Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 12
Framtíðin, málfundafclag Menntaskólans í Reykjavík, er áttræð í dag. Framtíðin er elzta málfundafélag landsins, og nú eru starfandi aðeins tvö félög íslenzk sem cru eldri en það — Hið íslenzka bókmenntafélag og Biblíufé- lagið. í tilefni afmælisins hefur félagið gefið út afmælisrit og segir ritstjómin að það sé tek- ið saman „fyrst og fremst til að sýna þakklæti okkar þessu gamla félagi". Svavar Gests- son núverandi forseti Fram- tíðarinnar, skrifar grein er hann nefnir „Framtíðin fyrr og nú“ og fjallar einkum um aðdraganda að stofnun félags- ins og starf þess á árunum 1883—1900. En síðan taka við greinar frá ýmsum forsetum félagsins — Sigurður Nordal, sem var forseti 1905 segir frá minnisverðum tíðindum frá árunum eftir aldamót, Einar Olgeirsson segir frá ýmsum á- tökum sem urðu á skólaárinu Svavar Gestsson. Iþaka. 1919—20 er félagið klofnaði um stundarsakir. Aðrir forset- ar Framtíðarinnar sem taka til máls í ritinu eru þeir Bjami Benediktsson, Sigur- bjöm Einarsson, Birgir Kjar- an — sem segir frá þeim stór- Dr. Valtýr Guðmundsson. pólitísku árum um og eftir 1930, en Birgir er að eigin sögn eini formaður Framtíðar- innar sem hefur verið steypt af stóli með vantrausti og var þar að verki mikil alþýðu- fylking. Ennfremur Bjami B. Jónsson, Ingibjörg Pálmadóttir (sem tók við formennsku 1949 þegar konur náðu öllum völd- um í félaginu) og Bemharður Guðmundsson sem varð forseti 1955. Þá eru birtar myndir af for- setum Framtíðarinnar frá upphafi svo og stjómartal, — og ýmislegt efni sem hefur birzt í gömlum skólablöðum. Núverandi stjóm Framtíðar- innar skipa Svavar Gestsson forseti, Eggert Hauksson ritari, Ölafur Einarsson gjaldkeri. I kvöld sér Framtíðin um klukkustundar dagskrá í út- varpinu og í þeirri dagskrá verður ugglaust margt, sem glatt getur gamla Framtíðar- félaga. ,Dimmuborgir 'frum- sýnJar um mánaBam, Franskur gaman- leikur sýndur í Kópavogi Leikfélag Kópavogs frumsýndi t fyrrakvöld leikritið „Höfuð annarra"' eftir franska skáldið Marcel Aymé. Leikur þessi er gamanleikur með hvössum broddi, djarft og kostulega upp- byggt. Tveir leikendur eru fengn- ir að láni frá Leikfélagi Hafn- arfjarðar, þau Auður Guðmunds- dóttir og Öli Valgeir enda mun ætlunin sú að þessi tvö félög hafi í framtíðinni náið samstarf 6ín á milli. Húsfyllir var á frumsýningunni »g leiknum frábærlega vel tekið. Nýlega hafa verið kveðnir upp 1 sakadómi Reykjavíkur dómar i f jórum málum af Þórði Björns- lyni sakadómara í fyrsta máljnu var maður hér fir Reykjavík dæmdur í 20 mán- eða fangelsi fyrjr fjársvik er hann framdi í 9 skiptj í des- ember sl. bæði hér í Reykjavík t»g á Akranesi. Sveik hann út peninga og önnur verðmæti sem námu um kr. 8.800,00 með því að ijúga út lán hjá fólki undir ýmsum fölskum nöfnum. Mað- ur þessi hefur áður hlotið 14 refsidóma Jafnframí fangelsis- vistinni var honum gert að greiða fébætur því fólki sem hann hafði beitt svikum og að greiða sakarkostnað. í öðru málinu var maður hér t borg dæmdur í 6 mánaða fang- *lsi fyrir að falsa nöfn og fjár- Um næstu mánaðarmót verður frumsýnt nýtt íslenzkt leikrit í Þjóðléikhúsinu og er það leik- ritið „Dimmuborgir" eftir Sig- urð Róbertsson. Þetta er sjötta frumsýningin hjá Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Höfundur leiksins, Sigurður Róbertsson, er fæddur að Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu árið 1909. Sig- urður fluttist til Akureyrar og var búsettur þar í mörg ár og þar hóf hann ritstörf sín. Árið 1945 fluttist hann til Reykja- hæðir á 6 tékka á sl. ári, alls að upphæð kr. 6.200,00. Hann hafði einnig hlotið dóm áður fyrir auðgunarbrot. í þriðja málinu var maður hér í borg dæmdur í 6 mánaða fang- elsi skilorðsbundið fyrir að hafa gefið út 20 innstæðuiausa tékka, samtals að fjárhæð 32.330,00 á tímabilinu desember 1961 til apríl 1962. Hann hafði ekki áð- ur sætt refsidómi. í fjórða málinu var maður hér í borg dæmdur í 4 mánaða fang- elsi skilorðsbundið fyrir að gefa út 13 innstæðulausa tékka á tímabilinu desember 1961 til. janúar 1962. Hann hafði ekki áð- Ur saett refsidómi. Þrem síðast- töldu mönnunum var einnig gert að greiða kaupendum tékkanrra fjárhæðir þeirra. svo og að greiða allan^sakarkostnað. víkur og hefur dvalið hér síðan. Ungur að árum fór Sigurður að fást við ritstörf og kom fyrsta bók hans út árið 1938 og var það smásagnasafn er heitir „Lagt upp í langa ferð“ Eftir Sigurð hafa komið út nokkrar bækur, bæði skáldsögur og smásögur, og einnig hefur Slgurður Róbertsson. hann gefið út tvö leikrit. „Mað- urinn og húsið“ 1952 og „Upp- skera óttans“ 1955. Dimmuborgir er fyrsta leik- rit Sigurðar, sem hefur veriö sýnt á leiksviði. Æfingar á leiknum hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma og er Gunnar Eyjólfsson leikstjóri, en aðalhlutverkið er leikið af Ævari Kvaran. Auk hans fara þessir leikarar með stór hlut- verk. Valur Gíslason, Rúrik Har- aldsson, Sigríður Hagalín, Krist- björg Kjeld, Bryndís Pétursdótt- ir og Jón Sigurbjörnsson. Dimmuborgir er nútímaleikrit í tíu atriðum og gerist í Reykja- vík. Leiktjöld eru gerð af Gunn- ari Bjamasyni. Fjórir dæmdir fyrir fjársvik og falsanir USA reynir að hindra aðstoð SÞ við Kíbu NEW YORK 14/2 — Bandaríkja- stjóm hefur reynt að koma í veg fyrir að SÞ veiti Kúbu fé úr sjóði sínum til aðstoðar við fá- tæk lönd, en framkvæmdastjóm samtakanna hefur virt að vettugi mótmæli hennar. Fé þessu, 3 milljónum dollara, verður varið til tilraunastöðvar í landbúnaði í Havanafylki. Bandaríkjastjóm reyndi að fóðra mótmæli sín með því að hún legði mest allra af mörkum til sjóðsins, en hinn bandaíríski formaður hans, Paul Hoffman, hefur fullvissað hana um að styrkurinn til Kúbu verði ekki beinlínis tekinn af hennar framlagi (!) Ghanasiúdeutar í Búlgaríu vilja fara til fsraels TELAVIV 14/2 — Frétzt hefur að stúdentar frá Ghana sem stund- . að hafa nám í Búlgaríu vilji fara þaðan og halda námi sínu áfram í Israel. Samkvæmt fréttum frá Vín urðu á þriðjudag hörð átök milli lögreglunnar í Sofía og afr- ískra stúdenta sem fóru fylktu liði um götumar til að mótmæla kennslufyrirkomulagi og aðbún- aði sínum yfirleitt. Jónas vann Friðrik - Á þriðjudagskvöld var tefid 5. umferð úrslitakeppni Skák- þings Reykjavíkur og fengust aðeins úrslit í einni skák: Jón Kristinsson vann Jón Hálfdán- arson. Hinar þrjár skákimar fóru í bið. Jónas Þorvaldsson átti skiptamun yfir móti Frið- riki Ólafssyni, Bjöm Þorsteins- son vinningslíkur gegn Sigurði Jónssyni og Ingi R. Jóhannsson betra gegn Júlíusi Loftssyni. f gærkvöld vom tefldar bið- skákir úr 4. og 5. umferð og fóm leikar svo að Jónas vann Friðrik, Sigurður vann Jón Kristinsson og Björn vann Sig- urð en Ingi og Júlíus gerðu jafn- tefli. Skák Inga og Jónasar fór aftur í bið og er talin frekar jafnteflisleg. Staðan eftir fimm umferðir er þá þessi: 1 Ingi með 3 vinn- inga og eina biðskák, 2.—3. Frið- rik og Jón Kristinsson 3. 4.—5. Björn og Júlíus 2%, 6. Jónas 2 og biðskák, 7. Sigurður 2 og 8 Jón Hálfdánarson 1. Næst siðasta umferð verður tefld í kvöld og eigast þá við Júiíus og Friðrik, Jón Kristins- son og Ingi. Sigurður Jónsson og Jón Hálfdánarson, Bjöm og Jónas. Tefit er í Snorrasal að Laugavegi 18. Útsvör hækka um I milljón og 400 þusuud á Isafirði Isafirði 11/2. — Nýlega var samþykkt fjárhagsáætlun fyr- ir bæjarsjóð hér og er helzta nýmælið, að gert ráð fyrir kr. 750 þúsundum til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði. Annars em niðurstöðutölur gjaldamegin kr. 19 milljónir og 116 þúsundir og em hæstu útgjaldaliðir þessir: Mennta- mál með kr. 3 milljónir og 380 þúsundir, lýðtryggingar og lýðhjálp með kr. 2 milljónir og 955 þúsundir, vega- og skipulagsmál, malbikun gatna og viðhald með kr. 3 millj- ónir og 850 þúsundir, vatns- veitan með 1 milljón og 216 þúsundir. Þá er sérstök fjár- veiting til íþróttavallar í Torfunesi og hljóðar hún upp á kr. 1 milljón og 200 þús- undir. Samþykkt var að lejta eftir lántöku kr. 1 milljón af enska láninu, sem ríkis- stjómin fékk f vetur. Otsvörin verða kr. 7 milljón- ir og 139 þúsundir og að- stöðugjöid áætluð kr. 2 millj- ónir. I Föstudagur 15. febrúar 1963 — 28. árgangur r> 38. tölublað. Ulpumaðurinn hefur nú játað sekt ssna Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær handtók lögreglan í fyrradag mann, sem grunaður var um að hafa þrásinnis í vetur ráðizt að kvenfólki á götum úti með káfi og áleitni. Hefur ná- ungi þessi einkum ástundað þetta í Norðurmýrinni og ná- grenni á síðkvöldum. Við yfirheyrzlur í gær játaði hinn handtekni á sig sakir, en samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar var fram- burður mannsins mjög ruglings- legur og óljós, enda mun mað- urinn vera eitthvað undarlegur. Verður því að taka framburð hans með varúð. Hefur maður- inn nú verið úrskurðaður í gæzluvarðhald og verður hann að öllum líkindum sendur í geð- rannsókn. Hinn handtekni er 32 ára að aldri og svarar útlit hans til þeirrar lýsingar er stúlkum- ar hafa gefið á manni þeim eða mönnum, sem á þær hafa leitað. Má vel vera að hér sé um fleiri en einn mann að ræða, a.m.k. hefur hinn handtekni neitað að hafa ráðizt á konu þá er kærði yfir árás á sig sl. mánudags- kvöld á Rauðarárstíg og einn- ig réðist maður að 15 ára stúlku í fyrrakvöld við Hamrahh'ðar- skólann eftir að þessi maður hafði verið handtekinn. Greip sá maður til stúlkunnar er hún ætlaði að fara inn í skólann en henni tókst að hrista hann af sér og komast undan. 1 n ífa1 Nýr kaupfélagsstjóri seztur í valdastól Raufarhöfn í gær. — í gær hófust róðrar hér eftir 3 vikna hlé og í dag fóru tveir bátar í róður og voru að koma að landi áðan. Þeir heita Þorsteinn og Kristinn og afl- inn er frá tveimur til þremur tonnum. Fyfir óvéðurskaflann lögðu Þórshafnarbátar hér upp afla sinn og bárast þetta frá tiu til tólf tonn á dag. Gert er ráð fyrir, að þeir komi hing- að aftur. Hér er búið að mala aftur upp fimmtán hundruð tonn af síldarmjöli í verk- smiðjunni og hafa fimmtán til tuttugu manns haft at- vinnu þar af. Nýr kaupfélagsstjóri hefur verið ráðinn hér að kaup- félaginu og hóf hann störf 1. febrúar og heitir Jóhann Kr. Jónsson og er Suður- Þingeyingur að uppruna, ætt- aður frá Húsavík og starfaði um skeið sem kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Fráfarandi kaup- félagsstjóri, Jón Á. Ámason, helgar sig nú eingöngu síld- arsöltun og er forstjóri fyrir Samvinnusöltuninni Borgum. Grjótmulningur hófst í vet- ur út á Eyjabáru hjá Ás- mundastöðum og er búið að mala á þriðja þúsund tonn af grjótmulningi og kem- ur það sér vel við ýmsar ný- byggjngar hér í þorpinu eins og félagsheimili, bamaskól- hús og tíu íbúðarhús vænt- anleg í smíðum og hefur vönt- un á þessu steypuefni verið farsællega leyst. Fjórir menn vinna við mulningsvélina og maiar hún frá 50 til 80 tonn- um á dag og aka bílar möl- inni jafnóðum til þorpsins og eru hinir myndarlegusu. haugar þegar staðsettir á tveimur stöðum í þorpinu. Þá hefur verið byggt miðsvæðis slökkvistöð fyrir þorpsbúa og er það þó nokkurt mannvirki. Áætluð hækkun' útsvara er kr. 1 milljón og 400 þús- undir frá því í fyrra. H.Ú Hver söng me^ sínu nefi Eioum í gær. — Hér er ein- muna tíð, snjóalítið og stili- ur í veðurfari og eru fjár- höld góð hjá bændum og hafa þeir töluvert beitt fé sínu úti og kvíða ekki heyskorti með þessum kjörum. Hettusótt hefur stungið sér niður í barnaskólanum og iít- ilsháttar í héraðsskólanum. en veikin er væg og breiðist hægt út. Einar bóndi í Mýnesi held- ur sig heima við og sinnir bústörfum og þykir skoðanir fylgismanna sinna setjast þvert fyrir í seinni tíð eins og hann kallar það. Þorra- blót var haldið hér nýlega og annálar fluttir og stjórn- aði Einar bóndi söng í blót- inu, en nokkuð þótti hver syngja með sínu nefi, en það hefur nú þvælzt fyrir stærri bógum í stjómmálaheimin- um að samræma hljóðin hjá fólkinu svona rétt fyrir kosningar. Á.H. Sögufræg taðflaga er vonandi ekki í spilinu Húsavík F3/2 — Héðan hafa átta þilfarsbátar rójð á línu frá áramótum og hefur afli verið nær ejngöngu þorskur og ýsa. Aflahæsti báturinn var Ancivarj með 77 lestir í 22 róðrum og eru slíkar gæft- ir fátíðar í janúar. Þorskurinn hefur að mestu leyti farjð i skreið og salt, en ýsan farið í frystingu og er hún þriðjungur af magn- jnu. Aflj bátanna í janúar var sem hér segir: Freyja með 74 tonn í 21 róðri, Fanney með 54,5 tonn í 18 róðrum, Hrönn með 46,4 tonn í 21 róðri, Grímur með 45 tonn í 22 róðrum. Njörður með 44 lonn i 19 róðrum, Frostj með 41 tonn í 14 róðrum og Sæborg- in með 30,7 tonn í 14 róðrum. Auk þessara þilfarsbáta róa héðan nokkrar trillur. Þá eru menn farnir að dytta að hrognkelsanetum sínum, en þær veiðar eru arðsamar, þó nokkuð sé á reiki, hvað mjk- ið magn er seljanlegt og sum- ir ja.fnvel smeykir að vejða fram yfjr sölusamninga. Borunin eftir heita vatn- inu gengur vel og ekki hafa hent nein stóróhöpp og jarð- vegurjnn verið það gljúpur, að tekist hefur að bora ailt að 80 metrum á sólarhring. Dýpt holunnar er nú 600 m. og hiti í botni um 90 gráð- ur, en ekkert vatn hefur enn- þá komið. Vonandi stafar hit- inn þó af vatni en ekki þeirri sögufrægu taðflögu, Sem Húsavíkur-Jón fékk hjá myrkrahöf ðingj anum forðum og honum vísað frá þeim verustað. sem fæsta fýsir að gista og þykir fólkj hér þá heldur skammt fil bústaðar bessa fræga samborgara. — Bubbi. i > 4 * 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.