Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 5
Fðstudágur 1®. jarnSar 1963 ÞJÓÐVIL.TINN SÍÐA 5 Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um dagskrá útvarpsins Fátt Nú, þegar þetta er ritað, er veturinn því naest hálfnaður. Og ef við gerum okkur það ómak, að renna huganum til baka og reyna að rifja upp sitthvað af því sem útvarpið hefur flutt okkur á þessum vetri, verðum við þess áskynja, að það er í raun og veru næsta fátt, sem enn loðir í minni okkar. í rauninni er það fátt, sem við höfum hnotið um svo harka- lega, að það loði í minni okkar fyrir þær sakir. Hitt er þó ef til vill enn færra, sem við höfum heillazt af í slíkum mæli að við gétum ekki gleymt þvi. Meginið af því sem við höfum heyrt mar- ar einhversstaðar í miðju kafi minning- anna, eða hefur sokkið til botns, svona nokkurnveginn jafnsnemma og við meðtókum það. Okkur rámar t.d. eitthvað í, að hann Jón Gíslason doktor muni vera hættur að tala um Grikkland eða hefur að minnsta kosti tekið sér jólafri í lengra lagi. Þáttunum um daginn og veginn erum við hinsvegar alveg búin að gleyma, en munum það eitt, að okkur fundust þeir yfir- leitt leiðinlegir, enda hefur Páll Kolka ekki komið þar frá því um veturnætur, fyrr en nú eftir nýárið, en þá talaði hann bara um uppeldismál, en gleymdi með öllu vegi og degi. Ennfremur minnumst við þess, að í vetur fyrir jól. var flutt fremur leiðinlegt fram- haldsleikrit, sem nefndist Loma Dún, eða eitthvað þessháttar, samið upp úr enskum mið- aldaróman. Hinsvegar þótti okkur gam- an að Bernard Shaw, eins og ævinlega, og Menn og ofur- menni voru því vel þegin. Og Gullna hliðið hlýddum við á með miklum fögnuði og þakklátu hjarta. En jafnframt kom upp í huganum sú fróma ósk, að útvarpið gerði eftirleið- is meir að því en raun hefur á orðið þennan vetur, að flytja islenzk leikrit. Mun því senni- lega verða til svarað, að ekki sé um auðugan garð að gresja. en þrátt fyrir mikla fátækt á þessu sviði heyrir maður þó stundum talað um klassísk ís- lenzk verk af þessu tagi. og ætti að skaðlausu að mega flytja þau á nokkurra ára fresti. Jafnvel Tyrkja Gudda myndi láta eins þægilega í eyr- um alþýðufólks, sem hvort eð er á engan háþróaðan leiklist- arsmekk, og sum af þeim hin- um erlendu leikritum. sem því er boðið upp á. Sagnalestur Enn mætti það og til nefna. að á þessum vetri sem öðrum, hefur verið lesin útvarpssaga; nefnist sú Felix Krull og er eftir þann mikla meistara Thomas Mann. En þótt saga þessi geti verið til margra hluta nytsam- leg, verður það varla um hana sagt, að hún sé vel fallin ti) þess að vera útvarpssaga. Hún er með afbrigðum langdregin en mun þó vera eitthvað stytt í flutningi og mætti þó vera meira. Það bætir heldur ekki úr skák, að lesarinn er frekar leiðinlegur sem slíkur og virð- ist jafnvel vera orðinn leiður á hlutverki sinu. Þá má minna á annan lestur sem telja verður til fyrirmynð- ar. En það er lestur Óskar- Halldórssonar á Ólafs sög'- helga. sem farið hefur fram á kvöldvökum vetrarins. Óskar er elnhver h'-zti fnrtv-'*"-' — ari er fram hefur k'tmið •' minn Bernard Shaw varpinu, að undanskildum hin- um klassísku eða nánar til tek- ið, þeim Helga Hjörvar og Ein- ari Ólafi Sveinssyni. Þá minnumst við með þakk- læti hins skemmtilega og fróð- lega erindis Jóns prófessors Helgasonar um Atla Húnakon- ung, sem var hljóðritað í ó- nefndum samkomusal í Reykja- vík. Og mun það algert eins- dæmi í sögu útvarpsins, að ekki skuli vera getið um það í dag- skrártilkynningu, hvar hl.ióð- ritun hefur verið gerð, hafi hún ekki farið fram í heimkynnum stofnunarinnar. Það mun hafa komið fyrir nokknrm sinnum, að Jón Helgason hefur komið heim og flutt fyrirlestra fyrir almenn- Jón Helgason ing, sem aldrei hafa komizt á segulbönd útvarpsins og þar af leiðandi aldrei náð eyrum út- varpshlustenda. Og manni verð- ur á að spyrja: Hefur útvarpið efni á því að láta slíkan manr ríða fram hjá garði sínum. án þess að bjóða hann heim. Spurningaþættir skólanem- enda eru öllu skemmtilegri nu en þeir voru í fyrra. enda fá nú keppendur að glíma við sömu spurningarnar. Enginn þarf heldur að kippa sér upp við það, þótt ungling- arnir viti ekki allt, sem við vitum. eða þykjumst vita, þvi að vafalaust vita þeir einnig ýmislegt, sem við vitum ekki. og þegar allt kemur til alls vita þeir bara töluvert mikið af því sem við vitum og við hinir öldnu getur sofið rólegir bess vegna. að þekkingarskorturirn' ætti ekki að verða ungu kvr slóðinni að fótakefli. Blessuð hl.jómlistin Þátturinn hans Pét-rr- Kii.ai Péturssonar er æ meir að fær- ast í það horf að verða hljóm- listarþáttur. Jafnvel sjálf get- raunin samanstendur stundum af tómri hljómlist og sennilega verður sagan af Mínum manni færð í óperubúning, áður en henni lýkur, og sungin af Guð- mundi Jónssyni. Það er engu líkara en að þessi blessuð hliómlist hafi náttúru í þá átt, að þrengja sér inn í hverja smugu, bæði þar sem hún á heima og eins þang- að sem hún á ekki heima. Varla ev nokkur þáttur talaðs orðs svo fluttur að hann sé ekki kynntur með tónlist á eft- ir hinni venjulegu kynningu. Það er meira að segja farið að hefja Búnaðarþáttinri, sem fluttur er eftir hádegisútvarpið á mánudögum, með einhvers- konar spilverki. Þeir hafa svo sem viljað tolla í tizkunni bændaleiðtogarnir. Og ekki nóg með það, að ræðan hefjist með tónverki. Það færist einnig æ meir í vöxt, að tónum sé skotið inn í sjálfa ræðuna, svo sem eins og til að tákna greinaskil. Ég get ekki að því gert. að mér finnst þetta ótímabæra músikæði vera þreytandi og til talsvc—ðra leiðinda. En um það tjáir víst ekki að sakast; þetta er kross, sem maður verður að bera. Og maður getur þá einn- ig huggað sig við það, að þetta sé tízka og það þyki fínt á æðri stöðum og meðal þeirra sem vit hafa á 'hlutunum. Logn Nýja árið byrjaði vel. Logn og hreinviðri dag eftir dag. Út- varpið flutti líka dag eftir dag fréttina af logninu og sfldinni sem sjómennimir mokuðu upp. Það var einnig mikið logn í stjórnmálunum. Þingið var enn í jólaleyfi og ráðherramir sumir hverjir höfðu skroppið til út- landa sér til upplyftingar og til að sitja fundi. Og þjóðinni leið vel eins og ævinlega þegar hún lifir lífi sínu stjórnlaus, eða því sem næst stjómlaus. 1 alþióðamálum var einnig mikið logn, Það var eiginlega hvergi stríð, svo heitið gæti og stjórnmálamennimir í stóra heiminum voru óyenjulega vin- gjarnlegir hver við annan. Og það var eins og andi nýliðinna jóla hvíldi enn yfir öllum fréttaflutningi útvarpsins frá útlandinu, og engar skýrslur voru birtar um flóttann frá Austur-Berlin. Fjórir spámenn Svo gerist það mitt í þessu innlenda og útlenda logni að útvarpið býður hlustendum sín- um, að kvöldi hins 13. þ.m uppá að hlýða á fjóra spámenn. og hefur margur boðið upp á minna. Þetta gerðist í þættinum hans Sigurðar Magnússonar; Spurt og spjallað í útvarpssal. Skyldu spámenn þessir segja fyrir ó- orðna hluti þess árs. sem nú er »ð hef.ia göngu sína. Er spámenn þessir tóku að hylja fræði sín kom í ljós, að þrír þeirra voru ekki ekta tpámenn. Verkfræðingurinn. guðfræðingurinn og sagnfræð- ingurinn höfðu allir uppi tii- burði i þá átt, að spá eftir nú- timalegum aðferðum visinda- mannsins. Þeir höguðu sér einna líkast og veðurspámenn, sem bygg.ia veðurspár sínar upp eftir stefnu og stærð þeirra lægða og háþrýstisvæða. sem fyrirfinnast í nánd þeirra svæðá. er veðurspáin er látin ná til. Þeir hinir þrir vísinda- legu spámenn athuguðu þau hin pólitísku veðrabrigði er farið hefðu um veröldina á hinu liðna ári og drógu síðan ályktanir af þeim. — að vísu nokkuð misjafnar. en eigi að síður komust þeir þó að sam- eiginlegri niðurstöðu um það. að heimurinn myndi ekki far- ast á þessu ári og jafnvel töldu þeir að eitthvað myndi skána veðurfarið frá þvi sem verið hafði síðastliðið ár. En sá hinn fjórði spámaður- inn, Jónas. var að því leyti ekta spámaður. að hann spáði eftir innblæstri og samkvæmt öðrum spádómum, fornum. svo sem eins og Esekíel og Opin- berunarbókinni En samkvæmt því sem skráð stendur í þeim hinum fornu bókum. eru nú til staðar þau skilyrði á jörðu hér. að vænta má heimssbta hvenær sem er úr hessu. Ekki vildi samt spá- maðurinn Jónas fuRyrða. að slíkir atburðir myndu gerast á bessu ári en eigi að síður miög bráðlega. Ekki vildu þó hinir spámennimir fallast á rök- semdir spámannsins .Jónasar Jafnvel guðfræðinsurinn vildi draga i efa að spádóma hinna helgu fornu bóka mætti taka bókstaflega En spámaðurinn •Tónas sat við -rinn keip og varð okki Um þokað. Út frá þessum hug’eiðingum tóku snámennirnir að skiptast á skoðunum um heimsástand- i.g almennt og sýndist þar nokk- uð sitt hverium En öiium slik- um rökræðum var bó mjög i hóf stillt. en virtist þó spá- maðurinn Jónas vera einna viðskotaverstur. Meðal annars var honum miög á móti skapi að hlutlaus aði’i hefði nokkuð að segia um heimsmálin. Hlut- levsi var ekki ti) og mátti alls ekki ver3 til Ö’l mannkindin varð að skiptast milli hinna tveggia andstæðu fylkinga. Fn samkvæmt bðkunum burftu einmitt slík skilyrði að vera fyrir hendi til þess að heims- endir gæti farið fram. Væri hví freistandi að draga þá á- lvktun af orðum spámannsins. að hann óskaði beinlínis eft- ir bví að þetta gerðist sem fyrst. svo að ritningarnar mættu uppfyllast En snámaðurinn át.ti þrátt fyrir allt eina von. Það var ekki aiveg útúnkað. enda gefið i skyn í spádómsbókunum. að eyðingu heimsbyggðarinnar vrði afstýrt með þeim hætti að eitthvert afl utan við jarð- kringiuna kæmi mönnunum til hiáloar og afstýrði eyðiiegg- ingunni. En þá vaknar ein mikllvæg spurning í huga hlustandans. Verður sendiboðinn utan úr seimnum hlutlaus friðflytjandi .=em kemur til iarðarinnar til bess að setja niður deilur og =ætta hina striðandi aðila pða kemur hann sem bandamaður annars hvors hinna stríðandi aði’a og hiálpar honum til að ráða n’ðurlðgum hins fvrir fullf og allt? Það væri fróðlegt að frétta um það við tækifæri hvort snámaðurinn .Tónac hefur nokk- ur tiltæk svör við sb'kri spum- ingu Skúli Giiðjónsson. 1 WLS. GULLFOSS íer írá Haínarfirði í kvöld kl. 8 til Ham- '.crcfcú og Kaupmdnndhafnar. Farþegar eru h°ðnii að koma til skips kl. 7. II F EIMSEIP&FÉIJHG ÍSLANÐS. Utgefandi: Sameíningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urmn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Næsta verkefni þjóðviljinn hefur að undanförnu margsinnis vakið athygli á því hversu herfilega er farið með síldaraflann, megininu af honum er kastað í gúanó, en það sem flutt er utan til manneldis er yfirleitt fullunnið annarstaðar. Sú gerbylting sem hér hefur orðið í síldveiðum með nýrri tækni og stórauknu öryggi um aflamagn hefur ekki haldizt í hendur við hliðstæðan viðbúnað í landi; á því sviði hafa stjórnarvöldin sýnt al- gert kæruleysi, og einstaklingar sem hafa brof- izt í því að.koma hér upp smávægilegum síldar- iðnaði hafa mætt skilningsleysi og tregðu hjá ríkisstjórn og lánastofnunum. Vísir reynir í fyrradag að bera blak af stjórnarvöldunum í þessu efni og segir: „Til þess að síldaraflinn komi að enn meira gagni fyrir þjóðarbúið, þarf fyrst og fremst fleiri hendur til að vinna að honum. Það er óhætt að segja að allir vinni sem vettlingi geta valdið, og vegna síldaraflans eru miklu fleiri starfandi en áður var á þessum tíma árs. En meðan ekki er mannafli til að taka við og nýta meira síldarmagn, eru allar kröfur um aukin átök í þessum efnum aðeins settar fram með tilliti til notkunar í kosningahríð- inni á vori komanda“. það er rökvilla hjá Vísi að halda því fram að ekki sé unnt að koma hér upp síldariðnaði vegna þess að reynslan sýni nú þegar að skort- ur sé á fólki í síldarvinnu. Fólkseklan stafar öllu heldur af því að hér skortir matvælaiðnað til hagnýtingar á síldinni. Það er ekki hæg’t að ætlast til þess að fólk hlaupi úr fastri vinnu til þess að starfa í síld í hrotum nokkrar vikur á ári. Væri hér komið upp umfangsmiklum iðn- aði, sem hagnýtti síldina til manneldis, myndi hann standa allan ársins hring, því með nútíma- tækni er auðvelt að geyma hráefnið milli veiði- tímabilanna. Slíkur síldariðnaður ætti að sjálf- sögðu auðvelt með að tryggja sér vinnuafl; hann ætti til að mynda að geta boðið upp á mun hærra kaupgjald en hverskyns gerviiðnaður sem nú er starfræktur hér með hæpnum þjóðhagslegum ábata. Og ávinninginn fyrir þjóðarheildina ætti naumast að þurfa að ræða; miðað við núgild- andi verðlag fæst a.m.k. þrefalt hærra verð fyr- ir síld til manneldis en skepnufóður það sem nú er einkanlega framleitt. það er furðuleg skammsýni að stjórnarvöld og sérfræðingar skuli nú eyða orku sinni í það að ræða hvernig hentugast sé að hleypa erlend- um auðhringum inn í landið, svo að þeir geti not- að íslenzka orku til að vinna úr erlendum hrá- efnum, á sama tíma og dýrmætasta hráefni okk- ar sjálfra er hagnýtt á frums’tæðasta og óarð- bærasta hátt. Hver maður með heilbrigða dóm- greind sér að síldariðnaður og annar fiskiðnað- ur eru augljóslega næstu verkefni okkar. Við höfum beztu hráefni í heimi til matvælafram- leiðslu; iðnvæðing á þessu sviði er okkur ekki ofvaxinn með eðlilegum lántökum; markaður fyrir matvæli heldur áfram að vaxa í heimin- um um ófyrirsjáanlega framtíð. — m. i 1 á i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.