Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN síða g Þrír dvergar í skógi — Ö, jú, það vildi ég, — svaraði stúlkan, hún var orð- in mjög þreytt á illsku stjúpu sinnar. Síðan steig hún upp i vagn- inn og þau óku til kóngshall- arinnar. Þar var brúðkaup þeirra haldið með mikilli við- höfn. Að ári liðnu eignuðust þau son, og var þá hamingja þeirra fujlkomin. Þegar vonda stjúpan frétti þetta allt, tók hún sér ferð á hendur og fór í heimsókn til kóngshallarinnar. Nótt eina, þegar kóngurinn var í veiðiferð. læddust þær ★ Brandarínn — Þú hlóst ekki að brand- aranum hjá Palla. Fannst þér hann ekki góður? — Jú, að visu, en mér er illa við Palla, svo að ég hlæ þegar ég kem heim. Litla sagan r. Pabbi hafði skroppið með Öla langt út fyrir bæinn, af því að mamma drengsins var að ala barn. Óli sá í ferðinni tvö folöld og pabbi hafði sagt hönum, að hryssumar, sem hann sæi þarna, hefðu eign- azt folöldin — eins og mamma hans hefði eignazt hann og hana Siggu systur. Þegar þejr feðgar komu heim, sagði pabbi við Óla: — Nú hugsa ég, að mamma gefi þér litla systur eða lítinn bróður, þegar við komum inn Æ, sagði Óli. — Biddu hana að hafa það heldur fol- ald! stjúpan og dóttir hennar inn í svefnherbergið, þar sem unga drottningin svaf ein. Stjúpan tók undir höfuð drottningarinnar én dóttir hennar í fæturna, og þannig báru þær sofandi drottning- una á milli sín alla leið nið- ur að fljótinu, og köstuðu henni útí vatnið. Að þessu loknu héldu þær aftur heim til hallarinnar. Vonda stjúpan skipaði dóttur sinni að leggjast í rúm drottn- ingarinnar, og breiddí sæng- ina vandlega yfir höfuð henn- ar. Þegar kónguri-nn kom heim, ætlaði hann inn í svefnher- br-gið að heilsa konu sinni. En stjúpan sendi hann í burtu og sagði: — Uss, yðar hátign, hafið ekki hátt, drottningin sefur. — Kóngurinn kinkaði kolli og gekk í burtu á- hyggjulaus. Næsta morgun kom hann aftur og cétlaði að tala við kónu sína. Þegar hann kom inn í svefnherberg- ið var feitur og ljótur frosk- ur skríðandi á gólfinu, í stað skípandi gullpeninganna, sem venjulega lágu þar. Kóngurinn skildi ekkert í þessu og spurði hvað hefði komið fyrir meðan hann var í burtu. — Ekkert, yðar há- tign, — svaraði stjúpan, — Drottningin er dálítið þreytt vlð“ skulúm leýfa' henni" ’ að sofa í friði.' — Þessa nótt sá varðmaður konungs hvítan svan fljúga yfir vatninu. Svanurinn söng í sífellu: — Vakir þú kon- ungur, vakir þú? En hann fékk ekkert svar. Þá söng hann: — Varðmaður, segðu mér, hvað eru gestir drottn- ingarjnnar að gera? Varðmað- urinn svaraði: — Gestir drottningarinnar eru í fasta svefni. Enn þá söng svanur- inn: — Hvað er að frétta af syni drottningarinnar? — Varðmaðurinn svaraði: — Sonur drottningarinnar er í barnaherberginu. — Þá breyttist svanurinn skyndi- lega, og tók á sig mynd drottningarinnar. Drottningin flýtti sér heim í höllina og inn í herbergi sonar síns. Hún iaut niður að honum, breiddi yfir hann sængina og vagg- aði honum í svefn. Að því búnu fór hún aftur niður að fljótinu, brá sér í svanslíki og hvarf út í myrkrið. Sama sagan endurtók sig næstu nótt. Þriðju nóttina birtist svanurinn ekki, en varðmaðurinn heyrði hann syngja: — Varðmaður. farðu til konungsins. Segðu honum að taka sér sverð í hönd og bíða mín hjá hallartröppun- um. Þegar ég birtist á hann að snerta höfuð mitt þrisvar með sverðinu. — Varðmaðurinn brá skjótt við og gerði eins og fyrir hann var lagt. Þegar konung- urinn hafði snert höfuð svans- ins þrisvar sinnum með sverði sínu, féll svanshamurinn og drottningin stóð þama sjálf. Konungurinn varð himanlif- andi að hafa fundið konu sína aftur, en þar með var þó ekki allur vandinn leystur. Hann lét engan vita um atburð þennan og faldi drottninguna í leyniherbergi í höllinni þangað til eftir messu næsta sunnudag, en þá var litli kóngssonurinn skírður. Að messunni lokinni sagði kon- ungurinn við stjúpuna: — Ég þarf að spyrja þig ráða. Hvemig á að refsa þeim. sem tekur sofandi mahneskju og drekkir henni í fljótinu? — Án þess að hugsa sig um svaraði stjúpan: — Ekkert annað en dauðarefsing er nóg fyrir slíkan glæp. — — Þú hefur á réttu að standa, — svaraði konungur, — En þú ert svo heppin að drottningin lét mig lofa sér því að þyrma lífi þínu. En burtræk úr ríki mínu skaltu vera og vogaðu aldrei að koma aftur. — Þetta varð að vera eins og konungurinn mælti fyrir. Stjúpan og dóttir hennar neyddust til að hverfa úr landinu það bráðasta. Fátækt og ógæfa eltu þær, því það, sem dvergamir spá kemur alltaf fram. Um seinan sá stjúpan að öll ógæfa þeirra var hennar eig- in sök. — Endir. Frá yngstu lesendunum Myndirnar eru eftir H. G. 6 ára, Þórdísi Eiríksdóttur, 6 ára, og Aliý, 8 ára. Skrýt/ur Einn af herforingjunum var dáinn. Það varð mikil keppni um stöðuna, þó að jarðarförin væri ekki afstaðin. Einn af undirforingjunum kom til rik- isstjórans og spurði, hvort hann hefði nokkuð á móti þvi að láta sig hafa stöðu hins framliðna. — Nei, sagði ríkisstjórinn, — Það er að segja ef útfarar. stjórinn gefur það eftir. ★ ★ ★ Leikhússtjóri nokkur skrif- aði svo illa að mjög erfitt var að lesa skrift hans. Eitt sinn fékk leikari sem vann við leikhúsið skriflega fyrirskip- un frá honum. En hann gat ekki lesið hana. Allt í einu datt honum í hug að hún líkt- ist meðalaávisun. Hann fór með hana í lyfjabúð að gamni sínu og fékk lyfsalanum hana. Hann leit á miðan, seildist svo eftir tveim flöskum, blandaði úr þeim í glas, rétti að leikaranum og sagði: það kostar þrjátíu krónur. Leikarinn neitaði að borga. ★ ★ ★ Góður kaupsýslumaður er sá, sem getur keypt vörur af Skota og selt þær Gyðingi. og hagnazt af hvoru tveggja. Gúta Senn er amma sjötug, senn er manna fertug, afi minn er áttræður en hann pabbi fimmtugur. Þegar ég verð þrítug þá er manna sextug. Gettu hvað ég gömul er, gættu að hvað ég sagði þér. 1. mypd: Hvaða hávaði er þetta? 'Hver öskrar svona hátt? 2. Er kominn hingað kúa- hópur, eða hvað? 3. Önei, það eru ekki kýrnar að baula. Þetta er Vigga Væiuskjóða að gráta, u-hu-hu. 4. Hún er nærri því búin að gráta úr sér augun. Svo hættir hún loksins og þerrar tárjn með kjólnum sínum. U-hu. 5. Vigga Væluskjóða fer út til krakkanna að leika sér. En henni finnst ekkert gaman, og er strax farin í fýlu. — Það er leiðinlegt hérna, ég vil ekki vera með ykkur. U-hu-hu-hu. 6. Vigga fer aftur inn og grætur nú eins og komin sé hellirigning. — Ég vil fara út, það er leiðinlegt inni. U-hu-hu 7. Vigga Væluskjóða fékk mjólk að drekka, en þá öskr- aði hún til mömmu sinnar: — Farðu með þessa mjólk, ég vil aðra mjólk í öðrum bolla. U-hu-hu. Mamma hennar lét annan mjólkurbolla á borðið. Þá stappaði Vigga niður fót- unum og grenjaði: — Ég vil ekki mjólk, ég vil te, u-hu-hu. 8. Þegar Vigga Væluskjóða átti áð' fara, að' sofa varð hún æfareið: — Ég er ekki syfj- uð, ég.vil ekki sofa. U-hu-hu. 9. Fólk ..þyrpist að húsinu hennar til að sjá, hver hefði svona hátt. Hver gat grenjað svona óskaplega, öskrað, stappað og grátið? 10. Þegar fólkið sá Viggu Væluskjóðu varð það stein- hissa. Annan eins grát hafði enginn vitað. Tárin runnu alla leið niður á gólf, og nefið á henni var eldrautt og þrútið. U-hu-hu-hu-hu. 11. Fólkið sagði: Vigga Væluskjóða, hættu nú þessum gráti alla daga. Þú ert bráð- um sjö ára gömul. Ef þú heldur svona áfram endar það með því að það fer að vaxa mosi á nefinu á þér! Skyldi hún hafa hætt? Hvað haldið þið? O'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.