Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1963 Þrískiptu jersey-dragtimar ætla að veröa viinsælar þetta árið eins og að undanförnu. Dragtin á myndinni kemur frá Ketty í Torínó á Italíu. Jakkinn og pilsið dökkblátt, en blússan hvít með rauð- um og bláum röndum. Trefill í sömu litum og blússan. Sálfræðingurinn Eleanor E. Maccoby ,sem talaði um „Gáf- ur konunnar“ minti á að sam- kvæmt hagsskýrsluútreikning- um væru stelpur nokkru betur gefnar en drengir fyrst í stað. en á unglingsárunum fara bser að dragast aftur úr drengjun- um hvað snertir hæfileika til skilgreiningar, t.d. i stærðfræði. Maccoby tengir þessa stað- reynd því sem komið hefur fram við mörg sálfræðileg gáfnapróf, að börnum (þar með töldum drengjum) sem eru of- vernduð og haldið frá að deila, vera sjálfstæð og eiga frum- kvæðið, hættir til að verða lakari í reikningi, en hinum sem snemma eru látin hjálpa sér sjálf og ráða fram úr eigin vandamálum, gengur miklu bet- ur í stærðfræðifögunum. Og yfirleitt er miklu meiri hætta á að stúlkur séu ofvemdaðar í uppeldinu en drengir. Eins eru börn með hækkandi gáfnatölu sjálfstæð, ákveðin og ráðrík, en gáfnatala barna sem eru háð foreldrum sínum, hlé- dræg og feimin fer hins vegar venjulega lækkandi. „Þeir eig- inleikar sem eru samfara hækk- andi gáfnatölu". sagði frú Mocc- by „eru ekki álitnir sérlega kvenlegir“. Niðurstaða: vegna gáfnafarsins ættu konur að hegða sér eins og strákar og vera hálfgerðar skvettur sem stelpur. Andlegur næringar- skortur Maya Mannes rithöfundi finnst almenningsálitið á því hvað sé kvenlegt og hvað ekki valda flestum konum andlegum nær- ingarskorti og skapa sektartil- finningu hjá þeim fáu sem nota gáfurnar. „Það er hinu yfirþyrmandi almenningsáliti að kenna, að konur eru alteknar af kvenleikahugsjóninni sem trygg ingu fyrir hamingju. Haltu þér grannri, vertu vel klædd, vertu kát, hafðu kynþokka, talaðu blíðlega. Lærðu nýjar matar- uppskriftir, eignastu gáfuð böm. hjálpaðu manninum þínum að komast áfram í lífinu, gefðu peninga í góðgerðarstai’fsemi. aktu bílnum, brostu". Enginn. benti Mannes á, „reyndi að Cá Madame Curie til að iita á sér hárið“. Það verður að endurskoða skilgreininguna á kvenleikan- um, sagði Marya Mannes. Hún sagði að við hefðum nú náð því stigi í þróun okkar, „að getn- aður er ekki lengur skylda", og að nútíma þjóðfélag gerði vel í að minnast „hetaeranna f Aþenu Perikleusar, kvennanna sem lögðu rækt við listir huga og líkama til að vera gáfuðum mönnum — og sjálfum sér — tii ánægju". Hluti af skápvegg í cldhúsi, röðuðum saman a£ undirstöðuhlutum í eldhúsinnrcttingunni. Þctta er sami veggurinn og á hinni myndinni, en sést hér úr eldhúsinu. Það er hægt að rétta mat og Ieirtau í gegn yfir í borðkrókinn. Eldhúsinnrétting með undirstöðuhlutum VinnuMóllinn í vor ilB! ræðnanna fjölluðu þrír sérstak- lega um ýmsar þversagnir og vandamál kvenna í nútíma þjóð- félagi. Morton M. Hunt rithöf- undur benti á að iðnbyltingin hefði rutt úr vegi mörgum af skyldustörfum konunnar og að hin nýju hlutverk sem hún hefði verið að reyna að taka að sér virtust því miður hafa truflandi áhrif á karlmennina sem alltaf væru tilbúnir að tala um að konan væri að ,.tapa“ kvenleikanum". I raun og veru. sagði Hunt, er kvenleikinn háður tízkunni. „Á sumum menningarskeiðum hafa konur unnið erfiðisvinnu og á öðrum hefur verið litið á þær eins og eitthvað brothætt og veikbyggt. Sums staðar hafa þær verið prestar en annars staðar hefur verið litið svo á að þær væru óhreinar og óhæf- ar til prestsstarfa.. Sannleikurinn er sá, að það í fari konu sem móðgar, hneykslar eða reitir karlmenn til reiði í einu þjóðfélagi mun í öðru vera litið á sem rétt, eðlilegt og óhjákvæmilegt — og því bæði kvenlegt og aðlað- andi“. Ofverndun og gáfnatala geti hver og einn raðað þeim saman eftir þörfum og smekk — og bætt þá við einhverjum aukaatriðum ef þurfa þykir. Um þetta er fjallað í nýju, dönsku tímariti um innrétting- ar, Spatium, sem gefið er út af félagi danskra hýbýlafræð- inga. Blaðið vill að eldhúsin séu færð eins náiægt öðrum herbergjum og hægt er, t.d. með því að nota skápasamstæð- urnar í stað veggja. Spatium leggur til að her- bergi verði byggð upp með föstum undirstöðuhlutum. — Það ætti að vera hægt að inn- rétta fokheldar byggingar þann- ig að ekki aðeins skilveggir milli einstakra herbergja held- ur líka veggklæðningin — síð- asti frágangur hinna föstu veggja byggingarinnar — væri smíðað sem búshlutir, þil eða skápasamstæður. Bæði í Dan- mörku og hér á landi er nokk- uð farið að nota skápveggi sem skilrúm milli herbergja í nýj- um húsum, en það er hvorki mjög algengt né heldur farið að framleiða skápveggina á ó- dýran hátt. En hugmyndin er ekki svo afleit og nú á sem sagt að fara að gera tilraunir með þetta í Danmörku. Matarborð og stólar í borð- króknum eða stofunni fyrir íraman skápasamstæðuna. Það er hægt að koma fleirum fyrir við kringlótt borð en ferkönt- uð og þægilegra að ganga kringum þau. Takið eftir drag- lampanum, sem er af alveg nýrri gerð. Innihurðir Eik — Teak — Mahogny HÚSGÖGN & INNRÉTTINGAR Armúla 20, sími 32400. hnífar ÖÐÝRAR BARNAÚLPUR Til umræðu hjá læknum í San Francisco KONUR Það voru bara venjulegar umræður í lækna- deild Háskólans í San Francisco, en 1200 stúd- entar mættu til að hlusta á þær í áheyrnarsaln- um, sem tekur aðeins um 500 manns, og urðu að fá inni í annarri byggingu og fylgjast þaðan með umræðunum í stuttdrægu sjónvarpi. Þúsundir manns fylgdust síðar með umræðunum í útsend- ingu kennslusjónvarpsstöðvarinnar KQED og síðan hefur stöðin ekki haft við að taka á móti bréfum um sendinguna frá hlustendum. Hið heillandi umræðuefm var: KONUR. Konur voru rannsakaðar frá öllum hliðum og sjónarmiðum — sumum alleinkennilegum. Kvensjúkdómafræðingurinn Ed- mund Overstreet ræddi mögu- leikann á því hvort tíðir kvenna væru sjúkdómur fremur en eðlilegt náttúrufyrirbrigði (eng- in af æðstu skepnum jarðar- innar virðist verða fyrir þessu utan maðurinn). Heimspeking- urinn Peter Koestenbaum vildi ráðleggja lifnað existensíalista Auknar reyking- ar kvenna í USA Sígarettureykingar eru að aukast gífurlega meðal banda- rískra kvenna. 25 milljónir bandarískra kvenna reykja nú sígarettur og er það 7 millj- óna aukning á síðustu 7 árum. Vísindamenn fullyrða að þess- ar auknu reykingar kven.n- anna séu að miklu leyti því að kenna að þær grennast eða halda sér grönnum ef þær reykja. Hin stóraukna tala kvenna sem vinna fyrir sér utan heimilis virðist einnig hafa áhrif á sígarettureyking- arnar. við vissum kvenlegum vanda- málum eins og skorti á aölög- unarhæfni í kynferðislífinu. Tilfinningar og fjármál Albert E. Schwabacher lýsti því í gamni og alvöru hvernig afstaða kvenna væri til fjár- mála. „Konur umgangast verð- bréf og skuldabréf á persónu- legan hátt. Kaupi þær hluta- bréf í félagi er það eins kon- ar atkvæði um að þær meti fé- lagið og stendur í engu eða mjög litlu sambandi við það að græða peninga. Á sama hátt sýnir sala hlutabréfs fyrirlitn- ingu“. Þessvegna eru ekkjur oft tregar til að selja hlutabréf sem eiginmenn þeirra hafa keypt. „Það er ekki vegna þess að þær fari skyndilega að bera virðingu fyrir dómgreind hans — virðingu sem aldrei var fyr- ir hendi meðan hann lifði. Þetta er vegna þess að þeim þótti vænt um hann þrátt fyr- ir lélega dómgreind hans og eru tregar til að brjóta hin persónulegu bönd“. Hvernig er kona „kvenleg“ í? Af fimmtán fyrirlestrum um- Góðir Þrjár tegundir eldhúshnífa reyndust vera notaðar á 80% sænskra heimila eftir því sem athugun sænskra neytendsam- bandsins leiddi í Ijós. Athugun- in náði til alls 1000 heimila og þeir þrír hnífar sero mest virðast notaðir eru stór eldhús- hnífur eða fyrirskurðarhnífur, brauðsög og hreinsi- eða flysj- unarhnífur. Ríkulegt úrval af vönduðum hnífum auðveldar vinnuna á heimilinu og þessvegna gefur sænska neytendablaðið Rád og Rön nokkrar leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að vera: Fyrirskurðarhnífar og hnífar með báróttri egg eiga að hafa sterk sköft og með stuðningi fyrir fingurna. Lagið á þeim á að vera þannig að smáhorn myndist milli skafts og blaðs, svo fingurnir rekist ekki í brettið þegar skorið er. Blað og skaft hreinsihnífsins eiga hins vegar að vera jafnbreið. I^rðar, j,feit_ar“ viðartegundir eru tilvaldar í sköftin, sem þurfa að vera vel fest — á hreinsihnífunum með skásnið- inni tinsteypingu. Ef sköftin virðast mjög þurr er gott að nudda þau með matar- eða pai’afínolíu. Þó að hægt sé að halda við biti hnífanna daglega með stálbrýni þarf samt að láta fagmenn brýna þá einstaka sinnum. Bezt er að geyma hnífana á þar til gerðum klossa, segli eða öðru þessháttar — ekki lausa í skúffu innan um önnur áhöld. KARLMANNA KULDASKÖR kr. 257.— Venjulega er eldhúsinnrétt- ingin smíðuð í veggina í því eldhúsi sem hún á að vera í — og kostar oftast ærinn skild- ing. Nú vilja nokkrir innan- hússarkitektar í Danmörku breyta til og fara að smíða eld- húsinnréttingarnar í verk- smiðjum og selja þær tilbúnar og reikna þá með að með því móti verði hægt að lækka kostnaðinn talsvert. Auðvitað er ekki hægt að framleiða innréttingar í heilu lagi og selja. þær þannig í eld- hús sem eru misjöfn að lögun og stærð. Reiknað er með að það verði undirstöðuhlutar inn- réttingarinnar sem gerðir verði ódýrir á þennan hátt og svo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.