Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1963, Blaðsíða 7
 ■ ÍiÍÉI iSíx v '.-:. íwWftesftíftöítíiSöoí-;-: «•:•••:: ggSgj míSKJiSæ Föstudagur 18. janúar 1«®3 I»T©f>VHi.TíNN Þór Guðjónsson Guðmundur Gunnarsson Þjóðviljinn skýrði frá því í fréttum á sínum tíma, að þeir Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Guð- mundur Gunnarsson verk- fræðingur hefðu í nóvem- ber og desember ferðazt um mánaðat-skeið um Dan- mörku, Noreg og Svíþjóð og skoðað þar lax- og silungs- eldisstöðvar. Dvöldust þeir Þór og Guðmundur um 10 daga skeið í hverju þessara landa, en fiskeldi er með ólíkum hætti í þeim: Dan- mörk er land hins rótgróna og þróttmikla regnbogasil- ungseldis, í Svíþjóð er að- aláherzlan lögð á eldi laxa seiða upp í svokallaða göngustærð, en í Noregi eru menn að reyna að koma fótum undir regnbogaeldi í stöðvum. sem nota sjó a* nokkru eða öllu leyti. 1 Danmörku er, sem fyrr sej- ir, regnbogi alinn upp í neyzju- hæfa stærð. Svíar leggja á hinn bóginn aðaláherzlu á að a.a laxaseiði upp í göngustærð, b- e. upp í 13—15 cm að lengd, og sleppa seiðunum í árnar. Laxinn gengur síðan í sjó og er hann veiddur þar og svo í ónum. Rafvæðing í Svíþjóð hefur verið mjög ör nú á árunurn eftir stríð. Hinum ágætu lax- veiðiám hefur hverri af ann- arri verið lokað fyrir laxgöng- um eftir því, sem rafstöðvum hefur fjölgað. Rafstöðvaeigend- ur hafa síðan verið dæmdir til þess að bæta fyrir tjón á laxi. sem leitt hefur af rafvæðing- unni. Bezta ráðið til þess að bæta fyrir tjónið er að ala laxaseiðin upp í göngustærð og sleppa þeim síðan í árnar. Haf- izt var því handa um byggingu laxaeldisstöðva og sérstök nefnd, Vandringsfiskutredning- en, stofnuð af veiðimálastjórn- inni og rafstöðvaeigendum lil þess að íinna leiðir til úrbóta. Nefndinni hefur orðið mjög vei ágengt í starfi sínu. Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma upp tilraunaeldisstöð í Hölle við Indalsána. Hafa mö- urstöður af rannsóknum og ál- raunum í stöðinni verið mjög mikilvægar í sambandi við hag- kvæma þróun laxaeldis í Svi- þjóð. Eru nú 20 eldisstöðvar i Svíþjóð, sem ala laxaseiði upp í göngustærð. Stærst þessara eldisstöðva er stöðin við Berge- forsen við Indalsána, en þar eru 360 þúsund laxaseiði al:i upp í göngustærð. Stöðin á- samt laxastiga og öðrum útbún- aði kostaði nál. 10 milljóair sænskra króna. Við Luleá i norður Svíþjóð er nú verið að byggja ennþá stærri eldis»töð. Til Finnlands fóru þeir fé- lagar ekki vegna þess — að þeirra sögn — að Finnar standa talsvert að baki öðrum Norð- urlandaþjóðum í fiskeldismál- um og Islendingar hafi því lit- inn lærdóm í þeim efnum þang- að að sækja. Hér á eftir verður birt frá- sögn þeirra Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra og Guðmundar Gunnarssonar verkfræðings urn Norðurlandaferð þeirra og lax- fiskeldi í Danmörku, Noregi'og Svíþjóð. Danir hafa alið regnbogassl- ung í tjörnum síðan fyrir alda- mót og hafa því langa reynslu að baki í silungseldi. Þeir fram- leiöa neyzlufisk og hafa náð mjög góðum árangri í fiskeld- inu, en eldisstöðvar í Dan- mörku eru um 500 talsins. Árið 1960 framleiddu Damr rúmlega 6000 tonn af alisilungi og fluttu hann út til yfir 20 landa og nam verðmæti þess útflutnings um 260 millj. ís- lenzkra króna. Danskar eldisstöðvar eru mjög einfaldar að öllum frágangi. Eldistjarnirnar eru oftast javð- tjamir, þ. e. tjamir grafnar út i jarðveginn og vatn leitt að þeim i opnum skurðum. Goð náttúruskilyrði, hagkvæmt veð- urfar, ódýrt fóður og kunnatta við hirðingu eru stoðirnar undir hinum góða árangri Dana i fiskeldi. Sem fiskfóður noU Danir smáfisk að mestu og eru smásíld og lýsa uppistaðan í fóðrinu. Fyrir 10 árum komu Danir á fót tilraunaeldisstöð i Bröns á Jótlandi. Hefur stöðin unnið silungseldi í Danmör cu mikið gagn, þó að hún eigi ekki langan starfsferil að baki. NOREGUR Eldistjarair í sjóeldisstöðinni í Hvitsten við Oslófjörð. sem ala á upp um 600 þúsund gönguseiði á ári. tJtbúnaður allur í hinum sænsku eldisstöðvum er mjög fullkominjn og er allur frágang- ur þeirra hinn vandaðasti, enda er ekkert til sparað að gera þær vel úr garði. Áætlað er, að kostnaður við byggingu eld- isstöðvar fyrir 100 þúsund gönguseiði sé ein milljón sænskra króna (8,3 milljómr ísl. króna) og er þó ekki reikn- aður með kostnaður við að fá afnot af landi og vatni, og leiðslu á vatni að stöðvunum sem er tiltölulega mjög lítill Ibúðarhús fyrir starfsfólk er heldur ekki tekið með í ofan- nefndri áætlun Svíar ala upr- um eina milljón gönguseiða, sem sleppt er í ár þar í Jandi og lætur því nærri, að um fjóröi hver lax, sem gengur út úr ám i Svíþjóð hafi hlotið uppeldi sitt í eldisstöðvum. 1 Noregi hefúr fiskeldi auk- izt mikið á árunum eftir heims- styrjöldina, enda hefur eftir- spurn eftir aliseiðum farið mjög vaxandi. M. a. hafa sleppiseiði verið notuð til þess að bæ’a fyrir tjón, sem rafvirkjamr bafa valdið á lax- og silungs- stofnunum. Hafa margar, litlar eldisstöðvar verið byggðar í Noregi til þess að ala upp sleppifisk. 1 meira en hálfa öld hefur verið reynt að ala regnbo'ja- silung upp í neyzluhæfa stæið, en slíkt eldi hefur ekki borið sig. Nú síðustu árin hefur kom- ið upp áhugi að nýju fyrir að ala upp regnbogasilung og lax í sjóblöndu og sjó upp í neyzlu- hæfa stærð, enda er sjávarh-ti í Vestur-Noregi hagkvæmur með tilliti til örs vaxtar lax- fiska. 1 Noregi er deilt um, hvort regnbogaeldi í sjóblöndu og sjó geti staðið undir sér fjár- hagslega. Starfstími hinna nær 50 sjóeldisstöðva er svo stuttur. að ótímabært er að fullyröa nokkuð um fjárhagslega af- komumöguleika þeirra enn ssm komið er. Af viðræð.um við fiskifræð- inga, eldisstöðvas#|B«»dur «f| Ilringtjarnir tilraunacldisstöðinni í Slvkarlcby í Svíþjóð. I baksýn sjást húsakyn.ii rannsóknarstofu fyrir fisksjúkdóma. LAXA ELDI --------------------- SlÐA 1 starfsfölk þeirra, kom greinl- lega í ljós, að rétt væri aðgséta. varfærni við sjóeldi og aðgæ'.a gaumgæfilega allar aðstæður áður en hafizt yrði handa um byggingu slíkra stöðva. Eldi á laxi upp í neyzluhæfa stærð, hefur lítillega verið reynt i eldisstöðinni í Sykkálven, en órangur ekki orðið í samræmi við vonir stöðvareigenda, og liggur þessi starfsemi því niðri að mestu eins og er. Norsku eldisstöðvarnar sem nota sjó eru með tvennu móti. Annarsvegar eru eldisstöðvarn- ar á sjávarbakkanum. Tjamirn- ar eru grafnar út á landi og er sjó dælt upp í þær. Hins- vegar eru afkróuð svæði í sjó. Netgirðingum er komið fyrir í sjónum á skýldum svæðum, annaðhvort í sundum eða í vogum. Fyrrnefnda gerðin er kostnaðarsöm í byggingu og töluverður kostnaður er við að dæla sjó upp í tjamimar. Byggingarkostnaður við síðar- nefndu gerðina er minni, en hætta er á, að slíkar stöðvar eyðileggist í sjávargangi. Hvar sem farið var í Dai- mörku, Noregi og Svíþjóð varð vart við mikinn áhuga á fisk- eldi. Á undanfömum árum hafa framfarir orðið miklar á þessu sviði,- bæði tæknilega og fiskifræðilega. Rannsóknarstai'f- semi varðandi fiskeldi hefur cukizt mjög mikið og hefur hún gefið af sér góðan arð, þó að slík starfsemi hafi verið til- iölulega lítil þar til nú síðuslu árin. Rík áherzla er lögð á að bæta aðbúnað og vinnuskilyrði i eldisstöðvum og lækka eldis- kostnað. Svíar hafa t. d. tekið upp vélræna fóðrun í flestum nýrri eldisstöðvunum. Síðustu árin hefur þurrfóðar verið reynt við eldið og hefur það gefið allgóða raun. Nú er unnið að því að bæta það, og vonast menn til, að það taki að mestu eða öllu leyti við af blautfóðri, þegar fram í sækir. Þurrfóður hefur marga kosti fram yfir blautfóður svo sem, að það er kostnaðarminna í flutningi og geymslu og þæai- legra til fóðrunar. Uppistaðan í þurrfóðri er fiskimjöl og virð- ast möguleikar hér á landi fyr- ir að framleiða þurrfóður fynr alifisk og reyndar fyrir hús- dýr. Á ferðalaginu skoðuðu þeir félagar einnig laxastiga. Guð- mundur hefur kynnt sér fisk- \ egagerð að undanfömu, og hef- ur teiknað og gert áætlanir um nokkra laxastiga hér á landi, m. a. teiknaði hann ásamt Jósepi Reynis, arkitekt, laxa- stiga í Skuggafossi í Langá, sem byggður var síðastliðið sumar. Svo sem kunnugt er, fer lax- veiði í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku fram aðallega í sjó, c.g r.ær þannig aðeins 10—15% af laxastofnunum að ganga í árn- ar. Virðist því Dönum og Norð- mönnum lítil ástæða til þess að sleppa gönguseiðum í árnar, þar sem svo lítið kemur aftur til þeirra, sem sleppa seiðunum. 1 Svíþjóð er laxveiði í sjó mik- ilvæg atvinnugrein og hefur löggjafinn því ákveðið að raf- veiturnar haldi við laxastofnun- um í ánum. Þeir ala því laxa- seiði upp í göngustærð og sleppa í árnar, enda er það árangurs- ríkasta aðferð til að viðhalda laxastofnunum. Hér á landi er laxveiðum á annan veg farið, þar sem bannað er að veiða lax í sjó. Getum við því sleppt gönguseiðum í ámar og fengið fullorðnu laxana upp í þær aftur, þannig að þeir njóti, sem sleppt hafa gönguseiðum í árn- ar. Þetta er mikilvægt atriöi fyrir laxarækt á íslandi og opnar möguleika, sem ekki eru fyrir hendi á hinum Norður- löndunum, bæði með tilliti til reksturs laxabúa og til stór- aukningar laxastofnanna í an- um, sögðu þeir Þór cg Guð- mundur að lokum. •» í» Í *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.