Þjóðviljinn - 22.02.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1963, Síða 4
4 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 22. íebrúar 1963 Takmark Campells er 640 km. á klst. ,,Bluebird“ heitir bíllinn, og er hinn renni- legasti fararskjóti. Donald Campell ætlar að reyna að setja með honum nýtt hraðamet á næstunni. Til þess þarf hann að ná 63 1 km. hraða á klukkustund. Campell ætlar að reyna að hnekkja heimsmetinu við Eyre- vatnið í Suður-Ástralíu í apríi- eða maímánuði. Hann tryggir bílinn gegn hnjaski og slysum á leiðinni til og frá Ástralíu. En ekkert tryggingafélag í heimi vill taka tryggingu á bílnum meðan hann gengur fyrir eigin vélarafli. Campell, sem er brezkur, er löngu heimskunnur fyrir hraða- metstilraunir sínar bæði á landi og sjó. Til þess að hnekkja hraðaksturmeti bíla verður hann að aka hraðar en 394.4 mílur á kl.st.. þ.e. hraðar en 631 km. Það met var sett af John Cobb árið 1947 í Utah í Bandaríkjunum. Tryggingafélögin segja að ekki sé hægt að tryggja land- farartæki sem aki með slíkum hraða. Hvorki farartækið né ökumaðurinn hafi miklar líkur á því að komast lifandi frá slíkri tilraun. Champell svara þvi einu til, að það sé öruggara að aka í ,,Bluebird‘“ en að aka á venju- legum bíl á þjóðvegi. En hann segist vera staðráðinn í að gera mettilraunina hvað sem öllum tryggingum líði. Hættuspll Árið 1960 gerði Campell met- tilraun á Bonnevillebrautinni i Utah. „Bluebird" náði 584 km. hraða 24 sekúndum eftir að hann lagði af stað. Þá fór eitt hjólið ofan í deigan blett á salt- sléttunni — og þar með var draumurinn búinn. Bíllinn snaraðist hátt í loft, fór marg- ar veltur og gjöreyðilagðist. öryggisútbúnaður í bílnum var góður. Campell halut að vísu áverka á höfði, beinbrot og skrámur margar, en eftir 6 mánuði var hann orðinn heill á ný. „Bluebird" hefur nú verið umsmíðaður og endurbættur verulega og kallast fullu nafni „Proteus Bluebird". Hann er knúinn Gristol Siddely Prot- eus-gastúrbinumótor, og er RAILTON MOBIL SPECIAL er bíllinn scm ckið hefur verið hraö- ast allra bíla. Þetta er farkosturinn John Cobb ók á 643 kin. hraða. Síðan eru liðin 14 ár, en engum hefur tekizt að hnekkja metinu. Þetta er Proteus Bluebird dýrasti bíll allra tíma. sagður geta náð meira en 640 km. hraða. Sjálfur segir Camp- ell að bíllinn geti náð 800 km. hraða við hentugar aðstæður. Kostnaðarverð nemur nær 200 milljónum króna. Aðeins þrýstiloft og hjól 1 septembermánuði s.l. beið Bandaríkjamaðurinn Glenn Leasher bana, er þrýstilofts- knúinn bíll hans — „Infity" — sprakk í loft upp við mettilraun á Bonnevillesléttunni. Sagt var um þann bíl, að hann værí „ekkert nema þrýstiloftsmótor og hjól“. Þrýstiloítshreyfillinn var úr bandarískri orustuþotu. Talið er að bíllinn hafi verið kominn yfir 640 km. hraða þegar hann sprakk. Campell hefur sagt konu sinni og vinum að hann myndi ekki gera enn eina mettilraun, noma hann væri í fullkomnasta ástandi til slíks ,,Bluebird“ sé einnig jafn reiðubúinn og hann sjálfur. Örói í blóðinu Donald Campell er sonur einnar frægustu kappaksturs- hetju sögunnar, Sir Malcolm Campels, sem einnig átti hraða- met á vélknúnum bátum. Sir Malcolm bætti hraðakstursme:- ið níu sinnum á árunum 1924— 1935. Hann varð fyrstur manna til að aka' á meira en 300 mílna (484 km.) hraða á kl.st. Donald Campell. hefur einnig það takmark að eignast hraða- metið bæði á landi og vatm. Það síðarnefnda hefur honum tekizt. en ennþá á hann ekki bæði metin. E.t.v rætist draumur hans í vor. Mill jarðá-ævintýri Eyre-vatn liggur rúmlega 800 km. fyrir norðvestan Adelaide. Þarna er óbyggt óræktarsvæði, einna líkast eyðimörk. Undir- staðan er hörð, en þó. frnnasl þar mjúkir saltblettir á stöku stað, og flytja verður um 2000 lestir af salti brott áður en hraðametstilraunin verður gerð. Akstursbrautin verður um 30 km. löng og 2.5 km. á breidd. Mikið er komið undir veðrátt- unni hvemig tilraunin tekst. Lake Eyre er nær alltaf þurrt svæði, en á þessari öld hafa flóð þó tvisvar sinnum flætt yf- ir svæðið. Byggðar verða sérstakar Bluebird-búðir við Lake Eyre Verða það allmikil mannvirki. Tvær flugvélar verða í förum til að flytja vistir til svæðisins. Yfirvöldin í Suður-Ástralíu láta leggja 72 km. langan veg með nokkrum brúm yfir eyðimörk- ina til akstursbrautarinnar. TAKYN í D A G Fjölmennt skíða mót um John Cobb. Stórkostlegur farkostur Proteus Bluebird er rúmlega 9 metrar á lengd og 2.4 m. á breidd. Þyngd: 4355 kg. Hemla- skífurnar virka þótt þær hitm upp í 2200 gráður, þ.e. veröi hvítglóandi. Ef bílnum er heml- að til stöðvunar á 60 sek. frá 650—800 km. hraða, þarf til þess sama kraft og til að stöðva 400 fullhlaðna 6-manna bíla frá 60 km. hraða. Hjólbarðarnir hafa verið framleiddir samkvæmt niður- stöðum merkilegra tilrauna Fort- unlop í neðanjarðargöngum. Tæki bílsins eru þannig gerð, að Campell, getur lesið af mæl- um og töflum án þess að flytja sjónarsvið sitt. Þetta er sami j útbúnaður og tekinn hefur ver- i ið í notkun á hraðfleygum flug- vélum. Sérstaklega sterkt fibergler skýlir höfð Campells. Þolir það 50 lesta þrýsting. -A- Danska knattspyrnuliðið B 1901 fer í æfinga- og keppnisferðalag til Mallorca í marz. Knattspyrnumennirn- ir dveljast í æfingabúðum, en einnig keppa þeir við lið- iö Rcal Mallorca. Annað danskt kanttspyrnuiið, AGF, fer í keppnisferðalag til Ame- ríku í sama mánuði. Skíðamót Reykjavík- ur hefst við ÍR-skálann í Hamragili á morgun. Mótið verður sett kl. 11 og hefst kl. 2 eftir há- degi. Þátttakendur í mótinu eru geysimargir, og má vænta skemmtilegrar og spennandi keppni. Mótsstjóri verður Sig- urjón Þórðarson og skíðadeild<í> ÍR annast undirbúning og skipulagningu mótsins. Mótið heldur áfram á sunnudag, og um helginp 2--3. .marz fer síð- ari hluti mótsins fram. Flestir keppendur eru frá ÍR eða 33, Ármanni 30, frá KR 26, frá Víkingi 9 og frá Val 4. Á morgun verður keppt í ^tórsvigi, öllum flokkum, í A- flokki eru 20 keppendur, í B- flokki 18, í C-fl. 26, í drengja- flokki 16, í kvennafl. 11 og í stúlknaflokki 4. Svigbrautin er skemmtileg og stórbrotin. Lagt verður af stað uppi á Skarðs- mýrarfjalli og endað í brekk- unni fyrir neðan skíðaskála IR. Þá verður keppt í 10 km. göngu og fer sú keppni fram á fjallinu fyrir ofan skálann. Vegurinn að ÍR-skálanum er nýheflaður og færi gott. Nýtt hátalarakerfi hefur verið tekið í notkun, og í skálanum eru veitingar. Ferðir verða frá BSR sem hér segir: Föstudag: klukkan 20.00. Laugardag: klukkan 10, kl. 12, klukkan 14 og kl.18.00. Sunnudag: klukkan 9, kl. 10 og klukkan 13.00. TÍr í Danmörku cr komin fram fillaga um að leggja bikarkepnina í knattspyrnu niður. Það er þekktur íþrótta- leiðtogi og fulltrúi í stjórn danska Icnattspyrnusam- bandsins, Vilhelm Skausen, sem hefur lagt þetta til. Hann segir að ekki sé hægt að framkvæma deildakeppnina á viðunandi liátt nema leggja bilcarkepnpina niður. eða láta hana standa yfir í tvö ár hverju sinni. Hann segjr að komið hafi í ljós á síðustu 3 —4 árum, að bikarkeppnin veiti engan fjárhagslegan hagnað nema þeim félögum sem komast í undaníirslit eða úrslit. vann nauman slgur yfír íslandsmeistarar IR í körfuknattleik komust í hann krappan í fyrrakvöld er þeir áttu í höggi við „strákana“ í KR. Þá áttu Ármenn- ingar fullt í fangi með að sigra lið ÍS, og léku stúdentar nú bezta leik sinn á mótinu til þessa. Leikirnir í fyrrakvöld voru jafnir og spennandi. iR-ingar virðast enn sem fyrr langsigur- stranglegastir, en mikil óvissa ríkir um næstu þrjú sætin. KR- oiltamir eru skæðir, og Ár- menningarnir mega hafa sig alla við ef þeir ætla að ná öðru sæti á mótinu. Hér er því spáð að lokaröðin verði þessi: ÍR. KR, Ármann. KFR. ÍS. og smjörbúðin Snorrabraut 54 Ármann-IS 51:44 Það er furðulegt öryggisleysi yfir Ármannsliðinu, þrátt fyrir ágæta leikmenn eins og Davíð, Birgi, Guðmund og Hörð. Lið- ið sýndi ágætan leik gegn KFR fyrstu leikkvöldin, en síðan hef- ur þetta farið í hálfgerðum handaskolum gegn ÍR og ÍS. Stúdentar börðust með mestu ágætum, þrátt fyrir tvo stóra ósigra í fyrri leikjum. Með betri og markvissari æfingu ætti Háskóljnn að geta komjð upp góðu liði eins og fyrr á ár- um. Vandamál IS er það. að flestir ungir körfuknattleiks- menn eru komnir í ýmis önnur íþróttafélög áður en þeir koma í Háskólann. IR—KR 57:54 Það var greinilegt þegar í upphafi að KR-strákarnir báru enga minnimáttarkennd i brjósti gagnvart meistaratitli IR. Þeir tefldu til sigurs nllan .. leikinn og voru nærri því að máta andstæðinginn í lokin, og verður það að teljast góð : frammistaða. iR-ingarnir öru að & sjálfsögðu meira séfðir og “ reynslurikari, en þetta unga lið KR er mjög efnilegt. ÍR-ingar sýndu mjög góðan leik á köflum, eins og oftast áður, en það Var eins og KR- ingamir kæmu þeim úr jafn- vægi. iR-ingar fengu á sig mörg víti, en þó virtust KR- ingarnir leika af fullt eins miklu kappi. Sigur ÍR var verð- skuldaður. Ágæt iframmistaða KR var ánægjuleg, því maður var farinn að óttagt að engin barátta yrði um (efsta sætið vegna yfirburða ÍR, Staðan í nrrótinu Staðan á Islandsmótinu í körfuknattleik er nú þessi: L UiT mörk st. Á 3 2 1 155:165 4 KR 2 1 1 113: 92 2 KFR 2 1 4( 110: 95 2 IS 3 0 3 114:173 0 IR - 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.