Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 10
 10 slÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1963 G W E N B R I S T O W : V I INGJU LEIT með grófgerðum gráum blöðum og gulum blómum sem voru að byrja að springa út. Næst ánni voru fjöllin flöt að ofan og litimir lágu í skáhöll- um rákum. Lengra burtu gnæfðu rauðir tindar eins og hallir upp í geislandi himininn. En þeir voru ekki eins og myndir af venjulegum höllum. Þeir voru eins og hallir hefðu getað verið ef þær hefðu verið stækkaðar og skreyttar af hug- myndaríkum listamönnum með tumum og tindum og virkjum Framhald af 8. síðu. munu spreyta sig á að búa til réttina sem þar eru kenndir. Við tökum okkur það bessa- leyfi að birta þrjá þeirra hér — fyrir þá sem ekki komust á sýninguna. Ostasúpa 2 1 kjöt-, fisk- eða græn- metissoð 40 g smjörlíki 40 g hveiti 40 g makkarónur 30—50 g rifinn ostur 1—2 eggjarauður salt. Súpan er jöfnuð og soðin. Soðnum makkarónum og rifna ostinum bætt út í. Eggjarauð- an hrærð með salti og súpan hrærð þar út í, rétt áður en hún er borin fram. Ostaterta 200 g hveiti 150 g smjörlíki 1—2 matsk. vati 2 egg 2 dl rjómi 200 g rifinn ostur rifinn laukur salt og paprika. Deigið er flatt út og klætt inn í tertumót og hálfbakað. Eggjum, rjóma, osti, lauk og kryddi er blandað vel saman og látið á deigið. Ostatertan er nú bökuð í 15 mín. í við- bót. Skreytt með tómötum og radísum. Ostakrcm IV4 dl rjómi eða mjólk 2 eggjarauður 3 blöð matarlím 75 g rifinn ostur salt, paprika á hnífsoddi 1 dl þeyttur rjómi. Rjóminn er soðinn. Eggja- rauðumar þeyttar vel og rjóm- inn jafnaður með þeim. Má ekki sjóða á eftir. Matarlím- inu bætt útí. Osti, salti og papriku blandað í. Þegar krem- ið er kólnað er þeyttum rjóm- anum bætt útí. gerðum fyrir draumahetjur. Þær voru þama í hundraðatali. stór- kostleg tign sem átti sér enga líka. Gamet stundi af hrifn- ingu og Florinda spurði: — Hvað er að þér. vina mín? — Það er allt þetta, sagði Gar- net með tilfinningu. — Fjöllin — hvað minna þau þig á, Flor- inda? Florinda leit í kringum sig. — Þessi stóru, flötu minna á rjómatertur. Stóru. rauðu kless- urnar l’íkjast svo sem engu. Garnet leit við með hægð og starði á hana. Florinda var að slá niður mýflugu, sem hafði verið að tylla sér á nefið á henni, og hún sagði að þetta bölvaða land yrði sjálfsagt eins heitt og kviður á belju. Smám saman áttaði Garnet sig á því að Florinda var ein af þeim sem gátu farið um und- urfagurt landslag án þess að taka eftir neinu. 1 augum Flor- indu var fegurð föt og skartgrip- ir og spegilmynd hennar sjálfrar. Hún hafði aldrei á ævinni tekið eftir fjalli eða sólsetri. Þess vegna talaði Gamet ekki meira um útsýnið umhverfis þær. En um kvöldið — meðan matsveinarnir kveiktu eld til að sjóða, við kvöldmatinn — gekk hún framhjá beitilandinú og nam staðar til að horfa á fjöllin. Hnígandi sólin sendi langa geisla á milli þeirra sem mynduðu hin furðulegustu litbrigði og skugg- amir hvíldu á jörðinni eins og purpurateppi. Að baki sér heyrði Gamet mennina hrópa og múl- dýrin rymja. Framundan sá hún varðmann, sem sat grafkyrr á hækjum. Annarri hendi hélt hann fyrir augun, með hinni hélt hann um gikkinn. Garnet stóð kyrr í sömu sporum. Oliver hafði sagt henni, að hún mætti ekki viðhafa snöggar óvæntar hreyí- ir.gar bak við varðmann. Sólin hvarf bakvið eina af rauðu höllunum og birtan milli þeirra varð enn purpuralitari. Ennþá var lýsandi gullkróna á efstu turnunum. Garnet sneri til höfðinu til að fylgjast með ská- höllum skuggunum. Smáspöl til hægri við sig sá hún John Ives standa hjá stórum steini. Gar- net þóttist hafa hljótt um sig, en John hlaut að hafa heyrt skrjáfið í pilsunum hennar, því hann sneri sér að henni. — Gott kvöld, frú Hale, sagði hann. Garnet beit á vörina, leið yfir að hafa truflað hann. — Fyrirgefið, herra Ives. Eg sá ekki að þér voruð þama á verði. Eg reyndi að koma ekki of nærri hinum verðinum. — Eg er ekki á verði. Hann horfði á dýrðina framundan. — Eg var að horfa á fjöllin. Gamet steig skrefi nær. — Finnst yður þau líka falleg? John kinkaði kolli. Með sex daga gamalt skegg var hann mjög ólíkur hinum lýtalaust búna manni, sem hún hafði þekkt í Santa Fe. — Falleg er kannski ekki rétta orðið, sagði hann. — En það verður að nægja. Eg kann ekki betra orð. Garnet leit kvíðandi á varð- manninn. John sagði: — Við truflum hann ekki. Hann er vanur þessu venjulega kvöldmasi. John talaði sjaldan við nokk- urn mann nema nauðsyn krefði, og hún velti fyrir sér hvort hún væri honum til ama ,En hana langaði til að spyrja um fjöllin. þess vegna sagði hún: — tJr hverju eru þau? Af hverju eru þau svona? — Eg veit það ekki. Eg hef oft verið að velta því fyrir mér. — Hvað heita þessi skrýtnu tré sem minna á furu? spurði [ Gamet. — Pinons. Það er skyld teg- und. — Og gráu runnarnir með gulu blómunum? — Chamisa. Þeir eru rétt að byrja að blómstra. Eftir svo sem mánuð verða þeir alþaktir gulum blómum. Hann leit dálítið undrandi á Spurt m Þjéðminjasafn ÖDÝRIR RARNAKIÖLAR llMIIIIIIIMI- IIIIIMIIIHIU. llillluilflUIM IIIIIIIIIIMM<<I< iIIMIIMMMIHI- iIMMIMIMMMJI mmmiiimmmh UlllMlfMIM IIMIIflMMM 1IIII1IHIJ* Miklatorgi Framhald af 7 .síðu. Rannsóknir — Hvað vildir þú segja um fornleifarannsóknirnar sjálfar og skipulagningu þeirra? — Það má kannske segja að þær hafi verið of tilviljunum háðar — það er ýmislegt sem hefur háð okkur, t.d. skortur á starfsliði, því það er mikið verk að grafa upp gamlan bæ. Mestu verkefni okkar hafa ver- ið uppgröfturinn á Bergþórs- hvoli 1951 og í Skálholti 1954. En stærsta átak sem hér hefur verið gert í þessum efnum voru rannsóknirnar Þjórsárdal 1939. — Hvaða verkefni teldir þú einna helzt freistingu að ráð- ast í? Það væri mjög nauðsynlegt að athuga alla staði þar sem hof hafa verið — sömuleiðis alla foma þingstaði betur en gert hefur verið; taka þetta verkefni upp í heilu lagi. Margir telja að við ættum að gera rækilega leit að minj- um um dvöl Papa hér á landi. Ég segi fyrir mig, að ég er ekki sérlega bjarsýnn á árang- ur slíkrar leitar, enn hefur ekkert fundizt frá því ágæta fólki, en sjálfsagt er þetta eitt af því sem gera þarf. Þá er eftir að grafa upp ýmsa fróðlega bæi. Við vitum sæmi- lega vel hvernig íslenzkir bæir litu út í upphafi og svo hvernig þeir voru seinast á torfbæja- öld, en það eru ýmsar eyður í þessa sögu, sem við þurfum að fylla. Baðstofa var til að mynda ekki til á fombæjum — við vitum ekki vel hvenær hún verður til og hvemig 6Ú þróun varð, jafnvel nafnið sjálft er nokkur ráðgáta. Því vantar okkur að grafa upp nokkrar tóftir, einkum frá seinni hluta miðalda, sem við vitum með vissu hvenær fóm í eyði. Og í safninu sjálfu er gnægð rannsóknarefna bæði listsögu- leg og menningarsöguleg. Safnið vill vera bæði alþýð- leg kynningarstofnun og rann- sóknarstofnun. Og það kemur reyndar nokkuð af sjálfu sér: það er ekki hægt að stunda kynningarstarfsemi án þekking- ar, það er ekki hægt að vera safnmaður án þess að vera — ja, ef ekki vísindamaður þá að minnsta kosti fræðimaður. . . . Veljið sjálf - Allt fyrir sprengidaginn Egilskjör Laugavegi 116. — Sími 2-34-56. Ferðaþjónustan hjá SÖGU w 'áfé' SAGA selur flugfar- seðla um allan heim. SAGA er aðalumboos- maður á íslandi fyrir dönsku ríkisjárnbraut- irnar. SAGA hefur aðalumboð fyrir ferðaskrifstofur allra norrænu rikisjárn- braufanna (Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð). SAGA hefur söluumboð fyrir Greyhound lang- ferðabílana bandarisku. SAGA er aðalumboðs- maður fyrir Europa Bus — langferðabílasamtök Evrópu. SAGA selur skipafar- seðla um allan heim. Allar upplýsingar og fyrirgreiðsla varðandi vörusýningar og kaup- stefnur. Ferðaskrifstofan Ingólfsstræti — gegnt Gamla bíói — Sími 17600.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.