu dveljast á banda- rískum heimilum og stunda nám í svonefndum High Schools, o auk þess munu þeir eiga kost é að kynnast kirkjulífi vestra sér- staklega. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Fundir verða í öllum deild um á mánudagskvöld. — For- mannafundur í Tjarnargötu 20 í dag, laugardag, kl. 6 síð- REYKJAVÍKUR. degis. SÓSÍALISTAFÉLAG Til sjós og lands Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, fullgildur meðlimur ) Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, og Einar Guðmunds- son, skrifstofustjóri 1 Landsmálafélaginu Verði, kusu nýlega við stjómarkosningu í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Starfandi sjómenn! Nú má enginn láta sitt eftir liggja. Gerum Sjómannafélag Reykjavíkur að félagi í fremstu röð verkalýðssamtakanna eins og það var áður fyrr. Kjósið gegn landliði og flokksbræðrum Emils gerðardómsráðherra! Kjósið B-listann, hsta staifandi sjómanna. Kosið er í dag kl. 10 —12 fyrir hádegi, og kl. 2 — 9 eftir hádegi. Á morgun, sunnudag, er kosið kl. 2 — 9 eftir hádegi. Munið söfnunina vegna fvecija bruna um jéiin Elns og frá hefur veríð skýrt í fréttum stendur nú yfir á veg- um Rauða krossins söfnun til hjálpar fólki því á ísafirði og Hólmavík er varð fyrir miklu eignatjóni í brunanum um jólin og hefur Rauði krossinn beðið blaðið að minna fólk á söfnun þessa. Wa \ ! i ! ! Verði ykkur að góðu Morgunblaðið birtir í gaer þessa fregn: ..Félagið Varð- berg efnir til hádegisverðar- fundar í Þjóðleikhúskjallaran- um á morgun, laugardag. Áki Jakobsson frv ráðherra mun ílytja þar erindi. sem hann nefnir: Markmið og eðli kommúnismans. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12 og eru allir Varðbergsfélagar vel- komnir“ Við skulum vona að matur- inn verði góður. Morgun- blaðið segir satt Ósjaldan er þess getið í hátíðlegum ræðum hversu göfug séu samtök vestrænna þjóða. gagnsýrð fögrum hug- sjónum og yndislegum hvöt- um. Við fáum einatt að heyra um það hversu óeigingjarna fórnfýsi Bandaríkin sýni með því að verja land okkar og ekki er minna látið af gróm- lausu hugarfari leiðtoga okk- ar er þeir semja um verndina við stórveldið. En einstaka sinnum kemur það þó fyrir. þegar hernámsflokkamir deila. Wmms&ígSlsmxm að forustumenn þeirra detta út úr hlutverkum sínum og koma mönnum á óvart með því að segja sannleikann i stað utanaðlærðra orða. Þetta gerðist m.a. fyrir nokkrum dögum þegar Morgunblaðið taldi sér henta að koma höggi á Framsókn; þá rifjaði blaðið það upp hvað gerzt hafði i tíð vinstristjórnarinnar þegar svikizt var um að framfylgja samþykkt Alþingis um brott- för hersins eftir að hún hafði þó verið staðfest af meiri- hluta þjóðarinnar í almenn- um kosningum. Morgunblað- ið segir: „Þá hikuðu Framsóknar- menn ekki við að samþykkja með kommúnistum (Alþýðu- flokkurinn er ekki nefndur!) tillögu um að vamarliðið skyldi rekið úr landi. Þetta fyrirheit var að vísu svikið um leið og Hermanni Jónas- syni hafði tekizt að mynda vinstri stjóm sina. Þá voru öryggismálin á ný gerð að verzlunarvöru. Samið var um, að varnarliðið skyldi dveljast ■ hér áfram um ótiltekinn tíma. Fyrir þetta lét vinstri stjóm- in Bandaríkin borga sér ærna fúlgu í dollurum“. Þama hefur hin óeigin- gjarna fórnfýsi Bandaríkjanna allt í einu breytzt í mútu- gjafir, og hið grómlausa hug- arfar hernámsleiðtoganna er umsvifalaust orðið að mútu- þægni; göfug samvinna, fagr- ar hugsjónir og yndislegar hvatir er orðið að saurugum kaupskap Og ekki er ástæða til að vefengja þennan vitn- isburð: leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins þekkja málavexti öllum öðrum betur. Gremja beirra vegna þess sem gerð- ist í tíð vinstristjórnarlnnar stafar af því að þelr voru ekki látnir undirrita viðskipta- samningana. — Austrl. Á Isafirði brann hjá hjónum með 5 börn, þar af tvö yngri en 15 ára, og missti fjölskyldan allt sem hún átti. Einnig urðu í brunanum skemmdir hjá öðrum hjónum sem bjuggu í sama húsi og áttu þau einnig 5 börn, þar af 3 innan 15 ára aldurs. Á Hólmavík misstu hjón með 2 böm og 2 bamaböm á fram- færi sínu allt innbú sitt í stofu og svefnherbergi og í sama bruna varð sonur hjónanna sem er kvæntur og á bam á fyrsta ári fyrir talsverðu eignatjóni. Tekið er á móti framlagi til söfnunarinnar á skrifstofu Rauða krossins í Thorvaldsstræti hér í Reykjavík, á Isafirði hjá Bók- hlöðunni og á Hólmavík af séra Andrési Ölafssyni. Ennfremur veita dagblöðin í Reykjavík að venju móttöku gjöfum til söfn- unarinnar. Freysteinn tefldi við Grimseyinga Grímsey 10/1 — Hér hefur verið blíða, síðan á jóladag og góður afli. Freysteinn Þorbergsson, skák- meistari, sótti Grímseyinga heim á þrettándanum og tefldi blind- skák við fjóra Grímseyinga sam- tímis. Vann hann tvær skákir og tapaði tveimur. Drangur kom hingað í gær og tók 600 tunnur af Rússlandssíld. Eru þá eftir tæpar 500 tunnur af saltsíld, sem áætlað er að fari einnig á Rússlandsmarkað. Allur fiskur frá fyrra ári er farinn. Rauðmaganet voru lögð hér í gær í fyrsta sinn á þessu ári. — Þórir — ingur Okkur varð heldur betur á í messunm í gær. Í prentun- inni víxluðust myndir á blaðsíðunum og þessvegna birt- um við þær aftur hér í dag — og vonum að nú sé réttur skýringartexti með hverri þeirra. Þetta er Francois BiIIetoux, höfundur Ieikritsins „Á undanhaldi" (Tchin-Tchin), sem frumsýnt vcrður í Þjóðlcikhúsinu eftir rúcia viku. Savina og Balatof, aðalleikcndurnir í sovézku verðlaxinakvlkmynd- inni „Konan með litla hundinn" sem Filmía sýndi í gær og sýuir aftur í dag fynir félagsmenn. Stgörnubíó sýnir mynd er þykir tœknilegt furðuverk I dag byrjar STJÖRNUBÍÖ sýningar á nýrri bandarískri kvik- mynd, „Sindbað sæfara”, en hún er byggð á ævintýrasögnum, tekin á Spáni. Tæknilega þykir kvikmynd þessi mjög góð, enda tekin með nýrri upptökuaðferð svonefndri „dynamation”-aðferð sem sögð er taka öðru fram á þessu sviði og hefur vcrið nefnd „áttunda undur heims”. Aðalhlutverkin leika Kerwin Matthews (Sindbað) og Kathryn Grant. Fjölmargar persónur aðrar kon«a við sögu, auk eineygðra risa, tvíhöfða risafugla, galdramanna o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.