Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. íebrúar 1963 ÞJÓÐmJINN SlÐA 3 „Vonsviknir^ ráðvilltir og leiðir" Efnahagsbandalagsmenn Enn láta stjómarforkólfar í Vesíur-Evrópu í ljós reiði sína í garð de Gaulles og eru þess jafn- vel dæmi að hann sé nefndur harðsnúinn einræðisherra. Brezkir ráðamenn bera sig heldur aumlega en vonast eftir samstarfi við fimm EBE- landanna. Þeir Bretar sem barizf hafa gegn inn- limun lands síns í Efnahagsbandalagið leika hins vegar á als oddi. LONDON, BRUSSEL 31/1 — I dag létu margir stjórnmálafor- ingjar 1 Vestur-Evrópu frá sér heyra um viðræðuslitin í Bruss- el og ganrýndu flestir harðlega framkomu Frakka. Hollenzki ut- anríkisráðherrann. Joseph Luns, sagði að hann væri vonsvikinn, ráðvilltur og Ieiður. Hins vegar kvaðst brezkj lávarðurinn Mont- gomery vera í sjöunda himni. Hann hefur löngum barizt gegn þvf að Brefar ánetjuðust Efna- hagsbandalaginu. „Klofningur innan V estur-Evrópu“ Luns utanríkjsráðherra talaði I hollenzka þinginu og sagði að eining Evrópu væri nú nauðsyn- legri en nokkru sinni fyrr. Hann taldi að útskúfun Breta úr EBE væri aðeins stundarfyrirbrigði en kvaðst óttast að viðræðuslit- in myndu hafa skaðvænleg áhrif innan Atlanzhafsbandalagsins. Sagði hann að framkoma de Gaulles hefði valdið stjómmála- legum og efnahagslegum klofn- ingi innan Vestur-Evrópu. — Sú skoðun de Gaulles að Evrópa eigj að vera óháð þriðja afl er ekki aðeins byggð á blekkingum, heldur er hún stór- hættuleg „hinum frjálsa heimi“, sagði Luns. Prófessor Anne Vonbeling, þingforingj liollenzka verka- mannaflokksins. sagðí að de Gaulle hefði móðgað banda- menn sína og kvað hann vera hrcinræktaðan einræðisherra. Frá Bonn berast bær fréttir að bandariski sendiherrann { Vestur-Þýzkalandi, Walter C. Dowling, hafi verið kvaddur heim til að rázkast vjð ríkis- stjóm sína, Mun hann halda heimleiðis í byrjun næstu viku. Dowling mun hafa látið talsvert til sín taka varðandi samninga- viðræðurnar í Brussel. Málsvari háskólans í Vestur- Berlín tilkynntj í dag að stúd- entar borgarinnar. 20.000 að tölu, hafi ákveðið að hafa í frammi meiriháttar mótmælaaðgerðir vegna viðræðuslitanna i Brussel. Munu aðgerðir þessar eiga sér stað á föstudagskvöld. Fundur Breta og fimm EBE-landa Harold Macmillan hélt í dag ræðu í brezka þingjnu. Skýrði hann frá þvi að hann hefði sent forsætisráðherrum samveldis- landanng orðsendingu varðandi viðræðuslitin. Ekki vildi hann segja nánar frá efni orðsending- arjnnar. fhaldsþingmaður einn bað forsætisráðherrann að lofa að kal-la ekki saman samveldis- ráðstefnu á nýjan leik fyrr en nægilegur undirbúningur hefði farið fram. Málsvari brezka utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í dag að Bretland og efnahags- bandalagslöndín fimm — þ.e. ut- an Frakklands — hefðu ákveðið að hafa framvegis náið sam- band sín á milli. Jafnframt yrði tíminn notaður til að glöggva sig á ástandinu. Samkvæmt heimildum í Bruss- el munu Bretar og EBE-löndin fimm hafa ákveðjð að halda bráðlega með sér fund í Bret- landi og ræða væntanlegt sam- starf. Talið er líklegt að fundur þessi muni eiga sér stað í Lond- on innan þriggja vikna. Banir elta Breta Danski forsætisráðherrann Jens Otto Krag kom í dag til London og ræddi um hrið við Macmillan forsætisráðherra. Síð- an hélt hann blaðamannafund og sagði að Danir óskuðu enn eftir aðild að Efnahagsbandalag- inu. Hinsvegar sagði hann að viðræður um slíkt myndu ekki ciga sér stað nema Því aðeins að EBE tæki aftur upp samn- ingaviðræður vjð Breta. Kvaðst hann telja að sérsfakar viðræður millj Dana og EBE væru ekki raunhæfar og lagði áherzlu á að ekki myndi koma til klofn- ings innan Fríverzlunarsvæðisins (EFTA). Einar Gerhardsen, forsætj sráð- herra Noregs, sagði á fundi verkamannaflokksins í Oslo í gær að vegna viðræðuslitanna yrðu Norðmenn að hafa sam- ráð vjð bandamenn sína í EFTA. Kanada afþakkar atómvopn frá USA OTTAWA 31/1. John Diefen- baker, forsætisráðherra Kanada, hélt í dag ræðu í kanadíska þinginu og réðist harkalega á Bandaríkin. Sagði hann að mcð yfirlýsingu um varnir Kanada sem bandarisk stjómarvöld létu frá sér fara í gær hefðu þau gerzt sek um afskipti af innan- ríkismálum Kanada. Sendiherra NEW YORK 31/1 — Síðan Sam- enuðu þjóðirnar hófu aðgerðir sínar í Kongó árið 1960 hafa 127 menn fallið úr liði þeirra og 133 særzt. Frá þessu segir í skýrslu sem birt var £ New Yorg í dag. 42 hinna föllnu voru frá Ghana, 20 frá Indalndi, 18 frá Irlandi, 14 frá Italíu, 13 frá Etíópiu, níu frá Svíþjóð, þrír frá Nígeríu og þrír frá Túnis, tvcir frá Súdan og einn maður frá Indónesiu, Malaya og Marokkó. Vestur - Þjóðverja greinir á um samninginn við Frakka BONN 31/1 — Málsvarj vestur- þýzku ríkisstjórnarinnar, Karl Giinther von Hase, lýsti því yf- ir í gærkvöld að stjómin muni biðja þingið að staðfesta hið bráðasta samninginn um sam- vinnu Frakka og Vestur-Þjóð- verja sem de Gaulle Frakklands- forseti og Adenauer ríkiskansl- ari urðu ásáttir um i París nú fyrir skemmstu. Þeir sem kunnugastir eru gangi mála í Bonn fullyrða hins vegar að stjórnin hafi enn ekki gengið frá greinargerð sinni fyr- ir sátfmálanum og að innan þingsins sé mikill ágreiningur um hann eftir að viðræðurnar í Bvussel um aðild Breta að EBE fóru út um þúfur af völdum Frakka. Innan ríkisstjómarinn- ar munu einnig vera skiptar skoðanir um fransk-þýzka samn- inginn. Ágreiningiir innan flokkanna Hjð sama rrvun vera upP á 'eningnum imnan einstakra stjórnmálaflokka. Varaformaður sósíaldemókrataflokksins, Her- bert Wehner, sgði í útvarpsræðu í gærkvöld að Vestur-Þýzkaland yrði að forðast að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að velja á millj vináttu við Frakka og sam- vinnu Atlanzhafsríkja. Hann sagði að flokkur sinn yrði að beita sér gegn samningnum ef hann hefði það í för með sér að Vestur-Þýzkaland yrði að skipta um stefnu í Evrópumál- unum. Rétt að flýta sér hægt Formaðurinn í flokki frjálsra demókrata, Erich Mende, sagði í blaðaviðtali í dag að ekki væri rétt að staðfesta sáttmálann fyrr en ákveðnar hefðu verið nýj- ar samningaviðræður um banda- lag Evrópu- og Altlanzhafs- ríkja. Mende sagði að allir þing- flokkarnir ættu að hugsa sig vandlega um hvort ráðlegt væri. að hraða staðfestingu sáttmál- ans og hvort ekki væri væn- legra að bíða og sjá hvað setur. — Við verðum að gera allt til þess að heimurinn komist ekki á þá skoðun að sambúð okkar við Bandaríkin og Bretland sé okkur minna virði en öxullinn París-Bonn. bætti hann við. Varla við hæfi að sinni Formaður vestur-þýzka sósíal- demókrataflokksins. Erich Ollen- hauer, sagði í dag að utanríkís- málaumræðum þingsins ætti að ljúka með samþykkt um að allt skyldi gert til að leysa vandamál Efnahagsbandalagsins. Ollenhau- er sagði að flokkur sinn værj ekki andvígur samvinnusáttmál- anum í sjálfum sér. Hinsvegar efaðist hann tim að sáttmálinn værj við hæfi eins og málum væri nú háttað í Evrópu. — Vegna viðræðuslitanna í Brussel eru öryggismál allra vesturveldanna til umræð" sagði krataforinginn og lagði til að ríkisstjómin beitti sér gegn sérhverri tilraun til að veikja tengsl Vestur-Þýzkalands við Bandaríkin. Hver verður leiðtogi brezkra krata? LONDON 31/1. 1 næstu viku mun þingflokkur brezka verka- mannaflokksins kjósa sér nýj- an leiðtoga í stað Hugh Gaitskell. Tilkynnt hefur verið opinberlega að kosið verði um þrjá menn: George Brown, Harold Wilscn og James Callahgan. Brown er varaformaður flokksins og all- hægrisinnaður. Wilson er hins- vegar vinstisinnaðri. Bæði hann og Callahgan eru í hinu svo- nefnda skuggaráðuneyti flokks- ins og fer Wilson með utanrík- ismál en Callahgan með fjár- mál. Urslitin verða birt þann 7. fe- brúar ef einhver- frambjóðend- anna hefur þá fengið meir en helming atkvæða. Þingmenn verkamannaflokksins eru 248 að tölu. Þegar allt þetta er haft í huga virðist einsætt að vænt- anlegar umræður vestur-þýzka þingsins um utanríkismál verði æði stormasamar. f upphafi um- ræðnanna mun Adenauer kansl- ari flyfja yfirlýsingu frá stjórn- iuni um fransk-þýzka sáttmáL ann og viðræðuslitin í Brussel. <S>- • NAPOLI — Anna Giordiana litaði einn af kjólunum sínum svartan þar sem hún þurfti að ganga í sorgarbúningi vegna láts föður síns. Nokkrum dög- um síðar dó hún sjálf. Lög- reglurannsókn hefur nú leitt í Ijós að eiturefni í litnum var dánarorsökip,. Kanada £ Washington hefur ver- ið kvaddur hcim til viðræðna um málið. 1 yfirlýsingu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær segir meðal annars að vopn þau sem Kanadamenn hafa fengið frá Bandaríkjunum muni ekki koma að fullum notum nema því aðeins að kjamorku- sprengjum verði bætt við. Kan- adamenn hafa fengið Bomare- eldflaugar og Voodoo-orustuþot- ur frá Bandaríkjunum og hafa Kanar síðan reynt að neyða þá til að búa þessi tæki kjama- hleðslum. Kandamenn hafa hins- vegar afþakkað frekari morðtóL í yfirlýsingu utanrikisráðu- neytisins cru Kanadamenn sak- aðir um að hafa ekkert gert til að styrkja varnir Norður- Ameríku. Daginn áður en yfir- lýsjngin var gefin út voru þessi mál til umræðu á kanadiska þinginu og var þar fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu hvað eft- ir annað reynt að þröngva kjarn- crkusprengjum sínum upp á! Kanadamenn. Verkföll á ftalíu RÖM 31/1. Á Italiu bar það til tíðinda í dag að 70.000 bygg- ingaverkamenn lögðu niður vinnu en námumenn og háskóla- kennarar boða verkfall I næstu viku. Verklýðssamböndin þrjú á ítalíu hafa fyrirskipað allsherj- arverkfall i iðnaðinum 8. febru- ar til að leggja áherzlu á kröf- ur verkamanna um hærri lauis og betri vinnuskilyrði. í þetta sinn mun námamannaverkfallið standa í tvo sólarhringa og hefet það á miðvikudag. „Ilin mikla stund“ er de Gaulle og Adenauer undirrituðu samvinnusáttmálann. Undirskriftirnar eiu þó ekki einhlítar þar sem þlngin verða að staðfesta samninginn áður en hann gengur £ gildi. DAG Ullarvöruverzlunin Framtíðin Laugaveg 45 sími13061

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.