Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 12
Icelandic Children Oh. Sunday, January 13, some 35 to 40 children from Eeykjavik visited Naval Station Keflavik in a tour sponsored by the news- Paper,Vlsir. The trip was awarded to these children for selling’ a certain number of papers. ‘While they were here, they had a complete tour of the installation, hitting such high spots as the Armed Forces Radio and Television Sta- tion, Fire Department, Air Force and Navy Hangars, and one of the Navy Galleys;to eat with.the Navymen. The children arrived aboard the base at 12 p.m. and went immedia Vísir lýsir verndarana rakalausa lygara og ekki starfi sínu vaxna! í,Vísir“ ber harðlega á móti því í gser að söluibörnum blaðsins hafi á dögunium ver- ið boðið í viðurkenningar- skyni suður á Keflavílkurflug- völl til að skoða þar hvers- konar tsekja- og herútbúnað bandaríska bemámsliðsins. Um þeitta segir svo í ramma- klausu á baksíðu blaðsins í gær: „Þjóðviljinn skýrir frá því á forsíðu í dag að Viísir hafi boðið sölubömum sínum á hersýningu á Keflavíkurflug- velli og hneykslast blaðið mjög á þvi tiltæki. Enn einu sinni sýnir það sig hve erfið Þjóðviljanum reyn- ist sambúðin við sannledkann. því fréttin er uppspuni frá rótum. Aftur á móti mun eitt vikublaðið í baenum hafa boðið sölubömum sínum i slíkt ferðalag. Ætti Þjóðvilj- inn að fá sér nýjan fréttarit- ara í vamarstöðinni, því nú- verandi fréttaritari blaðsins þar er greinlillega ekki starfi sínu vaxinn." Svo mörg eru þau hógvaeru orð Vísis. Við Þjóðviljamenn kippum okkur ekki orðið upp upp við þó kolfegamir við Visi sendi okkur tóninn og viðhafi þá orðbragð sem þeit hafa vanizt, en skyldi bless- uðum „vemdurunum" á Mið- nesheiði ekki hafa brugðið þegar klausan var þýdd fyrir þá, því að akki hafa þeir til þessa vanizt þessum tón úr Vísis-áttinmi: að skoðunarflerð í herstöðina sé nefnt „til tsebi'“ sem ástæða sé talin til að bera af sér umsvifalaust; né haldur hitt, að hermenn- imir í „vamarstöðinni“ séu „greinilega ekki starfli sínu vaxnir". Þjóðviljinn hafði, greinilega tekið fram í frétt- inni J gær, — umrædda frétt eftir vifcublaði bandaríska hemámsliðsins á Is'liandi „Hvíta fálkanum" — Whiite Falcon, sbr. úrklippuna sem birt er með þessum línum. En, batnandi manni er bezt að Iifa — og við tökum Vísi fremur trúanlegan hér eftir en blað hemámsliðsins. Spum- ingin er þá bara þessi: Hvaða vikublað bauð sölubömum sínum til hersýningarinnar? Híð nýja skip Eimskips hlaut nafnið Mánafoss Hið nýja skip Eimskipafélagsins, Mánafoss, en það hét áður Kitty Danielson. Nýtt laxaeldishús reist við EHiðaár Agætur afli í Tálknafirði Tálknafirði — Fram undir síð- ustu helgi var ágætur afli hjá bátunum tveimur, sem héðan róa, Guðmundi á Sveinseyri og Tálknfirðingi. Síðan hefur verið minni afli en reytingur þó. Bát- amir sækja út í Víkurál, 7 tíma siglingu undan Blakk. Mest hafa þei raflað 18—20 tonn í róðri. Sæfari og Sæúlfur eru enn á síld. JóE Askornn fri Atthagafélagi Strandamanna Ejns og kunnugt er af frétt- um og orðsendingum frá Rauða krossj íslands í dagblöðunum urðu tvær fjölskyldur á Hólma- vík fyrir tilfinnanlegu tjóni í húsbruna fyrir nokkru. Stjóm Átthagafélags Síranda- manna vill hér með beina þeim tilmælum til Strandamanna bú- settra í Reykjavík og nágrenni, svo og annarra góðra borgara, að hlaupa undir bagga hjá hinu bágstadda fólki með einhverjum fjárframlögum. Fjársöfnunarljstar liggja frammi hjá Magnúsj Sigurjóns- syni, Laugavegi 45 og á auglýs- ingaafgreiðslum Morgunblaðsins. Tímans og Þjóðviljans. Tekjð verður á móti framlögum til 9. febrúar. Alþýðubandalags- j j fólk Akranesi! Hinn árlegi þorrablótsfagn- aður Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldiinn í Rein laugardaginn 2. febrú- ar. Aðgöngumiðar óskast sóttir í Rein frá kl. 8—9 f kvöld, fimmtudag. Skemmtinefndin. 1 gær var Eimskipafélagi fs- lands afhent skip það er félagið festi nýverið kaup á í Danmörku. Fór afhendingin fram í Freder- ishavn og hlaut skipið nafnið Mánafoss. Skipið hét áður Ketty Danielsen. Frá Frederishavn mun skipið halda 2. febrúar til Gautaborgar og Kaupmannahafnar þar sem það mun ferma vörur til ls- lands og er áætlað að fyrsta affermingarhöfn þess verði Ak- ureyri. Frá Akureyri mun skip- ið fara til Dalvíkur og Ólafs- fjarðar, Vestmannaeyja og Faxa- flóahafna. Að affermingu lok- inni tekur skipið vörur í Reykja- vík til flutnings á vestur- og norðurlandshafnir. Er ætlun Eimskipafélagsins að nota þetta nýja skip til þess að auka og bæta þjónustuna í innanlands- flutningum. Foss sá, Mánafoss, er skipið dregur nafn af er í Laxá í Austur-Húnavatnssýslu. Ágætt veður en engln síldveiðl ★ Síldarbátamir fóru út í fyrra- dag eftir langvarandi ógæftir og undir Jökul. Veður var hið bezta en síldin lét ekki sjá sig. Bát- amir voru aftur famir að kasta í gærmorgun og munu væntan- lega reyna í nótt ef veður spill- ist ekki. Nóg mun vera af síld í sjónum, en hún gefur bara ekki færi á sér. Á fundi borgarráðs í fyrradag var samþykkt tillaga frá raf- magnsstjóra um stækkun iaxeld- isstöðvanna við Elliðaár og að reisa þar nýtt eldishús. Eins og kunnugt er annast Rafmagnsveita Reykjavíkur laxa- eldið í Elliðaánum og rekstur ánna og hefur hún leigt Stanga- veiðifélaginu veiðiréttinn. Vid ámar er gamalt eldishús en það er orðið ófullnægjandi og er þar að auki illa staðsett. Nýja húsið á að vera einlyft timburhús á steyptum grunni, 10x23 m að flatarmáli. Eiga eld- isþræmar að vera innanhúss og hægt að hita upp vatnið í þeim til þess að bjarga seiðunum yfir veturinn. Verður húsið reist við hliðina á útieldisþrónum hjá raf- stöðinni. Verður húsið væntan- lega byggt í vor eða sumar. Með þessum framkvæmdum við Elliðaámar er ætlunin að gera rekstur þeirra arðvænlegri og tryggja betur en nú er laxa- gengd í þær. Fylgdu tillögum rafmagnsstjóra er hann lagði fyr- ir borgarráð meðmæli veiðimála- stjóra með fyrirtæki þessu. Rafmagnsveitan hefur látið reikna út væntanlegan kostnað við byggingarframkvæmdir þess- ar og er hann áætlaður um 1 millj. króna. Grafarnesi 26/1 — Verkalýðsfé- lagið Stjarnan hefur fengið sam- þykkta 5% kauphækkun eins og annars staðar. Það hefur ekki gefið á sjó í tvo daga og aíiabrögð frekar lé- leg og nemur afli hvers báts um 4 til 6 lestum í róðri. S.B. Ung stúlka kærir mam fyrir nauðgun Átján ára stúlka hér í Rvík hefur kært 21 árs gamlan mann fyrir að hafa ráðizt inn í her- bergi hennar aðfaranótt sl. þriðjudags og nauðgað henni. Maðurinn hefur neitað ákærunni. Samkvæmt framburði stúlk- unnar vaknaði hún upp við það undir morgun sl. þriðjudagsnótt, að drepið var á dyr hjá henni en hún býr ein í rishæð á fjög- urra hæða húsi. Var barið á svaladyr sem eru á herberginu. Er stúlkan opnaði dymar var þar útifyrir maður sem hún kannaðist við en þekkti þó ekk- ert náið. Virðist hann hafa klifr- azt upp eftir svölum sem eru á neðri hæðunum þremur og upp á svalimar á rishæðinni. Maður- inn sem var eitthvað undir á- hrifum áfengis gerði sig heima- kominn í herbergi stúlkunnar og segir hún að hann hafi ráðist á sig og tekið sig nauðuga. Segist hún hafa hrópað á hjálp og hafi maðurinn þá gripið fyrir kverk- ar henni. Ber fólk sem býr á miðhæð hússins, að það hafi heyrt einhver hróp um morgun- inn en ekki áttað sig á þvi hvað- an þau komu. Mál þetta er nú í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni og situr hinn ákærði í gæzluvarðhaldi. Hefur hann neitað öllum sakar- giftum. Viðurkennir hann að hafa bragðað áfengi en telur að hann hafi ekki verið neitt télj- andi ölvaður. Skákþing Reykjavíkur: Björn, Jón og Júlíus efstir hver í sínum riðli Lok'iö er nú undanrásum á Skákþingi Reykjavíkur og fara þessir menn í úrslit, 2 efstu menn í hverjum riðli. Úr A-riðli: Bjöm Þorsteinsson með 5V2 vinning og Sigurður Jónsson með 5 vinninga. Fá síldarmjöl með afslæiti Vopnafirði 25/1 — Síldarmjöls- verksmiðjan á Vopnafirði hefur selt bændum hér í sveit síldar- mjöl til fóðurbætis með miklum afslætti. Kostar 450 krónur tunnan í stað 550. Mikil búbót er að þessu, þar sem heyfengur var yfirleitt rýr. Vopnafjarðarhrepp- ur á verksmiðjuna. Gunnar. Blíða, mislincj- ar og vega- basl á Vestfjörðum Þúfum 30/1. Það sem af cr þessu ári hcfur verið einmuna tíðarfar, snjólítið og milt og féð víöast hvar létt á fóðrum enn. Mislingar hafa stungið sér nið- ur á skólahcimilinu í Reykja- nesi. Á sl. ári tók hreppurinn nærri 300.000 króna lán til vegagerðar í Vatnsfjarðarvegi upp á vænt- anlega fjárveitingu eins og alsiða er. En þegar fé var veitt til Vestfjarðavega á fjárlögum 1963 fengu allir vegir í kjördæminu fjárveitingu fyrir skuldum og flestir meira, nema Vatnsfjarð- arvegurinn. Það var eini vegur- inn á öllu landinu, sem ekki gat borgað lánið. — A.S. I Úr B-riðli: Júlíus Loftsson með 5 vinninga, en Haukur Angan- týsson, Jón Kristinsson og Magn-J ús Sólmundarson urðu jafnir með 4V2 vinning hver og verða að tefla í millikeppm um hver þeirra fer áfram. Úr C-riðli: Jón Hálfdánarson með 5V2 vinning og Jónas Þor- valdsson með 5 vinninga. Ilaukur Angantýsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.