Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 Föstudagur 1. febrúar 1963 Parísartízkan 1963: Húsandi bak og fuilt af fellingum hófst viku PARÍS — Á mánudaginn, 28. janúar, Parísarvikan svokallaða, en í þessari kynna tízkufrömuðir Parísarborgar vortízk- una, sem venjulega hefur mikil áhrif á tízku alls ársins og klæðaburð kvenfólksins um all- an heim og setur sinn svip á fataframleiðsl- una í hverju landi þótt að vísu sé ekki hlaup- ið eftir því allra fáránlegasta. Sjiffon, þunnt eins og kóngul- óarvefur, biaktandi yfir glitr- andj efnum er það sem á að gera okkur súperkveniegar i vor, segja þeir frönsku. Eftir fré.ttunum af sýningu Jean Dessés verður samkvæmis- kjóllinn um það bil svona. Dessés vill ennfremur að kvöldkjólarnir haldi áfram að vera stuttir. Mikill fjöldi fólks hvaðan- æva að úr heiminum sækir tízkusýningarnar í París — og komast færri að en vilja! Mest eru þetta kaupsýslu- menn allskonar, framleiðend- ur og seljendur kvenfatnaðar og fataefna sem koma til að þefa uppi á hverju þeir mu?ii nú mest geta grætt þetta ár- ið. Svo er það blaðamanna- skarinn — því lesendurnir vilja auðvitað fylgjast með, eða hvað? Fámennastur er sá hópurinn sem kemur á sýn- ingamar til að kaupa, það eru ekki aðrar en auðvalds- kerlingar sem hafa efni á slíku. Hér ó eftir fer laus- lega þýdd lýsing fréttaritara Stockholms-Xidningen á því sem hún sá fyrsta daginn í París. Vorið í nánd Það var ömurlegt vetrarveð- ur, rigning og dimmviðri í París þegar Pierre Cardin opnaði sína sýningu kl. 5 e. h., en fislétt og flögrandi efnin í öllum regnbogans litum minntu þó á, að þrátt fyrir allt er von á vorinu þetta ár- ið eins og venjulega. Það er mikið laust og hang- andi í nýju tízkunni. Mikið bar á drögtum og kjólum með síðum, sléttum jökkum eða blússum sem féllu laust og mjúkt að líkamanum. Pilsm voru ýmist þröng og slétt eða — mjög mörg — víð, gleitt eða þétt sólplísseruð. Yfirleitt var mjög mikið um plísseringar hjá Cardin: skáfelldar blússur með felld- um ermum, fellingar á baici og lokufellingár með smá- fellingum undir á fötum sem voru slétt að öðru leyti. Á einni kápunni var allt bakið fellt. Áherzla lögð á bakiið Bakið er yfirleitt mest áber- andi á öllum fötunum sem eru meira og minna slétt að framan. Á mörgum kápum eru rykkingar teknar saman í boga fyrir neðan mittið. Bakvíddin á öðrum myndast með lausum fellingum sem byrja upp við hálsmálið á miðju baki og enda neðar á bakinu í horninu á V. Mörgum kjólanna fylgdu lausir, skikkjulaga jakkar, sem voru festir saman á bakinu og minntu helzt á greiðslu- slá! Aðrar smánýjungar eru lausar ferhyrndar voðir, sem hanga eins og risastórir mat- rósakragar yfir bakið, mest bar á þessu á þunnum kjól- um úr blómamynztruðu org- andíefni. Á sumum þunnu kjólunum var feikileg blússu- vídd tekin saman með gxfur- lega breiðum beltum, a. m. k. 15 cm. Allir dagkjólarnir og jakk- arnir eru ýmist alveg kraga- lausir eða með litlu slái eða mjóum uppstandandi kraga sem er hnýtt um hálsinn. Axlalínan er mjúk, með í- settum ermum eða raglansniði og ermamar í öllum mögu- legum lengdum, ýmist sléttar, dálítið víðar eða teknar sam- an með líningu undir oLn- boganum. Fataefnin voru líka mjúk og féllu laust og fallega. Mik- ið var af krepefnum, þunnu silki með prentuðu mynztri, sjantung, organdí og sjiffon og litirnir voru fjölbreytilegir, gjaman á hvítum eða svöri- um grunni. Fyrr um daginn hafði Mad- eleine de Rauch sýningu a mjög hentugum og fallegum klæðnaði. Þar var ekki eins mikið af þessum blaktandi og hangandi línum og hjá Cardin og mikið var af fallegum jakkakjólum með og án belt- is. Síðar silkiblússur, lang- erma og ermalausar vöktu Einn af nýju höttunum. Háir, er harðir koilar og mjó hatt- börð er aðalatriðið. og til að mýkja svipinn er hafturinn skreyttur með þunnu efni. mikla hrifningu. Madeleine de Rauch hafði sett mittið á sinn eðlilega stað og lagt óherzlu á það á mörgum flíkanna. Síddin á pilsunum var sú sama og hjá Cardin, rétt niður fyrir og yfir hné. Pilsin voru flest slétt, en sum rykkt í miðju að framan, önnur þéttplísser- uð allt í kring. Fötin voru ekki mjög áber- andi, en klæðjl. og auðvelt að bera þau fyrir flesta. Made- leine de Rauch talaði um S- línu og hana má greina á kúptum baksvipnum, sem flestir tízkuteiknaramir virð- ast hafa á flíkunum nú. Margar dragtimar voru tvf- hnepptar og flestir jakkarnir voru með stuttri klauf að aft- an. ! i n barnavagnim isi skíöi á barnavagninn eru ein af mörgum nýjungum sem nú eru sýndar á vörusýningu sem kallast „Fyrir bamið“ og ha-Idin er í Frankfurt. Auðvelt er að festa skíðin, sem eru úr tré. á hjólin á hvaða barnavagni sem er með skrúfum og róm — vagn- inn er þá í einu vetfangi orðinn að sleða sem þægilegt er að ýta á undan sér í snjónum. ★ Einn frægasti hattaframleið- andi Parísarborgar, Jean Bart- het, sem á marga fræga við- skiptavini, m.á. Brigitte Bardot, Grace af Monaco og Jackie Kennedy, kvartar nú mjög und- an hinum berhöfðuðu Parísar- dömum. Áður voru konur stolt- ar af að sýna sig með nýjan hatt. Nú eru þær hræöiar við hæðnislegar athugasemdir. Einu hattarnir sem frönsku konurnar ganga með almennt eru úr loð- skinni og leðri og eiginlega er alls ekki hægt að kalla þetta raunverulega hatta. Það er að- eins við sérstök tækifæri sem þær fá sér hátt — brúðkaup móttökur og jarðarfarir. Blómin halda lit og lögun og virðast vera lifandi Þess var nýlega farið á leit við okkur að fengin yrði til birtingar 1 heimil- isþættinum grein um ný- stárlega aöferö við þurrk- un blóma sem frú Sigríður Thorlacius las í útvarps- þættinum „Við sem heima sitjum“. Gera má ráð fyrir að margir blómaunnendur hafi gaman af að reyna þessa aðferð og höfum við því fengið greinina sem er úr vestur-íslenzka blaðinu Lögberg-Heimskringla lán- aða hjá frú Sigríði. Vestur í Utah er kona ,sem heitjr Generah Condon, og er hún orðin fræg fyrir það hvernig henni hefur tekizt að geyma blóm án þess að þau fölni. Hún fékk verðlaun á al- heims blómasýningu í New York árið 1958. Hér segir hún nokkuð frá því, hvernjg hún fer að því að geyma blómin. Og það er dálítið merkilegt, að það var gamalt húsráð. sem kenndi henni galdurinn. ★ Aðferð mín er sú. að taka blómin þegar þau eru fegurst og geyma þau svo. að hvorki missi þau iit né lögun, og legg- ir og blöð haldi sér. Það er metnaður minn að geyma blómin svo. að menn haldi að þau séu lifandj ef beir snerta ekki á þeim Óhugsandi, segið þér. Ónei, en talsvert örðugt. Ég hefj fengizt við þetta i sex ár. og á hverjum degj á sumrin hefi ég unnið tólf eða fjórtán stundir samfleytt vjð athug- anir og tilraunir Og óg er enn að uppgölva ýmislegt um það hvað blómin eru viðkvæm og eiinkennileg. Tvö blóm af sömu rót geta verið gjörólík, og þá þarf að fara ólíkt að þeim. alveg eins og með börn- in. En það er saga að segja frá því hvemig ég komst inn á þessa braut. Það var að kenna gamalli eldhúsbók, sem mamma átti. í þeirri bók voru alls konar heilræði. Þar var sagt frá því hvernig fólk ætti að ná af sér vörtum, og þar var sagt frá því hvernig ættj að ná blettum úr hvítum þvotti. Og þar inn á milli stóð þetta: „E.f nýskorin blóm eru grafin í sand og látin liggja þar i hálfan mánuð. þá koma þau eins og Ijfandi upp úr sandimum með öllu litskrúði sínu.“ Meira var það ekki. Ég lagði þetta á minnið, on gat ekki sinnt því neitt í mörg ár. Það var ekki fyrr en við settumst að í Saltvatnsborginni árið 1953. að þetta rif jaðist upp fyrir mér. því að hér var nóg af fallegum blómum og hér var ágætjs sandur á strönd Saltvatnsins mikla. Venjulegur samdur er ’ oft þannig að kornin eru með ho'rnum og hvössum brúnum. En sandurinn hér er öðru vísi. Þetta er kalksteinssandur og komin eru hnöttótt. Þau skemm.a þvi ekki blómin. Þrátt fyrir það komst ég sk.iótt að raun um, að ég gat ekki notað sandinn eins og bann er. Ég varð að þvo hann upp úr sápuvatni og hræra rækilega í honum og fleyta síða.n ofan af f>ll óhTeinindi Og síðan varð ég að skola hann fjörutíu sinnum í hreinu vatnj Að því búnu læt ég ■andinn í ílát og þurrka hann ofni eða þá að ég breiði H!?nn á dúk og þurrka hann "i* sólskin Það er fljðtlegra að sólþurrka hann. en mér hehir ekkj reynzt hanr. jafn góður Og sá sandur. sem ég þurrka í ofni. Þegar sandurinn er fuilþurr, sigta ég hann i gegnum fínt net, til þess að ná úr honum annarlegum efnum. Að því búnu má nota hamn til að kaf- fæ.ra blómin. Það er gert í einhverju íláti og stendur þá svo sem á sama hvert ílátið er, stór bolli, mjólkurdós, skál eða kanna. En eins verður að gséta, að hafa aldrei nema eitt blóm í hverju íláti. Fyrst er látið dálítið af sandi i ílátjð og legg biómsins stqngið þar í, þvi að það á bézt við flest blóm að þau standi upprétt. Og svo er smám saman bætt j sandi og gætt allrar varúðar að blómið skemmist þá ekki. Sandurinn vérður að koma jafnt og blöð og blóm að vera í sínum eðh- legu stellingum. Maður lætur sandinn renna úr lófa sér, en í hinni hendinni hefur maður ofurlitla spýtu til þass að jafna hann þannig, að hvert blað á legg og blómi haggist ekki. Þessu ©r haidið áfram þar til blómið er komið á kaf í sandinn og þá er ílátið fyllt á barma. Gott er að slá á ílátið hringinn í kring svo að holur sem kunna að vera í sandinum, fyllist af sjálfu sér. Svo er ílátið sett á hlýjan og þurran stað og geymt þar í hálfan mánuð. Það er þolinmæðisverk að fást við blómin. Einu sinni átti ég í þriggja mánaða striði við eitt blóm, því að það fölnaði alltaf, hvernig sem ég fór að. En svo fann ég upp á því ráðj að láta það inn j þurrko;fn og geyma það þar í tvær stundir. Þetta er ejna blómið sem ég bef farið þannig með. En nú er það iíka með sínum fagra og skæra bláa Ht, þegar ég tek bað úr sandinum. Varast skal að hnýsast eftir því hvernjg blómunum líður. áður ein þau hafa verið sinn tíma í sandinum. Þegar ég er með eitthvert nýtt blóm, þá er ég oft óþolinmóð að bíða. Og ég segi stundum við sjálfa mig: Það er ekki víst að þetta blóm þurfi að liggja jafn lengi í sandinum og önnur blóm. Og Framhald á 10. síðu FRÁ DDR í Austur Evrópu er líka mik- ið hugsaö uni tízkuna ekki síður en fyrir vestan, en þar snýst ekki ailt um að búa til cithvað frumlegt og oft af- káralegt, heldur er áherzla lögð á að teikna föt, sem eru í senn hentug og falleg og klæða sem flesta. f-essi dragf, er frá aðaitízkufyrirtækinu f DDR. » »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.