Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 5
Laugardagnr W. janúar lð®3 ÞfésmmN SföA 5 Stefán ögmundsson. Þegar við búum okkur til stórra átaka segjum við gjarn- an, að aldrei fyrr hafi riðið jafn mikið á, aldrei sé hætt- an meiri en einmitt nú. Ég ætla ekki að fullyrða neitt í þetta skipti með sam- anburði við fyrri tíma. Hætt- una verðum við að meta sjálf og ég veit að þið eruð jafn fær um það og ég. Nokkur atriði ætla ég hins vegar að minna á okkur til glöggvunar. Kosningar í verka- lýðsfélögunum eru hafnar. 26 og 27. jan. verður stjómarkjör í Dagsbrún. Um sömu helgi verður kosið í Vörubílstjóra- félaginu Þrótti og svo áfram i einu af öðru verkalýðsfélag- anna allan febrúarmánuð. Það er auðséð á fyrstu viðbrögðum íhaldsins að nú ætlar það ekki að draga af sér. Það hefur raunar ekki gert það upp á síð- kastið í verkalýðshreyfingunni. Það hefur þegar tekið forust- una af Alþýðuflokknum í verkalýðsfélögunum og hyggst gera það ennþá betur. Ihaldið veit að það er borin von, hversu lengi kratarnir verða því að liði til þess að halda þeim i- tökum, sem þeir hafa lagt í hendur þess. Nú er hinsvegar meira í húfi fyrir íhaldið en oftast áður. Þáð er hvorki meira né minna en váð- reisnin sjálf. Það lítur á kosn- ingarnar í verkalýðsfélögunum. sem upphaf þeirra átaka. sem verða á komandi sumri í al- þingiskosningunum. Og þá er sú aðstaða eignastéttarinnar á íslandi í veði, sem fært hefur henni meiri gróða en nokkurt annað stjórnartímabil i sögu landsins. — Aðfarirnar í verka- lýðsfélaginu í Borgamesi eru glöggt dæmi um það ofurkapp, sem íhaldið nú leggur á það að knýja fram sigur í kosn- ingum verkalýðsfélaganna. í Þrótti hefur sjálfur borgar- stjórinn í Reykjavík setið fund íhaldsliðsins, lofað þvi aðstoð bæjarins til aukningar atvinnu, ef það skipti um stjórn í félag- inu. 1 þessu félagi hefur at- vinnukúgun íhaldsins oft verið með eindæmum. en aldrei hef- ur verið gengið jafn grímu- laust til verka sem nú. Þetta sýnir þó aðeins hvers má vænta annarsstaðar þar sem aðstaðan leyfir og ekki eru nægar varnir gegn slikum á- rásum. Öll kosningavél íhaldsins er þegar komin í fullan gang, ótt- inn við dóm kjósenda í sumar og vonin um að geta enn lam- að samtök verkafólks keyrii kosningaliðið sporum. Það er því enginn vafi á því að við megum ekki liggja á liði okkar í komandi átökum. Á róttækri verkalýðshreyfingu byggist það hver skjöldinn ber og þá fyrst og fremst á sósíalistum — á herðum þeirra hvílir nú sem fyrr megin þunginn. Það verður hins vegar ekki annað sagt en byrinn til bar- áttunnar sé okkur hagstæður. Hvarvetna ligg.ia rökin fyrir því að engin ríkisstjórn hefur gengið svo freklega á rétt vinnu- stéttanna sem hin svokallaða viðrelsnprfttýrn Hún hefurblátt áfram verið \ ' 'Ce 'ríðj við þær allan tímann sem hún hef- ur setið. öll loforð um það að verkamenn og atvinnurekendur fengju að gera út um sin mál án hennar afskipta hefur hún svikið svo herfilega, að hún hefur enga samninga látið í friði. Fyrsta og versta verk, sem þessi afturhaldsblökk vann. var að mínu viti þegar hún rauf alla kaupgjaldssamninga verka- lýðsfélaganna og nam vísitölu- ákvæðin úr gildi. Með því opn- aði hún leiðina fyrir öllum þeim árásum sem hún hefur framkvæmt siðan. — Hún boð- aði vinnufrið. — Kaupgreiðslur samkvæmt visitölu eru eina leiðin, sem enn er fundin í auðvaldsþjóðfélagi, sem leiðir eitthvað í áttina til þess að tryggja vinnufrið. Og jafnvel þótt vísitalan hafi alltaf ver- ið fölsuð voru þó möguleikar á því að berjast fyrir leiðrétt- ingum. Vísitalan hafði óneitan- lega þann kost að vera aðhald fyrir stjómarvöldin um að halda verðlaginu í skefjum. Sú leið sem farin var, var hins- vegar bein stríðsyfirlýsing við launastéttirnar. Verðlaginu var sleppt lausu á almenning og hverjum þeim, sem aðstöðu hafði var leyft að ræna þar svo rniklu sem hann gat. Það var ljóst, að verkalýðsfélögin áttu aðeins um eina leið að velja, leið verkfallsbaráttunnar, en þar hefur eins og við vitum hverri tilraun til leiðréttingar verið svarað með nýrri árás á launakjörin. Gengisfelling er það vopn auðstéttarinnar. sem hún oft hefur gripið til, þegar hún hefur lagt til rána í stór- um stíl, — en engin ríkisstjóm hefur leyft sér að beita því af slíkri ósvífni og frekju eins og sú sem nú situr. Það sem á hefur skort hið fullkomna stríð við launastéttirnar hefur ríkis- stjórnin svo bætt sér upp með valdníðslu gerðadómanna og annarra lagaboða. Það er auðvitað ekki ástæða til að fjölyrða um þessa hluti í Sósíalistafélaginu. Þetta vitum við öll jafnvel, en okkur er það nauðsynlegt að geyma það í fersku minni þegar til barátt- unnar er gengið. Það er enginn vafi á því að margan launþegann glepur það fé, sem hann nú aflar með aukavinnu. Þær tekjur og sú vinna eru einmitt svefnþorn ið, sem sljóvgað hefur launa- fólkið í landinu meira en allt annað. Allur þorri manna hef- ur varla haft hugmynd um hvað hið raunverulega um- samda kaup er á hverjum tíma. Það hefur líka verið óspart notað. að rugla hugtökum í sambandi við vinnudaginn. Eignastéttin, blöð hennar og málpípur hafa reynt að koma þvi inn hjá fólki að tekjur manna séu fullgildur mæli- kvarði á lífskjör. Lifskjör. — það eru tekjur, — segja beir, og láta sig þá auðvitað engu varða hversu langan tíma það tekur að vinna fyrir þeim, eða hversu miklu menn þurfa að fórna af hvíldar- eða svefntíma sínum. breki og heilsu. — Okkur er það brýn nauðsyn að sýna fólki fram á hvað raunverulega feW Ræða Stefáns Ogmunds- sonar á fundi Sósía/istafél. Reykjavíkur í fyrrakvö/d i þessum blekkingum. Hversu miklu er fórnað af lifsmunaði þar sem frístundin er. í frjálsu vali manns á því hvemig hann ver frístund sinni gerist hann fyrst í raun og veru sinn eigin herra. Frístund- in er ekki síður mælikvarði á gildi manns en það hvernig hann rækir þau störf, sem hann skilar öðrum. Að miða lífskjör við tekjumar einar er því hin herfilegasta blekking; þeirri blekkingu vill eignastéttin við- halda til þess að hafa arðinn af striti verkamannsins í einum sjóði, þar sem hægt er að ræna hverjum skilding til baka sem umfram er brýnustu lífsnauð- synjar. Hún vill fjötra launa- manninn við stritið, svo hon- um sé með öllu fyrirmunað að sinna hagsmunamálum sínum og sinnar stéttar. Þarna ligg- ur líka ein megin orsökin fyrir þeirri deyfð sem ríkir í verka- lýðshreyfingunni. þótt fjölmörg verkefni bíði þar úrlausnar. — Lífskjör eru: vinnutími, verð- lag allrar vöru og þjónustu. húsaleiga og laun. Góð lífskjör eru í því fólgin að þetta allt sé hagstætt hinu vinnandi fólki í landinu. 8 stunda vinnudagur goldinn lífvænlegum launum er hámark þess vinnutíma, sem maður í nútíma þjóðfélagi á að þurfa að skila til jafnaðar. Við löbbum hvern 1. maí með þessa sjötíu ára gömlu kröfu — 8 stunda vinnudag — 40 ár eru liðin síðan fyrstu samningar voru gerðir um hana — en nú hefur okkur skolað svo langt til baka . að maður ber kinn- roða fyrir að ganga undir slíku kröfuspjaldi. Vinnutíminn í dag er fbeð öllu vansæmandi ís- lenzkum launastéttum, og það er næstum- hlægilegt að tala um lífeyrissjóði og ellitryggingar, jafnvel sjúkratryggingar meðan við er haldið vinnuþrælkun, sem sannanlega drepur niður heilsu manna og lífsþrótt og styttir aldur þeirra. Það er eins og að tala um mannhelgi i styrjöld. Það er átakanlegur vottur þess hvernig Alþýðuflokkurinn er kominn, að hann skuli bera höfuðábyrgðina á hinum langa illa launaða vinnudegi. Sá flokkur hélt því fyrstur fram og með réttu, að höfuðstyrkur alþýðustéttanna væri menntun- in; „mennt er máttur'1 sagði hann og hafði það að einu helzta kjörorði sínu. Þegar hann fær stjórn menntamála í hendur leggur hann á það meg- ináherzlu að rýra kosti ungra manna til framhaldsnáms, berj- ast gegn réttmætum greiðslum fyrir störf sem krefjast mennt- unar, en umfram allt að koma í veg fyrir þá menntun, sem alþýða manna hefur jafnan sótzt eftir að afla sér í frístund- um sínum. En einmitt alþýðu- menntunin hefur af glöggustu mönnum þjóðarinnar jafnan verið talin höfuðstoðin undir tilveru islendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar. Að þessum máttarstoðum hefur Alþýðu- flokkurinn nú höggvið í inni- legu samstarfi við afturhald eignastéttarinnar, sem jafnan hefur talið menntun alþýðunn- ar og þjóðfélagslegan skilning höfuðóvin yfirráða sinna og auðsöfnunar. Ég hef verið svo fjölorður um þenna þátt verkalýðsmál- anna, vegna þess að hann er mergur þeirra mála í dag. Og auðvitað fæst hér engin viðun- andi lagfæring nema með stór- hækkuðu dagkaupi, launum sem menn gætu lifað af án auka- vinnu. En er þá mikil vinna fjand- samleg launastéttunum. spyr rikisstjórnarliðið. — Nei, fjarri fer því munum við svara, þær vilja aðeins ráða því hvað þær fá fyrir hana, og ef þær mættu ráða mundu þær leggja höfuð- áherzlu á að hraða nýtingu auk- innar tækni og sjálfvirkni á sem flestum sviðum. — Hins- vegar er það augljóst að hin mikla vinna er fjandsamleg eignastéttinni, þegar til lengd- ar lætur, því hún torveldar henni að halda lífskjörunum niðri. „Hóflegt" atvinnuleysi var óskadraumur ríkisstjómar- innar, þegar hún tók við völd- um, með því ætlaði hún að halda kjörunum niðri. En meg- inverkefni hennar hefur orðið jiað aö láta ekki góðærið og aflasældina trufla áform sín um að gera það. Þetta minnir allmikið á á- standið 1942, þegar stríðsgróð- inn flæddi inn í landið og eignastéttin ætlaði sér að hirða hann allan. Þá brotnuðu gerð- ardómslögin á skipulögðum harðskeyttum skæruhemaði verkamanna. Nú ætlar eigna- stéttin að freist.a þess, sem henni ekki tókst þá, að halda gróðanum af góðærinu. fjötra samtök verkafólksins og blekkja það til kjörfylgis við sig. Dæmi þessa eru nú mörg og ljós. Stöðvun togara- og síldar- flotans, fjöldi verkfalla, sem ríkisstjómin hefur beinlínis komið af stað .og fyrirskipað til þess að halda kjörunúm niðri,* gérígis'féiiingarnár' "ög ^ gerðardómarnir, og síðast en ekki sízt árásirnar á verkalýðs- samtökin með afskiptum af innri málum þeirra. sbr. félags- dóminn í haust og allan þann ósóma sem við er haldið og við er aukið með því að láta óvið- komandi fólk hafa full réttindi í stéttarfélögum launþega og ráða þar lögum og lofum. Hættumar og hættumerkin fyrir verkalýðshreyfinguna eru augljós. Ef þróuninni í samtök- um launafólks verður ekki snú- ið við og það strax, þá er fram- hald ofsóknanna á næsta leiti: Áframhaldandi verðhækkanir, ný gengisfelling, breyting á vinnulöggjöfinni, sem áreiðan- lega þrengir kosti samtakanna til mikilla muna og síðast en ekki sízt innganga í Efnahagsbanda- lagið, sem auk alls annars býð- ir takmarkalítinn innflutning verkafólks og verkalýðshreyf- inguna undir járnaga auðhring- anna. Ég get ekki núna farið inn á hin fjölmörgu verkefni, sem verkalýðshreyfingin á við að glíma, og brýnt er að ræða og leysa. Innri mál félaganna þarf að kryfja til mergjar. Ég vil aðeins segja það nú: næsta verkefnlð er að hervæða hugi launafóf“.sins gegn hinum gegndarlausa áróðri og blekk- ingum, sem rekinn er í röðum þess. Það þarf að skapa vakn- ingu meðal verkafólks sem end- ist því til varanlegrar reisnar, svo það taki öll ráð stéttarfé- laganna í eigin heldur og víki erindrekum eignastéttarinnar þaðan burt í eitt skipti fyrir öll. I launabaráttunni. sem framundan er og yfir stendur skulum við vera minnug bess að vopn skæruliðanna frá 1942 eru ennþá til og máske eru þau beittust allra vopna í dag. Ríkisstjórnin minnir á þau dag- lega með hverri árás og með hverjum samningi sem gerður er í dag og brotinn er á morg- un. Við getum spurt að því nú, þegar við göngum til kosninga í verkalýðsfélögunum. hvort hætturnar hafi verið meiri áð- ur? En svarið verður óhjá- kr'æmilega á eina lund: Ihald- Framhald á 9. síðu. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Stórt hneyksli það hefur einkennt kosningabaráttuna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur hve fráfarandi stjórn félagsins hefur staðið höllum fæti mál- efnalega. Hvössum og mai;kvissum ádeilum starfandi sjómanna hefur hin svonefnda „land- liðsstjórn“ Jóns Sigurðssonar og Péturs Sigurðs- sonar yfirleitt ekki reynt að svara með rökum, heldur fúkyrðaaustri um „kommúnista“ eftir fyrirmyndum sem kunnar eru frá þýzkum naz- istum og bandarískum MarCarthy-bullum. Enda mun erfitt að skýra þau fyrirbæri að verulegur hluti reykvískra sjómanna skuli ekki vera fé- lagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en þar skuli hins vegar vera haldið í fullum félagsrétt- indum um 700 manna úr öðrum starfsstéttum en eðlilegt er að eigi þar full félagsréttindi. gitt slíkt dæmi hefur verið minnzt á nýlega, og það er athyglisvert, að hvorki Pétur Sigurðs- son né neinn af þeim skriffinnum Alþýðublaðs- ins, sem skrifað hafa gegn starfandi sjómönnum, hafa þorað að minnast á einu orði. Sjómenn á stóru Reykjavíkurbátunum telja að útgerðar- menn hafi framið stórfelld samningsbrot við uPPgjör í vor, þegar þeir gerðu upp eins og um útilegubáta hefði verið að ræða, en á verííðinni voru þetta landróðrabátar, sem aldrei fóru til útilegu. Með þessu uppgjöri voru þúsundir króna hafðar af hverjum sjómanni. Og sjómennirnir snúa sér til s'tettarfélags síns eins og sjálfsagt er í þeim tilfellum þar sem um samningsbrot er að ræða, snúa sér til Sjómannafélags Reykjavík- ur. Og hvað gerir félagið? Hvað hafa stjórn þess og starfsmenn gert til þess að rétta hlut félags- manna? Hefði ekki verið t.ilvalið fyrir þá Jón og Pétur Sigurðssyni að tilfæra afrek stjórnar sinnar og starfsmanna einmift í svona máli sér til verðugs lofs? Eða hefur hér kannski farið svo, að sjómönnum hefur rejmzt félagsstjórnin furðu svifasein að ganga í sjálfsagt mál félags- manna og sækja rétt þeirra? Að minnsta kosíi hafa sjómenn enga leiðréttingu fengið enn í þessu máli. Hefði Pétri íhaldsþingmanni og kumpánum verið nær að láta að sér kveða í slíkum málum en skrifa níð og atvinnuróg um starfandi sjómenn. J^andliðsstjórn Sjómannafélagsins á enga vörn fyrir landliðshneykslið. Það er óhugsandi að sjómenn uni því til frambúðar að í félagi þeirra hreiðri um sig fólk úr öllum starfsstét’íum sem verði meirihluti þess og setji starfandi sjómönn- um stólinn fyrir dyrnar í þeirra eisin st.é'ttar- félagi. Tölurnar 700 menn af 1450 á kjörskrá sýna að komið er að þessu óeðlilega ástandi nú begar, og landliðshnevkslið í Siómannafélacri Reykjavíkur er svo stórt. að bað pr pkb-í ?sm- bærileet við noinp Arpn111 cem viðgengst í öðr- um verkalýðsfélögum. — s. \ i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.