Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA Barizt um sjálfstæði og bjóðfrelsi á Borneó Hinn 18. janúar samþykkti framkvæmdaráð Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaganna eftir- farandi ávarp til alls verkalýðs og samtaka hans um samstöðu með alþýðu Norður-Kalimant- an: Með fjöldauppreisn sinni hinn 8. desember 1962 gegn ný- lenduyfirráðum Breta lýstu í- búar Norður-Kalimantan (Bom- eo) þeirri hetjulegu ákvörðun sinni að heimta frelsi sitt og viðurkenningu á sjálfstæði sínu. Barátta þeirra skapar þeim viðurkenningu á hinum sjálf- sagða rétti þeirra til sjálfsá- kvörðunar um að byggja upp frjálst og sjálfstætt þjóðfélag. Þrátt fyrir hvers konar kúgun- araðgerðir standa þeir einhuga gegn nýkóloníalisma Breta og útþenslustefnu ríkisstjómar Malajaríkisins, sem reynir að innlima Norður-Kalimantan i hið fyrirhugaða Malajaríkja- samband. Fyrir hönd hinna 120 milljón meðlima sinna lýsir Alþjóða- Fundur Kvenréttindafélagsins: Ættleiðingar varhugaverðar Þriðjudaginn 15. janúar s.l flutti Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari erindi um aettleiðingu á fundi Kvenrétt- indafélags íslands. Svo sem vænta mátti var erindið mjög fróðlegt, og fjallaði það bæði um sögulega og lagalega hlið máisins. Enn fremur um ætt- leiðingar í reynd og gaf Hákon upplýsingar um það, hversu mjög ættleiðingum hefur fjölg- að undanfarið. Að erindi loknu urðu mikl- ar umræður og var mörgum fyrispurnum beint til fyrirles- ara, sem gaf við þeim greið svör. Allar ræðukonur voru á einu máli um það, að draga bæri mjög úr ættleiðingum, þar sem þær væru varhugaverðar af ýmsum ástæðum, en aftur á móti ætti að stuðla að því, að fósturforeldrum og fóstur- bömum væri tryggður meiri réttur að lögum. Brýn nauðsyn var tálin að breyta ættleiðing- arlögum og þá alveg sérstak- lega þvi ákvæði. að aðeins þarf samþykki annars foreldr- is til ættleiðingar, þess sem forræði bamsins hefur. Eins og nú er, getur ógift móðir ráð- stafað barni sínu að vild, þar sem hún hefur foreldravaldið að lögum. Sama er að segja um það fráskilinna hjóna, sem forræði barnanna hefur fengið við skilnaðinn. Stjúpfeður ætt- leiða þannig oft böm eigin- kvenna sinna, án samþykkis eða vilja föðurins. Töldu kon- ur slíkt hina mestu óhæfu. önnur helztu atriði, sem komu fram í umræðunum. voru þessi: a) Öleyfilegt ætti að vera að ráðstafa ófæddu bami til ættleiðingar b) Nauðsynlegt þarf að vera, að foreldrar geri sér fulla grein fyrir þvi, áður en þeir sam- Framhald á 10 síðu. SkóUganga stúlkna þrámtur í götu hjánabandsins " „Skólamenntun eyðileggur stúlkurnar og gerir þær upp- reisnargjarnar gagnvart mynd- ugleika væntanlegs eiginmanns og foreldranna.“ „Skólaganga er þrándur í götu hjónabahds- ins, sem er hátindurinn í lífi hverrar stúlku.“ „Stúlkurnar stofna sér í hættur á leið til skólans." Þessi þrenn ummæli frá Tógó, Indlandi og Hondúras eru dæmi um þá erfiðleika, ,sem fyrir hendi eru víða í heimin- um i sambandi við skólagöngu stúlkubama. Þau eru nefnd í skýrslu, sem Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) hefur samið eftir víðtæka rannsókn um heim allan. Svör bárust frá um það bil 90 löndum og landsvæðura Yfirleitt eru svörin neikvæð. Lagalegir tálmar fyrir skóla- göngu stúlkna eru ekki fyrir hendi. Auk þess sækir álitlegur fjöldi stúlkna skóla. 1 50 lönd- um eru tölurnar nokkurn veg- inn hinar sömu fyrir pilta og stúlkur. Þróunin stefnir tví- mælalaust í átt til aukinnar skólagöngu stúlkna. UNESCO leyfir sér því að draga þá á- lyktun, að hlutfallslegur fjöldi ólæsra kvenna muni minnka verulega á næstu tíu árum. En f mörgum löndum er á- standið óviðunandi. Er í þvi sambandi um tvenns konar mis- ræmi að ræða. Annars vegar nær skólamenntun til mjög ó- verulegs hluta þeirra stúlkna sem í landinu eru eða til hlut- fallslega miklu færri stúlknaen pilta (í Pakistan eru þær t. d. 10 af hundraði skólabama). Hins vegar er sá fjöldi stúlkna, sem hættir skólagöngu, alvar- legt vandamál (70 — 90 af hundraði í Tsjad). Dæmin sem nefnd voru hér að framan mætti margfalda — ástandið er svipað í öllum þróunarlöndunum — og hægt væri að benda á ýmsar félags- legar og menningarlegar aðstæð- ur, sem valda erfiðleikum: hjónabönd á unga aldri, þörf- ina á aðstoð stúlknanna við heimilisstörf, trúarlegar mót- bárur eða óbeit stúlknanna á að menntast(I), eins og komizt er að orði í einu svari frá Nígeríu. Skýrslan greinir frá því, að f nokkrum löndum hafi vevið gerðar ráðstafanir til að jafna metin milli skólagöngu stúlkna og pilta. I þeirri viðleitni er m. a. beitt sálfræðilegum röksemd- um. (Frá SÞ) Vitnin sjö 11 sambandið fullum stuðningi við hina réttlátu kröfu alþýðunnar i Norður-Kalimantan, um lausn undan nýlenduokinu. Þúsundir verkamanna, verka- lýðsleiðtoga, bænda, blaða- manna og kennara hafa verið fangelsaðar, en baráttan heldur áfram engu að síður. Alþjóðasambandið fordæmir þessa glæpsamlegu kúgun brezku heimsvaldasinnanna gegn alþýðu Norður-Kalimant- an og krefst þess að ríkisstjóm Bretlands hætti kúgunaraðgerð- um sínum tafarlaust, og fari með her sinn úr landinu. Sam- bandið krefst þess einnig að lögreglulið Malajasambandsins verði tafarlaust á brott. Alþjóðasambandið fagnar beim samúðaraðgerðum, sem verkalýðssamtök margra landa hafa þegar hafið. Það skorar á önnur samtök að sýna virka samúð sína með verkalýð og alþýðu Norður-Kalimantan í baráttu þeirra gegn brezku heimsvaldadrottnuninni og fyr- ir sjálfstæði, og krefjast þess að allur erlendur herafli verði á brott úr landinu. Þjóðin verð- ur sjálf að ákveða framtíð sína. Alþjóðasambandið er þess fullvíst, að með virkum stuðn- ingi heimsverkalýðsins muni alþýða Norður-Kalimantan leiða frelsisbaráttu sína til sig- ursælla lykta og styðja með bví að varðveizlu friðarins í Suð- austur-Asíu og þar með í öll- um heiminum. Á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi vakti ný sovézk mynd .Vitnin sjö“ mikla athygli og umtal. Með aðalhlutverkið í kvikmynd þessari fóru þau Viadimír Tíhonof og L. Lusjína, sem sjást hér á myndinni. Strangarí lög til að hindra thal- idomid- harmleiki Hinar bcrmulegu afleiðingar af notkun thalidomid-lyf ja (tal- ið er að um 10.000 börn hafi fæðzt vansköpuð af völdum þeirra) hafa spillt trausti al- mennings á núverandi eftirliti með nýjum lyf jum, segir í tíma- riti Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, „WHO Chronicle“. A Minningarorð Guðmundur Axel Björnsson vélsmiður Hinn 21. janúar sl. lézt hér í bænum einn af frumherjum verkalýðshreyfingarinnar á Is- landi, Guðmundur Axel Björns- son. Axel var fæddur 15. júní 1899 að Hlöðutúni í Stafholts- tungum. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Guðmundsdóttir og Björn Jóhannsson. Böm þeirra, auk Axels voru: Jóhann, vélstjóri í Reykjavík, Ingvi, fórst með Skúla fógeta og Ásta, búsett f Reykjavík. Þau fluttust árið 1900 til Reykjavíkur, en settust að á Akranesi þremur árum síðar. Þar ólst Axel upp til 10 ára aldurs, eor þá fliuttust foreldrar hans aftur til Reykjavíkur. Björn gerðist þegar félagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Mun hugur Axels fljótlega hafa mótazt af þeirri hörðu baráttu, sem verkalýðshreyfingin háði á uppvaxtarárum hans. Hann tók virkan þátt í baráttu alþýð- unnar strax og aldur leyfði. Axel vann ýmsa vinnu, en fékk snemma áhuga á vélum. Var hann vélstjóri á bátum og um skeið bílstjóri. Ennfremur vann hann við bílaviðgerðir og járn- smíði. Hann kvæntist árið 1921 eft- irlifandi konu sinni Júlíönu Magnúsdóttur, frá Bæ á Rauða- sandi. Eignuðust þau fimm böm, sem öll eru á lífi. Þau eru: Bergljót, skrifstofustúlka, Björn vélvirki, Einar, vélvirki. Gunnlaug, búsett í Kanada og Þórunn, verzlunarmær. Árið 1932 starfaði Axel í Keflavík. Gekkst hann þá á- samt öðrum, fyrir stofnun verkalýðsfélags þar á staðnum og var kosinn fyrsti formaður þess. Varð saga þeirrar félags- stofnunar fræg á sínum tíma og hefur oft verið rifjuð upp síðan, sem dæmi um það hat- ur og þann ofsa, sem róttækir verkalýðsleiðtogar áttu þá að mæta. Hópur manna, sem and- vígir voru stofnun félagsins, réðlist að næturþeli inn á heim- ili, þar sem Axel svaf og flutti hann nauðugan til Reykjavíkur. Axel tók eftir þetta mikinn hverju ári eru tekin í notkun nokkur hundruð ný lyf, og hef- ur það í för með sér talsverða áhættu, einkanlega þar eð oft líður mjög skammur tími frá þvi að framleiðsla hinna nýju lyfja hefst þar til þau eru tek- in í notkun. Nauðsynlegt er að vemda ® neytendurna með tilhögun, sem geri kleift að ganga úr skugga um áhrif lyfjanna strax í upp- hafi. Þetta síðastnefnda eru um- mæli rannsóknarnefndar sem WHO skipaði til að kanna þessi mál. Tímaritið skýrir einnig frá rannsókn á gildandi lögum í nokkmm löndum að því er snertir eftirlit með nýjum lyfj- um. Kemur á daginn, að á- kvæðin eru ótrúlega sundurleit frá einu landi til annars. Mynd- in er nánast ruglingsleg, segir tímaritið. 1 ákveðnum löndum er eftirlitið mjög tilviljunar- kennt (sem stafar af mörgum ejnstökum reglugerðum á löngu tímabili) og svo flókið, að hægt er að selja ýmis lyf án þess að eftirlit yfirvaldanna komi tiL (Frá SÞ) og góðan þátt 1 starfi Félags jámiðnaðarmanna 1 Reykjavík. Var hann í trúnaðarráði félags- ins um skeið og ritari þess ár- ið 1942. Eftir að Axel hóf eigin at- vinnurekstur, hætti hann beinni þátttöku í starfi verkalýðsfélag- anna. Hann var samt alltaf ó- hvikull málsvari verkalýðsins og fór aldrei dult með það. Ekkert var honum fjær skapi, en að láta skeika að sköpuðu í málum alþýðunnar. Axel var mjög sérstæður per- sónuleiki. Hann var hæglátur maður og íhugull, en skapríkur. Þó held ég að hann hafi verið einna orðvarastur allra manna, sem ég kynntist. Hann var mik- ill alvörumaður, en hafði þó oftast spaugsyrði eða stökur á takteinum. Enda var hann vel hagmæltur og hafði mikið yndi af kvæðum. Hann unni mjög íslenzkri tungu og vandaði mál far sitt, svo ,að minnistætt verður. Það er öllum mikill á- vinningur að hafa kynnzt slík- um manni. Þegar ég nú kveð þennan góða vin og trausta samherja, er mér ríkast í huga, að við geymum minningu haps í starfi okkar og bai’áttu. Helgi Jónsson. Náttúru- fegurð í háfí Fallegum stöðum og náttúru- fyrirbærum er ógnað af fram- rás siðmenningarinnar. 1 bæj- um og á þéttbýlum svæðum hefur lóðabrask og umfangs- miklar byggingaframkvæmdir í för með sér hættu fyrir fagur- fræðileg verðmæti. Bæði Sam- einuðu þjóðimar og UNESCO hafa tekið þessi mál til athug- unar og lagt til við aðildarrík- in, að komið verði á löggjöf til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu. Ráðstefna UNESCO sam- þykkti ályktun, sem minnir hin 113 aðildarríki stofnunarinnar á, að sérlega falleg og sérkenni- leg svæði, bæði nálægt borgum og þéttbýlum stöðum, séu mik- ilvægur partur af tilveru manns- ins og auk þess álitlegur þáttur í efnahagslegu og félagslegu lífi hverrar þjóðar. Ályktunin leggur áherzlu á þörfina fyrir strangt eftirlit með byggingaframkvæmdum, lagn- ingu vega og flugvalla, bygg- ingu benzínstöðva og flóðgarða, staðsetningu auglýsingaspjalda, skógarhöggi, jarðraski í sam- bandi við námur og grjótnám og heimildum til að gera tjald- búðastæði. Ráðstafanir, sem mælt ermeð í ályktuninni, eru stöðugt eftir- lit með öllum útþensluáætlun- um, myndun þjóðgarða og frið- aðra svæða ásamt sífelldri við- leitni ríkis og bæjarfélaga við að eignast slík svæði. Þessar ráðstafanir geta samt því aðeins borið tilætlaðan ár- angur, að þær eigi að bakhjarli áhuga og skilning almennings á hinum fagurfræðilegu verðmæt- um sem varðveita ber. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja víðtækt upplýsingarstarf bæði meðal almennings og skólaæsk- unnar, segir í ályktuninni. Ályktun UNESCO hlaut ein- róma stuðning Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem lagði sérstaka áherzlu á mikilvægi slíkrar viðleitni í þróunarlönd- unum. Mannkynið er komið inn í geim-öldina, og þess verður ekki langt að bíða að menn fari að ferðast til annarra hnatta, sagði fulltrúi Sovétrfkj- anna á Allsherjarþinginu. En maðurinn mun halda áfram að lifa á jörðinni, og þess vegna verðum við að varðveita nátt- úruna. (Frá SÞ) Spilið I dag kom fyrir í síðustu umferð hjá Bridge- félagi Reykjavíkur milli sveita Einars Þorfinnssonar og Benedikts Jóhannssonar. Leiknum lyktaði með yfir- burðasigri Einars. Staðan var a—v á hættu, suður gaf. Norður A Á-G-9-5-4 y 10-9 ♦ 7-6 A G-6-5-3 Vestur Austur A 7 A K-D-2 V Á-D-3 V K-7-4-2 ♦ K-D-G-2 ♦ Á-9 A Á-K-D-10-2 A 9-8-7-4 Suður A 10-8-6-3 V G-8-6-5 ♦ 10-8-5-4-3 A ekkert Á borði 1 þar sem Einar og Gunnar sátu a—v voru sagnir eftirfarandi: V: 1 lauf — A: 1 Grand — V: 2 tiglar — A: 3 lauf — V: 4 grönd A: 5 tiglar — V: 6 lauf. Á borði 2, þar sem Jón og Vilhjáhnur siátu v—a gengu sagnir: V: 1 lauf — A: 1 grand — V: 3 lauf — A:' 3 grönd — V: 4 grönd — A: 6 lauf. Eins og við sjóum hlaut bessj samningur ill örlög ð báðum borðum. bví ónei+an lega er þetta góð slemma. Við nánari athugun kemur í ljós, að sex grönd eru pott- þétt á spiiin. Ekki skal hér lagður dómur á hvort sá samningur á rétt á sér, hins vtegar bent á þá þvingun sem norður kemst í. Við skulum gera ráð fyrir þvi að norður spili út hjarta- tíu í sex gröndum. Sagnhafi drepur á ásdnn, tekur einu sinni lauf og þá kemur legan í Ijós. Nú spilar hann spaða á hjónin í borði. norður verður að gefa og sJðan eru teknir fjórir slagir á tígul og tveir á hjarta. Norður á nú eftir spaðaásinn einspil og gosann þriðja } laufi. Honum er nú spilað inn á spaðaás og verður að spila upp í lauf- ið. „Já, ég heyri mótmælin“. Ef suður er nú klókindapúki, sem hefur gefið spaðann, þótt hann ætti ásinn. Því er til að svara, að hafi hann verið svo klókur á hann skíl- ið að græða á því. Hitt er syo annað mál, að þá er ó- sennilegt. að tapist á spiíinu, því sennilega eru andstæð- ingar okkar í sex laufum sem einnig tapast. Staðan í mótinu er nú þannig, að sveit Einars Þor- finnssonar hefur 27 stig. sveit Ólafs Þorsteinssonar 26 stig, veit Þóris Sigurðssonar 22 stig, sveit Halls Sknonarson- ar 17 stig og sveit Eggrúnar Arnórsdótti.ir 16 stiw Næs+i Skáta- heimilinu kvöld kl. 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.