Þjóðviljinn - 31.01.1963, Blaðsíða 6
SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 31. janúar 1963
Gasgeymir að innanverðu
Það er varla von að almenningur sjái við fyrstu sýn hvað þetta
er. Slíkt er ekki á færi annarra en scrfræðinga. Myndin er frá
Ungverjalandi og sýnir gasgeymi sem er í smíðum — að innan-
verðu. Ljósmyndarinn heitir Sandor Mezö.
Tvtburamir eiga
sinn föðurinn hvor
LæknayKrvöldin í Svíþjóð
slanda nú andspænis einkenni-
legu og flóknu vandamáli, það
er að segja tvíburasystkinum
sem að öllum líkindum eiga
sinn föðurinn hvort. Tvíburarn-
ir fæddust fyrir fimm árum.
Móðir þeirra var gift kona og
læknirinn sem annaðist hana
ætlaðj vart að trúa sínum ejgin
augum — annað barnið var
hvítt, hitt dökkleitt.
Skömmu síðar skildu hjónin
LONDON 28/1 — Brezka sigl-
ingatímaritið Journal of Shipp-
[ng skýrjr frá því að Sovétríkin
Dg önnur sósíalistísk riki vinni
aú að því að stórauka kaup-
skipaflota sína Sovéiiríkin sem
úga kaupskip að smálestatölu
;amanlagt 4,5 milljónir hafa á-
tveðið að auka flotann upp í tíu
ni'lljónir lesta árið 1970 og 21
nilljón lesta 1980.
og var þá eiginmaðurinn
dæmdur til að greiða meðlag
með báðum börnunum. Fyrir
nokkrum mánuðum komst kon-
an á þá skoðun að þetta væri
í rauninni ekki sanngjarnt og
fór fram á að lækaiar rannsök-
uðu málið. Sú raripsókn leiddi
í ljós að eiginmaöurinn hvíti
getur ekki verið faðir nema
annars barnsins — þess hvíta.
Fræðilega er mögulegt að tví-
burarnir eigi sinn föðurinn
bvort. ef móðir þeirra hfur haft
mök við tvo menn með mjög
skömmu millibili, segir í skýrslu
um rannsóknina. Ennfremur
segir þar að hugsanlegt sé að
hinn maðurinn sé faðir beggja
barnanna þrátt fyrir mismun-
andi litarhátt þeirra.
Barnsfeðrunarmál þetta kem-
ur bráðlega fyrir rétt og má
búast við að einnig lögfræðing-
arnir eigi fullt í fangi með að
leysa það.
Krafizt tólf
mílna landhelgi
OTTAWA 28/1 — Fiskimálaráð Kanada hefur skorað
á ríkisstjórnina að færa út fiskveiðilögsöguna í tólf
mílur til að koma í veg fyrir að erlendir togarar
stundi veiðar á hinum auðugu fiskimiðum við strend-
ur landsins.
Ráðið segir í ályktun sem
það hefur sent ríkisstjórninni
að fiskstofnunum við Kanada
sé mikil hætta búin af á-
gengni erlendra togara, og er
einkum bent á stórauknsr
veiðar sovézkra og japanskra
fiskiskipa.
Ráðið gerir þö ráð fyrir að
veita yrði bandarískum o,’
frönskum fiskiskipum undan-
þágur til veiða innan tólf
mílna fiskveiðilögsögunnar.
þar sem Frakkar og Banda-
ríkjamenn hafi áunnið sár
„sögulegan rétt“ til veiða á
þessum slóðum.
Kanada hefur nú þriggja
mílna landhelgi, en þar í
landi hafa lengi verið uppi
háværar kröfur um stækkun
landhelginnar og lögðu fuli-
trúar Kanada þannig fram
á landhelgisráðstefnunum i
Genf tillögur um sex mílna
landhelgi.
De Gaulle ætlur
hylli Francos og
Roger Frey, innanríkisráð-
herra Frakklands, er nú stadd-
ur í Madrid. Þeir sem gerst
fylgjast með þessum málum
telja að þangaðkoma hans —
ásamt flciru — bcndi til þess
að de GauIIe hyggist afla sér
vinsælda og stuðnings ráða-
manna á Spáni og í Portúgal.
I næsta mánuði cru svo franski
f jármálaráðherrann Giscard
d’Estaing og hcrráðsforinginn
Charles Ailleret væntanlcgir til
Madrid. Svo háttsettir ráða-
menn franskir munu ckki hafa
heimsótt Spán frá því á fyrstu
árunum eft'ir fyrri heimsstyrj-
öldina. Ennfremur munu fransk.
ir ráðherrar og herforingjar
vera væntanlegir til Lissabon á
næsfunni.
„Styrkja Franco gegn USA“
Spánverjar hafa nú farið
fram á það við Bandaríkja-
menn að gerðir verði nýir
samningar um bandarísku her-
stöðvarnar á Spáni. Franskir ^
ráðamenn hafa látið á sér skilj-
ast að þeir muni veita Franco
stuðning svo að hann geti „stað-
ið gegn Bandaríkjamönnum“. 1
frönskum blöðum hefur mikið
verið ritað um ósk Francos um
nýja samninga.
Þeir sem fylgjast með gangi
mála í Madrid telja að de
Gaulle sé staðráðinn í að afla
sér stuðnings Spánverja og
Portúgala í þeirri valdabaráttu
sem hann hefur hafið bæði inn-
an Efnahagsbandalagsins og
NATÓ.
„Einmitt þegar Evrópa
klofnar"
Eftirfarandi hefur AP-frétta-
stofan eftir sendiráðsmanni í
Madrid:
— Svo virðist sem Frakkar
hafi fengið gífurlegan áhuga á
Spáni einmitt á þeirri stundu
þegar Evrópa er að klofna í
blakkir vegna Bretlands og
Efnahagsbandalagsins, og ná-
kvæmlega þegar Spánverjar
hafa beðið Bandaríkjamenn um
nýjar umræður um herstöðva-
samninginn“.
Kynsjúkdómar
breiðast út
höm/ulaust
Sérfræðlnganefnd Alþjóðlcgu
heilbrigðismálastofnunar S.Þ.
(WIIO) hefur skýrt frá því, að
um heim allan hafi misheppn-
azt að hefta útbreiðslu lekanda.
Sérfræðingar telja að eina
vonin sé sú að unnt verði í
framtíðinni að finna bóluefni
sem geri fólk ónæmt fyrir sjúk-
dómnum.
Að minnsta kosti 80 milljón-
ir manna sýkjast árlega af lek-
anda. Sýklamir sem orsaka
sjókdóminn hafa öðlazt aukið
viðnám gegn fúkkalyfjum, og
sífellt verður meira um þaö
að ekki sé unnt að lækna
sjúklingana með því að beiía
slíkum lyfjum enda þótt nú sé
fjórum til fimm sinnum meira
magn notað en fyrir tíu árum.
Lekandi er algengastur í á-
kveðnum hópum mannfélags-
ins, meðal innflytjenda, far-
manna, lausamanna, hermanna
og kynvillinga. Gera má ráð
fyrir að önnur hver vændis-
kona sé sýkt — enda er sú
stétt hið mikla íorðabúr sjúk-
dómsins.
Sérfræðingarnir leggja því til
að hraðað verði eins og unnt
er rannsóknum sem leitt geti
til þess að fundið verði bólu-
efni sem hrífur.
— En menn verða að viður-
kenna, sagði hann ennfremur,
að Frakkland, sem hefur und-
anfarið haft heldur kuldalega
afstöðu til Spánar vegna þess
að uppreisnarforingjar frá Al-
sír hafa fengið hæli þar, hefur
ýmislegt að bjóða Spáni. Frakk-
ar geta hjálpað Spáni til þess
að fá aukaaðild að Efnahags-
bandalaginu og sömuleiðis auk-
ið á viðleitni sína til að koma
Spáni í NATÓ.
Aðrir þykjast sjá samhengi
milli hins skyndilega Spánar-
áhuga de Gaulles og tilmæla
Bandaríkjamanna um að fá að
nota flotastöðina Rota Atlanz-
hafsmegin við Gíbraltarsundið
fyrir kafbáta búna kjarnorku-
eldflaugum. „Sem Evrópu-stór-
bokki hefur de Gaulle mikinn
áhuga á því máli“.
„Vegna OAS-manna á Spáni"
Ekki hefur verið skýrt frá
um hvað Frey muni ræða við
spænska mnanríkisráðherrann
Camillo Alonso Vega. í París
er sagt að sögusagnir um að
Fi-akkar aetli að reyna að fá
Spánverja til að slíta samvinnu
sinni við Bandaríkjamenn og
taka þátt í nýjum París-Bonn-
Madrid-öxli séu algjörlesa úr
lausu lofti gripnar. Ennfremur
er þar borið til baka að franski
utanríkisráðherrann Couve de
Murville og de Gaulle sjálfur
ætli að heimsækja Spán. Látið
er liggja að því að Frey hafi
farið til Madrid til að ræða um
hugsanlegar ráðstafanir til að
hindra starfsemi franskra fas-
ista á Spáni.
Krústjoff aðvarar Spánverja
Um helgina aðvaraði Krii-
stjoff forsætisráðherra valdhaf-
-a á Spáni. Hann sagði að
‘iarískar herstöðvar á Spáni
myndu baka Spánverjum mik-
ið tjón ef kjamorkustyrjöld
brytist út. Sagði hann að það
bezta sem Spánverjar gætu gert
væri að reyna að ógilda hem-
aðarsamninga Franco-stjómar-
arinnar og Bandaríkjanna.
Þetta sagði Krústjoff í viðtali
við blaðið Espana Popular
sem er málgagn spænskra frels-
issinna og kemur út i Mexíkó.
I Moskvuútvarpinu var um
helgina rætt um för Frey inn-
anríkisráðherra til Spánar.
Sagði útvarpið að för þessi
væri merki um það að París-
Bonn-öxullinn ætti nú einnig
að ná til Madrid.
— Heimsókn Freys lítur sak-
leysislega út. Sagt er að hann
hafi farið til Madrid til að gera
gangskör að þvi að hafin verði
leit að OAS-forsprökkunum
sem flúið haía á náðir Fran-
cos — en þetta er auðvitað
einungis haft að yfirskini vegna
allt annarra stjómmálalegra
fyrirætlana.
Einn geimfari og tveir stjórnmúlamenn
Nýlega fór sovézki geimfarinn Andrian Nikolaéff til Indónesíu. Hann kom við i Nýju Dehli og
hitti indverska forsætisráðherrann Nehru að máli. IIjá forsætisráðherranum var þá staddur pólski
utanríkisráðhcrrann Adam Rapacki og sést hann til hægri á myndinni.
Skip sem sigla til Kúbu
skulu vera sett í bann
Rcpúblikaninn Thomas M.
Pelly lýsti því yfir nýlega að
hann hyggðist Iegg.ja fyrír
bandaríska þingið frumvarp til
laga þar sem Iagt er blátt bann
við því að skip scm sigla til
Kúbu og ákvcðinna landa ann-
arra fái að flytja vörur á veg-
um bandaríska ríkisins.
Pelly sagði að frumvarp hans
varðaöi öll þau skip sem sigla
til landa þeirra sem Banda-
ríkjamenn bafa sctt í viðskipta-
bann — það er að segja Kúbu,
Kína, Norður-Kóreu og Norður-
Víetnam.
Hann sagði að hingað til
hefðu Bandaríkin annað hvort
ekki kært sig um eða ekki ver-
ið fær um að fá bandamenn
sína til að hætta slíkum sigl-
ingum.
„The American Maritime
Association" hefur lýst því yfir
að samtökin slyðji fullkomlega
tillögu Pellys.
Forseti samtakanna, Max
Harrison hefur sent út yfirlýs-
ingu þar sem segir meðal ann-
ars:
— Það er augljóst að tilraun-
ík Bandaríkjamanna til að fá^
erlend skipafélög til að láta
Kúbusiglingar niður falla hafa
misheppnazt Samkvæmt upp-
lýsingum utanríkisráðuneytisins
koma 23 til 30 skip sem eru
í eigu skipafélaga í Hinum
Frjálsa Heimi til Kúbu mánað-
arlega. Um það bil 500 skip sem
tilheyra Hinum Frjálsa Heimi
komu til Kúbu í fyrra. Slcip
sem tilheyra Hinum Frjálsa
Heimi sigla að staðaldri til
Kommúnista-Kína, Norður-Kór-
eu og Norður-Víetnam.
Margt bendir til þess að laga-
frumvarp þetta sé tilraun til að
ncyða Kennedy-stjórnina til að
framfylgja áætlunum sínum um
að rázka með skipasiglingar til
Kúbu.
HELSINKI 28/1. — Félög hafn-
arverkamanna í öllum helztu
hafnarbæjum Finnlands hafa
boðað verkföll frá mánaðarmót-
um í samúðarskyni með sjó-
mönnum á ísbrjótum og dráttar-
bátum, sem verið hafa í verk-
falli undanfarnar vikur, ef sú
vinnudeila hefur ekki verið leyst
fyrir þann tíma.
I
i
i
I