Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 4
Knattspyrna og körfuknattleikur — Eru knattleikirnir ekJá nýrri af nólinni hér? — Jú, bæði knattspyma og körfuknattleikur vaxa nú mjöi? að vinsældum. Knattspyrnua- hugi er hér mikill sérstaklega í yngstu flokkunum, og virð- ist félagið því ekki þurfa að kvíða framtíðinni. Knattspymu- þjálfari er Hörður Óskarsson. Félagið sendi 5 lið til keppni sl. sumar, þ.e. A- og B-lið full- orðinna og svo 3., 4., og 5. flokk. Árangur verður að telj- ast góður, sérstaklega hjá yngstu flokkunum. T.d. gerðu bæði 4. og 5. flokkur jafntefli við jafnaldra sína í Val í Reykjavík. 4. flokkur sigraði í bikarkeppni Héraðssambandsins í þessum aldurflokki. Keppt er um bikar sem KSÍ gaf. — Körfuknattleikurinn er vin- sæl íþrótt hér. Aðalkennari er Stefán Magnússon, en ágætir áhugamenn eru líka leiðbein- endur. Fyrir jólin komu hing- að góðir gestir úr Reykjavik, þeir Þorsteinn Hallgrímsson og Guðmundur Þorsteinsson, og er okkur mikil ánægja að heim- sókn svo ágætra íþróttamanna Væri vel að afreksmenn úr Reykjavík í ýmsum íþrótta- greinum kæmu hingað oftar og miðluðu okkur af kunnáttu sinni og reynslu. Héraðssambandið Skarphéð- inn sendir nú í fyrsta sinn lið á Islandsmótið í körfuknatt- leik, þ.e. til keppni í I. fl. Hér í íþróttahéraðinu er körfuknatt- leikur líka iðkaður á Laugar- vatni og í Hreppum. Þessir að- ilar skiptast oft á heimsókn- um og er frábær keppnis- og félagsandi ríkjandi á þessu svjði. Á héraðsmótinu i körfu- knattleik sigruðu Laugvetning- ar en Selfoss varð nr. 2. — Eins og áður segir, er hér líka æfð glíma einu sinni ,i viku og badminton. Nauðsyn æskulýðsstarfs — Hvernig er félagsstarfsem- in að öðru leyti? — Félagið á ekki eigið fé- lagsheimili, en okkur stendur til boða ágæt aðstaða til fé- lagsmálastarfseminnar, t.d. í samkomusal Kaupfélagsins og í Iðnskólanum. Deildir félagsins halda fræðslu- og umræðufundi, þar sem lika eru sýndar kvikmyndir. Félagið í heild hélt einn fræðslufund á sl. ári. Þá kom hingað Benedikt Jakobsson og hélt erindi um gildi íþróttaiðk- ana, og var þetta hinn ágæt- asti fundur. Árangur félagsins á íþrótta- sviðinu hefur stórbatnað, og félagið er orðið langöflugasti aðilinn í héraðssambandinu. Eo í öðrum bæjum og þorpum héraðsins, svo og x sveitunum er góður íþróttaáhugi og mik- ið af .ungu og efnilegu iþrótta- fólki, sem veitir okkur harða og góða keppni. — Hvað um æskulýðsstarfið að öðru leyti á Selfossi? — Það má segja að það standi með blóma. Ungmennafélagid helgar sig fyrst og fremst í- þróttaiðkunum og fræðslu á þvt sviði. önnur félög og klúbbar annast aðrar hliðar æskulýðs- starfsins. Æskulýðsráð er starf- andi á vegum bæjarins. og hefur það gengizt fyrir ýmis- konar tómstundanám'koiðurn fyrir ungt íól!;. Einnig er hér Hörður Óskarsson íþróttakennari. Hafstcinn Þorvaldsson form. umf. Selfoss. starfandi skátafélag. Hér er tiltölulega mikið af ungu fólki. Selfoss er engihn' vertíðarbær, — vinnan er svo til jöfn allt árið. Tómstundir unga fólksins eru því meiri en víða annarsstaðar, og mik- ils um vert að þeim sé vel varið. Það er mikilvægast að fá unglingana til heilbrigðs starfs og leiks í tómstundum, og hér er góður áhugi og vax- andi skilningur fyrir því að gefa unga fólkinu sem bezta aðstöðu til hollra íþróttaiðk- ana og skemmtana. Iþróftasýningar í Tjarnarbæ 1 Tjarnarbæ standa yfir at- hyglisverðar sýningar á júdó og hnefaleikum á vegum júdó- deildar Glímufélagsins Ár- manns. Flokkur pilta úr Ármanni sýnir júdó undir stjórn þjálf- arans, Sigurðar Jóhannsson- ar. Þá er sýnd kvikmynd af tækni júdókappans Mifune frá Japan, en hann er snjallasti júdómaður sem uppi hefur verið. Myndin er ágæt og geta íslenzkir glímumenn mikið af henni lært. Þá er sýnd kvikmynd af öðru hnefaleikaeinvígi Ingi- mars Johanssonar ' og Floyd Pattersons. Myndin er fróðleg og skemmtileg fyrir okkur, sem ekki megum kynnast hnefaleikum nema á myndum. Körfuknatt!eikur . T íslandsmótið í körfuknattleik hefst í kvöld að Hálogalandi kl. 8.15. Fimm fölög senda lið til kepr ni í meistaraflokki karla, en aðeins tvö í m.fl. kvenna. Þessir leikir verða í kvöld: M.fl. xax’.a KR — "fe, Ármann - KFR. j Á sunnudagskvöld^verða þess- ir leiKir á Hálogalandi: 1. fl. karla: KR — Á. 2. fl. karla KFR — Ái’mana (b-lið). 4 StöA kvæmdir. Hér er um að ræða stuðning við íþróttamannvirki, íþróttakennslu, áhaldakaup og móttöku gesta fil keppni. Áhugi unga fólksins — Eru margir við íþróttaæf- ingar hjá félaginu? — I sundi voru t.d. 90—100 sem æfðu reglulega á síðasta ári. Stór hluti af þeim hópi eru unglingar, sumir mjög ung- ir. Þarna eigum við góðan efni- við, sem Hörður Óskarsson hef- ur lagt góða rækt við. Á síð- asta starfsári voru haldin 5 , innanfélagsmót í sundi, og fé- lagið átti þátttakendur í 7 mót- um öðrum. — Frjálsar íþróttir eru rót- grónasta íþróttagreinin hjá fé- laginu. Þátttaka í æfingum er allgóð, og m.a. æfa stúlkur hér líka frjálsar íþróttir. Stefán Magnússon íþróttakennari við skólana hér, hefur verið frjáls- 1 íþróttakennai’i félagsins. Félag- ið á nokkra ágæta afrekc- menn í frjálsíþróttum. Af þeim yngri náði Sigurður Sveinsson beztum árangri á síðasta ári (11.4 í 100 m og 13,95 í þri- stökki). Ingólfur Bárðai’son Laugardagur 10. fébrúiar 1963 stökk 1,82 í hást., Stefán Magn- ússon hljóp 100 m á 11,6 og Ámi Erlingsson stökk 13,71 í þrístökki. Frjálsíþróttadeildin hefur æfingar inni yfir vet- urinn. — ÞJÓÐVILJINN Unglingadeildir iþróttafélaga 1 hugum flestra eru íþrótta- félög og íþróttahreyfingin æslculýðshreyfing, þótt til séu þær undantekningar að fé- lög og íþróttagreinar hafi eklti unglinga innan sinna vébanda. Innan íþróttafélaganna er yfirleitt löluverð starfsemi fyrir yngri féiaga, og þar sem ungt fólk er í félögunum er þeirri starfsemi oftast haldið sér. Þau íþróttafélög, sem h.._a unglinga innan sinna raða, munu yfirleitt líta svo á að þau hafi starfandi unglinga- deildir. Þetta er að nokkru leyti rétt, en þetta fyrirkomu- lag á starfsemi unglinganna í félögunum nær ekki því hugtaki að geta kallast deild. Þegar um deild er að ræða mun það oftast skilið sem svo. að hún hafi að vissu marki sjálfstæða stjórn, en falli að öðru leyti inn í heildarstarf- semi félagsheildarinnar. Það fyrirkomulag mun ekki fyrirfinnast hér á landi enn sem komið er. Reynsla Norðurlanda Hinsvegar hefur það rutt sér til rúms, t.d. á Norður- löndum þar sem félagsmála- þroski er á háu stigi, að stofn- aðar séu sérstakar deildir fyr- ir unglingana. Er þar um að ræða, að skipulagi tiL yngra félag innan félagsins. Þessi yngri deild, eða unglinga- deild, heidúr sinn aðalfund þar sem allir innan deildar- innar hafa aðgang, með at- kvæðisrétti. tillögur. og mál- frelsi, rétt eins og á aðal- fundum sjálfra félaganna eða eldri deildanna. Þar er kosin sérstök stjóm fyrir deildina. Formaður er kosinn sérstaklega, og aðrir embættismenn samkvæmt lög- um eða reglum um aðalfunö deildarinnar. Bak við þessa fundi, sem og annað sem unglinga félagsins varðar, stendur svo ungiinga- ráð, með unglingaleiðtoga í broddi fylkingar, og gefa sín- ar leiðbeiningar og sjá um að öll þróun verði í þá átt sem má stuðla að þroska einstakl- inganna og félagsins í heild. Norskt áJit Fyrir fáum árum ræddi ég þetta sérstaka mál: Stofnun unglingadeilda innan íþrótta- félaga við þann sem mest hefur unnið að slíkum mái- um innan stjórnar Iþrótta- sambands Noregs. Þar heyra þessi mál undir íþrótta- sambandið, og er þar einnig sérstök deild, sem er kom- in baó langt, að hún gefur út sérstakt blað um unglinga- mál, sem kemur út fjórum sinnum á ári, og nefnt er á norskunni „Start“. Maður þessi heiíir Joh. Fougli og hefur mikla reynslu í þess- um málum. Hann gat þess að til að byrja með hefði þetta ekkx mætt miklum skilningi, en brátt sannfærðust forustu- menn félaganna um að þetta væri betra fyrirkomulag, og á síðustu árunum hefðu hundruð félaga tekið það upp. Það hefur sýnt sig sagði Fougli, að unga fólkið hefur sýnt meiri ábyrgðartilfinningu fyrir félaginu þegar það hef- ur kynnzt því hvernig þetta er í raun og veru rekið. Þeir sem taka að sér stjórnstörí á þessum árum kynnast því starfi sem er á bak við sjálft félagið, og skapa félagið sem slíkt. Þeir fá kennslu i því hjá leiðtogunum sem moð þejm starfa hvernig á að gera þetta, og verða hæfari til að taka við. Þeir læra að skilja að það er mikið ábyrgð þ>d samfara að stjórna íþróttafé- lagi. Þeir aðrir, sém taka að sér að vera með í undir- búningsnefndum fyrir viss verkefni, læra að vinna að slíkum málum undir hand- leiðslu leiðtoganna. Áhrif hinna ungu Við þetta bætist að ungu mennirnir verða varir við það, að þeir hafa á vissan hátt áhrif á gang mála með því að koma á aðalfund. greiða atkvæði, hlusta á það sem gerzt hefur o«g það sem gera á, og vera með f að taka afstöðu til þeirra. Það þarf ekki að taka fram að hér hefur unglingaráðlð merkilegt verk að vinna, sem hefur þýðingu fyrir líðandi stund og ekki sfður fratn- tíð félagsins. Unglingaráð og unglingaleiðtogar í félögum er eitt af stóru málunum á okkar stefnuskrá, sagði Fougli að lokum. Hér er sem sagt um merki- legt mál að ræða sem ekki hefur komið á dagskrá hér ennþá, en ætti vissulega að takast upp hjá stjóm Iþrótta- sambands Islands, sem á að hafa yfirumsjón með slíku skipulagi, og leggja á ráðin. Frímann. Dómarabolti á snæviþöktum knattspyrnuvelli „Er hann annars búinn að flauta lelklnn af?‘' — Hvemig er aðstaðan til íþróttaiðkana í bænum? — Hún verður að teljast góð nú orðið á flestum sviðurn. Sundíþróttin tók hér stakka- skiptum eftir að sundhöllin var reist. Sundáhugi er hér mikiií, sérstaklega meðal unglinganna. Þann ágæta árangur og al- menna áhuga sem náðst hefur á þessu sviði má fyrst cg fremst þakka Herði Óskarssyiý íþróttakennara, sem sýnt hefur j frábæra eliu og hæfileika ' j starfi. Hér eru komnir upp tveir í- þróttavellir. Gamli malarvöll- urinn var og endurbættur á síðasta ári, og s.l. vor var sáð í nýjan grásvöll. Haldið er a- fram að bæta þessi mannvirki, m.a. er verið að reisa skýli við vellina. — Mikilvægast er að fá unglingana til heilbrigðs starfs og leiks í tómstundum Það er grózka í íþróttalífinu austur á Selfossi. UMF Selfossi hefur tekizt að glæða íþróttaáhuga meðal æskunnar á staðnum, og það er fróðlegt að kynnast því fjölskrúðuga íþróttastarfi sem þarna er unnið. I . Iþróttasíðan hafði: nýlega tal I í af formanni UMF Selföss, Haf- j steini Þorvaldssyni lögreglu- i þjóni, og innti hann írétta af starfi félagsins. — Fyrir um þáð'bil ári' varj tekin upp deildaskipting í fé-' i laginu. Félagið er orðið fjöx- j mennt og starfið margbrotið,1 enda er Selfoss orðinn- stór bær.1 Fimleikasalurinn er orðinn alltof lítill miðað við stæxð bæjarfélagsins. Hann er gjör- nýttur daga og kvöld, og kom- ast færri að en vilja. Það er rétt að geta þess, að yfirvöld bæjarins hafa sýnt mikinn skilning á íþrottastarf- inu, og styrkt vel, og hefur það létt mikið undir allar fram- 4. flokkur knattpyrnudeildar, sem vann farandbikar Héraðs- sambandsins Skarphéðins. I félaginu eru nú starfandi fjórar íþróttadeildir: Frjálsí- þróttadeild, sunddeild, knatt- spymudeild og körfuknattleiks- deild. Auk þess er kennd glíma á vegum félagsins og nokkrir áhugamenn iðka badminton. Bætt aðstaða Nokkrir hinna yngstu sem æfa sund hjá UMF Selfoss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.