Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA --------------------—---------------- ÞJÓÐVILJINN GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT ból væii við Klettalækinn. þrettán kítómetrum handan við H3 afell. Þau kæmust ekki að Háafellí fyrr en á morgun. En hún Þyrfti engu að kvíða. Þeir höfðu birgt sig upp af vatni. Hann varð þögull. Gamet velti fyrir sér hvað amaði eiginlega að honum. Þessi skyndilega þörf hans fyrir að segja henni að hafa ekki áhyggjur — hún hafði alls ekki hugsað sér að kvíða einu né neinu. En það var eitt- hvað sem angraði Oliver, og það var ekki hugsanlegur vatns- skortur. Tveir af varðmönnunum þeystu útúr röðinni og hrópðu að þeir hefðu séð vísunda. Gamet stöðv- aði hestinn í snatri. Vísundam- ir þokuðust hægt í áttina að sjóndeildarhringnum til hægri við hana. Oliver þreif riffilinn sinn í snatri. — Nýtt kjöt í kvöld! hrópaði hann og þeysti af stað. Vagnarnir námu ekki staðar. Reiðmennimir næðu þeim hæg- lega þegar þeir kæmu til baka. Garnet hélt sig í námunda við vagnana og horfði á eftir karlmönnunum sem riðu burt. Eftir anöartak voru þeir næst- um horfnir í rykmekki. Hún heyrði þá hrópa og hleypa af ffikotum upp í loftið. Eftir tuttugu mínútur komu reiðmennimir aftur rjóðir og skömmustulegir. Vísundamir voru ekki annað en runnar. Dliver hengdi frá sér riffilinn og •agði: — Bölvaður auli gat ég rerið. — Oliver þó, andmælti hún. n- Hvemig áttir þú að sjá það? — Þú ert byrjandi. Ég hefði itt að vita betur. Ég hélt þetta væru vísundar. — Ég skil ekki hvernig þú, hefðir átt að vita það. Þú varst ekki sá eini sem lét blekkjast. En Oliver skammaðist sín. Hann var niðurdreginn. Hitt fóikið hló að mistökunum. Enginn gat ásakað þá og eng- inn gerði það heldur. Enginn gat sagt með vissu hvað hann sá ,í þessari kynlegu birtu. Garnet hugsaði með sér, að einhvem tíma hefði Oliver hlegið að þessu líka. En ; dag var hann f þungu skapi. Hún vildi óska itð hann vildi segja henni hvers regna. en hann gerði það ekki. Sólin þokaðist í vestur og Windaði þau enn meira en fyrr. Reynolds kom ríðandi aft.ur með lestinni með boð um að nema skyldi staðar. Þau höfðu farið átta eða níu kílómetra, síðan þau tóku sér miðdegishvíld. Ennþá rar Háafell framundan og virtist ekki lengr.a burtu en nokkrar húslengdir í borg. Karlmennimir útbjuggu vam- ergarð. Hér var ekkert vatn fyr- lr dýrin en uxakúskarnir ráku þau út fyrir garðinn svo að þau gætu verið á þeit fram i myrkur. Um sólarlag var enn hrópað „Vísundar“ og í þetta skipti voru þeir raunverulegir. Það var ekki stór hjörð. Þau vom komin svo langt vestur að stóm hjarð- imar vom að baki. En mennim- ir voru góðir veiðimenn og þeir komu til baka með klyfjuð múl- dýr af kjöti. Uxakúskamir unnu að því að skera kjötið í langar ræmur sem hengdar vom upp á reipi sem fest vom milli vagn- aniia. Það sem ekki var étið strax, var þumkað í sólinni og notað seinna. Luke eldaði súpu úr rifjabitunum. Hann brosti breitt iil Gametar. þegar hún gekk framhjá báiinu. — Fínt kjöt í kvöld. frú Hale, sagði hann. — Feitar kvígur. Gamet horfði íhugandi á hann. Þegar hún og Oliver voru að borða kvöldmatinn, spurði hún: — Oliver. af hverju skjóta veiðimennimir alitaf kvígumar? — Af því að kjötið af þeim er bezt. Og húðimar af törfuri- um eru svo grófar, að leðrið úr beím er ekki gott. Hvað ertu nú p>" brjóta heilann um? — Ég hugsaði bara með mér, aA þegar ungu kvigumar em alltaf drennar. hver á þá að framleiða kálfana? — Við skiljum mikið af kúm eftir Indíánarnir eru ekki eins matvandir og hvítu mennirnir og hvítu mennirnir ekki nægi- lega margir til að hafa áhrif á vísundaættstofninn. — Mér finnst það nú heimsku- legt samt. sagði Gamet. — Við emm búin að drepa kýr hundr- uðum saman í sumar. Og tarfur getur haft heilt kvígubúr. en kvíga getur ekki eignazt fleiri kálfa með tylft af uxum en með einum — Drottinn minn dýri, sagði Oliver. — Hefurðu ekki um ann- að að hugsa en ástalíf vísund- anna! — Oliver. hvað gengur eigin- lega að þér í dag? — Ekki neitt. Af hverju spyrðu að því? — Þú hefur verið svo fátal- aðar í dag. og ef bú seffir eitt- hvað. þá er eins og þú sért fok- reiður. Er eitthvað athugavert við lestina? — Síður en svo. Allt í bezta lagi. Ég ætlaði ekki að vera geð- vondur. Harm þrýsti hönd henn- ar — En ég er þreyttur, viria mín. og þetta þunna. þurra loft hefur áhrif á skapið í Qkkur öllum. Garnet svaraði ekki. Hún þvoði matarílátin og tók þau með sér upp í vagninn. Það var farið að skyggja Hún renndi niðu- segldúknum bjó um svefn- stæðin þeirra og fór í náttkjól- inn. Uti heyrðust hljóð. Uxarn- ir vildu fá að drekka Þeir öskr- uðu og bauluðu. Múldýrin vom líka þyrst, og þau spörkuðu reiðilega í vagnkjálkana. Oliver rak höfuðið inn í vagninn og bað um þvottavatnsfatið. Nokkrum mínútum seinna kom hann inn. Hann háttaði en lagð- ist ekkj útaf. Hann vafði um sig ullarábreiðu, þvi að loftið kólnaði fljótt þegar sólin var sezt. Hann greip um hnén og sat þannig hugsi langa stund. Gamet reis upp við dogg.. — Oliver, ég skal ekkí angra þig. en ef eitthvað er að, viltu þá ekki vera svo vænn að segja mér það. Það var koldimmt inni í vagn- inum og hún gat ekki séð fram- an í haxm. Oliver þreifaði fyrir sér þangað til hann náði í hönd hennar. — Ég ætti vist að gera það, sagði hann. — Ég vil ekki að þú haldir að ég sé reiður þér. —■ Það er þá eitthvað leiðin- legt, sagði Gamet. — Já, það er það, sagði Oli- ver. Hann kyssti hönd hennar. Strítt skeggið rispaði þömnd hennar. — Gamet, þú veizt að ég elska þig takmarkalaust er ekki svo? Gamet htó við. — Auðvitað veit ég að þú elskar mig, Oliver. Það varð löng þögn. Oliver dró hana þétt að sér og kysst.j hana á gagnaugað. Hún beið. Loks sagði Oliver: — Ég verð að segja þér frá Charles. Gamet stundi a'f feginleik. Hún settist upp í rúminu — Það er þá þess vegna. Mér datt það í hug. — Ég hef verið að hugsa um hann, sagði Oliver. — Hann hef- ur verið ; huga mínum í ailan dag. — Hvað er- með Charles? spurði hún. — Er hann slæmur maður, Oliver? — Hann er einhver bezti mað- ur i heimi, sagði Oliver með á- herzlu Hún gat ekkert sagt við því. Enn beið hún. Oliver dró djúpt andann og hélt áfram: — Garnet Charles hefur ver- ið mér faðir og móðir alla tíð. Ég man alls ekki eftir pabba. Mamma dó þegar ég var sjö ára Charles var þá næstum fulltíða, hann var sautján ára og þroskaður eftir aldri. — Já. Oliver, haltu áfram. — Hann er ekki eins og þú og ég. sagði Oliver. — Við eig- um auðvelt með að kynnast fólki og við getum blandað geði við hvern sem vera sbal. Það getur Charles ekki. Ég held ég sé eina mannveran í heiminum sem Charles þykir vænt um Hann þagnaði. Hávaðinn í skepnunum virtist langt í burtu, hún heyrði hann næstum ekki Iengur. — Ég skil þig ekkj al- mennilega, Oliver, sagði hún. — Áttu við að Charles geti ekki afborið tilhugsunina um að þér þyki vænt um neinn annan en hann? Hann vill kannski alls ekki að þú giftir þig? — Hann vill að ég gifti mig, sagði Oliver. Hún fann að hann ók sér vandræðalega til við hliðina á henni. — En Gamet — Charles er góður maður en hann hefur einn galla. Flestum finnst það kannski enginn galli. Það er sami galli og Cæsar hafði og fieiri fallnjr englar — Charles er metnaðargjarn. 19 Það varð löng þögn. Loksins sagði Gamet: — Þú varst búinn að segja mér það áður. Það hlýtur þá að tákna eitthvað sérstakt. En ég ski! ekki hvers vegna. Ég hef alltaf haldið að metnaðargirni væri kostiur. — Auðvitað er hún það. Ég á bara dálítið erfitt með að skilja hana, ég er ekki metnað- argjam sjálfur. — Segðu mér frá Charles, sagði hún. Oliver svaraði með hægð: — Charles hefði átt að verða kóngur. En hann var ekki annað en kaupmannssqnur frá Boston. Þegar pabbi var dáinn, áttum við heima hjá frænda okkar. Hann átti ekki börn sjálfur og hann vildi að við tækjum við útgerðarfyrirtæki hans. Charles vann þar líka um tima, en hann á ekki auðvelt með að taka við fyrirskipunum frá neinum. Hann vildi freista gæfunnar ; verzl- uninni vestra. — Já, þú sagðir mér það, sagði Gamet. — Þú hlakkaðir til ævintýranna og frjálsræðis- ins en Charles var fyrst og fremst að hugsa um peningana. — E-kki endilega peninga. Auð- vitað líka peninga. Oliver strauk hárið frá enninu. — Þegar Charles sá Califomíu, vissi hann að þetta var hans óskaland. Strax og hann gat. spurðist hann fyrir um rancho. — Hvemi-g getur útlendingur eignazt rancho? — Það er mjög auðvelt. Hann þarf ekki að hafa átt heima í iandinu nema tvö ár, þá verður hann borgarj og lætur skíra sig til kaþólskrar trúar. Hann und- irritar fáein skjöl og sækir um leyfi til að kaupa land. Landið er ótakmarkað og þeir eru guðs- fegnir að úthlut-a því. Og svo kaupir h-ann sér fáeinar kýr, kemur sér vel fyrir og bíður þess að þelm fjölgi, og svo selur hann húðim-ar. Hægur -andvari bærði segldúk- inn. Oliver reis á fætur til að festa hann betur. og hélt á- fram: — Ranchóið fengum við sem sameign, en ég hef lítig skjpt mér af rekstri þess. Ég er meira fyrir verzlunina. En Charl- es ver öllum stundum í það. Landið er fjömtíu þúsund ekr- ur og nautgripirnir tíu þúsund og ég hef ekki hu-gmynd um hve innfæddu hirðamir em margir. Hann heldur sig eins og fursti. Stóru innfæddu rancho- eigendurnir hneigj.a sig þegar þeir hitta hann og leita ráða hjá honum um sölu á húðum sem sendar em með kamaskip- unum suður fyrir 1-and. Charles er mikill maður í Califomíu. — En hvað er afhugavert við það? spurði Garnet. — Fjörutiu þúsund ekrar, lifn-aðarhættir fursta — það læfiur Ijómandi vel í eyrum. Oiiver dró andann þungt. — Við eigum fjöratíu þúsund ekrur. Charles vill eignast átta- tíu. Við eigum tíu þúsund skepn- ur, Charles vill eignast tuttugu þúsund. Þegar því mflTki er náð, vill Charles eignast helm- ingi meira. — En hvað er það sem h-ann vill, Oliver? Oiiver svaraði stuttaralega: — Völd. Garnet hrukkaði ennið og reyndi að skilja þetta. Oliver leit við. það var eins og hann vildi sjá andlit hennar í myrkr- inu. — Ég er að reyna að segja þér þetta á einf-ald-an hátt. sagði hann. — Þú skilur, að Californía er eins og Evrópa á miðöldum. Fáein-ar fjölskyldur eig-a allt landið. Hitt fól-kið vinnur á bú- görðunum hjá því eða býr í dreifðum þorpum meðfram ströndinni. Hann þokaði sér órólega til. Hún g-at n-aumlega greint þrek- legar axlir hans. — Ég notaði orðið „vinna“, sagði hann. — Það er dálítið villandi, hinir innfæddu vita alls ekki hvað vinna er. Það er svo auðvelt að lifa. Landið er svo SKOTTA Framhald af 7. síðu. álag hvílir á heimilisföðurnum, þegar hann einn vinnur fyrir framfærslu fjölskyldunnar. Síð- ustu tveir dálkar töflunnar sýna svo lengd vinnudags hans eftir því hvort vinnudagafjöld- inn á ári er talinn 360 eða 300 dagar. Áður hefi ' ég bent á það hvemig ríkið skattleggur ný- byggingar í mynd innflutnings- tolla og söluskatts. Á það bæt- ist svo álagning verzlana á inn- flutningstollana. Samkvæmt reikningum vísitöluhússins mun láta nærri að þessar kvaðir nemi nú eigi minna en 12!,/n byggingarkostnaðarins, eða sem svarar kr. 60.000,00 af hálfrar milljónar húsverði. Auk þess leggja sum bæjarfélög nú svo- nefnd tóðargjöld á nýbygging- amar. Getur sá skattur numið alit að 30 þús. kr. á einbýlis- hús. ÖIl slík gjöld orsaka leng- ingu byggingartímans og auka þar með byggingarkostnaðinn verulega. Um 20% byggingar- kostnaðarins getur í sumum tilfellum stafað af áhrifum op- inberra aðila á húsverð. Með vöxtum og afborgunum á fyrsta 5 ára bilinu getur sú upphæð vaxið í allt að 150 þús. kr. samtals og er þá miðað við lánakjör Byggingarsjóðs ríkis- ins með A- og B-lánin að jöfnu. Fer þá að nálgast hámark þess sem lánað er úr þeim sjóði. Sé dæmið framlengt með því að umreikna þessar kvaðir í vinnu- stundir með 1 vst.=30 kr. kem- ur í Ijós að vinna þarf allt að 100 vinnustundum á ári, fyrstu 5 árin, eða rúmar 3 vinnu- stundir á virkum dögum þarf til að inna af höndum þær kvaðir einar. Þess skal getið, að í þessum efnum hefur Akureyrarbær séc- stöðu. Þar eru hvorki tekin lóðagjöld af nýbyggingum né tengigjöld fyrir vatn, rafmagn eða frárennsli. Islenzka þjóðin er svo ung að helmingur hennar mun inn- an við 25 ára aldur. Um eða yfir 2000 ungmenni (1000 hjóna- bönd) stofna árlega til heimilis. Á næstu árum vex sú tala ört. Þetta fólk er nú vanbúnara fjárþrengingum en fyrri kyr>- slóðir þar sem það hefur fyrir giftingu notið meira frjálsræðis um meðferð peninga en áður. Ófyrirsjáanlegar eru óheilla- afleiðingar hinnar taumlausu vinnuþrælkunar. Þrenginga- tímabilið fellur oftast saman við fyrstu hjúskaparárin, þau árin sem viðkvæmust eru fyrir samlif hjónanna. Á þessum ár- um fæðast fyrstu börnin. Fjö'.di fólks kemur frá þessari þrek- raun með bilaða heilsu og brostnar vonir. Fátækt þjóðarinnar i heild verður ekki við borið að svp er nú að þessum málum búið. Hér vantar tillitssemi við ein- staklinginn, hugarfar, sem við-l — Fimmtudagur 31. janúar 1963 urkennir skyldur samfélagshis við hvem mann og eru það þó skyldur þjóðarínnar við sjálfa sig og framtíð sína. Nið- urfelling innflutningstolla er ekki styrkur til þeirra sem eru að byggja, heldur viðleitni til að skapa framtíð þjóðariimar hollari og betri lífskjör. Svo er einnig um eflingu lánastofnana til íbúðalána. Framanritað er einkum mið- að við ástæður þeirra er búa í kaupstöðum. Húsnæði og stofnkostnaður bús i sveit er óaðskiljanlegt. Svo erfítt er nú að hefja búskap í sveit að ó- kleift má telja efnalausu fólki. Er það önnur saga og eigi ó- fróðlegri en sú sem hér er sögð. Ætfileiðingar Framhald af 6. síðu þykkja ættleiðingu bams sínsj hversu afdrifarík og alvarleg sú ákvörðun er. c) Setja þarf á stofn einhvers konar nefnd eða stofnun, sem foreldrum væri skylt að snúa sér til, áður en beiðni um ætt- leiðingu fer fram, ef þeir vildu gefa bam sitt. d) Tryggja þarf, að félags- legar ástæður eða fátækt verði ekki til þess að knýja konu til að gefa bam sitt. e) Glögg ákvæði þarf að setja um það, hvort erlendum ríkis- borgurum sé heimilt að ætt- leiða íslenzk böm og flytja þau úr landi. f) Endurskoða þarf öll ætt- leiðingarlögin og setja jafn- framt ný lög um fósturrétt, er tryggi fósturforeldrum rétt til þess að þurfa ekki að láta af hendi fósturbam að geðþótta foreldra bamsins eða annarra ættingja. Fram kom einnig í umræð- unum, að það ætti að vera sið- ferðileg skylda kjörforeldra að segja kjörbami sínu innan viss tíma, hverjir eru kynforeldrar þess, svo að bamið þurfi ekki að frétta það á annan og ó- þægilegan hátt. Þá þóttu það kynleg ákvæði í lögum um ætt- leiðingu, að foreldrar gætu skilað bami, sem þeir hafa ættleitt, ef fram kæmu ein- hverjir vankantar á kjörbam- inu. Engu síður þótti það furðu- legt ákvæði, að kjörforeldri má giftast kjörbami, en þá fellur ættleiðing niður. Þessi tillaga var samþykkt einróma: „Fundur Kvenréttindafélags Islands, haldinn 15. jan. 1963, telur ættleiðingar varhuga- verðar af siðferðilegum, ætt- fræðiiegum og félagslegum á- stæðum. Fundurinn hvetur því löggjafann og almcnning til að vinna gegn ættleiðingu og stöðva þá óheillaþróun, sem hér hefur orðið í því efni undanfar- ið“. Elli! Geturðu ekki sett eitthvað yfir vélina? Hún er svo alls- ber svona! Húsnœðisfiármál t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.