Þjóðviljinn - 26.01.1963, Page 10

Þjóðviljinn - 26.01.1963, Page 10
/ |0 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1663 HAMINGJU LEIT Tómas gerir sér fullkomlega grein fyrir því hve hræði- lega er komið fyrir honum. Hvemig getur hann sann- að sakleysi sitt gegn illvirkjum sem sverja ranga eiða? Þórður mun auðvitað reyna að hjálpa honum, en hana getur líklega ekki komið miklu til leiðar. Allt í einu stöðvast bíllinn, á miðjum veginum stend- ur kerra með stöðum múlasna spenntum fyrir. Ég skai fara og gá hvað að er, segir annar fangavarðanna. Já, við skulum líta á, segir hinn. HVAÐA STÖRVIÐ- BURÐIR ERU AÐ GERAST Á SVIÐI TRUMÁLANNA? nefnist erindi, sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðvenf- kirkjunni, Ingólfsstræti 19, sunudaginn 27. janúar kl. 5. Ámi Jónsson syngur. ALLIR VELKOMNIR. inum. Karlmennimjr elduðu mat- inn undjr beru lofti. Maturinn var ágætur. Auk mjöls og salt- aðs kjöts höfðu þau meðferðis gulrætur og kartöflur og lauk, þurrkuð epli og ost og margt fleira sælgæti, gem henni hafði ekki dottið í hug að þau gætu fengið á leiðinni. Reyndar tæki þetta fljótlega enda, en þá rækj- ust þau á vísundahjarðir og þá yrði nóg af nýju kjöti Council Grove var falleg skóg- arbreiða, svo sem ferkílómetri ■að stærð Trén voru stór '— eik, hnotutré, kirkory og álmur og laufið var nýtt og ferskt. Þama hittu þau aðra kaupmenn sem farið höfðu frá Independence á undan þeim. Þessa fjóra daga sem þau höfðust við í Council Grove höfðu mennimir fellt tré sem þeir festu undir vagnana Þeir myndu þurfa við til við- gerðar á leiðinni. Handan við Council Grove var hvergi skóg- ur. Garnet gat varla ímyndað sér skóglaust landslag. en Oliver sagði henni að héðanaf myndu þau aðeins sjá sléttugras. Vald- ir voru lestarformenn og út- kíksmenn sem riðu á undan. Héðan til Santa Fe myndu þau lifa eins og dátar Leiðin var erfið. En þessýr menn þekktu bana út og inn. Þeir þekkfu hvert fjall, hvem læk, hver veðrabrigði. Það var þeirra verk að koma lestinni heilli á húfi til Santa Fe. Og þeim tókst það ævintýralega. Oliver kenndi Gamet að með- höndla riffil. Ef til vili þyrfti hún ekki á þeirri þekkingu að halda, sagði hann. en það væri heimskulegt að fara yfir slétt- una án þess að kunna með skot- vopn að fara. Gamet reyndi að sýna á sér engin óttamerkj þeg- ar hún spurði um Indíánana Oliver hló og sagði að það væru býsna fáir Indíánar sem gætu gert þeim skráveifur héðan til Santa Fe. Hann kenndi henni að þekkja merki um ferðir Indíána. Maður yrði að leggjast á jörð- ina og athuga allt gaumgæfilega. Ef það sáust för eftir unghesta og böm og göt eftir tjaldhæla, þá táknaði það að heill ættflokk- ur var í veiðiferð til að afla vista fyrir veturinn. Hann færi með friðj og skyti ekki nema á hann væri ráðizt. En ef aðeins sæjust spor eftir fullorðna menji og fullvaxin hross, tákn- aði það að flokkur væri í her- ferð. Fyndust spor eftir slíkan flokk. yrði maður að aðgæta í hvaða átt hann hafði farið og síðan fór lestin í aðr.a átt til að komast hjá þvi að verða á vegi hans. En slíkir herflokkar voru ekki margir. Á þessum tíma árs var veiðiskapurinn Indíánunum efst í huga. — Þú ert byrjandi, sagði Oli- ver við hana. — Byrjendur halda ævinlega að þegar þeir sjá Indí- ána sé aðalatriðið að verða fyrri til að skjóta. Það er misskilning- ur. Það er það síðasta sem manni ber að gera. Og þá var Garnet ekki lengur hrædd. En hún æfði sig með riffilinn og lærði að hitta í mark í tíu metra fjarlægð. Karlamir hlóu góðlátlega að henni, en þeir sögðu að hún yrði skikkanleg- ur landamæravörður. Þetta voru óheflaðir náungar og blótsyrð- in þeirra skelfdu hana, en þeir kunnu sitt handverk. Gamet féll æ betur við þá. Allt var svo nýtt og undarlegt og allt var svo dásamlegt. Oli- ver tilbað hana og hinir menn- imir samglöddust honum yfir að hafa náð í hana. Gamet hafði aldrei á ævinni verið jafnsæl. Lífið blasti við henni eins og skær og bjartur morgunn. Hinn tíunda maí í sólarupp- rás ók lestin-af stað út á auðn- ina mikju. Þau voru á leiðinni til Santa Fe. Gamet greip eftir leður-vatns- flöskunni sem hún hafði í ól um mittið. Hún tók tappann úr og drakk. Vatnið var volgt, en hún hafði verið á ferð í fjörutíu og einn dag og nú fann hún ekki 'engur að vatnið var volgt. Vatn- ið skolaði rykið burt úr hálsin- um á henni og væfan var dá- samleg. Hún og Oliver óku j vagnin- um. Það var gamalf ökutæki, en traustbyggt og þægilegt. Frem-st í vagninum var leður- sæti, en annars var hann ílang- ur með flötu segldúksþaki sem haldið var uppi með málmstöng- um. Á daginn var hægt að draga allar fjórar hliðarnar upp ejns og rennitjöld og festa þær í þakjð. þannig að loftið gat leikið um vagninn. Á næturnar var hliðunum rennt niður. Þetta gerði vagninn að litlu húsi og þau breiddu út rúmfötin og sváfu þar. Oljver stjómaði múldýrun- um. Þegar Gamet setti tappann i flöskuna. brosti hann til henn- ar. — Þreytt? spurði hann — Já, sagði Garnet eins og satí var. — Og ég er að farast úr hita og glorhungruð. Hvað er klukkan? Oliver leit á sólina. — Get- urðu ekki séð það sjálf? Gamet skimaði móti sólu. Hún var með græn gleraugu sem hún hafði keypt í Indepedence til að verja augun fyrir sól og ryki. Sólin var til vinstri hand- ar við hana og mjög hátt á lofti. — Tíu? gizkaði hún á. — Ekki svo afleitt. sagði Oli- ver. — Hún er undir hálfellefu, en þú ert fljót að læra. — Hálfellefu. sagði Gamet. — Það er skárra. Þá er ekki eins langt fram að mat. Ég er svo svöng að ég gæti étið hálfan vrsund. — Segjum fvö, tók hann und- ir. Hann sleppti taumunum með ann.arri hendi og tók upp vatns- flösku sina. Hann tðk tappann úr með tönnunum og hélt á honum meðan hann drakk. Þeg- ar hann hafði tæmt flöskuna, rétti hann Gamet hana. — Hún er tóm. Viltu gera svo vel að fylla hana fyrir mig. Gamet losaði ólina frá belti Olivers. Hún klifraði varlega út úr vagninum. Hún gekk að aftur- enda vagnsjns og hélt áfram að ganga til að hafa við múldýmn- um meðan hún tók hlífina af vatnstunnunni sem fest var milli afturhjólanna. Þegar hún v.ar búin að fylla á flöskuna handa sér og Oliver, klifraði hún aftur upp í vagninn og festi ólina í belti Olivers. Hann saup affur á með áfergju. Gamet lagðist á hnén. dró stóran, blá- an vasanlút uppúr vasanum og þerraði svitastokkið enni hans. Þegar hún var setzt aftur sneri hún klútnum við til að þerra sitt eigið andlit, og hún horfði döpur á brúnan blettinn á bláa klútnum. Hún var alþa'k- in ryki. Hún sá rykið í felling- unum á bómullarkjólnum sínum og fann það nuddast við hör- undið innanklæða. Það barst jafnvel gegnum sóihattinn og þegar hún burstaði hárið stóð rykský útfrá henni. f lestinni vom tvö þúsund dýr og hvert einasta þeirra sparkaði upp sínu eigin rykskýi. Litlu skýin urðu að geysistóm skýi sem hékk í loftinu yfir þeim og fylgdi lest- inni. Gamet hugsaði með ákafri löngun um vísundakjöt Qg þurrk- aðar baunir. Lestin fór ævin- lega af stað í dögun án þess að etinn væri morgunverður og um hádegi var hún svo soltin að hún át eins og hross. — Oliver, sagði hún. — Hvar eigum við að stanza til að borða? — Við Kanínulæk. Við emm bráðum komin. Slakaðu á vöðv- unum, Garnet við emm að koma að vísundahvarfi. Gamet hélt sér í sætið með báðum höndum, spymti fast í fótafjölina en slakaði á öllum öðrum vöðvum Fyrstu dagana hafði hún setið teinrétt eins og hún æki á sléttri götu og hvörf- in í veginum höfðu gert hana alþakta skrautlegum marblett- um. En nú kunni hún að slaka á og hvörfin gerðu henni ekk- ert lengur. Hjólin hlunkuðust niður í dældina það brakaði og brast í öllu eins og vagninn væri að liðast sundur. Gamet heyrði Oliver bölva meðan múldýrin voru að tosa vagninum upp aft- ur. Vegurinn varð aftur sléttur og hún leit upp. — Er allt í lagi núna? — Allt í lagi, sagði Oliver. Gamet hagræddi sér í sætinu. Þessi hvörf voru alveg skelfileg. Þið kannizt öll við^ mig, er það ekki? Já alveg ré’tt! Ég er Andrés Önd og enginn annar! Það er asi á mér núna, svo að ég ætla að láta það nægja í dag að segja ykkur að þið megið eiga von á mér hér á síðunni í framtíðinni, væntan- lega á hverjum degi úr þessu. Leitið að mér hérna í fyrsta skipti á morgun — og bless á meðan. — Andrés. Unglingur óskast Vilium ráða unglina strax 15—17 ára. Þarf að haía „skellinöðru" til umráða. Þjóðviljinn V i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.