Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 6
0 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1963 Hundurinn horfði á Það kom fyrir á götu í San Francisco hér á dögunum, að maður að nafni Louis Branc- hissi var úti að viðra hund sinn. Kom þá að annar maður, ónafngreindur, o'g tók að strjúka hundinum og klóra bak við eyrun. Branchissi varaði manninn við því að láta vel að seppa, hann kynni að bíta. Þá stökk sá ónafngreindi á Branc- hissi og beit hann í kinnina. Hundurinn lét sér hvergi bregða og horfði bara á. Stærðfræðikennarí fegurðardrottning Það varð uppi fctui og fit í Angouleme-kvennaskólanum í Paris nú tyrir ookkrum dögum. þegar það -/itnaðist að kennslukonan sem kennir siúlkunum stærðfræði Muguette Fabris, 22 ára göm- ul, hefði ngrað í fegurðarkeppni og hlotið titilinn „flngfrú Frakk- land” Foreldrar stúlknanna hringdu i skólastýruna og sögðu það algenega ósæmilegt að kennslukona héldi á sér sýningu hálf- stríouð og kröfðusf þess að hinni nýkjörnu fegurðardrottningu yrði vísað frá skólanum. Við þcirri kröfu >’ar ekki orðið, en hins vegai varð ungfrúin að lofa því að nota ekki andlitsfarða í kennslustundum A myndinni sést hinn óvenjulegi stærðfræði- kennari sem kann skil á „kúrvum” í meira en einum skiinin?i. Mannýgur elgur olli uppnámi í Svíþjóð STOKKHÖLMI — Mannýgt elgsnaut hefur alllengi undan- farið valdið miklu uppnámi í byggðarlagi skammt fyrir sunn- an Gautaborg og var svo komið að foreldrar áræddu ekki leng- ur að senda böm sín i skóla, að loknu jólaleyfinu. Elgurinn réðst nefnilega umsvifalaust á fólk, fengi hann ekki epli. sem fólk hafði vanið hann á. Fólkið í sveitinni sá loks ekki annað ráð en að biðja lénsmanninn um aðstoð til að lóga elgnum, þegar gagnlaust hafði reynzt að fæla hann burt með lausum skotum. Var það gert á þriðju- daginn. Kanadíski vísindamaður- inn dr. John P. Zubek hef- ur komizt að þeirri niður- stöðu við tilraunir, að mjög merkilegir hlutir eerist með þeim, sem haldið er ein- angruðum og algjörlega hreyfingarlausum klukku- stundum saman. Dr. Zubek, sem er prófessoi í sálarfræði við háskólann i Manitoba. gerði tilraunir á stúdentum og hélt þeim ein- angruðum í allt að sólarhring Þeir voru settir í loklausa kassa, og hendur þeirra. hand- leggir og fætur voru reyrðir svo þétt niður, að þeir gátu ekki hreift sig hið minnsta. en legið kyrrir og horft upp í loft- ið. Að sögn dr. Zubeks sýndu tilraunirnar greinilega, að náið samband er milli hreyfingar- leysis og andlegrar hnignunar. Með þvi að leggja spumingar fyrir stúdentana komst prófess- orinn að því, að þeir höfðu glatað hæfileikanum til að hugsa skýrt og skynja, hvað gerðist í kringum þá. Sumir þeirra fullyrtu, að höfuðið á þeim hefði tútnað út, en aðrir héldu, að það hefði skroppið saman, og handleggir þeirra og fætur væru mislangir. öðrum fannst hins vegar, að þeir svifu vfir botni kassans. sem þeir lágu i. — Það hefur lítið verið um það hugsað. hve geysimikilvæg hreyfingin er fyrir manninn, segir dr. Zubek. Sjúklingur í stállunga getur t.d. orðið fyr- ir verulegu andlegu áfalli án bess að hafa hugmynd um það sjálfur. Þegar um er að ræða langvarandi hreyfingarleysi er sMesaBŒffiÉaæssfæra legt sé að veita sjúklingnum andlegan bata. Dr. Zubek telur, að tilraunir hans séu mikilsverðar fyrir sjúklinga, sem lifa í stállung- um, og einnig geti orðið gagn að þeim í geimrannsóknum, er geimfarar verða að dvelja lang- dvölum hreyfingarlausir í ör- litlum klefum. Fékk télf niillj- ónir í getraun RÖM — Itali nokkur vann um síðustu helgi 180 milljón lírur (um 12 milljónir króna) i knatt- spyrnugetraunum. Hann hafði aðeins hætt 150 lírum, þ.e. um tíu krónum. Þetta er einn hæsti vinningur sem ítölsku knattspyrnugetraunirnar hafa greitt Vinnandinn var sá einl, sem gat rétt til um úrslit í þrettán leikjum. Stöðugt berast nýjar fréttir um mistök eða slysni í meðferð kjarnorkuvopna, sem sýna hve lítið þarf til að heimsstyrjöld brjótist út, án þess að nokkur mannlegur vilji komi henni af stað. Fyrr einu ári var 24 megatonna sprengja næst- um sprungin yfir Norður Carolina, er fimm ör- yggislásar af sex biluðu. Nýlega er komin út f Banda- rikjunum bók eftir bandaríska vísindamanninn Ralph E. Xjapp. sem um árabil hefur verið einn af helztu ráðgjöfum hermála- ráðuneytisins í kjamorkuvísind- um. 1 lok bókarinnar ræðir Lapp um möguleika á slysum eða óhöppum við meðferð kjamorkusprengja og eldflauga og segir þar meðal annars: „Þegar Kcnnedy, forseti, lýsti því yfir á þingi SÞ, að stríð gæti brotizt út hvenær sem væri „vegna mistaka, skakkra útreikninga eða brjálæðis" mælti hann þau orð með hliðsjón af eigin reynslu og vitneskju um staðreyndir, scm heimurinn hefur aldrei áður staðið frammi fyrir. Þetta var ekki mælt í móðursýki. Sem for- seti var hann kominn inn í skelfingarráðuneyti . . Hann var fyrsti forsetinn, sem varð að horfast i augu við martröðina“. það veitti aukalega 23 milljón- ir dollara til að koma upp sén stöku fjarritakerfi. Eftir að þessum útbúnaði var komið fyrir, geta eldflaugarnar ekki farið af stað nema forsetiiír samþykki það með því að gefa sérstakt merki, sem sent er beint úr skrifstofu forsetans í hverja eldflaug. Stöðugt stærri sprengjur I bókinni er m.a. yfirlit um kostnaðinn við framleiðslu kjamorkusprengja miðað við sprengimátt. I ljós kemur, að þeim mun stærri sem sprengj- umar eru, þeim mun ódýrari eru þær miðað við áhrifaein- ingu. Bandaríska ríkisstjómin greiðir nú um 750.000 dollara Langvarandi kyrrseta er hættuleg geðheilsu manna Bardot heldur áfram að leika PARlS — Brigitte Bardot, kvikmyndastjaman víðfræga, sem hvað eftir annað hefur lýst yfir að hún ætli að hætta að leika í kvikmyndum, nú síð- ast rétt fyrir áramót, hefur undirritað samning um leik í enn einni kvikmynd. Hinn kunni ungi leikstjóri Jean-Luc Godard stjórar töku myndar- innar sem byggð er á einni af sögum Moravia. fyrir sprengimátt, er jafnast á við 100 kílótonn af TNT sprengiefni, en aðeins eina milljón dollara fyrir 1-mega- tonnasprengju og 1.2 milljónir dollara fyrir 100 megatonna- sprengju. Enda þótt sérfræðing- ar séu enn heldur ósammála um hemaðarlegt gildi sovézku risasprengjanna, þá er þó ljóst efnahagsleg framför á þessu sviði. Með þessar tölur í huga dreg- ur Lapp þá ályktun, að stærri og stærrl kjamorkusprengjur muni verði framlciddar, er tim- ar líða, svo að mælieiningin megatonn verði ckki lengui nothæf, og þess vegna verði farið að nota nýja einingu: gigatonn sem tákni 1000 mega- tonn. Ralph E. Lapp leggur mikla áherzlu á það, að stefnt verði að afvopnun, komið verði í veg fyrir frekari dreifingu kjarn- orkuvopna til annarra landa, en meðan afvopnun hafi ekki farið fram, beri að haga kjárnorku- árásarkerfinu þannig, að það sé ekki bundið við örfáar sekúnd- ur, sem allt velti á, heldur gef- ist nokkurra mín. ráðrúm til umhugsunar, ef leiðrétta þarf mistök eða slysni. Bendir hann á í því samþandi, að fremur beri að hafa kjamorkuherstyrk- inn hreyfanlegan í Polariskaf- bátum en bundinn við „Minut- eman“-eldflaugar á landi, þar eð kafbátarnir geti siglt upp að ströndum óvinalandsins og þannig lengist fresturinn, sem forsetinn og yfirmenn hersins fá til að ganga úr skugga um, hvort árás hafi verið gerð og hvort henni skuli þá svarað. Tólf meiri háttar óhöpp og slys hafa orðið með kjamorku- sprengjur í Bandaríkjunum og utan þeirra (aðallega flugslys). I einu óhappinu varð að henda út farminum — 24 megatonna kjamorkusprengju — yfir Norður Carolina. Sprengjan sprakk ekki, en þegar sérfræð- ingamir komu á vettvang, upp- götvuðu þeir, að fimm af þeim sex öryggjum, sem koma eiga í veg fyrir að sprengjan springi, höfðu bilað við fallið og aðeins það sjötta hafði stað- izt höggið. Afleiðingar kjarn- orkusprengingar í Norður Caro- lina hefðu ekki aðeins kostað þúsundir manna lífið, heldur eru allar líkur á, að Banda- ríkjamenn hefðu talið spreng- inguna árás af hálfu Sovét- ríkjanna og gagnárás hefði verið hafin á næstu mínútum. Langdrægar eldflaugar eru þó að áliti Lapps enn hættu- legri en kjarnorkuvopnin. „Minutemah‘‘-eldflaugamar eru geymdar í gríðarstómm hólk- um, án stöðugs eftirlits, og geta flogið. af stað af slysni eða vegna skemmdarverka eða beinlínis verið skotið af stað af brjáluðum ofstækismönnum Rafmagnsviðvörunarkeríi i kringum hylkin átti að koma í veg fyrir, að óviðkomandi per- sónur kæmust að eldflaugunum, en kerfið þótti ekki sérlega ör- uggt, og fyrir nokkmm mánuð- um fór Kennedy forseti fram á það við bandaríska þingið, að — Mér var orðið skapi næst að fleygja frá méi hnettinum þeim ari tcikningu Vickys. ama, segiir gamla árið á þess- Dr. Hewlett Johnson fær lausn í náð Dr. Hewlett Johnson, „rauði“ dómprófasturinn af Kantaraborg, hefur fengið lausn í náð, eftir að hafa gegnt þessu eina mesta virðingarembætti ensku kirkjunnar á fjórða áratug. Dr. Johnson sótti um lausn frá störfum í síðustu viku, enda orðinn nær 89 ára gamall, og Elisabet drottn- ing lét ekki standa á sér að verða við beiðni hans. Dr. Johnson var skipaður dóm- prófastur í Kantaraborg af Ramsay MacDonald árið 1931. Hann var þá kunnur fyrir stuðning sinn við verkamannaflokkinn. en varð æ róttækari í skoðun- um eftir því sem aldurinn færðist yfir hann og sann- færðari um að Kristur hefði verið kommúnisti. ef hann hefði lifað i dag, eins og hann komst að orði um daginn í jólaboðskap sem birtist í Daily Worker, mál- gagni brezka kommúnista- flokksins. Enn eitt dæmið sem sýnir, að líf mannkynsins lafir á bláþræði Sjötti og síðasti öryggislási kom í veg fyrir kjarnorkustríð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.