Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 3
Fife&aðsigttr ÍS. jWBftá1 Frokker Eoke waLtsBafcíUL TT.,-úwi»»- • -■- ■—- i - i' t *n n»T f t n.ií.-irei»afc. ?gMBaaHBui&iiiiii WO mtfi rtlll Viiræiur Breta vii eru farnar út um þúfur BRUSSEL 17/1 — Franska stjómin hefur nú tekið af allan vafa um að hún er staðráðin í að koma í veg fyrir að Bretum verði hleypt í Efnahagsbanda- lag Evrópu. Á fundi ráðherra sex ríkja banda- lagsins í Brussel í dag lagði utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, til að Bretum yrði að- eins veitt aukaaðild að bandalaginu. Hann fór fram á að viðræðunum yrði frestað og boðaði form- lega tillögu um brezka aukaaðild þegar þær yrðu teknar upp aftur. Lítill vafi er talinn á að þetta muni hafa í för með sér að samningaumleitanirn- ar um aðild Breta, sem nú hafa staðið í 15 mánuði, fari algei’lega út um þúfur. Ráðherrar allra hinna banda- lagsríkjanna lýstu þegar yfir því að þeir væru andvígir tillögu de Murville að fresta viðræðum og sögðust ekki telja að þær hefðu gengið svo illa að nokkur ástæða væri til slíkrar frestunar. Þvert á móti hefði miðað allmikið í átt til samkomulags þá fimmtán mán- uði sem viðræðurnar hafa staðið og enn væru á því líkur að slík niðurstaða fengist sem allir ættu að geta unað við. Hörkudcilur Að sögn fréttaritara norsku fréttastofunnar NTB urðu mjög harðar umræður á fundi ráð- herranna og sætti afstaða frönsku stjórnarinnar og de Murville mikilli gagnrýni. Enginn hinna ráðherranna gat fallizt á að á- stæða væri til að fresta viðræð- unum. Lagt var til að ítalska við- skiptamálaráðherranum Colombo yrði falið að semja skýrslu um gang viðræðnanna fram að þessu, þar sem gerð yrði grein fyrir þeim árangri sem náðst hefði. Sú skýrsla yrði grundvöllur að frekari viðræðum. Franski utanríkisráðherrann lagðist gegn þvi að slík skýrsla yrði samin og fékk hann ráðið því. Hann sagðist ekki geta fall- izt á skýrslugerðina þar sem gert hefði verið ráð fyrir að í henni yrði hallað á Frakka. Fundur alla nóttina Gert var stutt hlé á fundi ráð- herranna, en um kvöldið hófst hann aftur og var búizt við að hann myndi standa langt fram á nótt og einnig talið líklegt að viðræðum myndi haldið áfram í dag. Mun nú verða gerð síð- asta tilraunin til að fá frönsku stjómina ofan af andstöðu sinni við aðild Breta, svo að hægt verði að halda áfram samninga- umleitunum við þá. Litlar líkur á árangri En litlar líkur eru taldar á Odýr gúmmístígyél fyrir börn, unglinga og kvenfólk. Skéhúé Áusturbæjar Laugavegi 100, Sjémainafélag Revkjavíkur. AÐALFUNDUR •íjómannaíélags Reykjavnkur verður haldinn sunnudaginn 3ð janúar 1963. í iðnó -1000) og hefst kl. 13.30 (kl. 1.30). FUNDAREFNI: 1, Félagsmí! 2. Venjuleg aðalfundarstörf J Lagabieytingar t. önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skýrteini við dyrnar. Reykjavík, 18 janúar 1963 5TJÓRNIN því að sú tilraun muni bera nokkurn árangur. Tillaga de Murville um að Bretum skuli aðeins boðin aukaaðild að Efna- hagsbandalaginu er staðfesting á því, að de Gaulle hefur einsett sér að koma í veg fyrir að þeim verði hlejrpt inn í bandalaglð. Hann veit sem er að brezka stjómin mun aldrei taka í mál að gerast aukaaðili að bandalag- inu og takast þannig á herðar ýmsar skuldbindingar, en geta engin áhrif haft á gang mála í bandalaginu. Tillagan um auka- aðild Bretum til handa er þann- ig bein yfirlýsing um að franska stjómin taki ekki í mál, að þeim verði hleypt í bandalagið. Kom á óvart Fyrr um daginn hafði brezki samningamaðurinn í Brussel, Heath ráðherra, rætt við full- trúa ríkjanna í Fríverzlunar- bandalaginu og gert þeim grein fyrir gangi viðræðnanna að und- anfömu. Hann sagði þeim að þróun mála síðustu dagana hefði komið öllum á óvart og sagðist vera orðinn svartsýnn á að við- ræðumar bæru nokkum árangur. Haft var eftir fulitrúunum í brezku samninganefndinni að þeir gerðu sér nú litlar vonir um að viðræðumar gætu haldið áfram. Hafa þarfari verkum að sinna Það er á hinn bóginn haft eft- i frönsku fulltrúunum að í raun og veru hafi ekkert miðað áleið- is síðan viðræðumar hófust við Breta fyrir fimmtán mánuðum og það væri bara tímaeyðsla að halda þeim lengur áfram. Bæði ráðherramir og sérfræðingar þeirra hefðu öðrum þarfari verk- um að sinna. Lokað fyrir aðild annarra Á það er bent að ef svo fer sem nú horfir, að samningaum- leitanimar um aðild Breta fari út um þúfur, muni það hafa í för með sér, að önnur ríki sem farið hafa fram á viðræður um aðild að bandalaginu dragi um- sókn sína til baka. Þetta á þann- ig við um bæði Dani og Norð- menn, sem hafa miðað umsóknir sínar við það að Bretar gengju í bandalagið. var vel fagnað BERLlN — Krústjoff for- En úr því gat ekki orAið og sætisráðherra tók sér í dag hvíld frá störfum á flokksþinginu í Austur-Berlín til að virða fyrir sér múrinn á mörkum borgar- hlutanna. Hann Iék á als oddi og var fagnað af fólki báðum mcgin markanna. Krústjoff kom að mörkunum við hliðið í Friedrichstrasse, en um það fara útlendingar á ferð milli borgarhlutanna. Hann var í fylgd með Walter Ulbricht og ýmsum öðrum austurþýzkum forystumönnum. Krústjoff gekk beint að mörk- unum og veifaði brosandi til fólks sem safnazt hafði saman vestanmegin þeirra, Bandaríkja- maður í hópnum hrópaði til hans: Komið hingað til okkar svo við getum tekizt í hendur. sovézki fors ætis ráðherrann bjóst til brottferðar. 1 þann mund uppgötvaði harm þrjá stóra langferðabíla fuöa af ferðamönnum sem voru á leið vestur yfir mörkin eftir að hafa skoðað sig um í Austur-Beriín, Voru flestir ítalskir blaðamenn og bandarískir hermenn í orlofi. Ferðamennimir þyrptust í kring- um Krústjoff, ýttu til hliðar ör- yggisverði hans og buðu haim velkominn með miklum fagnað- arlátum. Italamir teymdu með sér bandarískan ofursta til Krústjoffs sem heflsaði hcmum innilega og óskaði honum allra heilla. Á leiðinni frá mörkumun var Krústjoff fagnað óspart af geysi- legum fjölda Berlínarbúa. Ekki horfur á að hlýni bráðlega á meginlandinu Flokksþingið í Austur-Berlín Allir ræðumenn hvetja til einingar verkalýðsflokka BERLÍN 17/1 — Fulltrúar allra þeirra kommúnista- og verkalýðsflokka sem í dag fluttu ávörp á þingi Sameinaða sósíalistaflokksins austurþýzka lögðu megináherzlu á nauð- syn einingar í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu og lýstu allir stuðningi við þau sjónarmið sem Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, lét í ljós í ræðu sinni í gær. Á fundinum í dag fluttu m. a. ávörp fulltrúar flokkanna í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Frakk- landi og Kúbu og hafði einkum verið beðið með eftirvæntingu eftir ávarpi hins síðastnefnda, Armando Hart, menntamálaráð- herra Kúbu. „Öreigðar allra Ianda“ Einnig hann lagði höfuðáherzlu á einingu verkalýðsflokkanna. í ræðu sinni tók hann ekki beina afstöðu til deilumálanna miili sovézkra og kínverskra komm- únista, en orð hans mátti túlka sem óbeinan stuðning við sjón- armið þeirra fyrmefndu. Þannig þar hann fram sérstakar þakkir Kúþumanna til handa leiðtogum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og einkum Krústjoffs sjálfs fyr- ir góða samvinnu og eindreginn stuðning við málstað byltingar- innar á Kúbu. Nauðsynlegt væri að forðast að deilurnar hömuðu, heldur yrði að grafast fyrir um það í bróð- emi hvemig á því stóð, að þær komu upp. Það ætti að vera auð- velt fyrir flokka sem byggðu all- ir á grundvelli marx-lenínism- ans og ættu svo margt sameigin- legt. Lokaorð Harts voru: Bylt- ingarhreyfing Kúbu ávarpar bræðraflokka sína þessum orð- um: Öreigar allra landa, sam- einizt! Var gerður mjög góður rómur að máli hans. Hart lagði fram plagg þar sem nánari grein mun hafa verið gerð fyrir afstöðu flokksins á Kúbu til deilumálanna, en það plagg hefur ekki verið birt. Gomulka sammála Krústjoff Fyrsti erlendi gesturinn sem ávarpaði þingið í dag var Gom- ulka, leiðtogi pólskra kommún- ista. Hann sagðist vera sammála Krústjoff um að stöðva bæri á- deflumar og klögumálin. Ágrein- Fjárlagafrumvarp Kennedys Greiðsluhallinn áætlaður tólf milljarðar dollara inginn á að jafna með því að fjalla um málin af þolinmæði og æsingarlaust, sagði Gomulka. Beðið er með mikilli eftirvasnt- ingu eftir því að fulltrúi kín- verskra kommúnista á þinginu, flytji ávarp sitt, en ekkert er enn vitað, hvenær það verður. Það er haft eftir góðum heim- ildum að hann hafi haft stöðugt samband við kínverska leiðtoga Peking. LONDON 17/1. — Sömu frost- hörkurnar eru enn á meginlandi Evrópu. 1 mörgum Iöndum er miklu kaldara £ veðri en venjn- lega um þetta leyti. Hins vegar cru hlýiindi í Norður-Noregi. Ekkert þykir benda tíl þess að aftur fari að hlýna bráðiega. í bandarískri veðurspá fnam í tímann segir að búast megi við áframhaldandi kuldum á Norður- löndum og víða annarstaðar á meginlandinu og í Bretlancfi í mánuð enn. 1 Norður-Frakklandi og Niður- löndum kólnaði enn í veðrl í dag og þar hefur víða snjóað mikið og hafa samgöngur teppzt a? þeim sökum. Víða er vatnsskortur af vQId- um frostanna, þannig bæði i Austurríki og í Stokkhðlrm ; Mörg skip sitja föst f ísnttm á Eystrasalti og dönsku sund- unum og eru ísbrjótar önrrum kafnir að losa þau. 1 Bajem mældist í dag 23 stöga frost. WASHINGTON 17/1 — Kennedy Bandaríkjaforseti scndi þinginu í dag fjárlagaframvarp sitt Bæði niðurs.töðutölur þess og áætlað- ur greiðsluhalli eru meiri en nokkru sinni fyrr á friðartím- um. Forsetinn gerði ráð fyrir að útgjöldin muni á fjárhagsárinu sem helst 1. júlí n.k. nema 98,8 milljörðum dollara (í íslenzkum krónum lítur sú upphæð þann- ig út: 4.248.000.000.000) og er á- ætlaður greiðsluhalli 11,9 millj- arðar dollara og hefur aldrei verið gert ráð fyrir jafnmiklum greiðsluhafla. Hinsvegar varð raunverulegur greiðsluhalli árs- ir.s 1959 hálfum milljarð doll- ara hærri. <r) U TS ALA ÚTSALA Otsalan heldur áfram. Glæsilegt úrval af dömufa’tnaði á verulega lækkuðu verði. Undirkjólar Náttkjólar Náttföt Dömupeysur Dömublússur Slæður og ýmislegt fleira. Nylonsokkar frá krónum 15.00. Naglalakk frá kr. 10,00. — Varalitur frá kr. 15.00 — aðeins lítið magn. Notið tækifærið og gerið góð kaup. Laugavegi 19 — Sími 17445. i S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.