Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur J. fébrúar 1965 ÞJOÐVILJINN SlÐA g Afnám af brýnustu nauðsynjum Björn Jónsson 141 stigi miðað við 100 í marz 1959, en kaup verkamanna hef- ur hækkað um aðeins 10% mið- að við des. 1958 og janúar 1959 og þótt allar ,,sárabæturnar“ svonefndu séu reiknaðar að fullu og ekkert tillit tekið til stórfelldrar hækkunar húsa- leigukostnaðar, þá fer því samt mjög fjarri að lág’.aunamenn , standi jafnréttir. Hlutfallið Björn Jónsson fylgdi í gær úr hlaði frumvarpi um afnám söluskatts af brýnustu nauðsynjavör- um almennings; að 3% söluskatturinn verði af- numinn af landbúnaðarvörum, fiskmeti, mjólkur- vörum o. fl. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr framsöguræðu Björns. Allt frá því að núgildandi lög um söluskatt voru sett í marz 1960 og þar á meðal á- kvæðin til bráðabirgða um „viðbótarsöluskatt" af inn- flutningi, hafa menn verið að vona að sú geysilega skatt- heimta. sem þá var lögfest mundi ekki eiga sér langan aldur. Að fljótlega liði að því að álag þessara sérstöku verð- hækkunarskatta yrði létt að einhverju leyti. Stjórnarflokk- arnir og ríkisstjórnin ýttu strax þegar lögin voru sett undir þessar vonir, að ekki sé meira sagt, Viðbótarsöluskatturinn af innflutningi, sem í mörgum til- fellum nemur 6'—8% af sölu- verði erlends varnings var að- eins ákveðinn til bráðabirgða. Sérstakar ástæður voru taldar fyrir hendi á árýnu 1960; aðal- lega þær að hinir nýju skatt- ar væru aðeins innheimtir 2/3 hluta ársins og yrðu af þejrri ástæðu að verða hærri en ella. Árið 1960 var samt ekki lið- ið þegar ríkisstjórnin beitti sér fyrjr framlengingu skattsins á árinu 1961, enda þótt meginfor- sendurnar fyrir skattinum væru þá úr sögunni. Skr»J 'Tieimtan enn aukin Á liðlega hálfnuðu ári 1961 lét rikisstjórnin fella gengið öðru sinni og hækkaði þannig verð’.aa allra innfluttra vara stóriega Öll aðflutningsgjöld, þar á meðal bráðabirgðasölu- skatturinn hækkuðu sjálfkrafa í sama hlutf. og gjaldeyririnn. Á öðru viðreisnarárinu hækk- aði þv’ þessi skattur mjög mik- ið af tveim ástæðum. í fyrsta lagj vegna innheimtu allt árið í stað 9 inánaða árið áður og í öðru lagi vegna gengisfelling- arinnar síðari hluta ársins. Ný ^amlengin „bráðabirgðaskattsins“ Síðasti kapitulinn i þessari sögu um skattinn sem lagður var á ,.af sérstökum ástæðum“ og „til bráðabirgða“ i ársbyrj- un 1960 hefur svo verið að ger- ast hér á Alþingi að undan- förnu. Tjlraunir okkar stjórn- arandstæðinga til þess að fá hann felldan niður hafa vnynzt árangurslausar eins og áður, Skatturinn. sem upphófst sem meinleysisleg ráðstöfun til þess að ná röskum 100 millj. kr. í ríkissjóðinn árið 1960 hef- ur dafnað svo i höndum rikis- stiórnarinnar að nú er ætlað að hann færi henni um 260 millj kr. á næsta ári Og við hlið hessa ljtla bróður hafa svo hinir sölusftattarnir, al- menni söluskatturinn og gamli söluskatturinn af innflutningi, vaxið og dafnað hlutfallslega. Orsök verðhækkananna Það er staðreynd. sem allir horfast í augu við að söluskatt- amir eru nú orðnir stærsti tek.iustofn ríkissjóðs og ejnn af stóru báttunum í þeim verð- lagsbækkunum. sem dunið hafa yfir landsmenn síðustu árin oy enn er fjarri að s.i ái fyrir enda á, ef engar gangráðsi afanir eru gerðar af ríkisstjórn eða Al- þingi. Vísitala vöru og þ.jón- ustu. miðað við neyzluþörf meðalfjölsfeyldu stendur nú í ÞINCSJÁ Þ|ÓDVIL|ANS milli verðlags o;g launa er nú óhagstæðara vinnustéttum landsins. en það hefur nokkru sinni áður verið síðustu 17 til 18 árin. Svo hatramlega hefur dýrtíðarstefnan leikjð launa- stéttirnar og hændur landsins, þrátt fyrir alveg ejnstaka ár- gæzku til lands og sjávar, og stóraukna framleiðslu í k.iölfar hennar og batnandi verzlunar- kjör út á við. Sporna verður tregfn vpt’ÁhppkUntiiiimini Það er þetta ástand. sem hef- ur nú síðustu 2 árin neytt launastéttirnnr hverja af ann- arri ti' þess að heyja hveria launadeiluna af annarri við atvinnurekendur og við ríkis- valdjð. Samningum verkalýðssamtak. ann á árinu 1961 var svarað með gengisfelljngu og launa- hækkununum á s.l. ári var svarað með verðhækkunum. Þegar kiarasamnjngar voru gerðjr í maí s.l. var vísiíala framfærslukostnaðar 116 stig. en bá var samið um nálæst 9% hækkun og bó í sumum til- víkum lægri. Eftjr uppiýsingum Hagtíð- inda verður framfærsluvisit.al- an nú i byrjun næsta mánaðar 127 stig og hefur þá hækkað um 9.5% frá því í maí sl. eða heldur meira en nam kaup- hækkun til hinna laegst laun- uðu þá. Það sannast því, sem raun- ar er hverjum mannj auðsætt, að þótt launahækkanir séu smávægilegar. jafnvel aðeins lítilfiörlegar leiðréttingar eins og nú — er útaf fyrir sig eng- ín trygging fyrir varanleik þeirra sem raunhæfra kjara- bóta Það sem koma þarf til er viðspyrna gegn verðhækkun- um — og að atvinnurekendum sé raunverulega gert að greiða sjálfum þær launahækkanir. sem þeir semja um.“ - ★ — Á morgun verður sagt frá síðari hluta ræðu Björns Jóns- sonar og umræðum um málið. Þingfundir í gær ★ Fundir voru í gær í báðum deildum Alþingis. 1 efri dcild voru tvö mál á dagskrá: Virkj- un Sogsins staðfesting bráða- birgðalaga vegna lántöku ti! framkvæmda og var því mali vísað til nefndar og annarrar umræðu. Þá var einnig tekið fyrir frumvarp til Iaga um lækkun söluskatts og var það fyrsta umræða. Nánar er sagt frá umræðum um það mál hér á síðunni. if 1 neðri deild voru tckin fyr- ir fjögur mál, frumvörp um landsdóm. ráðherraábyrgð, veit- ingasölu, gististaðliald o.fl. og áætlunarráð ríkisins. Umræð- um lauk um þau mál að und- anskildu frumvarpiinu um áæll- unarráð. if Bjarni Bcnediktsson fylgdi úr hlaði stjórnarfrumvörpunurr. um Iandsdóm og ráðherraá- byrgð. Hér er um að ræða cnd- urskoðun laga um þessi efni. þar sem eldri Iög v’oru orðin úrelt með öllu og óvirk um iengri tíma, þar sem landsdóm- ur hefur ekki vcrið löglega skipaður vegna fiókinna reglna um skipan hans. Lög þessi fjalla um málsókn gegn ráð- herrum og . ábyrgð í starfi, og taldi dómsmálaráðherra að deila mætti um þýðingu sér- staks Iandsdóms ekki sízt með tilliti til þcss að Iögin hafa lengi verið óvirk með öllu. Þó væri talið rétt, að koma þess- um málum í það horf, að lands- dómur mætti teljast framkvæm- anlegur. Prófessor Óiafur Jó- hannesson annaðist cndurskoð- un laganna. Þcssum málum var báðum vísað til ncfndar og annarrar umræðu. -Á Benedikt Gröndal hafði framsögu fyrir samgöngumála- nefnd um frumvarp til laga um veitingasölu, gististaðahaÞ1 og fleira. Er hún hér um að ræða endurskoðun Iaga um þessi efni, og fjallaði milli- þinganefnd um málið. Tilgang- ur frumvarpsins er að korna Áfen«isvarna- nefnd kvenna betra skipulagi á þessi mál en verið hefur, koma á flokkun veitingastaða eftir stærð og j verkefni þeirra, auka aðhald I um hreinlæti o.fl. og koma á j eftirliti mcð matstofum á vinnustöðum. — Málinu var vísað til 3ju umræðu. it I umræðunum um áætlun- arráð rikisins (frumvarp Einar Olgeirssonar) ræddi Þórarinn Þórarinsson um þau umskipti, sem orðið hcfðu á Alþýðu- flokknum frá stofnun hans og þar til nú. Hafði flokkurinn horfið frá sín um gömlu stefnu- málum og skyldi nú stjórnar- stefnu, scm væri með öllu búin að afncma í reynd 8 stunda vinnudag í Iandinu. — Þá ræddi Þórarinn mjög um samstarf „kommún- ista og Sjálfslæðisflokksins" fyrr og síðar og þá leyniþræði, sem hann sá alls staðar Iiggja milli þeirra. Minntist hann m.a. í því sambandj á nýsköpunar- stjórnina, samvinnuslitin i vinstri stjórninni, kjördæma- breytinguna 1958, kosningu Einars Olgeirssonar í Norður- Iandaráð og cftirlaun Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrum mennta- málaráðherra. ir Einar Olgeirsson svaraði Þórarni og rifjaði upp fyrir honum ýmsar staðreyndir um þessi mál, og verður nánar sagt frá ræðu Einars hér á síð- unni á morgun. Aðaifundur Áfengisvarnanefnd- ar kvenna í Reykjavík og Hafn- arfirði var haldinn 24. janúar 1963. Aðalstarf nefndarinnar á síöasta ári var eins og undan- farin ár að hjálpa drykkjusjúku fólki og aðstandendum þess auk fleíri menningar- og mannúðar- mála. Fundurinn samþykkti á- lyktun þar sem lýst er ánægju með starfsemina í Lido. og skor- að á rétta aðila að leggja henni lið, t.d. með því að fella niður skemmtanaskatt. Ennfremur sam- þykkti fundurinn ályktun um æskulýðsstarfsemi. Stjóm nefnd- arinnar var öll endurkjörin en formaður hennar er Guðlaug Narfadóttir. Tveir styrkir til 'iáskólanáms í %iss næsta vetur Svissnesk stjórnarvöld bjóða fram tvo styrki handa Islending- um til háskólanáms í Sviss há- skólaárið 1963-1964. Ætlazt er til þess, að umsækjendur hafi stundað nám í háskóla um að minnsta kosti tveggja ára skeið. Styrkfjárhæðin er 450-500 sviss- neskir frankar á mánuði fyrir stúdenta en allt að 700 frankar fyrir þá, sem lokið hafa kandi- datsprófi. Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer ann- að hvort fram á þýzku eða frönsku, er nauðsynlegt, að um- sækjendur hafi nægilega þekk- ingu á öðru hvoru þessara tungumála. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Stjómarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 10. marz n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, svo og með- mæli. Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu). ÖTSALA hættir á morgun. 1ÝVERÐLÆKKUN Isrnhard Laxda! Cjörgarði. Útgefandi: Ritstjórari Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- unnn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. ffvroiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Ofstæk íhaldslykt af LÍÚ gjálfsagt eru þeir þöngulhausar einhvers staðar á íslandi að þeim sé ókunnugt um, að stjórn- arklíkan í Landssambandi íslenzkra útvegs- manna stöðvaði síldveiðiflotann tvívegis á árinu sem leið. Ætlun hennar var að þröngva fram ósvífinni kjaraskerðingarkröfu. Þess var krafizí að breytt yrði til verulegrar lækkunar samnings- ákvæðum um kjör síldveiðisjómannanna. Sjó- menn tóku þessu að sjálfsögðu illa, enda fór svo að LÍÚ var að renna á rassinn með hinar fárán- legu kröfur sínar um það bil sem sumarsíldveið- arnar hófust. En sama afturhaldið ræður sam- bandi þessu og núverandi ríkisstjórn, og þótti Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum ekki nema sjálfsagður greiði að setja gerðardómslög um síldveiðikjör sjómanna. Með því móti fengu útgerðarmenn kjaraskerðingarkröfu sinni fram- gengt að mestu leyíi. Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, var hafður 'til þessa þokkaverks: að koma því til leiðar að stolið var verulegum hluta af sumarhýru síldveiðisjómanna og „gerð- ardómsaurarnir“, sem numið hafa nokkrum milljónum til sumra gæðinga ríkisstjórnarinnar, voru afhentir í gróðahítirnar, sem brúka LÍÚ eins og brókina sína. En þefta nægði ekki. Lands- sambandið þurfti'einnig að stöðva haustsíldveið- arnar vikum saman, á enn fáránlegri kjaraskerð- ingarkröfu, nú krafðist þessi ofstæka klíka að sjómannakjörin færu langt niður úr því sem gerðardómurinn alræmdi skammfaði! Það var eingöngu þessi kjaraskerðingarkrafa LÍÚ sem stöðvaði haustsíldveiðarnar. Varnaraðgerðir sjó- mannasamtakanna voru einungis hin eðlilegustu viðbrögð sem hugsazt getur þegar slík kra’fa er borin fram. Með vörn sjómanna tókst að hrindá meginárás LÍÚ enda þóít ekki tækist að afstýra því að sjómannakjörin væri í nokkru skert. Þetta eru staðreyndir sem öll þjóðin þekkir. jyema nokkrir þöngulhausar, ef til vill. En illá fer á því að Sverrir Júlíusson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sé að spila sig sem einn þeirra. í ræðukafla sem birtur hefur verið í blöðum, er þessi maður að fjasa um „verkföll“ sem stöðvað hafi síldveiðiflotann á árinu sem leið. Og varnaraðgetðir sjómanna- samfakanna, að þau skyldu ekki fallast á kjara- skerðinguna, gerðardóm Emils og allt saman og þakka fyrir, telur þessi maður einhvers konar samsæri gegn ríkisstjórninni, og hafa þá sjálfsagt Jón Sigurðsson og fleiri vaskir foringjar Sjó- mannasambandsins verið meðal samsærismanna! Þjóðviljinn þakkar hins vegar viðurkenningu for- manns LÍÚ, sem vottar að stjórn hans hafi orðið óþyrmilega vör þess þáttar, sem skrif blaðsins hafa átt í varnarbaráttu sjómanna á síðastliðnu ári. Meðal annars vegna upplýsingaskrifa Þjóð- viljans vantar ekki mikið á, að framferði íhalds- klíkunnar sem stjórnaði árásunum á sjómanna- samninganna sé almennt fordæmd um land allt. í vifum íslendinga er ofstæk íhaldslykt og pen- ingalykt af stjórnarklíku LÍÚ eftir árið 1962. Mega samtökin vel gæta sín, ef þau hugsa til að hald-a áfram á sömu braut. — s. 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.