Þjóðviljinn - 09.02.1963, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.02.1963, Qupperneq 7
1 •augardagur 9. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 7 narbúskapur undirstaoa smáttar Frakklands Abezta stað i Þjóðlistasafn- inu i W-ashington brosir Mona Lísa sínu óræða brosi undir skotheldu gleri og banda- rískir bermenn með brugðna byssustinigi standa sífellt sinn til hvorrar handar við mál- verk Leonardos. Látlaus þröng safngesta er dag eftir dag frammi fyrir frægasta mál- verki heims. Þetta aidagamla lifitaverk kom svo miklu róti á hugi manna í höfuðborg Bandaríkjanna, að afhjúpun þess í viðurvist forsetahjón- anna og annars stórmennis breyttist úr virðulegri athöfn í ringulreið og hálfgert upp- þot. þegar á daginn kom að svo mörgum hafði verið boðið að fæstir sáu annað en mann- þröngina umhverfis sig. Ekki er að spyrja að kænsku de Gaiulle, segja gárungamir í Washington. Hann sendir þenn- an kvenmann til að dáleiða BandarJkjamenn meðan hann er að ónýta fyrirætlanir þeirra um framtíð Evrópu. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem Kanar láta Parísarkvendi hlunnfara sig. Bandarísk Parísardýrkun á vissulega sinn þátt í því hve mikið er haft við Monu Lísu, en aðrar og hversdagslegri orsakir en seiðmáttur augna hennar valda því að Banda- ríkjastjóm hefur ekki enn tek- izt að finna neina færa leið til að ná sér niðri á frönskum valdhöfum fyrir alia þá grikki sem þeir hafa gert henni síð- ustu vikur. Þegar taugaspenn- an var mest útaf því hvort de Gaulle tækist að útiloka Bretland frá aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu í þeim yfirlýsta tilgangi að skerða bandarísk áhrif á þróun mála á meginlandi Evrópu, voru hafðar i frarrtmi í Washington hótanir um greypilega hefnd sem koma myndi fram við þennan óstýriláta bandamann. Rætt var um ýmsan óskunda sem honum mætti gera, atlt frá viðskiptastríði við EBE til þess að reka fleyg milli Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands ímeð því að hóta brottför bandarísks herliðs frá Vestur- Evrópu. de Gaulle er búinn að knýja fram vilja sinn, við- ræðum Bretiands og EBE hef- ur verið slitið. en bollalegging ar um hefndarráðstafanir eri hljóðnaðar í Washington. Ben' er á að viðskiptalegar refsiað- gerðir myndu bitna á hinum fimm Efnahagsbandalagsríkj- um engu síður en Frökkum, og óvíst nema þær yrðu frekar til að þjappa EBE saman en að splundra því. Hótanir um brottfuttning Bandaríkjahers frá Evrópu eru gagnslausat vegna þess að enginn tekur þær alvarlega. Þeir sem með völdin fara í Vestur-Evrópu vita fullvel að bandaríska her- setan stafar af hernaðarhags- munum Bandarikjanna sjálfra, og meðan mat Bandaríkja- stjómar á þeim er óbreytt verður herinn kyrr. Fyrirætlanjr Bandarikjastjórn- ar eru nú sagðar snúast um það að sniðganga Frakk- land. Ætlunin er að ýta með öllu móti undir aukin tengsl Bandaríkjanna og Bretlands við ríkin fimm í EBE sem ó- samþykk eru,§.tefnw de Gaulle. Verið er að leggja drög að fundi fimmvelda.nna og Bret- lands á næstunrii. Mestar líkur eru á að sá fundur verði að nafninu til ráðstefna Vestur- Evrópubandalagsins, sem stofn- að var 1954 til að koma í kring endurhervæðingu Vestur Þýzkalands eftir að fransk þingið felldi fyrirætlunina u- stofnun Evrópuhers. Fram t; þessa hefur Vestur-Evrópu- bandalagið verið lítið annað en Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveitin efndi til áttundu hljómleika sinna í samkomuhúsi Háskólans fyrir nokkru. Hljómleikunum stjórnaði að þessu sinni Shal om Ronly-Riklis frá Israe1 sem hingað mun hafa komið til endurgjalds fyrir heim- sókn Róberts A. Ottóssonar t.il ísraels á síðastliðnu sumri, er hann stjórnaði þar tónleikum við góðan orðstír. eins oí kunnugt er. Þau tök, sem Ronley-Rikiis náði á hljómsveitinni, þrátt fyrir skamman tíma til æí- inga. sýndu ótvírætt. að hann er mikill kunnáttu- og hæfi- leikamaður á sínu sviði. Sjálf- stæð túlkun hans kom þegar fram í upphafsatriðinu. sem var ,.Finlandia“, þetta snilld- arverk Síbelíusar og perla þessara tónleika. Segja má. að hann hafi þar dregið fram hið þungbúna í yfirbragði og geðblæ verksins meira en tíðkanlegt er, en þetta var þann veg gert. að hlustandi. hlaut að fallast á. að slík túlkun ætti einnig rétt á sér. Miklu veigaminna er það efnisskrár- atriðí. sem næst kom, ,,Kizhe liðsfnrinsi". gamansöm hljóm sveitarsvíta eftir Prokofiev með - ■■ • '-'crohlutVerki. sem Guðmundur Joilsaon flntti vei og skörulega. — Hljóm- V MiíSíg .... Shalom Uonly-ltiklis. sveitarsvítan „Frá ísrael“ eft- ir ísraelska tónskáldið Paul Ben-Haim var fróðleg áheyrn- ar, þó að varla sé gerlegt að mynda sér skoðun um verkið af einni heyrn. — Fjórða sinfónía Tsjækovskí er gamall kunningi hljóm- sveitarinnar, sem hún leystj að þessu sinni stórlega vel af höndum. í heild tókust þessir tón- leikar mætavel og voru þæði hliómsveitinni og hinum fsr- . aelska stjórnanda til heiðurs ■ B.F. ^ pappJrsstofnun, en nú þykir handhægt aS gnípa til þess. Gert er ráð fyrir að EBE staðni í sinni núverandi mynd, finvmveldin hafni öUum ti'llög- um sem Frakkar kunna að bera fram um að halda áfram fram- kvæmd Rómarsáttmálans og Frakkland geri uppástungu fimmveldanna sömu skil. Bandaríkin og Bretl'and hyggj- ast beita áhrifum sínum til að þetta þrátefli standi þangað til Frökkum snýst hugur. en eng- inn gerir ráð fyrir að það veröi meðan de Gaulle er vúð völd. 'anska stjórnin hefur ekki 1. -inungis gert Breta aftur- a frá inngöngudyrum EBE, íun hefur einnig hafnað tíllög- um Kennedys Bandarík.iafor- seta um þróun A-bandalagsins. í sama skipti og de Gaulle lýsti í fyrsta skipti opinskátt yfir að Bretland ætti ekkert erindi í Efnahagsbandalagið eins og sakir standa. vísaði hann á bug boði Kennedy um franska þátttöku í stofnun kjarnorku- kafbátaflota á vegum A-banda- lagsins. Af þéssum sökum hyggst Bandarúikjastjórn nú taka upp þaö sem hún kallar „stefnu auða stólsins“ í her- væðingarframkvæmdum Vest- urveldanna. Hún ætlar að vinda bráðan bug að stofnun hins sameiginlega kjamorkukaf- bátaflota og hraða sem mest öðrum aðgerðum sem miða að því að safna heraflá banda- lagsríkjanna í Evrópu undir einn hatt, s'ém auðvitað verður á höfði bandarísks hershöfð imgja bandalaigsins. Allt verður þefta gert án Frakka, segja þeir sem f.ylgjast með ráða- gerðum Kennedy og sam- starfsmanna hans, en Frakk- landi jafnan boðið að vera með og gert ráð fyrir þátttöku þess^ síðarmeir. ''rirætlanir þessar bera með fi- ;r að höfundar þeirra hugsa . .. svo að stefna Frakklands- stjórnar um þessar mundir sé ekkert annað en persónulegar tiktúrur og sérvizka eins manns, allt muni fella í Ijúía löð á ný þegar de Gauule er úr sögunnii, þá muni evrópski kjúklingahópurinn með tölu aftur þyrpast í skjólið undir vængjum bandarísku mömmu. Ráðamenn £ Washington virð- ast eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því að heimur- inn hefur breytzt síðan 1949. þegar A-bandalagið var stofn- að. Þá gat Bandaríkjastjóm skipað bandamönnum sínum fyrir verkum eins og henni sýndist. Nú eru valdahlutföMiin aJit önnur meðal auðvaldsland- anna innbyrðis. Bandaríkja- stjóm einblínir á birgðir sínar af kjarnorkuvopnum, en þær koma þessu máli ekki við. Það sem máli skiptir í átölcunuiri sem nú eiga sér stað innan A-bandalagsins er að síðustu árin hefur gullforði Bandaríkj- anna rýmað um 15 milljarða dolllara en á sama tílma hefur gullforði meginlandsríikja Vest- ur-Evrópu aukizt um enn hærri upphæð eða 17 millj- arða. Gengi dollarans hefur verið valt síðustu árin. Borg- arastétt EBE-ríkjanna hefur í fullu tré við Bandaríkin í við- skiptum, og sér enga ástæðu til að lúta forsjá þeirra í stjórnmálum og hermálum öllu lengur Það var ekki de Gaulle einn heldur franska borgara- stéttin sem úthýsti Brptjum ú.r EBE. Daginn eftir að uppúr samningum slitnaði í Brussel, sagði Henry Giniger. fréttarit- ari New York Times í París: „Nákunnugur maður lýsti kaupsýslustéttinni svo í gær, „EBE — það er ég“ að hún „neri saman höndunum“ af fögnuði yfir að samningun- um við Bretland skyldi vera sliið. Helztu samtök kaupsýslu- manna hér höfðu sífellt verið að stappa í ríkisstjórnina stál- inu að haMa fast við megin- reglur EBE og kærðu sig iítið um að fá nýjan meiriháttar keppinaut í iðnaði innfyrir tollmúra samtakarina." Þegaf’ Bandarí'k.iamenn og Bretar tóku að velta fyrir sér hverr ig þeir gætu náð sér niðri ; Frökkum eftir málalok S Bruss- el, komust þeir að raun um að atvinnulíf Frakklands er mun blómlegra en þeirra sjálfra. Einnig ber franskt atvinnuliif af innan EBE. í Vestur-Þýzka- landi bar töluvert á verðbóíligu á síðasta ári og . útflutnip'gs- verzlunin á við örðugleika að etja. í Frakklandi fer hins veg- ar framleiðsla og útflutningur vaxandi og gullforðinn gildnar. rir nokkru birti Efnahags- J. samvinnustofnunina i ..rís skýrslu, þar sem gerð er gneiin. fyrir ástæðum þess hversu einstaklega ör og jafn hagvöxtur hefur átt sér stað í Frakklandi frá því heims- styrjölidinni síðari liauk. Fram- leiðsluaukningin er ekki áber- andii miklu meiri en í öðrum löndum Vestur-Evrópu, en Frakkland eitt hefur verið laust við tímabundinn sam- drátt og afturkippi. Þetta staf- ar af því. segja sérfræðingar Efnahagssamvinnus’tofnunar- innar, að Frakkar hafa gengið lengra i áætlunarbúskap en nokkur önnur þjóð í Vestur- Evrópu. Fyrstiu árin eftir striö- ið, þegar verkalýðsflokkaxnir stóðu saman og tóku þátt í ríkisst.iómum, var fjöldi stór- fyrirtækja þjóðnýttur og sett lög um áætlunarstofnun ríkis- ins. Sú stofnun hefur starfað síðan. og stjómað fjárfestingu ríkisins og eimkafyrirtækja. Um f jórðungur fjárfestingar í frönsku atvinnulífi er ríkisfé og annar fjórðungur er fé þjóðnýttra fyrirtækja, bæja- og sveitastjórna og ríkislán tu einkaaðila. Öll þessi fjárfestinjg fOT fram samkvæmt áætlun og sömuleiðis fjárfesting einkaað- ila í þungaiðnaði. Á þennan hátt hefur tekizt að láta fjár- festinguna skila ríflegri og stöðugri arði en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu. Vinnudeilur og bændauppþot í Frakklandi bera með sér að ekki telja allir Frakkar sig njóta réttmætrar hlutdeilMar í vaxandi þjóðarframleiðslu. Síðan verkalýðsflokkamir slitu samstarfi hafa lilca stórat- vinnurekendur og fjármála- menn jafnt og þétt aukið völd sín og áhrif í frönsku bjóðlífi, unz nú er svo komið að fyrr- veramdi bankastjóri Rotschild- bankans situr á forsætisráð- herrastóli. En franska borgara- stéttin. sem. nú hyggst ná úr- slitayfirráðum í Vestur-Ev- rópu, sækir ekki fram undir merki frjálsrar samkieppnii og óhefts einstaklingsframtaks. Hún hefur l'ært að beita áætl- unarbúskap og rílkisrekstri í siíma þáigu með svo miklium á- rangri að hún telur sér fært að bjóða byrginn stjórnum þeirra auðvaldsríkja sem fast- ar halda í fomar dyggðir auð- valdsskipulagsins. M.T.Ó. Eftirlit sé hert með útbúnaði smúhátanna Á aðalfundi slysavaraadeild- arinnar Ingólfs 1 Reykjavík fyrir hálfum mánuði voru m.a. gerðar þessar ályktanir: Aðalfundur Ingólfs 27.1. 1963 beinir þeim eindregnu tilmæl- um til viðkomandi yfirvalda, að hert verði allt eftirlit með smábátum og öryggisútbúnaði þeiri'a. Til tryggingar fram- kvæmdum í þeim efnum verði skipaeftirlitsmönnum á hverj- um stað gert skylt að skrásetja allar fleytur i sínu umdæmi. þar sem þess er getið, hver sé eigandi bátsins og í hvers um- sjá hann sé og auk þess ska1 þar vera lýsing á bátnum og búnaði hans. Þá verði hverjum bát skylt að hafa skrásetningar- númer, líkt og bifreiðaeftirlitið notar. Sé bátnum eitthvað að vanbúnaði, fjarlægi eftirlits- maður skrásetningarnúmerið og verði þá notkun bátsins óheim- il. Fundurinn vítir það örygg- isleysi á togurum og öðrum skipum, þar sem svo er ástatt. að óloftþétt og óvatnsþétt op eða milligangur skuli vera milli mannafbúða og lestar- rýmis og finnst fundinum á- bótavant, ef slíkt er ekki í bága við núgildandi veglugerðará- kvæði um skipaeftirlit. Fundur- inn harmar það eftirlitsleysi os þann skort á ábyrgðartilfinn- ingu, sem því miður kemur all- oft fram hjá ýmsum aðilum og einstaklingum þegar um örygg- isbúnað og aðgæzluþörf er að ræða og leyfir fundurinn sér að skora á almenning að vera á- vallt vakandi og jafnan á verði til að forðast slysin. Aðalfundur Ingólfs 27.1. 1963 skorar á Skipaeftirlit ríkisins r.ð beita skipaskoðunarlögunum með fullri röggsemi og leyfa hvorki undanþágur né undan- brögð frá settum reglum og að strangt verði tekið, bæði á og með því að brjóta öryggisá- kvæði laganna. Með tilliti til fenginnar reynslu af gúmmíbátum verði fyrirskipað, að hafa bátana með festarumgjörð og átaka- teygju. Þá verði bátamir einnig útbúnir annaðhvort með neyð- arsendi eða sjálfvirkum radio- sendibaujum. Athugaðir verði möguleikar á því að útbúa bátana með tvöföldum loftkút- um. Þá skorar fundurinn á skipaeftirlitsmenn og skip- stjórnarmenn að gefa meiri gaum að þeim framförum, sem orðið hafa í smíði þeirra oa útbúnaði síðustu árin. Fundurinn leggur sérstaka á- herzlu á að fram verði látin fara nákvæm rannsókn á orsök- um þess hvað oft ný- og sterk- byggðum skipum hefur hvolft eða farizt í rúmsjó síðustu árin Þá gerir fundurinn það að til- lögu sinni til SkiDaskoðunar ríkisins, að á skoðuð skip verði sett. við hverja skoðun. sér- kennilegt og áberandi merki þess, að skoðun hafi farið fram, svo það sé sýnilegt áhöfninni og hverjum sem vill fullvissa sig um það. Tiliaga frá björgunarsveit Ingólfs. „Aðalfundur svd. Ingólfs beinir þeim tilmælum til stjómar S.V.F.l. að hún hlutist til um að settar verði upp merkjastengur á eyjamar hér í sundimum". Hugmyndin með merkjastöng- um er að menn sem lenda í þessum eyjum og þurfa aðstoð- ar með, geti sett upp veifur á stengumar og þannig vakið á sér athygli. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga varðandi umferðarmál: Aðalfundur Ingólfs 27.1. 1963 telur mikinn vanda bundinn við hina auknu umferð í bæjum og á þjóðvegum og heitir á stjómarvöMin að spara hvorki fé né aðgerðir til að leysa þessi mál á sem farsællegastan hátt Þá þakkar fundurinn Slysa- varnafélaginu og lögreglunni hinar ágætu og stöðugu aðvar- anir í útvarpinu til ökumanna og annara vegfarenda og 1eh”- að þær hafi gert mikið gagn. Fundurinn þakkar Ríkisútvarp- inu alveg sérstaklega. það rúm sem það hefur góðfúslega látið í té fyrir þessar öryggis-til- kynningar. i 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.