Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.01.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlBA Litli skrítni bakarínn Börnin urðu ákaflega kát þegar þau fréttu að litli skritni bakarinn væri kominn í borgina. Hann hengdi ofur- litla auglýsingu á litla brúna tjaldið sitt. þar sem stóð með stóru letri: Brauð handa bömum. Bömin hlupu hvert tU ann- ars til þess að segja fréttirn- ar þangað til göturnar allar Pósthélfíð Kæra Óskastund. Ég ætla að senda þér mynd af jólasveini. og systir mín, hún heitir Ema, ætlar að senda þér mynd af Glugga- gægi Vertu sæl Sigrún Kristjánsdóttir, 9 ára. Hjarðarhaga 62. glumdu af léttu fótataki. og loftið ómaði af hlátrum og gleðitárum. Þau þyrptust ut- an um tjaldið. Þau, sem frek- ust voru. tróðu sér fram fyr- ir hin, þangað til þau kom- ust svo nærri að þau fundu hitann °S sáu bjarmann frá glóandi bökunarofninum Litli skrítni bakarinn sagði ekkert einasta orð Hann þvoði sér vandlegg um hend- umar Síðan setti hann upp iangt hvítt borð utan við tjaldið og fór að hnoða brauð. og alltaf komu bömin nær og nær, til þess að sjá hvern- tg hann færi að þessu. Hann hnoðaði löng brauð, og kringl- ótt brauð. og pínulítil rúsinu- brauð. flat.kökur og laufakök- ur með fallegum útskurði. og allskonar skrítin brauð. Bömin fóru að hvíslast á: Ég skal kaupa allra stærsta ÍÍT lli f • > i . » . ! • I ‘ ' W Æ K £>A RA (yátt a^fifaY'. brauðið, sem til er, sagði allra stærsti drengurinn — Mamma leyfir mér að kaupa allt. sem ég vil. Ég skal borða það einn, það er ekki nema rétt, þegar ég hef keypt það fyrir mína eigin peninga. — Það væri voða ljótt af þér, sagði allra minrista stúlk- an, — þú gætir heldur aldrei borðað svona stórt brauð ein- samall — Ef ég borga fyrir það, þá á ég það og skal borða það. sagði stærsti drengurinn. — og það þarf enginn að gefa öðrum með sér. nema hann langi til þess sjálfan. Litla stúlkan leit á hann alveg steinhissa svo sneri hún sér frá honum án þess að segjg eitt einasta orð. — Ég á hérna einn eyri, sagði hún við lítinn haltan dreng — Við getum fengið pinulítið brauð þama fyrir hann og skipt þvi á milli okkar. Það eru rúsínur í þvi, og bað gerir ekkert til þó það sé svona lítið. — Nei. það gerir ekkert til, sagði litli drengurinn. Það hafði komið vatn i munninn á honum þegar stóri drengur- inn var að tala um brauðið — En þú skalt nú samt fá stærri pert af þvi en ég, bætti hann við. Nú skaraði litli bakarinn í eldinn og lét svo öll brauð- in inn í ofninn. Þegar sein- asta kakan var komin inn slerigdi hann aftur hurðinni. og það söng svo hátt í henni að börnin fóm öll að hlæja. Litli skrítni bakarinn kom nú út í dyrnar. rauður í fram- an af eldinum og brosti út undir eyru og söng hástöfum þessa vísu; Vel brennur glóðin, og vel gengur að baka. Inni er nú i ofninum mörg yndisleg kaka. Ekki skal þær saka. Yfir beim skal ég vaka. Sól á iðgræn engi skín. tlt í leiki, börnin mín. Komið þið svo bráðum öll til baka. Bömin hlupu nú út á leik- völl kát og hlæjandi, Við og við litu þau til baka til litla skrítna bakarans, sem skar- aði i eldinn og gætti að kök- unúm við bjarmann af glóð- inni. Svo sungu þau öll söne- inn hans: Vel brennur glóðin og vel gengur að baka. SknmsliS og dvergurinn Skrítlur Maður einn var mjög gef- inn fyrir að kaupa gömul hús- gögn á uppboðum. Loks var hús hans orðið svo. fullt af gömlum og ónýtum munurn, að kona hans sendi heilt vagnhlass á uppboð í ná- grenriinu, til þess að losna við það. En sér til mikillar undrunar sá hún um kvöldið. að miklu af sömu hlutunum var ekið aftur heim til henn- ar. Svo stóð á þessu, að mað- ur hennar hafði verið á upp- boðinu og vissi ekki um að- gerðir kopu sinnar og þekkti ekki sín eigin húsgögn, bauð í allt draslið og lét flytia það heim til sín. Læknir: Þú hóstar léttar með morgninum. Sjúklingur: Svo ætti það að vera Ég sem hef verið að æfa mig í alla nótt. Andrés: Fyrir hvem ert þú að svíða lappir. Jón minn? Jón: Aðallega fyrir kaup- félagið en svo tek ég líka hausa og lappir af ýmsum prívatmönnum. Kennarinn: Nú er norður beint framundan þér, vestur til vinstri handar og austur til hægri Hvað er þá bak við þig? Pési: Gat á buxunum. Ég var alltaf hræddur um að þú mundir sjá það. Kennarinn: Hvað er fleir- taia af maður? Jónsi: Menn,. Kennarinn: Hvað er fleir- tala af bam?. Jónsi; Tvíburar. Húsbóndinn; Nei, þetta eru þá alveg eins kökur og mamma míri bakaði fjrrir tuttugu árum. Húsfreyja Oglöð): Ó. hvað það ér gaman. Húsbóndinri (bítur í eina): Hvert í þreifaridi. ég held að bað sé ein þeirra. Nágranni Lincolns segir frá: Dag nokkum heyrði ég rakka- öskur inn til mín. Ég leit út og sá'að Lincoln var að þagga niður í ■ strákunum sínum tveim. Ég sþúrði Lincoln hvað væri að drengjunum. — Ég hef tvær hnetur og hvor um sig vill fá tvær, svaraði Lincoln. Kæra óskastund. Ég hef mjög gaman af að lesa þig. Ég ætla að senda þér myndir, sem ég teiknaði. Vcrtu svo bless. — 'i 11 ’.lii.vt ,<j ... t.i ix> aiVi- 'k'b.i Þorsteinn Sigurðsson. Skólabraut 49, Seltjarnarnesi. (Ég ber út Þjóðviljann). Frá liðnu sumrí í surnar sóttum við Frið- rik, bróðir minn, kýmar á kvöldin. suður fyrir á, sem er fyrir neðan bæinn. Göngu- brú fyrir menn var á ánni skammt fyrir utan staðinn, þar sem við rákum kýmar vfir hana. Einu sinni sem oftar þegar við vorum að sækja kýrnar hugkvæmist okkur að riða á kúnum yfir ána því þá vor- um við helmingi fljótari en að fara að hlaupa út á brú. Við stigum nú á bak. Ég valdi svartkollótta kú sem var kölluð Dalrós. en Friðrik valdi tarf. sem var með kún- um, fyrir reiðhest. Svo var haldið út á ána. Reyndar var Dalrós ekkert hrifin af að hafa mig á baki sér. og hún reyndi hvað eftir annað að hrista mig af baki, en ég hélt mér fast. Þegar við vorum að verða komin í land skeði ó- happið, Dalrós tók viðbragð og fór að hlaupa, en ég var óviðbúin og datt í ána, en kom niður á fætuma. Reynd- ar var mjög grunnt þarna en samt náði vatnið upp fyrir vaðstígvélin mín, og ég óð í land. Þegar ég var komin upp á bakkann var Dalrós komin langt upp á tún. Ég gaf henni allt annað en hýrt auga og flýtti mér heim. Hallgerður Gísladóttir, Seldal. Norðfirði, 10 ára. (Framhald) Æ, hvað á ég að gera? hugs- aði. Bóbó með sér, og gekk fram og aftu.r. hann varð að finna einhver ráð til þess að láta skrímslið hætta að borða dúkkur. Loksins fékk hann góða hugmynd. Hann sagði við skrímslið: — Mikil lifandis skelfing hefur þú langt og fallegt sko.tt. Skrímslið v-arð hreykið á svipinn og dinglaði skottinu ánægjulega. Og hvað þú hefur fallegar, svartar augnabrúnir, hélt Bóbó áfram. En það sem prýðir þig þó mest eru bláu skeljamar á bakinu á þér. Skrímslið var svo ánægt yfir hrósinu að það velti sér á 'jörðinni og hló eins og kjáni, Bóbó var mjqg vitur dverg- ur. og nú sagði hann við skrímslið: Ég gæti bezt trúað, að þú værir svona fallegur af því að borða kryddbollur. Kryddbollur. hvað er nú það? Eru það kannski dúkk- ur? spurði skrímslið. Ó, nei, sagðl Bóbó. Krydd- bollur eru. skrítnar, litlar kök- ur, sem gera bláu skeljarnar miklu blárri, og langt og fal- legt skott ennþá lengra og fallegra. Skrimslið var mjög hé- gómagjamt og nú óskaði það einskis fremur en að fá ennþá blárri skeljar og ennþá lengra skott. (Framhald).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.