Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
fest gerðardómsrán af
stýrímönnum og vélstfórum
Landssamband íslenzkra út-
vegsmanna tapaði nýlega tveini-
ur málum fyrir Félagsdómi, og
var skýrt frá aðalatriðuni þeirra
mála í Þjóðviljanum. í þeim var
um það fjaliað hvort sjómenn
og yfirmenn síldveiðibáta í Sand-
gerði skyldu seldir undir ákvæði
gerðardómsins, enda þótt síld-
veiðisamn'igunum hefði ekki ver-
Ið lögiega sagt upp við Verka-
lýðs- og sjómannafélag Miðnes-
hrepps.
Sjómenn unnu bæði þessi mál
og dæmdi Félagsdómur síldveiði-
samningana frá 1953 og 1959 þar
i fullu gildi.
I þriðja málinu, sem Far-
manna- og fiskimannasambandið
höfðaði sem prófmál varðandi
samningsréttindi yfirmanna á
síldveiðibátum sumarið 1962
dæmdi Félagsdómur á þá Ieið að
hveð snerti prófmálsbátinn „Auð-
unn" frá Hafnarfirði skyldi gerð-
ardómurinn gilda við uppgjör á
kaupi stýrimanns og vélstjór-
anna.
■ Við uppgjör var hlutur stýri-
manns og vélstjóranna á „Auð-
unni“ miðað við hásetahlut eins
og þeir urðu samkvæmt ákvæð-
um gerðardómsins. „Við þessa
reikningsskilaaðferð vildi stefn-
andi ekki una“, segir í dómi Fé-
lagsdóms. „Telur hann að marg-
feldi stýrimanns og vélstjóra
samkvæmt nefndum kjarasamn-
ingi þeirra“ (samningi FFSl og
LlÚ um kjör yfirmanna) „eigi að
miðast við hásetahlut, eins og
hann hefði orðið samkvæmt
kjarasamningum háseta og
stefnda frá 13. júní 1958 og 15.
maí 1959, sem í gildi höfðu ver-
ið, þegar aðiljar þessa máls
sömdu sín á milli um kaup og
kjör í febrúar 1961. Kveður stefn-
andi, að hásetasamningurinn
hafi legið fyrir við þá samnings-
gerð málsaðilja, og um það ver-
ið samið, að miða við þau kjör
háseta, sem þá voru bundin
samningi. Sé því óheimilt nú að
leggja til grundvallar að samn-
ingsaðiljar hafi þá ætlazt til,
að miðað yrði við kjör sem
ákveðin væru með annarlegum
hætti, svo sem með gerðardómi.
Ljóst sé af ákvæðum gerðar-
dómsins, að hann taki ekki til
Arshátíð
Máls og Menningar
verður að Hótel Borg sunnud. 3. febrúar kl. 20.30.
D A G S K R A :
Kristinn E. Andrésson: Liðinn aldarfjórðungur, ræða
Jóhannes úr Kötlum: les úr Öljóðum.
Sverrir Kristjánsson: Ávarp.
Brynjólfur Jóhannesson leikari: Upplestur.
Kristinn Hallsson óperusöngvari: Einsöngur.
D A N S
Kynnir verður Jón Múli Ámason.
Aðgöngumiðar í Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18.
Mál og
enmng
kjara skipstjóra, stýfimanns og
vélstjóra. Samkvæmt úrskurði
gerðardómsins lækki kaup há-
seta hins vegar frá því sem áð-
ur var, þar sem umsamin kjör
hafi verið lágmarkskjör, sé
hvorki heimilt að færa þau til
lækkunar með skýringu, er mið-
ist við eftirfarandi atburði, né
heldur með öðrum hætti“.
Afstaða LIÚ er rakin í for-
sendum dómsins á þessa leið:
Málílutningur LÍÚ
„Þessum rökstuðningi og máls-
útlistun hefur stefndi eindregið
mótmælt. Byggir hann sýknu-
kröfu sína á því, að þar sem
kjör vélstjóra og stýrimanns séu
ákveðin sem tiltekið margfeldi
af hásetahlut, beri að miða við
hásetahlutinn eins og hann verði
á hverjum tíma. Bendir hann
í því sambandi á það, að kjör
háseta hafi verið mismundandi
á ýmsum þeim stöðum, sem
kjarasamningur aðilja frá 14.
febr. 1961 náði til, og auk þess
komi það iðulega fyrir, að breyt-
ingar séu gerðar á kjörum há-
seta, sem sjálfkrafa hafi breytt
kjörum yfirmanna vegna afstöðu
samnings þeirra til kjarasamn-
inga hásetanna. Nú hafi samn-
ingur sjómanna og útvegsmanna
í Hafnarfirði verið fallinn niður
fyrir uppsögn, þegar skráð var
á m/b Auðunn 24. júní. Með
því hafi grundvellintym, sem
lagður var með hásetasamningn-
um frá 13. júní 1958, verið kippt
burtu, en í stað hans komið sá
grundvöllur, sem væntanlegur
kjarasamningur legði, svo sem til
væri vísað með ráðningarkjörum
þeim, sem tilgreind voru við lög-
skráninguna. Samningar hafi að
vísu ekki tekizt, en í þeirra stað
hafi komið úrskurður gerðar-
KIPAUTGCRÐ RIKISINS
Hekla
fer austur um land í hringferð
6. febrúar.
Vörumóttaka á föstudag og ár-
degis á laugardag til Fáskrúðs-
fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð-
ar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Raufarhafnar og Húsavíkur. Far-
seðlar seldir á þriðjudag.
Skjaldbreið
fer vestur um land til Akureyr-
ar 5. febrúar. Vörumóttaka á
morgun til Húnaflóa- og Skaga-
f jarðarhafna og Ölafsfjarðar. Far-
seðlar seldir á mánudag.
Fram-
hjáhald
„Framsókn og íhald afiur i
eina sæng j Hafnarfirði!"
segir Alþýðublaðjð á forsíðu
í f.yrradag, hneykslað ofan í
tær. Blaðið virðist þannig
líta á atferli Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði sem
einskonar framhjáhald, enda
eru við hlið fyrirsagnarinnar
myndir af Emil Jónssyni og
Guðmundi í. Guðmundssyni
eins og hverjum öðrum tá!-
dregnum ejginkonum. Ekki
heyrist þess þó getið enn að
ótryggð ejginmannsjns sé tal-
in skiinaðarsök
Hug-
sjónamenn
Sem betur fer á íslenzka
ríkið margra fórnfúsa þegna
sem lít3 á tilveru sina sem
stöðuga þjónustu og leggja
allt í sölumar fyrir þjóðar-
heildina, fjármunj sína og
lífshamingju. Engir eru þó
iafn gersamlega sinnulausir
um eigin hag og eins gagn-
■cknir af ósérplægni og ís-
lenzkir útvegsmenn. Fórnfýsi
beirra var lýst á eftirminni-
legan hátt í ræðu þeÍTri sem
Sverrir Júlíusson flutti á að-
alfundj Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna fyrir
skömmu. Hann skýrði svo frá
að í fyrra hefðu gerzt þeir
einstæðu atburðir að meðal-
bátur hefði hagnazt smávægi-
lega á sfldveiðuin. og bó
hefðu bátar undir 60 rúm-
lestum tapað 23 - þúsundum
króna að meðaliali. En þessi
heildarábati sætti miklum tíð-
indum því „að árið 1962 er
fyrsta árið síðustu 18 ár, sem
meðalbátur á sildveiðum
stendur undir s^r.“
í nærrj tvo áratugi hafa
íslenzkir útvegsmenn þannig
gert út báta sína á síld af
einni saman fórnfýsi. góðvild
og hjartagæzku. Þeir hafa
borgað með bátum sinum á
hverju einasta ári. greitt pen-
inga úr eigin vasa með hverri
einustu síld sem fór í vinnslu,
rúið sjg inn að skyrtunni til
að geta staðið í skilum við
heimtufreka sjómenn. Síld-
veiðar þeirra hafa ekki ver-
ið atvinnurekstur heldur ein-
vörðungu kostnaðarsöm hug-
sjón.
Því verður naumast iýst
með orðum í hvílíkri þakkar-
skuld þjóðin stendur við
þessa göfugu menn. En fer
þá ekki að verða tímabært
að almenningur sýni hug sinn
i verki. einmitt nú þegar
þjóðartekjurnar eru meiri en
nokkru sjnni fyrr? Hverni.e
væri til að mynda að Rauð;
krossinn beittj sér fyrir sam
skotum? — Aastri.
dómsins, sem bráðabirgðalög nr.
ingnum frá 14. febrúar 1961“.
Félagsdómur dæmir
Og Félagsdómur grundar dóm
sinn þannig:
„Svo sem að framan greinir,
er það ágreiningslaust i máli
þessu, að kjarasamningurinn frá
13. júní 1958 hafi verið fallinn
niður fyrir uppsögn í Hafnar-
firði. Þar sem málum var svo
háttað ber að leggja til grund-
vallar þau kjör, sem lögskrán-
ingin 24. júní 1962 benti til, en
það var, eins og lýst hefur verið,
þau kjör, sem um yrði samið í
væntanlegum samningi sjómanna
og útvegsmanna. Brýtur þessi
6kýring eigi í bág við kjara-
samning aðilja frá 14 febr. 1961,
því hann miðast eigi við háseta-
kjör samkvæmt ákvæðum tiltek-
ins samnings, heldur tiltekur
84/1962 mæli fyrir um, að vera
skuli jafngildi þess, að kjörin
hefðu verið ákveðin með samn-
ingi. Beri því að leggja kaup og
kiaraákvæði hans, að því er há-
setana varðar, til grundvallar
reikningsskilum stýrimanna og
vélstjóra á framangreindum bát,
m/b Auðunni, er finna skal, við
hvaða grunntölu miða eigi um-
samið margfeldi nefndra yfir-
manna samkvæmt kjarasamn-
hann aðeins laun yfirmanna sem
ákveðið margfeldi af kaupi há-
setanna. Geta samningar þeirra
síðarnefndu þannig breytt kjör-
um yfirmannanna, til hækkunar
eða lækkunar, án þess að þeir
síðamefndu gætu haft áhrif á
það fyrr en með uppsögn síns
eigin samnings. Nú tókust eigi
samningar um síldveiðina sl.
sumar milli Sjómannafél. Hafn-
arfjarðar og eigenda og útgerð-
ar m/b Auðuns. Samkvæmt
bráðabirgðalögum nr. 84/1962
kom þá úrskurður gerðardóms-
ins, er skipaður var í samræmi
við þau lög, í stað samnings
milli aðilja og tók, eins og á
stóð, gildi sem um kjarasamn-
ing væri að ræða, að því er varð-
aði kaup og kjör hásetanna á
nefndum bát á sl. sumarsíldveið-
um. Var stefnda samkvæmt því
rétt að leggja hásetahlutinn á
m/b Auðunni G.K. 27 til grund-
vallar reikingsskilum við stýri-
mann og vélstjóra á sama bát
á nefndum veiðum. Ber sam-
kvæmt því að taka sýknukröfu
hans til greina.
Eftir atvikum þykir rétt, að
málskostnaður falli niður.
Dómsorð:
Stefndi, Landssamband ísl. út-
vegsmanna, á að vera sýkn af
kröfum stefnanda, Fartþanna- og
fiskimannasambands íslands, í
máli þessu.
Málskostnaður fellur niður“.
Fimmtudagur 31. janúar 1963
Reiðskóli Fáks er
ai taka til starfa
ALLTMEÐ
Rciðskóli Hcstamannafélagsins
Fáks tekur til starfa að nýju
4. febrúar n.k. Kennsia verður
með svipuðum hætti og undan-
farin ár og cr ungfrú Rosemarie
Þorleifsdóttiir kcnnari cins og áð-
ur.
Nemendum eru kennd helztu
undirstöðuatriði hestamennsku
svo sem að umgangast hestinn,
kemba, beizla og leggja á hann
hnakk. Síðan er kennd rétt á-
seta og taumhald. Fer sú kennsla
fram á afgirtu svæði við hest-
hós F*ks en síðar eiga nemendur
fara stutta útreiðar-
kennaranum.
Á næstunni ferma skip vor
til íslands sem hér segir;
New York:
Selfoss og
Dettifoss 4.—8. febr.
Brúarfoss 14.—22. febr.
Kaupmannahöf n:
Mánafoss 5.—7. febr.
GuIIfoss 16—19. f**br.
Leith:
Gullfoss 31. jan.
Gullfoss 21. febr.
Rotterdam:
Reykjafoss 30.- —31. jan.
Tröllafoss 16. febr.
Hamborg:
Reykjafoss 2. febr.
Tröllafoss 11. febr.
Antwerpen:
Tröllafoss 14. febr.
Hull:
Tungufoss 31. jan.
Tröllafoss 15. febr.
Gautaborg:
Mánafoss 3.- —5. febr.
Kristiansand:
Tungufoss 26. febr.
Turku:
Lagarfoss um 23. febr. '
Gdynia:
Lagarfoss 20. febr. j
Vér áskiljum oss réft til að l
breyta auglýstri áætlun,
ef nauðsyn krefur.
H.f.
EIMSKIPAFÉLAG
ÍSLANDS.
LAUGAVEGI 18® SfMI 19113
ÍBÚÐIR ÖSKAST
1 nýlegum húsum og
eldri, óskast strax. Mikl-
ar útborganir.
Einnig iðnaðarhúsnæði í
Kópavogi.
TIL SÖLU
2 herb. íbúð í austurborg-
inni.
3—5 herb. íbúðir víðs-
vegar um borgina.
Einnig ibúðir í smíðum af
ýmsum stærðum.
Hafið samband við
okkur ef þið þurfið
að selja eða kaupa
fasteignir.
Rosemarie Þorleifsdóttir hleypir hesti yfir hindrun. Myndin var
kiin á sýningu Fáks í vor. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.)
Ekki verða tekin yngri börn
en sjö ára og lágmarksbátttaka
eru fjórir tímar. Kennslugjald er
kr. 50.00 á klst.
Rosemarie Þorleifsdóttir verð-
ur til viðtals á skrifstofu Fáks
að Klapparstíg 25-27, fimmtudag-
inn 31. janúar og föstudaginn 1.
febrúar klukkan 5-6 síðdegis og
veitir þá frekari upplýsingar og
tekur á móti umsóknum. Þeir
nemendur sem verið hafa áður
í skólanum og hafa hug á því
að halda áfram eru beðnir að
hafa samband við skrifstofuna
fyrri daginn.
* Skattaframtöl
* íiuiheimtur
* Lögfræðistörf
* Fasteigiiasala
Hcrmano G. Jónsson, hdl.
lögfræðiskrifstofa.
Skjólbraut 1. Kópavogi.
Sími 10031 kl. 2—7.
Heima 51245.