Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 5
▼ Fimmtudagur 31. janúar 1963 Þ J ÓÐ VILJINN SlÐA 'yrlur til landhelgisgæzlu og samgöngubóta ÞINCSIÁ ÞJOÐVILIANS í gær var lögð fram á Alþingi eftirfarandi þingsálykt- unartillaga frá Hannibal Valdimarssyni: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að festa kaup á tveimur þyrilvængjum til aðstoðar við landhelgisgæzl- una. Skal önnur þyrlan að jafnaði staðsett á Vestfjörð- um og annast þar farþegaflug, póstflug og sjúkraflug, að svo miklu leyti sem samrýmzt getur starfi hennar fyrir landhelgisgæzluna, er jafnan skal sitja í fyrirrúmi. Hin þyrlan skal vera staðsett á Austfjörðum og annast sömu þjónustu á Austurlandi, auk höfuðhlutverks síns í þarf- ir landhelgisgæzlunnar.“ I greinargerö fyrir tillögunni segir flutningsmaður, að hann hafi tvívegis áður flutt tillögu svipaðs efnis á Alþingi, og^. minnir á, að varðskipið Öðinn hafi m.a. verið byggt með það fyrir augum, að þyrla gæti lent á þilfari þess. Þá er einnig á það bent, að oftar en einu sinni hafi verið leitað til banda- ríska hersins á Keflavíkurvelii t.il að aðstoða við flutning á sjúkum mönnum eða særðum, þar sem öðrum farartækjum en þyrlum varð ekki við kom- ið. — Þá segir m.a. orðrétt í greinargerðinni: „Hér e'r lagt til, að tvær þyrilvængjur verði keyptar og sé aðalhlutverk þeirra gæzln landhelginnar í samstarfi við varðskipin. Vitað er, að slíkar vélar hljóta að verða staðsettar í landi, og virðist þá eðlilegt, að það sé í þeim landshlutum. þar sem samgöngur eru erfið- astar og þær gætu þvi haft brýnustu verkefni að gegna um farþegaflug. póstflutninga og sjúkraflug milli einangraðra staða, svo og til hafna í þess- um landshlutum eða aðalflug- valla, eins og ísaf jarðarflug- vallar og Egilsstaðaflugvallar. Rætt hefur verið um að leysa þörf landhelgisgæzlunnar fyrir flugvélaaðstoð með kaupum á tveimur Dakota-flugvélum. En sé sú leið farin, eru samgöngu- mál Austfjarða og Vestfjarða þó jafnóleyst sem áður. Þyril- vængjurnar leysa hins vegar báða þætti þessa máls. Fyrir nokkrum árum nutu allmargir staðir á Vestfjörðum reglubundinna flugsamgangna. Nú hefur áætlunarflug lagzt niður til Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Sem stendur held- ur Flugfélag Islands aðeins uppi áætlunarflugi við einn stað á Vestfjörðum, nefnilega Isafjörð. Þessari afturför í samgöngu- málum una Vestfirðingar að vonum illa. Með því að full- gera flugbrautirnar við Hólma- vík og Þingeyri gætu reglu- legar flugsamgöngur að vísu hafizt fljótlega við þrjá staði á Vestfjörðum. En vafalaust verður enn að bíða þess um nokkur ár, að flugvellir, er nægi stórum flugvélum, verði fullgerðir á Patreksfirði, Bíldu- dal og í önundarfirði, en þá fyrst væru flugsamgöngur Vest- firðinga þó komnar í svipað horf og áður var. En þar. við bætist, að fjöldamörg byggðar- Hannibal Valdimarsson lög á Vestfjörðum eiga þess enga von sökum landþrengsia, að flugvellir verði nokkurn tíma byggðir í nágrenni þeirra. Þeirra þörf fyrir flugsamgöng- ur verður því aldrei leyst með öðru móti en með þyrilvængju. Það, sem hér hefur verið sagt um Vestfirði, á í flest- um tilfellum einnig við um Austfirði". Þingfundir í gær OFVÖXTUR í bankakerfinu Fundur var í gær í samein- uðu þingi og voru tvö mál á dagskrá: Bankaútibú á Snæ- fellsnesi og framhald umræðo um Efnahagsbandalagsmálið, en hið síðara var tekið út af dag skrá. Benedikt Gröndal (Alþfi.) fylgdi úr hlaði þingsályktunar- tillögu um að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um að s©tt verði upp bankaútibú á Snæfellsnesi. Benti flutnirigs- maður á. að á Vestur- landi væri ekkert starfandi bankaútibú. enda þótt nú væri svo komið. að þau væru í öJ 1- um öðrum kjördæmum .Væri fyllsta ástæða til þess að stuðla að því. að útibú kæmist á fót í þessum landshluta. Skúli Guðmundsson (F) taldi að óeðlilegt væri að koma með mál sem þetta inn á þing, þar sem bankarnir réðu því sjáli- ir, hvar þeir settu upp útibú. Hefði því verið eðlilegra að snúa sér beint til bankastjórn- ar og bankaráðs einhvers bank áns til þess að koma þessu máli í kring, enda þótt hann segðist ekki draga í efa að full þörí væri fyrir bankaútibú á þess- um slóðum. Sigurður Ásgústsson (í) taldi ekki óeðlilegt, að þetta mái væri flutt á þingi, væri þetta ekki í fyrsta skipti að það væri gert. Sams konar tillaga hefði verið flutt á Alþingi fyrir 45 árum og hlotið samþykki þá. En hins vegar væri ennþá ekkert útibú komið á Snæfells- nesi, og kvaðst hann vona að árangurinn yrði meiri núna, þegar þessu máli er hreyft að nýju. Gylfi Þ. Gíslason (Alþfl.) við- skiptamálaráðherra ,kvaðst vilja taka það fram að sam- kvæmt gildandi bankalöggjöf væri það algerlega á valdi bankanna sjálfra, hvort þeir stofnsettu útibú og jafnframt hvar og hvenær. Enginn banki. hvorki ríkisbanki né einka- banki, væri skyldugur til þess að fara eftir fyrirmælum ríkis- stjómar eða ráðuneytis í því efni. — Hins vegar vildi hann lýsa þeirri skoðun sinni að of- vöxtur hefði hlaupið í banka- kerfið síðustu ár, einkum varð- andi stofnsetningu útibúa og ætti það sérstaklega Við Reykjavík, og hefði því hall- ast á aðra landshluta í þess- um efnum. Þeir Skúli Guðmundsson og Benedikt Gröndal tóku aftur til máls, og sýndist enn sitt hvor- um um þörf þess að leggja þetta mál fyrir Alþingi, en síðan var tillögunni vísað til nefndar óg umræðunni frestað. Laður, nú or það svart: GYLFI HÆTTUR AÐ MALA Annað. mál á dagskrá sameinaðs þings í gær var framhald umræðu um skýrslu ríkis- stjórnarinnar um Efnahagsbandalagsmálið. En þegar þar að kom, var málið tekið út af dag- skrá og fundi slitið. Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, sat í sæti sínu „hljóður og hógvær“ og virtist ekki hafa neitt fram að færa, enda þót.t Alþýðublaðið hafi eftir honum í gær- morgun, að það sem nú hafi gerzt í þessu máli sé „næstum hið versta, sem gerzt getur.“ Og Visir hefur einnig eftir ráðherranum ýmsa „hugsanlega“ og „jafnvel hugsanlega“ mögu- leika um það sem nú kunni að gerast á þessu sviði. Mætti þó halda, að ekki væri síður ástæða til þess að ræða mál þetta á Alþingi, þegar viðskiptamálaráðherra lætur hafa eftir sér í málgagni sínu, að nú hafi „næstum hið versta“ gerzt. En sem sagt: Ráðherrann var þögull sem gröfin á Alþingi í gær, og virtist hvorki hafa löngun til þess að „mala“ um þetta mál, né Alþýðublaðsfrétt ráðherrans um Efnahagsbandalagsmálið; Alþingi fékk engar upplýsingar. heldur að „mala“ einstaka þingmenn, — eins og Alþýðublaðið sagði frá viðureígn hans við Eystein í haust. Og það er raunar augljóst, að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðild ís- lands að Efnahagsbandalaginu eru nú í „bið- sal dauðans“ — a.m.k. í bili, — enda talar Morgunblaðið í gær um „greftun Evrópu“, og hefur það eftir sjálfum L. Erhard, efnahags- málaráðherra Vestur-Þýzkalands. Það er því skiljanlegí, að íslenzku ráðherr- unum sé þungt í skapi, þegar gestgjafar þeirra og málvinir eru svo þungum sorgum haldnir. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urmn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Vaktir af draumi yaldamenn íslands eru agndofa eftir málalokin í samningunum um Efnahagsbandalag Evrópu; þeir.hafa lifað í loftkastalaborg árum saman og nú er hún hrunin yfir þá. Samningarnir um að- ild Breta að Efnahagsbandalaginu fjölluðu einn- ig um framtíð íslands, því valdhafarnir voru staðráðnir í því að gera íslendinga að þátttak- endum í kjölfar Breía, og þeir miðuðu alla stefnu sína við þetta; önnur hugsun komst ekki að. Ríkisstjórnin hefur eytt milljónum króna í að undirbúa aðild íslands; Gylfi Þ. Gíslason og sérfræðingar hans hafa ferðazt milli allra höf- uðborga bandalagsríkjanna, monfnir eins og hanar, og rætt við ráðamenn; svo einsýn voru íslenzk stjórnarvöld að veigamiklir þættir í efnahagskerfi viðreisnarinnar voru ekki miðað- ir við íslenzkar aðstæður, heldur höfðu þeir þann tilgang að greiða íslandi leið í Efnahagsbanda- lagið; hugmyndir stjórnarvaldanna um framfíð- arþróun á íslandi voru allar tengdar við þessa stefnu. Þess vegna finnst valdhöfunum nú sem jörðinni hafi verið kippt undan fótum þeirra. Þannig segir Gylfi Þ. Gíslason í Alþýðublaðinu í gær — og það er eins og maður heyri óðagots- hljóminn í röddinni: „Ég tel þefta alvarleg tíð- indi fyrir íslendinga... Það sem nú er að gerasf er næstum því hið versta sem gerzt getur.“ JJin botnlausa undrun Gylfa Þ. Gíslasonar og félaga hans stafar einmift af því hvað þeir eru ósjálfstæðir í mati og hvað þekking þeirra á þróun alþjóðamála nær skammt. Þeir vissu að Bandaríkin lögðu áherzlu á að knýja Breta inn í Efnahagsbandalagið og héldu að Banda- ríkin myndu ráða að vanda; ráðamenn íslenzku hernámsflokkanna virðast hafa ímyndað sér að uppivaðsla Bandaríkjanna í Evrópu væri eitt- hverf þúsundáraríki. Þess vegna koma þeir af fjöllum þegar í ljós kemur að alræðisherra Frakka telur ríki sínu betur henta að taka upp sjálfstæða ste’fnu og hafna valdboði Bandaríkj- anna. Og de Gaulle sem fyrir nokkrum vikum fékk um sig lotningarfullan hólleiðara í Morg- unblaðinu er nú allt í einu orðinn vargur í vé- um; hvílík firn að nokkur skuli dirfast að hafa sjálfstæða skoðun á yfirráðasvæði Bandaríkj- anna!! Eigi íslenzkir ráðamenn einhvern snefil af dóm- greind eftir í fórum sínum ætti þessi reynsla að kenna þeim að hollast er fyrir okkur að líta á málin af íslenzkum sjónarhóli og taka íslenzka afstöðu til vandamálanna. Sú ste’fna hefur raun- ar alltaf legið í augum uppi að því er Efnahags- bandalagið varðar. Okkur hefur aldrei hentað að loka okkur inni bakvið tollmúra ásamt fá- einum Vesturevrópuríkjum, heldur eru við- skiptahagsmunir okkar ekki síður tengdir sós- íalisíísku ríkjunum, Bandaríkjunum og gróandi ríkjum Afríku. Asíu og Suður-Ameríku. Það eru ekki „alvarleg tíðindi“ að veruleikinn sjálfur skuli nú hafa komið í stað heimskulegra draum- óra Gylfa Þ. Gíslasonar. — m. i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.